Morgunblaðið - 27.10.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.1950, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. okt. 1950. MORGVNBLAÐIÐ 9 A MYNDINNI sjest farþegarýmið á Heklu. Stólarnir hafa verið teknir upp og leggjast þá upp að veggnum. Þannig er það vel fallið til vöruflutninga. Auðvelt er að koma stólunum fyrir, er farþegar eru fluttir. Gagngerðar endurbæfur gerð- ar á millilandavjelinni Heklu Flugvjelin fekur nú 68 farþega í stað 46 H E K L A, millilandafiugvjel Loftleiða, hefur að undanförnu yerið til gagngerðrar viðgerðar og endurbóta vestur í Ameriku. JNu er þessari viðgerð lokið og mun flugvjelin verða í leiguflugi Síjá flugfjelagi vestra, en koma hingað til lands næsta sumar. Frjettamaður frá Morgunblað * Inu hitti að máli I gær þá fje- Jaga Baldur Bjarnason, flug- vjelavirkja og Kristinn Olsen flugstjóra og spurði þá um ým- Islegt viðvíkjandi viðgerð þeirri ©g endurbótum, sem gerðar hafa verið á flugvjelinni. Baldur var vestra um tveggja mánaða skeið ©g fylgdist með breytingum jþeim, sem gerðar voru á flug- yjelinni. KLÖSSUN NAUÐSYNLEG Þeir fjelagar sögðu, að sam-( Jcvæmt alþjóðaflugreglum væri gkylt að láta fram fara gagn-, gerða „klössun“ á flugvjelum, er þær hafa verið 8000 klukku- stundir á lofti. Hekla hafði ver- Ið þennan tíma á flugi, svo hún var send til Flying Tigers fje-J lagsins í Californíu, vegna þess að ekki er hægt að framkvæma! þessá „klösun“ hjer á landi. —: Fjelag þetta er mjög þekkt um allan heim og nýtur mikils trausts og álits hjá flugfjelög- sixm, sem við það hafa verslað. BBEYTINGAR Á VJELINNI Stjórn Loftleiða ákvað að Jafnframt hinni venjulegu S,klösun“, skyldi vjelinni breytt þannig, að hún þyldi saman- burð við hvaða flugvjel sem væri sinnar tegundar. Þær breytingar, sem gerðar haía verið á vjelinni, eru svo gagngerðar, að segja má, að um nýja flugvjel sje að ræða. Nýir vængir voru settir á vjelina og eru allir bensíngeymar hennar 3iú í þeim. Við þetta hefur far- þegaklefinn lengst, því áður voru 2 af bensíngeymum vjelarinnar milli farþegarúmsins og stjórn- Mefans, en það rúm er nú tekið fyrir farþegapláss. Öll klæðn- Ing, teppi o. fl., eru ný og af Ijettri gerð en áður. Ný sæti hafa verið sett í farþegaklef- ann. Eru þau bæði ljettari og þægilegri en þau sæti, sem áð- ur voru í vjelinni. 68 FARÞEGAR I STAÐ 46 Við þessar breytingar hefur burðarþol flugvjelarinnar auk- Ist mjög, þannig að hún getur nú tekið 68 farþega £ stað 46 áður. Sætin eru þannig gerð að hægt er á auðveldan hátt að leggja þau að veggjum vjelar- innar, og er þá vjelin tilbúin til vöruflutninga. Bensíntankar vjelarinnar eru eins og áður er sagt, í vængj- um vjelarinnar. Þeir taka sam- tals 3600 gallon, og nægir það 17 klst. flugs. Áður gat vjelin tekið bensínforða, sem nægði til 13 klst. flugs. Einnig hefur verið sett í vjel ina nýtt eldvarnarkerfi. Er það af svonefndri Edison-gerð og eru þessi tæki þau nýjustu og öruggustu, sem nú eru í notk- un. Að sjálfsögðu hefur vjelin öll verið tekin upp, stykki fyrir stykki og allt endurnýjað, sem nokkuð var farið að sjá á. Ný- ir mótorar voru settir í vjelina. — Mótorar þessir eru af endur- bættri gerð og er framleiðsla þeirra nýhafin eftir að sjerfr. höfðu unnið að því að bæta úr þeim göllum, sem fram höfðu komið í eldri gerðum. EINS OG NÝ FLUGVJEL Eftir allar þessar breytingar og endurbætur telst Hekla nú til hinnar svonefndu „E-typu“ skymastervjela, sem er nýjasta model þeirrar gerðar, sem nú er í notkun. Hekla taldist áð- ur til „A-typu“ Skymastervjela. FER í LEIGUFLUG Vegna hins mikla kostnaðar, sem þessum breytingum er samfara og greiða þarf hann í erlendum gjaldeyri hefur stjórn Loftleiða orðið að grípa til þess ráðs að leigja flugvjelina. —1 Ameríska flugfjelagið Seabold Western hefur tekið hana á leigu og verður hún sennilega á leiðinni Californía—Tókíó, að sögn þeirra fjelaga Baldurs og Kristins. — Munu samningarnir þannig gerðir, að vjelin losnar ekki fyrr en næsta sumar og mun þá koma hingað til lands. Fjársöfnun Barnaverncf- arfjelagsíns fóksf vel FYRSTA vetrardag efndi Barna vinafjelag Reykjavíkur til fjár- söfnunar handa starfsemi sinni. Merki fjelagsins voru seld á göt um bæjarins, og tók fólk sölu- börnunum hið besta, enda þótt veður væri mjög óhagstætt, úr- hellisrigning. Sýna þessar undirtektir vakn andi skilning almennings á þeim vandamálum, sem Barna- verndarfjelagið hefur bent á og vill leysa. — Um kvöldið var haldin skemmtun í Listamanna skálanum. Síra Jakob Jónsosn ávarpaði gestina, Lárus Pálsson, leikari, las upp, kvartett söng. Var listamönnunum tekið af mikilli hrifningu, og mun það mál flestra, sem viðstaddir voru, að fáar skemmtanir hafi tekist betur. Kvikmyndahúsin sýndu barnakvikmyndir til á- góða fyrir starfsemina. — Alls söfnuðust nálægt kr. 16000.00. Fjelagsskapur þessi er í ör- um vexti. Barnaverndarfjelög hafa værið stofnuð á Akureyri, Siglufirði, Húsavik og í Hafnar- firði. Reykjavíkurfjelagið er elst, rúmlega ársgamalt. Þessi öra þróun sýnir, að málefni f je- lagsins snertir hug fólksins og á erindi til almennings. Barna- vernd og uppeldi afbrigðilegra barn.'i hafa verið meir vanrækt með oss íslendingum en sið- menningarþjóð sæmir. Af þeirri vanrækslu spretta vandræði og hætta, sem snerta hvern mann beint eða óbeint. Afbrigðileg börn, sem ekki fá uppeldi við sitt hæfi, geta orðið sjálfum sjer og öðrum hættuleg. Lang- flest þeirra verða þjóðfjelaginu síðar þungur efnahagsleg byrði. — Barnaverndarfjelögin vilja stuðla að því, að hvert barn, engu að síður þó að það sje af- brigðilegt á einhvern hátt, fái nytsamlegt uppeldi við sitt hæfi, svo að úr því megi verða nýtur og hamingjusamur þjóð- fjelagsþegn. Þegar þau leita til almennings, ef það þessu máli til styrktar. Pan American flugfjelagið r fcynnir Island m allan hei Fundur herméla- ríkjanna NEW YORK, 26. okt. — Her- málanefnd Atlantshafsríkjanna kom saman á ný í New York í dag, en í henni eiga sæti æðstu menn herafla Atlantshafsrikj- anna. Ræða þeir fyrirhugaða stofnun hers Atlantshafsríkj - anna undir einni stjórn. Munu þeir undirbúa fund landvarna- nefndar sömu ríkja, sem kemur J saman á laugardag. Landvarna ráðherrar ríkjanna eiga sæti í 1 henni. — Reuter. Fleiri innflytjendur. LONDON •— Ástralíumenn vilja fá miklu fleiri innflytj- endur á næstu árum eða allt að 100 þús. á ári. Laun óverk- menntaðra verkamanna eru um 8 sterlingspund á viku. Heræfingar Brefa o§ Bandaríkjamanna í Triesfe LONDON, 26. okt. — Yfirmað- ur Breta og Bandaríkamanna á hernámssvæði þessara ríkja í Trieste ljet í dag í ljós ánægju sína með þriggja daga heræf- ingar, sem farið hafa fram á hernámssvæðinu. Sagði hann, að góð samvinna hefði ríkt með þeim Bandaríkjamönnum og ' Bretum, sem tóku þátt í her- ■ aéfingum þessum. — Reuter. New York, 21. október. PAN AMERICAN WORLD AIRWAYS keyptu nýverið all- ar eignir American Overseas Airlines og tóku um leið við flugþjónustu AOA til Norður- landa og áætlunarferðunum til íslands. Harold R. Harris, sem áður stjórnaði starfi American Overseas á þessari leið, er nú tekinn við sama starfi hjá Pan American, sem varaforseti At- lantshafsdeildarinnar og hefur á hendi yfirstjórn flugsins til Norðurlanda. Með honum stafa enn margir þeirra, sem unnu hjá AOA. Vegna þessara breytinga, og til að kynnast þeim, er einhver skifti hafa af fólksflutningum til Norðurlanda, bauð Mr. Harr- is fulltrúum frá upplýsinga- deildum sendiráðanna, fulltrú- um ferðaskrifstofa, er stuðla að ferðalögum til Norðurlanda og frjettamönnum frá Norður- löndum til veislu í skýjasal Chrysler-byggingarinnar við Lexington Avenue. Salurinn var prýddur þjóðfánum Norð- urlanda og á borðum Voru ýmis drykkjarföng, ljúffeng síld og kaldir rjettir. Mr. Harris flutti ræðu, og kvað Norðurlöndin, þar með tal in Finnland og ísland, eiga sömu hagsmuna að gæta og Pan American Airlines. PAA legðí mikla áherslu á að auka einn aðalútflutning dollaratekju- linda Norðurlanda, — skemmti ferðalögin. Harris sagði, að Pan American vildi gera allt sitt besta til að auka skemmti- og verslunarferðir Bandaríkja- manna til Norðurlanda og sölu mönnum fjelagsins hefði verið falið að sjá svo um. Forstjór- inn tók það fram, að með þessu vildi fjelagið leitast við að glæða nýja grein útflutnings frá Norðurlöndum til Banda- ríkjanna með því að beina starumi amerískra ferðamanna þangað, til dæmis á vetrar ólympíuleikana. Harris vjek í ræðu sinni að samkeppninni við Norðurlandafjelögin og kvað hana æskilega undirstöðu allrar flugstarfsemi. Með flug ferðum Pan American Airlines væri opin leið til að glæða ferðalög, verslun og viðskifti Norðurlanda við Bandaríkin. Ýmsir voru þeirrar skoðun ar, að þrátt fyrir að aukin flug þjónusta hins bandaríska fiug- fjelags til Norðurlanda kynni ap hafa í för með sjer að nokk- uð fækkaði farþegatölu Norð urlandafjelaganna, þá myndi almenn aukning ferðamanna straumsins margfalt bæta upp þann mismun, því að Pan Am- erican flýgur nú til 83ja landa og hefir að baki sjer 24. ára reynslu í því að útbreiða og auglýsa ferðalög í allar áttir. Norðurlöndin eiga nú að njóta góðs af þessari starfsemi, og þegar hafa fimm þúsund aug- lýsingaspjöld verið gerð á spönsku og portúgölsku til að vekja áhuga fólks -í Suður- Ameríku fyrir skemmtiferðum til Norðurlanda. Gunnar Pálsson forstjóri og eigandi Viking Travel Service ferðaskrifstofunnar í New York var meðal gesta Pan American flugfjelagsins um daginn, en hann hefur umboð til farmiða- söíu fyrir fjelagið á öllum flug- leiðum þess. Gunnar kvað það hafa ómetanlega þýðingu í þá átt að beina áhuga ferðafólks að íslandi, að PAA hefði ákveð- ið að auglýsa ferðir sínar til íslands með bæklingum, lit- myndum og lýsingu á landi og ijóð. Þessi landkynning myndi berast um allan heim og koma í hendur þeirra, er áhuga hefðu á að ferðast. Þessi útbreiðslu- starfsemi væri okkur að kostn- aðarlausu og upplýsingar um landið og fegurð þess lægju ferðaskrifstofum í flestum borgum veraldar fyrir augum miljónanna. Við þyrftum að- eins að hafa samvinnu við flug fjelagið á þessu sviði. Gunnar Pálsson hefur rekið feraðskrif- stofu sína hjer í New York. um nokkurra ára skeið og meðal annars selt farseðla með AOA til Islands. Hann var farþegi með fyrstu áætlunarferð fje- lagsins hingað til lands og flaug sem gestur þess. Mr. Harris, sem nú er orðinn varaforseti Atlantshafsdeildar PAA, var líka með í þeirri ferð og hefur oftsinnis átt ánægjulega við- dvöl á íslandi. Einn af starfsmönnum PAA, sagði í viðtali, að hann áliti ekki, að Islendingar ættu að leggja mikla áherslu á að hæna menn til langdvalar fyrst um sinn. Hinsvegar taldi hann ráð að koma því svo fyrir, að fólk, sem væri á ferð milli Evrópu og Bandaríkjanna, ætti þess kost að stansa á íslandi í nokkra daga til að skoða hina sjerkennilegu og undurfögm náttúru landsins. Meðan dvölin væri ekki lengri en svo, að alls staðar blasti nýtt við augum, fengist fólk ekki um fyrsta flokks þægindi. Fyrir tæplega tveim árum, var fyrst samið um sölu á eign- um og starfsemi American Overseas í hendur Pan Ameri- can World Airways, en það var aðeins nýverið, að greiðsla fór fram á 17,450.000.00 dollurum og AOA var þar með orðið bluti af PAA. Daði Hjörvar. Bók á ensku um íslenskar veiðiár KOMIN er út á vegum F^rða- skrifstofu ríkisins bók eftir breska hershöfðingjann R. N. Stewart, sem stundað hefur lax og silungsveiðar hjer á landi öðru hvoru síðan 1912. Fjallar bókin um lax og silungsár á ís- landi og kemur víða við, því höfundur hefur víða farið og veitt í íslenskum ám og vötn- um, en þó lengst af í Hrúta- fjarðará, sem hann hefur haft á leigu um nokkurra ára skeið. Kristján Einarsson framkvstj. skrifar formála að bókinni. Með bókinni, sem er í snotru bandi fylgir uppdráttur af íslandi og eru merktar á hann allar ár og fiskivötn, sem höfundur minn- ist á. Stewart hershöfðingi tileink- ar bókina „hinum mörgu ís- lensku bændum og veiðimönn- um, sem hafa gert svo mikið til að gera daga aðkomulaxveiði- manna ánægjulega." Allmargar ljósmyndir eru i bókinni, sem nefnist á ensku „Rivers og Iceland“. Er bókin prentuð á góðan pappír. Alþýðu jprentsmiðjan hefur annast ■ prentún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.