Morgunblaðið - 27.10.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1950, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. okt. 1950. JlkrcgmtMð&ifc Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. ywriíy: R DAGLEGA LÍFINU Þingræður og útgáía þeirra FYRIR Alþingi hefur fyrir nokkru verið lögð þingsályktun- artillaga um vjelræna upptöku þingræðna. Er á það bent í greinargerð hennar að mesta álag sje nú á skráningu þing- ræðna og útgáfu Alþingistíðinda. Þau komi nú út mörgum árum á eftir tímanum og sjeu auk þess engan veginn örugg- ar heimildir um það, sem gerist á löggjafarsamkomunni, þar sem þingmenn sjeu nú flestir hættir að lesa yfir og leið- rjetta ræður sínar. Þessar upplýsingar hafa við fyllstu rök að styðjast. Fyrirkomulagið á þingskriftum og útgáfu þing- tíðinda er nú og hefur alllengi verið algerlega óviðunandi. Þær raddir hafa heyrst að rjettast væri að hætta algerlega að skrá umræður á Alþingi. — Er ekki ástæða til þess að ræða þá uppástungu. Svo fráleit er hún. Það væri hreinn skrælingjaháttur ef umræður á löggjafarsamkomu íslend- inga væru ekki skráðar og geymdar eins og gert hefur verið 6Íðan Alþingi var endurreist, og gert mun á öllum þjóð- ,þingum. Enda þótt það, sem gerist þar sje misjafnlega merki- legt og þýðingarmikið, væri það fráleit vanræksla gagn- vart nútíð og framtíð að varðveita ekki eins glögga heimild um það og frekast er unnt. En hvaða leið á þá að fara til úrbóta í þessum efnum? Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar vilja að vjel- ræn upptaka þingræðna komi í staðinn fyrir þetta fyrir- komulag. Er óhætt að fullyrða að sú aðferð hafi ýmsa kosti og gæti orðið mjög til bóta. Einfaldara mundi þó að hverfa að því ráði að láta aðeins vel æfða og þjálfaða hraðritara annast þessi störf. Hingað til hefur það strandað á því að mjög fáir menn kunna hraðritun. Sætir það hinni mestu furðu, hve fátt fólk nemur hana. Virðist sem að skóli eins og Verslunarskólinn ætti að sjá nemendum sínum, sem marg- ir leggja fyrir sig skrifstofustörf að námi loknu, fyrir slíkri menntun, sem hlyti að koma þeim mjög víða að gagni. Þingskriftirnar þurfa að batna og útgáfu Alþingistíðinda verður að koma í betra horf. Það er kjarni málsins. Væntan- lega verður fyrrgreind þingsályktunartillaga til þess að koma sæmilegu lagi á framkvæmd þessa máls. Rukin bjartsýni EFTIR dag Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn var hátíðlegur meðal allra frjálsra þjóða, sem þessi víðtæku alþjóðasamtök iylla, ríkir aukin bjartsýni um að takast muni að varðveita heimsfriðinn og koma í veg fyrir að ofbeldi verði beitt" til lausnar deilumálum þjóðanna. Mikil breyting hefur á einu ári orðið á afstöðu almenn- ings í fjölmörgum löndum til þessara samtaka. Fólkið hafði sjeð ofbeldið vaða uppi enn einu sinni. Örfámennum klík- um í löndunum austan „járntjaldsins“ hafði tekist að hrifsa öll völd í sínar hendur og leggja ok kommúnismans á mill- jónir manna. Þetta gerðist á fyrstu starfsárum Sameinuðu þjóðanna. En hinar vestrænu lýðræðisþjóðir áttuðu sig áður en það var orðið of seint. Tilraunum Rússa til þess að hrekja fyrr- verandi Bandamenn sína burt frá Berlín og ná þar með hinni þýsku höfuðborg algerlega á sitt vald var hrundið. Þjóðir Vestur-Evrópu mynduðu með sjer öflug samtök til uppbyggingar og eflingar efnahag sínum og atvinnulífi og r>utu til þess drengilegs og stórfellds stuðnings Bandaríkj- anna. Þessar sömu þjóðir tóku síðan höndum saman um sköp- un varnarsamtaka gegn yfirvofandi ofbeldi og uppvöðslu. Allt þetta hefur leitt til þess að þjóðirnar anda nú nokkru Ijettar en áður, enda þótt þær geri sjer það fyllilega Ijóst að ennþá vofir mikil og geigvænleg hætta yfir þeim frá hinni austrænu kúgunarstefnu. En hinar vestrænu lýðræðis- þjóðir hafa nú gert sjer Ijóst hvar þær standa. Þær hafa skilið að leiðin til þess að vinna að friði og öryggi er engin önnur en sú að standa fast saman og mæta hverskonar of- beldistilraunum með féstu og einbeittni. Það er sú afstaða, sem hinn mikli sigur Sameinuðu þjóðanna í Kóreu byggist á. Og það er á þeim sigri, sem mannkynið byggir vonir sínar um betri veröld og aukið öryggi. REIÐIR VEGFARENDUR I LÍFSHÁSKA MIKIÐ gat þokkalegur vegfarandi orðið reiður í gærmorgun, eftir að hafa nýsloppið úr lífs- háska, sem hann kom sjálfum sjer í með því að fara ekki eftir settum reglum í umferðinni. Sagan er á þessa leið: Maðurinn kom vestan Austurstræti og er hann var kominn á hornið hjá tóbaksverslun- inni London arkaði hann yfir á Apótekshornið, án þess að líta til hægri eða vinstri. En um leið skifti um umferðarljós og bifreið, sem átti fullan rjett, ók að manninum, sunnan úr Póst- hússtræti. • EKKI SVO SEM SÁ EINI MAÐURINN blótaði og ragnaði, steytti hnef- ann framan í bifreiðastjórann og kallaði hann asna og aula. Hvort að þetta orðasafn skamm- aryrða hraut úr munni mannsins af hræðslu, eða bara einfaldri geðvonsku, skal engum get- um að leitt hjer. En ljótt var að heyra. Þessi orðljóti maður er þó ekki einn um að ana út í umferðina, þvert ofan í umferðarljós og aðrar settar reglur. Hundruð vegfarenda gera það daglega og oftast mesta mildi, að ekki skuli hljótast af fleiri slys, en raun er á. • ÖRYGGISVIKA VEGFARENDA ÁÐUR FYR voru haldnar hjer allskonar „vik- ur“, „hreinlætisvika", „umferðarvika“ og hvað þær nú annars hjetu. Sumir gerðu grín að vikunum, en þær gerðu sitt gagn. Væri nú ekki tilvalið, að haldin yrði ein ör- yggisvika fyrir vegfarendur í bænum, þar sem lögreglan leiðbeindi fólki þegar það er að fara yfir götu. Það gæti haft áhrif. • ÚTHALDSLEYSI Á ÖLLUM SVIÐUM ÚTHALDSLEYSIÐ hjá okkur á öllum sviðum er kapítuli út af fyrir sig, sem skrifa mætti langar ritgerðir um. Það er byrjað á þessu og hinu, sem á að standa til bóta. Gengið eftir því með oddi og egg í nokkra daga, en síðan ekki söguna meira. Fyrst eftir að umferðarljósin komu í miðbæ- inn gekk lögreglan fast eftir að þeim væri hlýtt og mun ríkissjóðurinn hafa haft einhverjar smátekjur af sektum. — Nú er nýjabrumið farið af því og bæði farartæki og fótgangandi geta brotið umferðaljósreglurnar fyrir framan nefið á laganna vörðum, án þess að þeir haf- ist nokkuð að. • ÓLÖGHLÝÐIN ÞJÓÐ? ÞAÞAÐ ER sagt, að íslendingar sjeu ólög- hlýðnir. Skapi sjer lög og reglur sjálfir. Jeg held að þetta sje ekki allskostar rjett. íslend- ingar eru í sjálfu sjer ekki ólöghlýðnari en aðr- ar þjóðir, nema á sumum sviðum. En hitt er rjett, að þeir, sem eiga að sjá um að lögunum sje hlýtt eru oft um of umburðar- lyndir. Hjer í Reykjavík er það engu líkara, en að hinir hraustlegu og glæsilegu lögregluþjónar okkar haldi, að þeir sjeu ráðnir til þess eins að elta ölvaða menn. Þeir hreyfa sig sjaldan þótt umferðarregl- urnar sjeu brotr.ar. • VAXMYNDASAFNIÐ HÚSNÆÐISLAUST FYRIR nokkrum árum þótti það frjett, er Ósk- ar Halldórsson útgerðarmaður rjeðst í að láta gera vaxmyndir af helstu forystumönnum þjóðarinnar og fjekk til þess enskan sjerfræð- ing. Síðan hefir lítið um þetta safn heyrst og fáir vita, að það er að mestu, eða öllu leyti tilbúið og væri hægt að setja það upp, ef það væri ekki húsnæðislaust. Vissulega myndi það auka á fjölbreytni í bæj- arlífinu, ef þessu safni yrði valinn góður stað- ur og það haft opið almenningi til sýnis nokkra daga í viku. • ÓSKAR ER RÓLEGUR SJÁLFUR FYRIR nokkru færði jeg vaxmyndasafnið í tal við Óskar Halldórsson sjálfan, er jeg hitti hann af tilviljun. Hann sagði mjer að það væri nú komið hingað til lands, en hann fengi ekkert húsnæði fyrir það. Að öðru leyti vildi Óskar sem minnst um þetta segja. Hefir kannski haldið að jeg myndi hlaupa með það í blaðið, eins og jeg hefi nú gert. Það kann að vera að Óskar þakki mjer ekki fyrir, að minnast á þetta mál. En jeg veit að margir bíða með eftirvæntingu eftir að fá að sjá fyrsta vaxmyndasafnið á íslandi. ÍÞRÓTTIR Ármann hefir varið 150 þús. kr. til vallargerðar Frá aSaifundi fjelagsins í fyrrakvöld AÐALFUNDUR Glímufjel. Ár- manns var haldinn í gærkveldi. Glímufjel. Ármanni hefur verið boðið að senda íþróttaflokka bæði til Bretlands og Svíþjóðar næsta sumar. Var þetta tilkynnt á aðalfundi fjelagsins í gær- kveldi, en að svo komnu máli er ekki unnt að taka neina afstöðu til þessara boða. Slík ferðalög eru dýr, en f jelagið stendur hins vegar í fjárfrekum stórræðum, þar sem um er að ræða íþrótta- svæði þess hið nýja Svíar hafa boðið Ármanni að senda glímu- flokk á Norðurlandamót fyrir þjóðlegar íþróttir og leiki, sem haldið verður í Stokkhólmi dag ana 9.—13. júní n.k. í sambandi við mótið er ætlast til að flokk- urinn ferðist viðsvegar um Sví- þjóð og sýni glímu. Bretar hafa boðið Ármenning um að senda íimleikaflokk á fimleikamót, s.em haldið verður í Bretlandi að sumri, en eins og áður er tekið fram, er ennþá | ekkert ákveðið um það, hvort af jför Ármenninga getur orðið eða ekki. Ármenningar hafa ráðið til sín finnskan glímukennara til að kenna hjer fjölbragða- jglímu og er hann væntanlegur hingað í vetur. Talið er, að ís- lendingar geti vegna kunnáttu í íslenskri glímu, orðið með allra bestu fjölbragðaglímumönnum og staðið bestu glímumönnum heim á sporði. Aðal verkefni glímufielagsins Ármanns á liðnu starfsári, er auk íþróttaiðkana, gerð íþrótta- svæðis fjelagsins inn við Mið- tún. Þar hefur verið unnið allt árið, ýmist með vjelum eða hand afli, en í sumar og haust hafa á annað hundrað Ármenningar unnið þar að meira eða minna leyti í þegnskylduvinnu. Búið er að ræsa allt landið fram og loka ræsunum og auk bess er búið að sljetta sjálft iþróttavallarsvæð- ið. Næsta verkefnið verður að setja gróðurmold og sá síðan í það næsta vor. Sömuleiðis verð- ur byrjað á hlaupabrautinni strax og tök eru á. Alls hefur um 150 þúsund krónum verið varið til vallargerðarinnar á ár- inu, en þar er í framtíðinni fyrir huguð bygging myndarlegs fje- lagsheimilis. Fjelagar í Ár- manni eru nokkuð á 2. þúsund- inu, en s.l. starfsár iðkuðu um 800 manns íþróttir á vegum fje- lagsins, að undanskildum þó vetraríþróttum. Jens Guðbjörnsson var kjör- nn formaður í 24. skipti, en alls er hann nú búinn að sitja í stjórn Ármanns í 25 ár. Fundur inn færði Jens og konu hans þakkir og gjafir í tilefni 25 ára stjórnarsetu hans í fjelag- inu. Meðstjórnendur voru kjörn ir: Sigurður Norðdahl, Guðfinna Elentínusdóttir, Gunnlaugur Briem, Baldur Möller, Þuríður Ámadóttir og Tómas Þorvalds- son. Endurskoðendur: Stefán Björnsson og Guðmundur Sig- urjónsson. Formenn sjerdeildanna: Skíðadeildin: Þorsteinn Bjarna- son. Róðrardeild: Stefán Jóns- son. Sunddeild: Ragnar Vignir. Frjálsíþróttadeild: Þorbjöm Pjetursson. Handknattleiksdeild Magnús Þórarinsson. Hnefaleika deild: Þorkell Magnússon: Glímudeild: Sigfús Ingimundar son. — Stjórn fimleikadeildar verður kosin í næstu viku. Erlendar frjettir TJEKKNESKI hlauparinn Emil Zatopek gerði nýlega tilraun til þess að bæta heimsmet Gunder Hággs í 5000 m. hlaupi á móti í Prag á „Degi hersins“. Þetta tókst þó ekki, þótt Zatopek næði ágætum tíma. Hann hljóp á 14.16,2 mín., en met Hággs er 13.58,2 mín. Zatopek gekk mjög 'vel fyrstu fjóra km., en gaf sig nokkuð þann síðasta. Millitíminn var: 1000 m. á 2.50 mín., 2000 á 5.37 mín., 3000 á 8.30,7 og 4000 m. á 11.20,6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.