Morgunblaðið - 31.03.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1951, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. mars 1951 — Minningarorð Framh. af bls. 11. jíörð og bú af hendi til yngstu bræðranna, vegna vanheilsu sinnar. Kom hann sjer upp dá- litlu hænsnabúi, er hann hafði sjer til skemmtunar og nokkurs uppeldis. Honum var vel ljóst að hverju stefndi með sjúkdóminn og ráð- síafaði því jörð sinni og eign- um og hverju einu. Jörðina gjörði hann að ættaróðali, samkv lög- um um ættaróðal og óðalsrjett. Samkvæmt því er yngsta syni tryggð jörðin. Nú hefir eldri bróð urinn, sem hafði jörðina um tíma, farið út að Selfossi, en Sess- fclja, sem er gift Vigfúsi Einars- s'yni frá Helli í Ölfusi ,hefir flutt að Seljatungu, og hafa systkin- in tvö jörðina og hafa þeir byggt viðbót við íbúðarhúsið. Eru bæði börnin nú betur sett á jörðinni, heldur en Sigurður var einn með hana fyrstu árin. Æfistarf Sigurðar og þeirra hjóna er ekki lítið. Koma vel til manns 8 börnum og tvöfalda gildi jarðarinnar, eða meira en það, að húsum og nytjum. Nú á seinni árum var Sigurður orð- inn einn af bestu borgurum hreppsins, gjaldahár og góðgjarn athafnamaður. Sigurður var drengskaparmað- ur, orðvar í umtali, ljet aldrei a sig halla með hjálp til annara éða annað sem skyldi frarn loggja. Hann var alla tíð Sjálfstæðis- maður, en öfgalaus og varfærinn í dómum sínum þar sem annars- staðar. Hans aðalatriði var að standa á eigin fótum, gjalda hverjum sitt tafarlaust. Að þessu studdi og kona hans með ráðum og dáð og börnin jafnóðum og þau komust upp. Hann var alinn upp við harð- rjetti og vinnu, hafði ekki af öðru að segja. Er ekkí ólíklegt, ið hart uppeldi og þröngur kost- ur í æsku hafi valdið því að hann var alla tíð heilsuveill, en hann ljet það ekki aftra sjer frá eð vera sívinnandi og hlífa sjer í engu meðan kraftar leifðu. Sigurður var meðalmaður vexti. Bjartur yfirlitum, vel vax- inn og ljettur í spori. Hjer er góður drengur í valinn fallinn. „Glaður og reifur skyldi gumni hver“, segir í Hávamálum. Á það sannarlega við um Sig- urð í Seljatungu. Það var gott og skemmtilegt að hitta hann hvar sem var, jafnan glaður í bragði orðvar og færði til betri vegar í hvívetna það sem um var rætt. Var því skemmtilegt og vpplífgandi að koma að Selja- tungu til þeirra hjóna. En þar á konan líka sinn góða þátt. Vinir hans og sveitungar fylgja honum nú síðasta spölinn með þakklátum huga fyrir ágæta sam veru og geyma minninguna um jóðan samferðamann og fjelaga, ieiti kemur öllúm ókunnur, en 'vinnur sjer einhuga vináttu og .f>'aust sveitunganna. Skilar jörð sinni stórbættri að ræktun og l.úsakosti og þjóðfjelaginu heil- um hóp af ágætis börnum. Og konan og börnin geyma minninguna um góðan umhyggju saman heimilisföður, sem aldrei ljet bugast við að annast þau, og sjá þeim farborða. Þau votta sínar bestu þakkir þeiiTi, sem stunduðu hann og hjúkruðu á spítalanum. Sjer- staklega þeim systkinum hans, Sigríði og Guðjóni, svo og dótt- urinni, sem er í Reykjavík. Svo far nú vel vinur, með hjartáns þökk frá okkur öllum, sem eftir stöndum. D. Br. Benoný Benediktsson vjelstjóri Minningarorð ÞANN 10. rics. síðastliðinn andaðist að heiniili sinu hjer á Skagaströnd Benóný vjelstjóri Benediktsson. Hann var um margra ára skeið búinn að vera vjelstjóri og verkstjóri hjá Síldar verksmiðjum Rikisins bæði á Siglu- firði, Krossanesi, Sólbakka og Rauf- arhöfn. En vorið 1946 fluttist hann til Skagastrandar ásamt fjölskyldu sinni og var þar verkstjóri og vinnslu stjóri við Sildarverksmiðjuna þar upp frá því. öilum störfum, sem honum voru falin á hendur, gengdi hann af stakri alúð og samviskusemi, og virtist ekki koma að sök þótt hann yrði með störfum sínum vanalegast að þjóna tveimur herrum, verkamönnum og vinnuveitendum, því af báðum aðil- um var hann framúrskarandi vel lið- inn alla æfi .öllumþeim fjölda verka manna, sem unrm hjá honum, eftir að hann tók við verkstjóm fyrir Ríkis sjóð, þótti afar vænt um hann og möttu mikils prúðmennsku hatis, hlý- legt viðmót og velvilja i þeirra garð, og fyllsta trausts yfirmanna sinna naut hann i hvivetna. Það -er meiri vandi að stýra á milli þessara skerja en margur hyggur, en þama reynd- ist Benóný heitinn rjettur maður á rjettum stað. Enda virtist dygðin og trúmennskan vera honum i blóð bor- in ásamt kappi og manndómi. Stak- ur hirfþi- og snyrtimaður var hann. Það sýndu vjelar þær og vinnustöðv- ar, er honum var trúað fyrir, því þar var öll umgengni og frágangur ætíð í besta lagi. Benóný heitinn var fæddur 21. júni 1892 í Ytri-Skjaldarvík við Eyjafjörð, því þar átti þá móðir hans heima. Ólst hann upp að mestu með móður sinni til tólf ára aldurs, en fór þá sem ljettadrengur að Hofi i Arnarnes- hreppi við Eyjafjörð til þeirra mætu systkina, sem þá bjuggu þar, og um larigt skeið fyr og síðar, Hannesar og Valgerðar, barna sjera Davíðs Guð- mundssonar, alsystkina Guðmundar bónda að Hraunum i Fljótum og þeirra fleiri merku s.vstkina. Þar sagði Benóný að sjer hefði liðið ágæt- lega, enda þótti honum vænt um þau Hannes og Valgerði eins og þau hefðu verið foreldrar hans. Hann var að visu búinn að vera þar tíma og tima áður, en nú dvaldist hann þar í tvö ár samfleytt. Þaðan fermdist . hann og fór >ir þvi til Jóhannesar út- ^ gerðarmanns í Hrisey Davíðssonar, sem var föðurbróðir hans. Þar byrj- aði hann að stunda sjó og jafnframt vjelgæslu á mótorbátum. Nokkrum órum seinna rjeðist hann sem vjel- stjóri á mótorskipið „Tilraunin" frá Akureyri, sem mun þá hafa verið eign Magnúsar Kristjánssonar siðar |ráðherra. Um -tvítugs aldur sigldi svo Benóný og gekk á vjelskóla hjá Tuxham- verksmiðjunum i Danmörku. Dvaldi hann þar í tvö ár við vjelfræðinóm — Náitiskeið Framh. af bls. 8. ar eða sænsjcar krónur á flestum námskeiðunum. Þeir sem óska að taka þátt í einhverju af þessum námskeiðum eða mótum sendi um sókpir sínar til Norræna fjelags- ins í Reykjavík fyrir 1. maí. og kom þá hingað aftur sem fyrsti vjelstjóri á mótorskipinu „Sjöstjarn- an“ frá Akureyri. Eftir það sigldi hann lengi sem vjelstjóri á ýmsum skipum. En upp úr 1920 fór hann fyrst að stunda vjelgæslu á landi og rjeðst þá vjelstjóri til Sören Goos á Siglufirði við Síldarvinnsluverk- smiðju hans þar ó staðnum. Starf- aði hann þar þangað til Rikisverk- smiðjurnar ó Siglufirði voru í bygg- ingu. Gerðist hann þá fastur starfs- maður ríkisins og vann, til að byrja með, við uppsetningu é vjelum verk- smiðjanna, og svo fyrsti vjelstjóri úr þvi hjá rikisverksmiðjunum, ýmist á Siglufirði, Krossanesi, Sólbakka, Rauf áður er sagt, sem verkstjóri og vinnslustjóri við Síldarverksmiðjuna á Skagaströnd. s Þann 26. september 1917 kvæntist Benóný eftirlifandi konu sinni Sol- veigu Þorkelsdóttur bónda um skeið á Húnastöðum i Stíflu, Sigurðssonar. Kona Þorkels og móðir Solveigar var Anna Jónsdóttir systir Jóns bónda á Mósgerði í Fljótum, Jónssonar. Eftir að foreldrar frú Solveigar fluttu úr F’ljótum, bjuggu þau í tvö ór á Engi- dal í Úlfsdölum. Þaðan fluttu þau til Siglufjaiðar og reistu sjer nýbýli norðarlega í landi Efri-Skútu, hand- an Siglufjarðarbæjar, nálægt landa- merkjum Staðarhóls, enda nefndi Þorkell nýhýli sitt Landamót. Frú Solveig er alsystir Jóhanns hjeraðs- læknis ó Akureyri. Voi-u þau sj'stkin ellefu og eru enn sjö þeirra ó lífi. Eftir að frú Solveig giftist Benóný heitnum var hún hans tryggi förú- nautur úr þvi og aðal stoð í hans þungu og langvinnu veikindum síð- ustu stundirnar og hlúði að hans veika lifi með sönnum liknarhönd- um á meðan til vannst. Þau áttu sam- an sex börn og eru þrjú ó lífi. Tvö dóu uppkomin, en eitt tveggja ára. Tvö af núlifandi bömum þeirra eru luísett á Skagaströnd og dvelur frú Solveig hjá þeim. Benóný heitinn var með lægri meðalmönnum, en þrekinn og vel hnellinn, enda snarmenni á yngri ár- um og alla tið áhugasamur dugnað- armaður. Hann var bróðursonur Jó- hannesar útgerðarmanns i Hrisey, Davíðssonar eins og áður er sagt. En Jóhannes var Þingeyingur í ættir fram. Sjá Ætt. Skagf. eftir Pje. Zoph. no. +1 og 721. F’oreldrar Benónýs giftust aldrei, en móðir hans Snjólaug Jónsdóttir giftist seinna Páli nokkrum Jónssyni og bjuggu þau um tima á Vatnsleysu i Kræklingahlíð. Foreldrar Snjólaug- ar voru Jón bóndi um skeið á Klængs hóli i Svarfaðardal, á árunum 1846 til 1872, og seinni kon.a hans Guð- laug Alexandersdóttir frá Rauðalæk, Kristjánssonar þar, Sigurðssonar á Stokkahlöðnm í Hrafnagilshreppi i Eyjafirði, Magnússonar ó Gtísará i sama hreppi, Tómassonar í Kollu- gerði i Glæsibæjarhreppi, Sveinsson- ar. Systir Kristjáns á Rauðalæk var F-lisabet móðir Jónannesar hrepp- stjóra í Hofsstaðaseli í Skagafirðí. |(Sögn sjera Benjamíns Kristinssonar á Syðra-Laugalandi). Foreldrar Jóns bónda á Klængshóli voru Jón Oddsson bóndi þar frá 1832 til 1843 og Snjólaug Pjetursdóttir frá Hólárkoti í Svarfaðardal, Pjetursson- ar frá Syðra-Hvarfi (Hallssonar?). Þau Jón og Snjólaug eru gift 25. okt. 1832. Jón andaðist svo 5. ógúst 1843. j Foreldrar Jóns bónda eldra ó Klængshóli (seamilega rjettar Blængs hóli), voru Oddur bóndi á Sælu í Svarfaðardal, fró 1810 til 1832, Ein- arssonar og kona hans Guðrún Ás- mundsdóttir frá Sveinsstöðum i Skiðadal. Oddur dej'r á Klængshóli 6. júlí 1834 þá 68 ára. (Sögn Benja- míns prests Kristjánssonar). I Þessi ættfærsla sýnir, þótt ekki sje löng, að Benóný heitinn hefir verið bændakjms í ættir fram, eins og svo margir góðir og gagnlegir Islending- ar fyr og siðar. Enda unni hann alla æfi þjóð sinni og vildi hennai- heiður í hvívetna og sýndi það sjálfur í I' verki. Benóný heitinn kenndi mikillar vanheilsu síðastliðið ár. Hann var skorinn upp í Landsspitalanum i sum ar. Lá hann þar i átta vikur og fjekk þó nokkra bót. Hans ágæta kona var flestum stundum sjðra yfir honum, bæði óður en hann fór á spítalann og eins á meðan hann dvaldi í Reykjavík eftir uppskurðinn. Hann virtist sæmi lega hress fj'rst eftir að hann kom hjer norður í haust og hafði þá fóta- ferð. En bróðlega þyngdi honum aft- ur og lá svo vikum skifti fárveikur heima hjá sjcr uns yfir lauk. Hann og vinir hans sáu brátt að hverju 1 stefndi, en söm var hans prúð- mennska, jafnaðargeð og þolinmaiði. Það hugsaði margur hlýtt til frú Solveigar hjer í þorpinu eftir að hún var orðin ein um að stunda mann sinn fárveikan. Tíðarfarið ömurlegt _þá um tíma og 26 km. til næsta lækn is, sem er búsettur á Blönduósi. Enda ófært bifreiðum á milli Blönduóss og Skagastrandar hjer ó vetrum þcgar hriðar ganga, hjúkrunarkona engin á staðnum og hjálpargögn ófullnægj- andi. Það er eins og frú Solveig váxi þrek við hverja raun. Áður hafði hún þó orðið að vera timum saman j'fir veikum og deyjandi bömum sínum, en þó stóð sá henni nær, sem hún hafði upphaflega valið sjer að föru- naut í lifsbaráttunni, og var fyrir- vinna og forsjón heimilisins, en nú er hann líka dóinn. Skagaströnd 10. jan. 1951 L. U. K. ÍS v 5cn u AuglÝsen(iur | athugið! að Isafold og Vörður er vinsæl- | asta og fjölbreyttasta blaðið i | sveitum landsms Kemur 6t » einu sinni í viku — 16 síður. I EF LOFTUR GFTUIt ÞAÐ EKKl ÞÁ tlVERt IttlllllllllllllllllUlimilMMIMIIIIflllllllllllllllMIIMMIIUIII I GÍÍIUU I | DAMSARNIR j | í G.T.-húsinu í kvöld kl. 9 \ : Við bjóðum ykkur: hesta dansgólfið bestu loftræstinguna \ algera reglusemi ágæta hljómsveit. \ Skottis — Masurka ----- Polka r | Ræl — Maskerade — Vals — = : Vínarkrus. I Herra-mars — Dömu-mars : | — I.aneier — Peysufata-vals 1 BRAGI HLÍÐBERG harmonikusnillingurinn I stjórnar OKKAR hljónisveit. j : Aðgm. írá kl. 6,30. Sími 3355. j | IIIIMIIMIMIIIIIIIIinÍMIIIMIIIIMItlllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIMI Daglegar ferðlr til Vestmannaeyjaj ■ LoitJeiðir h.Í. Lækjaigötu 2 sími 81440 ■ m, IMMMIIIIIIMIMMIIMMlMM III UMMMIIIMlll III MIMIIUMIIIIMIIlMUII 111111111111111111111111111111111111111111IIIIIIII MIIIIIIMMÍMIHMtlMIIIIIÍIIIIIIIIIIIMIIIII IIIMMMMIMIIIMIIMIMMMMIIMIMIIMIIUIIIIIIMMIIIIIMtHMIIIIMIIMMIMIIIIIMMIMMIMIIIIillllllll Markús Eftir Ed Dodd IIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIMMIIII11111111MIMIMI f IIIIIM MMIMIIIII ttlllt If IIMIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIMIMIIIHllllllllllMMI IIIMIIIIMIIIIMMID '*■' ^ AÚARK, you JT KE0P BEHIND COVBR AS *< AWFAD TO TKAT JÁ AAUCH AS VOU CAN, DU9 A SCING'S TOO ROUSH hP .... T.HOSf 6UYS DOWN •SSSOR KíNG, SO Jm TK6R5 MEAN BUSWBSS// / '•V H!AA “ ■' 1) — Farið þið á undan. sem mest í skjóli klettanna, þeir Láki og Matti meðfram færi við þennan, sem kallar siff Markús og Kata. Jeg verð að þeir hika ekki víð að skjóta, klettunum. iGrímur. Hann heldur á beina- bera prófessorinn upp á eftir. ilimennin, ef þeir komast í færi. —- Gáðu að, hvort þú getur'pokanum gamla. — Jeg ætla 2) — Gunnar, reyndu að vera 3) Neðar í hlíðinni læðast ekki skotið á þá lijeðan, Matti. að reyna að hæfa þá báða í I 4) — N ú erum vio í góðu einu skoti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.