Morgunblaðið - 17.10.1950, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.10.1950, Qupperneq 10
T 10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. okt. 1950 m Arní G. Eylands Votheysþurrkun Mi. FRUMSKILYRÐI OG LEIÐIR í FYRSTU grein minni um vot- heysverkun, í Morgunblaðinu 12. þ. m. benti jeg á, að enn eymdi mjög eftir af því ástandi, er var 1916-21 er Halldór Vil- hjálmsson hjelt því fram, að það væri skortur á þekkingu, sem mest tefði framgang vot- heysverkunarinnar. VJER HÖFUM FENGIÐ ÁMINNINGU Nú hefum vjer fengið þá á- minningu og goldið það afhroð á sumrinu sem leið sökum ó- þurrkanna, að eigi verður hjá því komist að glaðvakna til um- hugsunar um úrræði og viðbún- að til úrbóta, svo að slíkt þurfi ekki aftur yfir bændur að ganga jafn óviðbúna eins og var að þessu sinni. Þetta er mál, sem varðar fleiri en bændur eina. Skaðinn í sumar er að sönnu í fyrsta lagi þeirra skaði, en hann er jafnframt skaði þjóðarinnar — skaði vor allra. Það skiljum vjer og finnum þegar afleiðing- arnar verða svo alvarlegar, að ríkissjóður verður að hlaupa undir bagga af illum en gild- um ástæðum. Þá er að vita hvað gera skal. Málið verður ekki leyst með peningum einum. Sönnun fyrir því er sú staðreynd, að ef svo væri myndi votheysverkunin hafa náð langtum meiri út- breiðslu síðustu 20 árin heldur en raun er á orðin. En því er vert að benda á þetta, að það virðist liggja hjer í landi, að einblína svo mjög á fjárhags- hlið mála og haga sjer í ýmsu eins og það eina, sem vjer höf- um nóg af sje peningar. Fje er útvegað og veitt til fram- kvæmda, en um hitt virðist oft minna hugsað, hvað fæst fyrir peningana. » ÞEKKINGIN ER TIL Þekking í votheysverkun er til, þótt bændur hafi ekki til þessa notið hennar sem skyldi. Hún er til sem erlend þekking, byggð bæði á reynslu og mikl- um vísindalegum rannsóknum. Hún er einnig til sem innlend reynsla, í höndum allmargra bænda, en þó mjög sundurleit, og lítið hefur verið úr henni unnið til samræmingar og sann inda. Um innlendar rannsókn- ir og vísindalegar athuganir varðandi votheysverkunina er hins vegar mjög fátt. Gott yfirlit yfir þessa þekk- ingu ætti að vera til í huga og fórum þeirra manna, er við það fást mest, að leiðbeina bændum i jarðrækt og búfjárrækt, en ef svo er ekki nægilega víða, þarf að vinna að því að safna slíkri þekkingu saman án tafar, kerfa hana og samræma. En að því fengnu verður að bera hana á borð fyrir bændur á aðgengi- legan hátt, í ræðu og riti og með gerningum. Þess er engan veginn að vænta, að bændur safni að sjer, vegi og vinni úr þeim reynslusannindum, sem völ er á varðandi votheysverk- un. Þess vegna verða leiðbein- ingamennirnir — ráðunautar bændanna — að færa þeim fróð leikinn heim ' 'ikið. mótaóan og miðaðan við l sþarfr og getu hvers bó ; > 1> >ð, hversu lífræn og vak i sj,k fræðslú- starfsemi er ng ður, sker mjög úr um fran,. ir L búakapn um á komandi árum, hvort þær verða heilar og hoiJar, eða meira og minna brokkgengar og vankantaðar. FRÆÐSLA OG LEIÐBEININGAR VALDA MESTU Fróðlegt er að athuga hverju vjðtæk leiðbeiningastarfsemi hefur áorkað um votheysverk- un hjá Dönum. Danskir bænd- ur voru, og eru raunar enn, litlir votheysgerðarmenn. Eftir- farandi tölur sýna hvað þeim hefur miðáð áfram á árunum 1936—1949. Tala bænda, sem verkuðu vothey Alls % af býlum 1936 .... 1245 .... 1% 1941 .... 6247 .... 4% 1942 .... 15104 .... 10% 1943 .... 21632 .... 14% 1945 .... 26037 .... 17% 1946 .... 28613 .... 18% 1948 .... 30380 .... 19% 1949 .... 35142 .... 22% Prósentutala býlanna, sem verk að er vothey á, er miðuð við jarðir með yfir 5 ha af rækt- uðu landi. § Samfara þeirri vakningu og þeim þekkingarauka, sem hald- góð fræðsla og leiðbeiningar bera bændum, verður þeim að sjálfsögðu að bjóðast sú fjár- hagslega aðstoð og aðstaða, sem til þess er nauðsynleg að þoka votheysgerðinni áfram svo miklu muni, en það er hrapal- legum misskilningur að halda, að fjárframlög ein valdi því að koma þessu máli á rjettan kjöl og skútunni á skrið. Loks er svo að skipuleggja framkvæmdina, að byggja vot- feng bænda, til þess að sæmi- heyshlöður sem víðast og yfir nægilega mikirm hluta af hey- legt öryggi sje fengið þótt mik- ið beri út af með tíðarfar. Látum oss ræða þessi þrjú meginatriði nokkuð, þótt eigi geti það orðið tæmandi. TILGANGUR VOTHEYS- VERKUNARINNAR Tilgangur votheysverkunar- innar er töluvert annar hjer á landi en víðast erlendis. Því valda mismunandi ræktunar- hættir og veðurfar Að sumu leyti getur íslenskum bændum orðið votheysverkunin auðveld- ari • heldur en stjettarbræðrum þeirra í nágrannalöndunum, en að öðru leyti skapar veðurfar hjer á landi erfiðleika , sem önnur t‘pk þarf til að sigrast á. Er sumt þar að lútandi eigi rann sakað sem skyldi, en það verður að gerast hjerlendis af vorum eigin mönnum. Það getur verið nokkurs virði að átta sig á þessum mismun. Hjer er vothey verkað fyrst og fremst til að bjarga heyi ó- hröktu og vel verkuðu x garð, þó að votviðri gangi, og tor- veldi heyþurrkun, Á því er lít- ill eða enginn greinarmunur gerður hvort grasið, sem verk- að er sem vothey er lítið sprott- ið, fullsprottið eða úr sjer >x- ið Það getur verið ágætis töðu- gi s og það getur verið úthey mismunandi að gæðum. — Vot- heysgerðin er hjer notuð sem heybjörgunaraðferð til að nýta tryggilega það gras, sem slegið er til fóðurs hvernig svo sem það er. Hjer eru það nær undantekningar- iaus grös (og hálfgrös), sul verkuð eru sem vothey, en belgjurtir lítt eður ekki, þótt einhver smáraslæðingur kunni að vera í töðunni, sem sums staðar fer í votheysgryfjuna. Erlendis er þessu yfirleitt allt öðru vísi farið. Votheysverk- unin er þar yfirleitt ekki um hönd höfð vegna veðurfarsins, hún er óháð því. Má best sjá það í Ameríku, þar er maís og annar gróður verkaður sem vot hey á þeim tíma árs þegar nær aldrei dregur ský fyrir sólu og treysta má heyþurrk sem ör- uggum. Votheysverkun annarra þjóða er fyrst og fremst, að framleiða sjerstakt fóður, að gerð og gæðum, og nota til þess gróður, sem er sjerstakur að eðli og gæðum, og beinlínis ræktaður með það fyrir augum. Þar dettur engum bónda í hug að setja venjulegt fullsprottið gras af túnum í vothey og því síður úthey, ef slíkt er slegið og nytjað til fóðurs, sem sjald- gæft er. Venjulegt gras af tún- um, sem vjer myndum kalla, er því aðeins verkað sem vot- hey, að það sje slegið hálf- sprottið, en oftast þykir það eigi nægilega gott til votheys- gerðar. í þess stað er ræktuð smárataða og annar belgjurta- gróður eða blendingur af gi'ös- um og slíkum gróðri og hann sleginn á besta þroskaskeiði, þegar mest er af auðmeltri nær- ingu í gróðrinum. Gróður til votheysgerðar er beinlínis rækt -aður með þá verkun og þá fóðurframleiðslu fyrir augum. Á þessu er regin munur frá því sem hjer tíðkast og mun svo verða enn um skeið. Því miður er hætt við að það eigi langt í land, að ræktunar- hættir vorir taki þeim stakka- skiptum, er þarf til þess, að votheysverkun hjer á landi þjóni jafnmiklu verkefni eins og hjá öðrum þjóðum, um fóð- urgæði. Þó er þetta hið mesta markmið, því að með þeim hætti miðar fyrst verulega í áttina til þess, að votheysgjöf geti til mikilla muna komið í stað fóðurbætis við mjólkur- framleiðsluna. Sem hevbjörgunaraðferð er votheysverkunin hins vegar miklu nauðsynlegri fyrir bænd- ur þessa lands heldur en bænd- ur annarra nálægra landa yfir- leitt, á því er enginn vafi, tíð- arfarið ræður þar öllu um. ÞAÐ, SEM ÞARF AÐ SKE Það sem þarf að gerast og ske þegar vothey er verkað, er í stuttu máli þetta tvennt: að koma heyinu þannig fyr- ir og þjappa því svo vel saman, að það verði sem allra minnst loft í því eða helst ekkert. að heyið sýrist að vissu marki. Ef loftið og súrefni þess næst ekki úr heyinu og er ekki varn- að að komast að því við verk- un og geymslu. ná myglusvepp- ir þrifum og skemma heyið sem fóður, en slík r sveppir þrífast ekki án lofts. Það er því mjög áríðandi, að ve! sje látið i vot- hey .hiöðuna, heyinu jafnað fullkomlega og það troðið, svo að sig þess verði sem jafnast. Að þekja heyiO og ferga miðar að þessu sanw og er eigi síður áríðandi en að loft komisl ekki að inn um voggi hlöðunnar. Sýr>ng hevsins r annað að- alatx ðið og engu mirjT. ÞpA þax; ,.ð fa'ýrt.; . ;ðx vél og næg> -lega mikið. Ef heyið nær ekki að súrna nægilega fljótt og á rjettan hátt hefja ýmsir skemmdargerlar störf sín og spilla því sem fóðri. Slíkir gerl- ar geta þrifist fullum fetum, þótt loft komist ekki að, þeir valda rotnun og skemma engu minna en myglusveppirnir. í nægilega súru votheyi mega rotnunargerlamár sín lítils, og heyið geymist vel og lengi. | Með því að fjarlægja loftið úr heyinu og sýra það, svo að sýrustig þess verði um pH4, sem kallað er, tekst að stemma stigu fyrir þróun rotnunargei'la og smjörsýrugerla í heyinu. Þann- ig verkað og nægilega súrt geymist það von úr viti og án skemmdahættu, ef hlaðan er loftþjett og örugg. Þessu takmarki að sýra hey- ig og ná loftinu úr því, er hægt að ná á mismunandi hátt og er þá fyrst og fremst að ræða um sýringu heysins. HEYIÐ SYRIR SIG SJALFT Það sem hjer á landi varðar mestu, er fyrst og fremst að láta heyið sýra sig sjálft. í öll- um gróðri er nokkuð af sykur- efnum. Ef gróður, sem sykur er í að nokkru marki, er settur hæfilega rakur í votheyshlöðu og heyinu þjappað vel saman, kemst gerð í það og sykurefnin breytast að miklu leyti í mjólk- ursýru, sem er holl og góð sýra. En einnig getur myndast ediks- sýra og smjörsýra. Um þær er votheysgerðarbóndanum minna gefið. — Smjörsýran veldur vondri lykt af fóðrinu og getur haft óheppileg áhrif á mjólk og mjólkurafurðir, ef kúm er gefið vothey, sem er illa verkað á þann hátt, að smjörsýru gæt- ir mikið í heyinu. Aðalráðið til þess, að forðast smjörsýru- myndunína er, að mjólkui'sýru- myndunin í heyinu komist ört og vel af stað og verði nógu mikil. En frumskilyrði þess, að svo megi verða er, að það sje nægilega mikið af sykurefnum í grasinu, sem verkað er sem vothey, og helst um leið, að það sje tiltölulega lítið af eggja- hvítu í því. Mikil eggjahvíta torveldar sýringu heysins. Hjer er komið að kjarna þess, hver munur er á að verka venjulegan túngróður, eins og vjer eigum að venjast, sem vot- key, og belgjurtagróður, svo sem smáratöðu, lúsei’nur, flækju o. s. frv., sem mest og helst er ræktað til votheysgerðar og verkað sem vothey erlendis. — Þetta skýrir einnig ágæti maís- jurtarinnar til votheysgerðar. í maísgróðri er svo mikið af sykri að heppileg gerjun og mjólkursýrumyndun er örugg og fóðurgæði'trygg. í SMÁRATÖÐU VERÐUR AÐ NOTA SÝRU Smárataða og annar eggja- hvíturíkur gróður verður ekki auðveldlega verkaður sem vot- hey svo tryggilegt sje, nema gi'ipið sje til annara ráða en að láta heyið sýra sig sjálft. Er heyið þó sýrt á þann hátt að blanda í það sýru eðá efnum, sem breytast auðveldlega í mjólkursýru fyrir atbeina gerla x heyinu. Gerlarnir eru fóðrað- ir á þann hátt, svo að þeir geti framleitt næga sýru og sýrt | heyið. Kunnasta aðferð að sýra hey °r hin finnska. A. V. aðferð, sem kenml er við próf. Arturi I. Virtanen. Sú aðferð hefur verið reynd hjer á landi og gef- ist vel, en sá gahi er á, að hún reynist of dýr, er vjer verð- um að kaupa A. I. V.-vökvann fi'á öðrum löndum, en vökvi sá er blanda af brennisteinssýru og saltsýru. Auk þess verður að gefa gripum, sem fóðraðir eru á A. I. V.-heyi kalk með hey- inu til að vega á móti áhrifum sýrurmar í líkömum dýranna. A. I. V. aðferðin hefur orðið nágrannaþjóðum vorum að af- armiklU gagni, einkum á stríðs- árunum. Sú aðferð gerði þeim kleift að rækta og verka eggja- hvíturíkt fóður, í miklum mæli, þegar þrengdi að um innflutn- ing eggjahvíturíks fóðurbætis og hann jafnvel brást með öllu. Á síðustu árum er einnig farið að nota maurasýru til að sýra vothey. Mun verða horf -ið að notkun hennar í stað A. I. V.-vökva til mikilla muna, að minnsta kosti í Noregi. Hún er auðveldari í notkun og kalk- gjöf þarf ekki þótt hún sje not- uð. Einhverntíma komast ísl. bændur upp á að rækta svo eggjahvíturíkan og kjarnmik- inn gróður, að þeir verða að grípa til þess ráðs að nota sýru til að; sýra heyið, er þeir verka slíkt gæðahey sem vothey. Er vel sennilegt, að þá verði notuð maurasýra. MELASSE OG MAÍSMJÖLIÐ BLANDAÐ í HEYIÐ Af efnum sem blandað er í hey í stað sýru, til að örfa gerjun og myndun mjólkur- sýru, í því, er fyrst að nefna melasse, sem er aukaafurð við sykurvinnslu. Einnig er nokk- um að því gert að blanda maís- mjöli í vothey. Koma þá bæði sykurefnin og sterkjan í maísn- um áð notixm, til að örfa gerjun og sýrumyndun í heyinu. Þó að notkun maurasýru komi ekki til greina hjer á landi sökum kostnaðar, ennþá sem komið er, er eðlilegt að ýmsum detti í hug nokkuð hlið- stæð ráð, t. d. að sýra hey með mysu og súrri mjólk (undan- rennu og áfum). Það er í raun og venx spor í rjetta átt, en þvi miður þarf svo mikið af slíkri sýru, til að hún komi að veru- legu gagni, að aðferðin er iítt framkvæmanleg og nær þýð- ingarlaus. En meðan svo er, að vjer notum eingöngu venjulega töðu og úthey, sem er mestmegnis grös (og hálfgrös) til votheys- gerðar, getum vjer verkað vot- hey fullum fetum á þann ein- falda hátt að láta það sýra sig sjálft, ef vjer notum kunnáttu og ráðdeild við verkunina og um allt er að henni lítur. Nær það auðvitað einnig til þess að byggja hentugar hlöður fyrir votheyið, hverju nafni sem vjer nefnum þær. ÞEGAR VOTHEYIÐ FER AÐ SPARA OSS INNFLUTNIN G Að þessu leyti horfir votheys verkunin nú ólíkt einfaldar við hjer á, landi heldur en í ná- grannalöndum vorum. Þá að- stöðu ber oss að nota út í æsar þótt vjer sjeum enn eigi til þess færir að breyta ræktunarhátt- um og fóðurframleiðslu og hafa L því sambandi jafn mikil not af votheysverkuninni til gjald- eyrissparnaðar eins og ná- Framhald á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.