Morgunblaðið - 27.10.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1950, Blaðsíða 11
f Föstudagur 27. okt. 1950. MORGUNBLAÐ1Ð 11 ‘ "////; RæH við liiigan bónda í Ámessýslu: Æskan og Imsiiæ&ismáSiríi Um vofheysverkun, frúita á landbúnaðinn, framkvæmdir, fjárskipfi og dreifingarkosfital „VEÐRATTAN var hjer ifremur hagstæð síaðstliðið sumar og varð heyfengur bænda vel í meðallagi að vöxt- im og nýting all góð, eínnig varð uppskera garðávaxta mjög góð, og eru bændur nú betur birgir af kartöflum en oft áð- ur, enda er mjer óhætt að full- yrða, að meira hafi verið selt af kartöflum á síðastliðnu vori, en verið hefur um mörg næst- liðin vor“. Þannig fórust Gunnari Sig- urðssyni í Seljatungu í Arnes- sýlu orð, er Sambandssíðan inti hann frjetta úr hjeraði hans. VOTHEYSVERKUN — Hafa bændur þar eystra, almennt tekið votheysverkun- ina í sína þjónustu við hey- skapinn? — Votheysgeymstur eru all- víða í hjeraðinu, en enn skort- ir þó mjög á að sú heyverkun- araðferð sje almenn og veldur þar um margt. Ekki er þó að efa að bænd- ur hjer um slóðir hafi gert sjer Ijóst, að það er sú eina hey- verkuriaraðferð, sem staðist getur áföll vegna hinna tíðu óþurkasumra, er ganga yfir bjer á landi. Hitt er staðreynd, að eins og nú er, og hefur verið. hátt- að um efniskaup til bygginga, hefur bændum reynst ókleift, að verða sjer úti um bygging- arefni í votheysgeymslur, svo nokkru nemi. Voru og nokkur brögð að því hjer um slóðir á s.l. sumri, að bændur biðu með votheysgeymslur sínar hálf bygðar vegna efnisskorts. Jeg vil því álíta, að ráðamenn landbúnaðarins, sem launaðir eru af fjela?sskap hans, og sí- felt brýna bændur að byggja meir af votheysgeymslum, ættu samhliða hvatningarorðum sín- um að beita sjer fyrir því við stjórnarvöld landsins, að þau tryggi bændum nægilegt bygg- íngarefni a. m. k. í þær vot- heysgeymslur, er hið vísa Fjár- hagsráð veitir leyfi fyrir að byggja ár hvert. Og umfram allt, að það efni gæti verið tiltækilegt, svo snemma vors. að bændur gætu byrjað slátt á venjulegum tíma þeirra fram- kvæmda vegna. Efast jeg fyrir mitt leyti ekki um að framlagi til Islands af Marshallfje væri foetur varið til efniskaupa í áðurnefndar byggingar, heldur en byggingar áburðarverk- smiðju, sem landbúnaðinum er þó án efa býsna nauðsynleg. — Hins er bara að gæta, að bænd- um er ótrygður vaxandi hey- fengur, sem verða myndi af auknum áburðarkaupum á með an sá heyfengur þarf að vera háður Veðrum og vindi. Bænd- um yfirleitt er því án efa nauð- synlegt að auka votheysgeymsl ur sínar, til þess að verka töðu- feng sinn fljótt og örugglega. TRÚIN Á AFKOMUMÖGU- LEIKA VIÐ SVEITABÚSKAP EYKST — Hvað virðist þjer um hug fólksins til landbúnaðarins og fólksflutninga úr sveitum? — Ekki veit jeg, hverju skal svara til um það, en hins vegar er því ekki að neita, að þótt auðvitað sje nokkuð af eyðijörðum í sýslunni, hafa jarðir þó verið að byggjast meir þetta ár, en að undanförnu. Maður verður og óneitanlega var við það, að hugur fólks til landbúnaðar er eitthvað að breytast og trúin á afkomu- möguleika við sveitabúskap að aukast. Væri vel, ef sú yrði raunin á )í framtíðinni, því ekki sýnist þurfa spádómsgáfu til þess að sjá, að sú þjóð, sem afrækir landbúnað sinn til lengdar, á sjer ekki glæsta framtíð. FRAMKVÆMDIR í SÝSLUNNI Jarðræktarframkvæmdir eru allmiklar og er unnið víða að framræslu og túnrækt. Einnig er nokkuð um byggingarfram- kvæmdir, en íbúðarhúsabygg- ingar hafa þó stórlega dregist saman vegna dýrtíðar og efnis- skorts. Stórvirkustu framkvæmd- irnar í sýslunni eru í Þorláks- höfn, þar sem svo má heita, að verið sje að byggja heilt þorp. Er það útgerðarfjelag, H.f. „Meitillinn", sem að þeim fram kvæmdum stendur, en í Þor- lákshöfn, er eins og kunnugt er, skilyrði góð til útgerðar. Þá er og einnig nýtt fiskþurk- unarhús tekið til starfa á Stokkseyri. Allar eru framkvæmdir þess ar án efa gagnlegar og til efl- ingar atvinnulífi sýslubúa fyrst og fremst, en hvernig við Ar- nesingar búum að líkamlegri heilsuvernd okkar, er önnur saga. SJÚKRAHÚSMÁLIÐ Því að á sama tíma sem hjer er endurbættur og aukinn al- þýðuskólinn í hjeraðinu, hefur fæstum ráðandi mönnum kom- ið ti! hugar að reisa þyrfti sjúkrahús í hjeraðinu og er þó eins og kunnugt er, langt og yfir fjallveg að fara til næsta sjúkrahúss, svo að á vetrum getur það oft haft úrslita áhrif á líf og heilsu manna. Enn þá sjást þess lítil merki, að ráð- andi menn hjeraðisins hafi vaknað til umhugsunar um þetta mikla nauðsynjamál, en nokkuð virðist almenningur þó að rumska, og t. d. hefur kven- fjelagið á Selfossi stofnað sjer- stakan sjóð, sem það eflir eftir mætti og sem það síðan mun af henda sjúkrahúsi, sem reist kynni að verða í sýslunni. Þá var á síðasta þingi Hjer- aðssambandsins ,Skarphjeðinn‘, samþykt tillaga um að skora á Framhald á bls. 12. „FRIÐÁRAYARPID" SEM HYERGIMINH- IST Á FRIÐ LJELEGAR gæftir hafa verið undanfarið hjá smöl- um fimmtu herdeildar- manna á undirskriftaveið- um þeirra á stríðsávarpið og hafa fáir Iátið ánetj- ast. Hafa kommar þó haft allar klær úti. Skuggalegir náungar, sumir bersýnilega með samviskubit, laumast með húsveggjum helst eft- ir að skyggja tekur og spyrja fólk hvort það vilji ekki skrifa undír ..friðar- ávarp á móti atómoomb- um“, * Sumir reka hræsnarana umyrðalaust á dyr, en aðrir spyrja spurninga eins og t. d.: „Hvernig stendur á því, að í þessu svonefnda friðarávarpi ykkar komm- únistanna er hvergi minnst á frið!“ Aðrir segajst ekki vilja skrifa undir plagg, sem ber sýnilega er til þess eins, að nota það íil áróðurs fyrir ofbeldisáform kommún- ista. Samkvæmt friðarávarp- inu megi ekki drepa menn með atómi, en hinsvegar megi jafnt eftir sem áður myrða saklaust fólk með hvers kyns öðrum vígvjel- um. — * Sannleikurinn er sá, að kommúnistar eru á móti atombombu af því að þeir hafa hana ekki sjálfir. — Þeir vita sem er, að atom- bomban er það eina, sem nú geíur stöðvað þá í því að hefja árásarstríð. — Það er undarlegt, en þó satt, að í þessu plaggi kommúnista, sem þeir nefna „friðarávarp“ er EKKl EITT EINASTA AUKATEKIÐ ORÐ UM AÐ KOMA Á FRIÐI. Þar er yfir höfuð ekki minnst á.frið! * Allt verður þetta þó skiljanlegt þegar þess er minnst, að tilgangurinn er alls ekki friður, heldur barátta á móti vopni, sem heldur ofbeidismönnunum í skefjum. MIÐVIKUDAGINN 25. októ- ber bar til tíðinda í herbúðum ungra Framsóknarmanna: Nú skyldi sanna frammi fyrir al- þjóð, að þeir væru ekki dauðir í öllum æðum. Og hlaupið var til í skyndi og soðin saman Æskulýðssíða i miklu hasti og henni komið fyrir í Tímanum. Það átti sem sagt að leiðrjetta þann „misskilning“, að ungir Framsóknarmenn væru ekki færir um að tala sínu eigin máli. Við lestur „síðunnar“ dettur manni ósjálfrátt í hug, að það hefði raunar verið þessum ungu mönnum hollara að hylja sig djúpi þagnarinnar um alla framtíð, svo ekki taki af all- an efa um getu þeirra til mál- svara. Málflutningur þeirra bar þess ótvíræð merki, að þeir eiga ekkert frekar erindi í skyn samlegar umræður um stjórn- mál við unga menn, en leigu- pennar þeir, sem daglega fylla dálka „Tímans“. En sjeu rök- ræður þessum ungu mönnum ekki vænlegar til fylgis, eru þær þó óneitanlega andstæðing um þeirra til mikils gamans og skulu þeim færðar þakkir fyr- ir ósvikna ánægju. ★ Meðal annarra gullkorna var grein sú, er nefndist „Vinar- hönd íhaldsins". Vorkunnsam- ir menn munu halda því fram, að ekki beri að hafa for- heimsku og fáfræði náungr.ns að háði, en ekki ber þvi að neita, að mörgum varð á að brosa við lestur umræddrar greinar. Þar úði og grúði af úr sjer gengnum grýlum, sem fyrir löngu hafa verið niður kveðnar og enginn fæst til að trúa lengur. Svo segir m. a. í þessari fá- gætu ritsmíð: „Eftir rúmlega áratugs stjórn Sjálfstæðis- flokksins á fjármálum þjóðar- innar og meðal þeirra ára voru mestu veltuár í stjórnmálasögu íslands. ... o. s. frv. Rjett mun nú það vera, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir haft fjármálaráðherra í ríkis- stjórn s. 1. tíu ár, en það mætti kannske miðla ungum Fram- sóknarmönnum því fróðleiks- korni, þeim að skaðlausu, að Sjálfstæðisflokknum og ráð- herrum hans var ekki falið neitt einræðisvald um fjármál landsins. Og þeir áttu þá á sama hátt og núverandi fjár- málaráðherra undir meðráð- herra sína úr öðrum flokkum og Alþingi að sækja um allar ákvarðanir og f járveitingar og urðu að hlíta samþykki þeirra. Og af þeim ráðherrum Fram- sóknar, sem í ríkisstjórn hafa setið til þessa, hefir heldur ekki mátt lesa neinn sjerstak- an áhuga fyrir húsnæðismálum ungs fólks í landinu. ' Sjálfstæðismenn hafa þvert á móti staðið í stríði við /rnsa flokksbrodda Framsóknar með að fá greitt fyrir ýmsum fram- kvæmdum, sem nauðsynlegar hafa verið til úrbóta þessu vandamáli. Hún hefir óneitan- lega oft og tíðum verið köid „vinarhöndin“ Framsóknar- madömunnar. Blíðleg hefir hún aðeins verið þegar hæðast þurfti að nauðstöddu fólki með kosningaloforðum og ljósmynd um í „Tímanum“, um það bíl sem kosningar fara í hönd og ; sú blíða hefir venjulega staðið stutt við. 'k t Stefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum bæjarins hef- ir markast af þeim ásetningi a3 reka þennan vágest af höndum bæjarbúa. Undir forustu flokks ins hefir og mikið áunnist þessu vandamáli til leiðrjetting ár. Og sjeu ungir Framsóknar- menn fróðleiksfúsari, en al- mennt gerist um ýmsa eld.vi flokksbræður þeirra, er ekki úr vegi að geta lauslega þess, sem þegar hefir áunnist. — Á ár- unum 1946—48 voru byggðar í Reykjavík 1693 íbúðir; Bæj- arstjórn veitti stuðning sinn með lóðaveitingum og ýmis- konar fyrirgreiðslum. — Fyrvr beina forustu bæjarins voru fyrir utan það, sem þegar er talið, byggðar 104 íbúðir i Höfðaborg; 48 íbúðir i Mela- húsunum; 32 íbúðir við Löngu- hlíð og Miklubraut; 72 ibúðir við Skúlagötu. Auk þess beiitu Sjálfstæðás- menn á Alþíngi sjer fyrir þvi, að aukavinna manna við bygg- íngu íbúða til eigin afnota var gerð skattfrjáls og efnalitlura mönnum þar með gert mögu- legt. að vinna sjálfir að smiði íbúða sinna. Og í beinu fram- haldi af þessu hóf bærinn bygg ingu Bústaðavegshúsanna, sem •einmiu eru -vel til þess fallin að veita ungu og efnalitlu fólki húsaskjól, þar eð til þess er ætlast að menn leggi eig'in vinnu í að fullgera þessar íbúð ir. Og það mætti minna á þaö, að það var einmitt hin „blíða vinarhönd“ framsóknarmadöm unnar, sem tafði þessar fram- kvæmdir svo mánuðum skipti, með því að torvelda veitingu fjárfestingarleyfa. Það má enn geta þess að ut- an alls þessa tók bærinn að sjer bvggingu 32 ibúða, sem ein- staklingar höfðu fengið fjár festingarleyfi fyrir, en gátu ekki ráðist í að byggja sökum fjárskorts. Á sama tíma og Sjálfstæðismenn hafa ráðist í framkvæmdir þær sem bjer getur hafa þeir á Alþingi beitt sjer fyrir því, að afnumin vér'ði hoft þau, sem eru á byggingu smáíbúða og er það gert béin- linis í þeim tilgangi að Ijetta ungu fólki eríiðleikana. ★ Gagnstætt þessari viðleitnj er svo fjandskapur Framsóknarfl. Fulltrúar hans i Fjárhagsráði, hafa tafið veitingar fjárfesting arleyfa og tafið innflutning byggingarefna af fremsta mætti. „Vinarhöndin“ hefir hvað eftir annað löðrungað fá- íæka alþýðu þessa bæjar í fjandskap sínum við hagsmuni hennar. Úngir Framsóknarmenn lýsa sök á hendur Sjálfstæðismönn- um fyrir að hafa „sópað" fólk- inu til bæjarins. Orsökin fyrir Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.