Morgunblaðið - 31.03.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1951, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Lausardagur 31. mars 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Refskák ábyrgðarleysisins AÐEINS 22 verkalýðsfjelög af um 130, sem eru í Alþýðusam- bandi íslands hafa orðið við til- mælum sambandsstjórnar um uppsögn samninga. Nokkur hafa ennfremur samninga sína lausa. Gefur þetta nokkra hug- mynd um afstöðu launþega til þeirrar refskákar ábyrgðar- lcysisins, sem kommúnistar og kratar tefla um þessar mundir. Þrátt fyrir auðsæja tregðu yfirgnæfandi meirihluta verka- lýðsfjelaganna til þess að leggja út í kauphækkunarstyrjöld eins og nú er háttað íslenskum at- vinnumálum ítrekaði ráðstefna sú, sem Alþýðusambandið boð- aði til hjer í Reykjavík s.l. þriðjudag, fyrri áskoranir til fjelaganna um uppsögn samn- inga. Hver er ástæða þessarar ráðabreytni forvígismanna Al- þýðusambandsins? Allir vita að það er ekki trúin á það, að hægt sje að bæta afkomu launþega með fullri mánaðarlegri vísitölu- uppbót eða hækkuðu grunn- kaupi. Gild rök hafa verið færð fyrir því að slíkar kaup hækkanir hlytu óðara að hverfa í hít nýrrar dýrtíðar- flóðbylgju. — Afleiðingar þeirra yrðu heldur ekki auk- in atvinna heldur aukið at- vinnuleysi. Sannleikurinn er sá að það er ótti Alþýðu- flokksbroddanna við komm- unista, sem hefur knúð þá til þess að varpa frá sjer allri skynsemi í þessum málum. Kommúnistar vita raunar að meðal verkamanna ríkir megn andúð á uppsögnum samninga. Þess vegna hafa varfærnustu verkalýðsforingjar þeirra ekki sinnt áskorun Alþýðusambands stjórnar. Hið árangurslausa verkfall strætisvagnabílstjóra hefur einnig átt sinn þátt í t/egðu þeirra. En þó að komm- únistum sje þetta ljóst halda þeir áfram að hrella Alþýðu- flokkinn með stöðugum brýn- ingum. Svipar aðferð þeirra rnjög til þess er tröll og for- ynjur þjóðsagnanna teygðu og tuguðu mennska menn þar til þcir ærðust gjörsamlega. Þann- ig er nú að fara fyrir leiðtog- um Alþýðuflokksins. En það, sem mestu máli skipt ir er ekki sú refskák, sem nokkrir leiðtogar hinna svo- kölluðu „verkalýðsflokka" tefla um þessar mundir. Aðalatriðið ei að almenningur í landinu haldi dómgreind sinni og geri sjer það ljóst að íslenskt at- vinnulíf þolir ekki hærri fram- Liðslukostnað en það nú býr við. Hækkun hans hlyti óhjá- kvæmilega að þýða samdrátt í rckstrinum, minnkandi fram- lciðslu og aukið atvinnuleysi. Þotta er því miður staðreynd, scm ekki er hægt að sniðganga. í þecsu sambandi er ástæða til þess að drepa á þá blekkingu kommúnista og krata að Sjálf- stæðismenn telji ævinlega, hvernig eem á stendur að kaup- hækkanir sjeu óeðlilegar og að æskilegt sje að kaupgjald sje sem lægst. Þessi staðhæfing stangast gjörsamlega á við reynsluna í þessum efnum. Sjálfstæðis- menn hafa haft forystu um flestar þær atrdnnulífsum- bætur síðustu áratuga, sem bætt lífsafkoma, hækkað kaupgjald og aukið fjelags- Tegt öryggi verkamanna, sjó- manna og annara meðlima verkalýðssamtakanna, bygg- ist á. Hitt er svo annað mál að Sjálfstæðismenn hafa oft- lega á það bent að einhliða barátta fyrir hækkuðu tíma- kaupi er ekki alltaf vænleg- ust til þess að tryggja af- komu launþega. Mestu máli skipti, að grundvöllur henn- ar, atvinnulíf þjóðarinnar, standi traustum fótum. Ef þennan , grundvöll brestur geta hækkanir tímakaupsins eða vísitöluuppbætur á það enga kjarabót fært launþeg- um. Þetta er það, sem verkalýðs- samtökin verða að gera sjer Ijóst nú. Stefna Sjálfstæðis- manna er að kaupgjald eigi að vera eins hátt og atvinnuveg- irnir þola að greiða, en heldur ekki hærra. Kauphækkanir, sem framleiðslutækin rísa ekki undir að greiða sjeu til þess eins fallnar að skapa vandræði og öngþveiti. Um þessa stefnu ættu allir sanngjarnir og skynsamir menn, hvar í flokki, sem þeir standa að geta sameinast. Til þess ber þjóðarnauðsyn. Maðurinn, sem misti píslarvætiið! RITSTJÓRI kommúnistablaðs- ins á Akureyri hefur verið dæmdur til þess að greiða 300 kr. sekt fyrir meiðyrði og sóða- legan rithátt í blaði sínu. í stað þess að greiða þessa sekt hefur pilturinn kosið að sitja hana af sjer í hegningarhúsi í nokkra daga. Seta hans þar byggist því algerlega á frjálsu vali hans sjálfs milli þess að greiða fyrr- nefndar 300 kr. og 10 daga gistingar í fangahúsi. Kommúnistar reyna að gera þennan mann að píslarvotti fyr- ir þetta val sitt. Það virðist vera mjög misheppnað píslarvætti. En segjum nú að ritstjórinn hafi ekki átt þessar 300 kr., sem þurfti til þess að greiða sektina. Hvernig stóð þá á því að fje- lagar hans skutu ekki saman þeirri upphæð og losuðu hann þar með við fangelsisvistina? Vildu þeir kannske ekki koma nauðstöddum fjelaga til hjálp- ar? Eða vildi hann ekki þiggja aðstcð þeirra? Það má vel vera. Pilturinn hefur e. t. v. veríð ólmur í píslarvættið. En hann hefur mist af því, rjett eins og maðurinn, sem skáldið Ijet missa glæpinn!!! Ilhn|i,UK ÚR DAGLEGA LlFINU SELDI ESKIMÓUM ISSKAPA BANDARÍKJAMENN hafa góða sölumenn í hávegum og eru sagðar ótal sögur um hæfni manna vestra til að selja hitt og þe.tta. — En best þykir jafnan sagan um sölumann- inn, sem fór til Alaska og seldi Eskimóum þar ísskápa. Lengra þótti ekki vera hægt að kom- ast í sölumennsku. „En íslendingurinn getur allt“, sagði Fær- eyingurinn — annað hvort í háði, eða alvöru — er hann sá „Naíhan & Olsenshúsið'* í fyrsta skipti og eitthvað líkt hefði mátt segja hjer á dögunum er fram fóru furðuleg viðskipti við Reykjavíkurtjöx’n. • ÍS OG HEITAR LUMMUR ÞAÐ var skautamót á Reykjavíkurtjörn og fjöldi manns hafði safnast saman til að horfa á kappana þreyta skautahlaup. Það var kalt í veðri — eitthvað svona upp undir 10 stiga frost þenna dag og það mátti sjá mörg rauð nefin og rjóðar kinnar, eins og verða vill við slík tækifæri. Sumir þóttust jafnvel heyra glamra í tönn- um meðborgara sinna, hvort, sem það var nú tannsmiðunum að kenna, eða eðlilegum kjálkaskjálfta. Og sölumaðurinn ameríski hefði horft öf- undaraugum á starfsbróður sinn, sem var þarna við tjörnina í skúr og seldi ÍS, sem gekk út eins og heitar lummur. • MIÐNÆTURSÓLIN OG PÓSTKASSALEYSIÐ BRESKUR ferðalangur, sem hingað kom í júní mánuði i fyrra í verslunarerindum, sagði að tvennt hefði undrað sig mest á íslandi — Mið- nætursólin og skorturinn á póstkössum, eða póstrifum á útihurðum húsa. „Jeg gleymi aldrei júníkvöldunum fögru við Reykjavík. Það var dásamlegt“, segir hann. „Og seint gleymi jeg undrun minni er jeg kom að fimm hæða verslunarhúsi i Reykja- vík, eftir lokunartíma, með sendibrjef til við- skiptavinar, sem hafði skrifstofur í húsinu. Það var enginn póstkassi eða póstrifa á úti- hurðinni í þessu glæsilega verslunarhúsi“. „Hvað gera íslendingar við brjefin sín?“ • FER ÚT í VEÐUR OG VIND KANSKI hefði mátt segja þessum spurula og undrandi útlending, að íslendingar lesi yfir- leitt brjefin sín — ef og þegar þeir fá þau, En til að segja allan sannleikann hefði mátt bæta við, að sum brjef fari hreinlega út í veð- ur og vind, vegna þess, að enginn er póst- kassinn, nje rifa á hurðinni. Hvað á brjefberi að gera, sem kemur að læstri útidyrahurð annað en að stinga brjef- inu, eða brjefunum milli stafs og hurðar? Og það ffera þeir líka margir. — En svo þegar hurðin er opnuð, að innán verðu, og ef sæmi- legur blástur er úti — þá eru brjefin fokinl • BRÚSAMJÓLK OG FLÖSKUMJÓLK HEILBRIGÐISYFIRVÖLD bæjarins mæla svo fyrir, að ekki megi mæla mjólk á flöskur, nje hella úr flöskum í önnur ílát í mjólkurbúð- unum. Af því stafar það, að fólk veit aldrei hvenær það á að koma með brúsa og hvenær flösku, er það sækir mjólk, til stórama og ó- þæginda, eins og sagt. var frá hjer á dögunum. Vafalaust eru þessi fyrirmæli heilbrigðis- yfirvaldanna þörf og góð og til aukins þrifn- aðar — ef og aðeins ef, það er til bæði flösku- mjólk og brúsamjólk í senn. Og fyrir því mun hafa verið gert ráð er fyrirmælin voru gefin og trektarnar teknar úr mjólkurbúðunum. • VÍÐA POTTUR BROTINN ÞANNIG er því miður víða pottur brotinn hjá okkur um ýms þörf fyi’irmæli, sem sett eru. Þegar til kastanna kemur er ekki hægt að framkvæma umbæturnar af því að það vantar eitthvað smávegis. Mjólkina á að selja á flöskum og helst ætti engin „brúsamjólk“ að sjást. Frá ársfsifigi IBR: Gssís Hðll i!rio!ínn form. ÁRSÞINGI íþróttabandalags Reykjavíkur lauk s.l. fimmtudag og voru þá rædd ýms mál, sem vísað hafði verið til nefnda á fyrri fundi þingsins. Formaður bandalagsins var einróma endur- kosinn Gísli Halldórsson, arki- tekt. Aðrir í stjórninni eru til- nefndir frá fjelögunum, einn frá hverju fjelagi. í húsnefnd Iþróttahúss ÍBR voru kosnir Ólafur Halldórsson og Jóhann Jóhannesson. Endur- skoðendur bandalagsins voru kosnir Tómas Þorvarðarson og Haraldur Ágústsson. íþróttadóm- stól ÍBR skipa nú: Jón Bjarna- son, Jóhannes Bergsteinsson og Haraldur Guðmundsson. I stjórn Skíðasjóðs skólabarna var kos- inn Stefán B. Kristjánsson, íþr.k. Af tillögum, sem samþykktar voru á fundinum má m.a. nefna þessar: „Ársþing ÍBR haldið 21. febr. 1951 samþykkir, að væntanlegt íþróttahús ÍBR verði hluti af íyr- irhugaðri æskulýðshöll með því skilyrði, að íþróttahúsið verði einn hluti af fyrsta áfanga bygg- ingarinnar". „Ársþing ÍBR haldið 21. febr. 1951 skorar eindregið á hæstvirt- an menntamálaráðherra að heim- ila íþróttanefnd ríkisins að hefja nú þegar getraunastarfsemi hjer á landi“. SAMNINGAR VIÐ STEF Á þinginu var samþykktur samningur sem gerður hafði ver- ið milli ÍBR f.h. íþróttafjelaganna og STEF’s um greiðslur til STEF’s af tónverkum þar sem þau eru flutt í hagnaðarskyni, svo sem á íþróttasýningum og kappleikjum, hlutaveltum eða dansleikjum. Er þar um að ræða sjerstakt gjald, sem samkomulag, hcfur r.áðct u.m milli þcssara að- ’a. Gildir samringUrinn til eins árs og er uppsagnarfrestur þrír nánuóir. FJÁRÖFLUNARMÁL Mjög mikið var rætt um fjár- iflunarmál og hvaða leiðii mundu heppilegastar til að aflg reninga til hinnar mjög svo uknu íþróttastarfsemi. Komu i xví sambandi fram ýmsar tillög- ur, sem vísað var til stjórnarinn nr til nánari athugunar. Má þar xjerstaklega nefna tillögu, sem kom fram um að íþróttabanda- ’agið leitaði fyrir sjer um að koma á svokölluðu „Bingo-happ- lrætti“ eða talnahappdrætb ~em mjög tíðkast og er vinsælt í kvikmyndahúsum í Bandaríkj- unum. ÁFENGISMÁLIN I lok þingsins voru rædd áfeng smálín og skrifin undanfarnar vikur um þau mál og stóðu um- "æður um þau langt fram á nótt Urðu þar mjög snarpar umræður og var samþvkkt með samhljóða atkvæðum eftirfarandi tillaga: „Að gefnu tilefni vottar Árs- þing ÍBR, haldið 15. mars 1951, íramkvæmdastjóra sínum, Sig- urði Magnússyní fyllsta traust sitt og þakkar honum árvekni í starfi sínu. Þingið álítur að utan hans vinnutíma sje hann sjálfráður hver verkefni hann hefur með höndum og átelur þingið hin ó- drengilegú og ómaklegu skrif Frimanns Helgasonar um þenn- an starfsmann." T illögu þessa fluttu 15 menn. , Bíórflóð í Sheffield" Bjórinn rann í straumum eftii- götu einni í Shefíield er 36 gall- ona tunna íjell af vötubifreið og brotnaði. EINS og undanfarin ár verða mörg námskeið á vegum Nor- :ænu fjelaganna í hinum Norður- löndunum í sumar. í Danmörku eru allmörg mót og námskeið ákveðin í sumar og verða þau haldin í Hindsgavlhöll, ninu giæsiiega sumarheimili fje- ’.agins. 30. maí til 3. júlí verður versl- unar- og bankamannamót. 8. maí til 15. júlí norrænt æskulýðsmót. 15. maí til 22. júlí námskeið fyrir verslunarskólakennara. 22. maí til 29. júlí, námskeið fyrir forystu menn stjettarfjelaga. 29. maí til 5. ágúst er námskeið fyrir sveitar- stjórnarmeðlimi. Og í október verður norrænt mót menntaskóla, eirs o" að undanförnu. Frá íslandi er 2 þátttakendum boðið á hvert námskeið eða mót. Dvalarkostnsður á viku er um 140 kr. danskar. í Svíþjóð verða einnig mörg námskeið og flest i Bohusgarden, sem er sumarheimili Norræna fje lagsins þar. 10. maí til 16. júní verður nám- skeið fyrir starfsfólk sjúkrasam- laga. 25. júní til 3. júli verður æskulýðsnámskeið. 22. júní til 26. jú!í verður mót, sem kallpðf er: Norðurlöndin í dag. 4. júní til 10. júlí verður norrænt mót rekt- ora menntaskólanna á Norður- löndum. 29. júlí til 4. ágúst er mót móðurmálskennara. I Finnlandi ve-ðu*- mót fyrir söngkennara 1. til 7. júlí. Mótið er í Borgá sicammt frá Helsingfors. I Noreoi verður blaðamanna- námskeið 4. til 12. júní og hefst í Osló. en síðan verða farnar all- langar ferðir um Noreg. Fyrirkomulag allra þessara móta og námskeiða er á þann hátt að fluttir eru fyrirléstrar um ýmiss efni er helst varða þátt takendur hvers námskeiðs, síðari er.u umræðufundir og skemmti- íerðir. T.veim til fjótum þátttak- endum gr boðið frá Islandi. Dval- arkostnaður er frá 80—150 dansk Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.