Morgunblaðið - 31.10.1950, Síða 8

Morgunblaðið - 31.10.1950, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIfí Þriðjudagur 31. okt. 1950. JltapgiiiiMðMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. • • Ofugstreymi NIÐURSTAÐAN AF frekari athugun á atkvæðagreiðslu sjómanna á ísafirði um miðlunartillöguna í togaradeilunni hefur orðið sú, að tillagan taldist felld. Togari ísfirðLnga mun því verða áfram í höfn eins og togararnir í Reykja- vík og Hafnarfirði. Enginn veit nú, hve lengi. En þessi at- kvæðagreiðsla á ísafirði er sjerstakiega athyglisverð. Verka- lýðsfjelögin í bænum höfðu ekki alls fyrir löngu verið á fundum og gert samþykktir um atvinnuástandið í bæjar- fjelaginu. Töldu þau að þar væri neyð fyrir dyrum. Áskor- anir voru gerðar til bæjarstjórnar og ríkisvaldsins um að- gerðir til úrbóta. Rjettilega var á það bent að aflabrestur- inn á síldveiðunum hefði bitnað sjerstaklega hart á ísfirð- ingum. Afkoma alls almennings í bænum væri þessvegna hin hörmulegasta. Þessi lýsing á atvinnuástandi ísfirðinga er í aðalatriðum rjett. Útgerðin þar er mjög illa á vegi stödd. Mjög lítið er um atvinnu þar um þessar mundir. Vjelbátaflotinn er í höfn. En þrátt fyrir allt þetta ,þrátt fyrir neyðarkall til bæj- aryfirvalda og þings og stjórnar, eru 27 atkvæði á móti því. en 22 með, að togari kaupstaðarins, sem veita mundi veru- lega atvinnu, fari á veiðar upp á samninga, sem veita sjó- mönnum stórfellda kjarabót, lengingu hvíldartíma og hækk- uð laun. Það er eitthvert öfugstreymi í þessu. Um það getur eng- um blandast hugur, ekki heldur ísfirðingum, sem búa við erfitt atvinnuástand. En það eru víðar erfiðleikar en á ísa- firði. Það er víðar en þar, sem aflabrestur sex síldarleysis- sumra veldur atvinnuleysi og skorti á margskonar nauð- synjum. Stöðvun togaranna mun í vaxandi mæli bitna á öllum almenningi, ekki aðeins á ísafirði, heldur og um land allt. Rýrnun útflutningsins, 80 miljón kr. gjaldeyris- tapi, verður ekki til lengdar leynt með erlendu gjafa- og lánsfje til kaupa á nauðsynjum fólksins og rekstrarvörum útvegs og iðnaðar. Viðreisnarstarfið fram undan ENDA ÞÓTT styrjöldinni í Kóreu sje nú í þann mund að ljúka með algerum sigri Sameinuðu þjóðanna en ósigri hins kommúnistiska árásarhers, eiga friðarsamtökin þar miklu verki ólokið. Framundan er mikið og seinunnið viðreisnar- starf. Ennþá er löng leið að höfuðtakmarkinu, frjálsri og sameinaðri Kóreu. Styrjöldin hefur haft í för með sjer stórfellda eyðilegg- ingu. í Suður-Kóreu hafa hafnarborgir verið eyðilagðar, járnbrautarkerfið stórskemmt og flestar brýr verið sprengd- ar í loft upp. Talið ex að um 60% af byggingum í höfuð- borginni, Seoul, sjeu nú í rústum. í Norður-Kóreu hefur eyðileggingin einnig orðið mjög mikil. Olíuvinslustöðvarnar í Wonsan eru nær algerlega ónýttar. Ennfremur stálverksmiðjurnar í Chongjin og Kyomipo. Aluminíumverksmiðjur og efnagerðir í öðrum iðnaðarborgum eru einnig mikið skemmdar. Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar hafið viðreisnarstarfið. Áform þeirra er að byggja landið upp að nýju, bæta tjón styrjaldarinnar og græða þau sár eftir föngum, sem hún hefur valdið íbúum Kóreu. Sett hefur verið á fót nefnd af þeirra hálfu, sem á að stjórna efnahagslegri viðreisn lands- ins. Ennrfemur stofnun, sem á að hafa forystu um samein- íngu þess og koma þar á lýðræðislegri stjórn. Samkvæmt áætlun, sem gerð hefur verið, er áætlað að viðreisnarstarfið muni á næsta ári kosta a. m. k. 200 miljónir dollara. Þörfin fyrir matvæli, sjúkravörur og nauðsynlegustu tæki er áætl- uð að nema 1,7 milj. tonna næstu átta mánuði. Sameinuðu þjóðirnar munu leggja allt kapp á að vinna þetta viðreisnarstarf fljótt og vel. Þær hafa stöðvað sókn ofbeldisins í Kóreu. Næsti þátturinn í starfi þeirra þar er að skapa þar lýðfrjálst ríki, þar sem að fólkið nýtur öryggis, ekki aðeins gagnvart nýjum ofbeldisárásum, heldur og um afkomu sína. Það er mikið hlutverk og göfugt. Víkverji skritae Q R [)/\G LEGA LÍFINU GJAFIR FRÁ ÚTLÖNDUM VESTUR-ÍSLENDINGUR, sem búsettur er í Norður-Dakota, skrifaði Morgunblaðinu fyrir skömmu til að spyrjast fyrir um, hvaða reglur væru á íslandi um gjafabögla frá útlöndum. Kvaðst hann hafa heyrt, að stundum væri mönnum á Islandi lítill greiði gerður með því að ættingjar þeirra og vinir erlendis sendu þeim afmælis- eða jólagjafir, því það kostaði ekki aðeins fyrirhöfn, að fá slíkar tækifæris- gjafir afgreiddar í tollskrifstofunni, heldur fylgdi því oft stórkostnaður, svo álitamál, væri hvort það borgaði sig fyrir fslendinga, að fá tækifærisgjafir frá útlandinu. • ÁKVEÐNAR REGLUR ÞAÐ ER vitað, að þetta gjafaböglamál skiftir allmarga og þar sem senn líður að jólum, þegar helst er gjafa von frá ættingjum og vin- um erlendis er gott að vitá, við hverju fólk má búast, ef einhver sendir því gjafir erlendis frá. Hermann Jónsson fulltrúi tollstjóra, tók því vel, að gefa upplýsingar og fjekk mjer enda fjölritaða örk á ensku og íslensku um reglur, sem gilda um innflutning gjafa. Eru þessar reglur að vísu of margbrotnar til þess, að hægt sje að koma því við að birta þær allar hjer, en einhvern smekk má fá af því með því, sem á eftir fer. • EKKI UNDANÞEGNAR AÐFLUTNINGSGJÖLDUM „GJAFIR eru ekki undanþegnar aðflutnings- gjöldum og skal greiða af þeim sömu aðflutn- ingsgjöld og af öðrum sendingum. Tollstarfs- menn ákveða verð gjafanna til verðtollsákvörð- unar, nema þeim fylgi tollskýrsla, sem til- greinir verð gjafanna, og tollstarfsmönnum finnst það verð ekki of lágt. Ef viðtakendur eru ekki ánægðir með það verð, sem tollstarfs- menn hafa sett á vörurnar, geta þeir gert kröfu um yfirmat framkvæmt af einum eða fleirum sjerfróðum, ef hægt er, og óvilhöllum mönnum útnefndum af hlutaðeigandi hjeraðsdómara. — Viðtakandi skal greiða matskostnað, ef yfir- matsverð verður hærra en verð það, sem toll- stai'fsmenn ákváðu, ella ríkissjóður. Æskilegt er, að gjafasendingum fylgi jafnan tollskýrsla um magn, tegund og verð varanna. • ÁFENGI OG TÓBAK ÁFENGISVERSLUN ríkisins hefir einkarjett til að flytja inn áfenga drykki og aðrar vörur, sem hafa inni að halda yfir 214% af áfengi. Tóbakseinkasala ríkisins hefir einkarjett til að flytja inn hverskonar tóbak. Sje áfengi eða tóbák sent hingað sem gjöf, er það afhent hlutaðeigandi einkasölu, enda ólög- lega flutt inn og því eign einkasalanna. • INNFLUTNING SLE YFI „EKKI þarf innflutningsleyfi fyrir sendingum allt að 100 kr. virði. Þetta gildir þó ekki um skraut og glysvarning úr ódýrum málmum. Sjeu slikar vörur í sendingu og þær eru meir en 20 kr. virði, þarf innflutningsleyfi. Greiða skal leyfisgjald viðskiptanefndar af sendingum frá 10—100 kr. virði, þó aldrei minna en 2 kr. fyrir hverja sendingu". Þetta eru þá helstu reglurnar, sem gilda um gjafasendingar til Islands. — Ekki hefir verið lagt út í það hjer, að segja frá tollgjöldum, því þau eru mjög mismunandi eftir því um hvaða vörur er að ræða. Til dæmis er tekið 60 aura gjald af „hverju kílói“ silkisokka og auk þess 123% af verði. • ÁNÆGÐUR MED AUKAMYNDIR ÞETTA varð nokkuð langt mál um gjafaböggl- ana og því ekki mikið rúm eftir í dag fyrir önn- ur vandamál dagsins. Kvikmyndahúsgestur biður um að komið sje á framfæri þeirri ósk sinni, að kvikmyndahúsin auglýsi jafnan hvaða aukamyndir þau sýna með hverri mynd. Segist hann vita til þess, að margir hafi ánægju af aukamyndunum og það svo, að sumir fari í bíó eingöngu vegna frjettamynda og annara fróð- legra aukamynda, sem kvikmyndahúsin sýna við og við. Ekki er nú farið fram á mikið og ótrúlegt, að ekki sje hægt að verða við þessari ósk. Fimm nýjar bækur Menningarsjóðs BÓKAÚTGÁFA Menningar- sjóðs og Þjóðvinafjelagsins hefir nú gefið út allar fjelags- bækur sínar fyrir þetta ár. Eru þær fimm að tölu, og fá f jelags menn þær fyrir 36 kr. árgjald. Bækurnar eru Almanak Þjóð- vinafjelagsins um árið 1951, Ævintýri Pickwicks, Svíþjóð, Ljóð og sögur eftir Jón Thor- oddsen og Andvari. Efni Þjóðvinafjelagsalman- aksins er að þessu sinni, auk dagatalsins, svo sem hjer seg- ir: Sigurjón Jónsson læknir skrifar grein um lækninn og mannvininn Albert Schweitzer og Guðmundur G. Hagalín rit- höfundur ritgerðina „íslensk ljóðlist 1874—1918“. Þá er í ritinu árbók íslands 1949 eftir Ólaf Hansson menntamálaskóla kennara og kaflar úr íslensk- um hagskýrslum eftir Þorstein Þorsteinsson hagstofustjóra. — Nokkrar myndir eru í almanak inu. . Ævintýri Pickwicks eða „Úr Skjölum Pickwick-klúbbsins“, er eftir enska skáldið. Ch. Dic- kens. Bogi Ólafsson yfirkenn- ari hefir íslenskað og valið. í eftirmála segir þýðandi, að ókleift hafi þótt að gefa bókina út óstytta, þar sem hún sje svo löng, enda hafi verið gefnir út útdrættir úr ýmsum ritum Dickens bæði í Englandi og annarsstaðar. Bók þessi, sem er prýdd teikningum, er 304 bls. að stærð. „Svíþjóð“ eftir Jón Magnús- son frjettastjóra, er annað bindið í bókaflokknum „Lönd og lýðir“. Fyrsta bindið — Noregur eftir Ólaf Hansson — kom út á s. 1. ári. — Bókin skiptist í þrjá meginkafla, sem fjalla um landið, þjóðina og einstaka landshluta og merk isstaði. í bókinni eru 97 mynd ir. — Næsta bindi í þessum bókaflokki verður um Dan- mörku, samið af Kristni Ár- mannssyni yfirkennara. — Er ráðgert, að það komi út á fyrri hluta næsta árs. Ljóð og sögur eftir Jón Thor oddsen er níunda bindið í bóka flokknum „íslensk úrvalsrit“. í safni þessu eru 55 kvæði og vísur og einnig kaflar úr „Pilti og stúlku“ og „Manni og konu“. Steingrímur J. Þor- steinsson háskólakennari hef- ir valið og skrifar jafnframt ritgerð um skáldið og verk þess. Andvari, 75. árgangur, flyt- ur ævisögur Páls Ólasonar eftir sjera Jón Guðnason og ritgerð, sem nefnist „Stefnt að höfundi Njálu“ eftir Barða Guðmundsson þjóðskjalavörð. Ritstjóri Andvara og Alman- aks Þjóðvinafjelagsins er Þor- kell Jóhannesson prófessor. Á fyrri hluta þessa árs gaf bókaútgáfan út 7. bindi af Sögu íslendinga — Uppfræð- ingaröldina eftir Þorkel Jó- hannesson prófessor — og bókina „Búvjelar og ræktun“ eftir Árna G. Eylands stjórn- arráðsfulltrúa. — Innan skamms kemur út ræðu- og erindasafn eftir dr. Rögnvald Pjetursson. Hefti af „Leikrita- safni Menningarsjóðs“ mun únnig koma út fyrir áramót. Rússar reynast ekki sam- ir ■ orði og á borði „Friðarlillaga" þeirra feld í stjórnmáianefndinni. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LAKE SUCCESS, 30. ökt. — í dag ræddi stjórnmálanefnd allsherjarþingsins tillögur Rússa um varðveislu friðarins í heim- inum. Leggja þeir til, að stórveldin geri með sjer friðarsátt- mála, dragi úr vígbúnaði sínum um þriðjung og kjarnorku- sprengjan verði bönnuð. — Sjálfir hafa þeir svo á 5. miljon manna undir vopnum. Þótti fulltrúum allmikil áróð TALAÐl AF' REYNSLU urslykt af tillögunum og mál- Meðal þeirra, sem tóku til flutningi Vishinskys öllum, en máls, var gardel, utanríkisráð- hann hefir talað fyrir þeim. Fór jherra Júgóslavíu. Hann bend á svo að lokum, að tillögur Rússa . þann reginmun, sem oft reynd- voru felldar í nefndinni. * Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.