Morgunblaðið - 31.03.1951, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1951, Blaðsíða 11
Laugaraagur 31. mars 1651 MOKGUTSBLAÐIÐ 11 Sigríðier I Brafiholti átfræð 24. FEBRÚAR síðastlíðinn varð Sigríður TómasdóttL- í Braííholti í Biskupstungum, áttræð. — For- eldrar hennar, Margrjet Þórðar- dóttir og Tómas Tómasson, bjuggu þar góðu búi til hárrar elli. Tómas faðír hennar fæddist þar einnig og var þar til dauða- dags. Og Sigriður hefir ekki held ur byggt annan garð um sína löngu æfi, en föðurleifð sina. Þau Brattholts-hjón eignuðust margt barna og efnilegra og var Sigríður þeirra elst. Hún var og er enn fríð sínum, gáfukona og vet að sjer gjör til munns og handa, .þótt aldrei hafi hún á skólabekk setið, enda lítt til siðs á þeim árum, er hún var að alast upp, að ungar stúlkur væru settar til mennta, þótt þær bæði hefðu hæfileika og löngun til þess. En samskiftin við menn og málleysingja og hin fjölþættu sveitavinna utanbæjai- og innan, og þá lestur fornbókmennta vorra, hefir ætið haft og hefir enn sitt óbrigðuia nxenntagildi, eigi aðeins í fræðilega átt, held- ur — og ekki síður — til mann- bóta og alhliða þroska. Þó ligg- ur mjer við að segja, að allra sterkust áhrií á har.a hafi haft hið fagra og stórhrotna um- hverfi. er hún hefir lifað með frá því að hún leit fyrst dagsins ljós. Frá blautri bernsku var hún handgengnust föður sir.um allra manna. En hann var hetja og karlmenni og minnti mjög á fornaldarhöfðingjana og kapp- anna. Sterkt og hreint og upp- gerðarlaust gullaldarinál ljek honum á tungu og allt svipmót hans var drengilegt og vasklegt. Mjög ung gerðist hún hans önn- ur hönd við heimilisverkin, hvort heldur var heima við eða frá bæ, og er hún þroskaðist meira, var hún förunautur hans i hinum löngu og erfiðu ferðalögum og þá einnig í fjárleitum og smala- mennskum inn um öll afrjettar- lönd og hvernig sem veðrið var. Hún átti þannig snemrna ærin tækiíæri til að kynnast, lifa með og hrífast af hinu sterka og þrótt- mikla, en jafnframt fagra og kyrr láta í faðmi íslenskrar náttúru. — Alllangan spöl fyrir innan Brattholt, inni í þagnarheimi ör- æfanna, en þó nokkra sunnar en Bláfell, er sjálfur Guilfoss í sinni mikilfenglegu fegurS. Um hann má segja líkt og Kristján Fjalla- skáld kvað um Dettifoss: „Undir þjer bergið sterka sfynur“...., en- þó er hann krýndur sínum eigin friðarboga svo sem Hannes Hafstcin kvað: ,JIanrt, ssnn geisla sjálfrar sólar hiífur, sundrar þeim í dýrð, í litekrúð klýfur“. Allt þetta, sem 'eg nú hefi nefnt, samstarfíð með föður sín- um, fjölbreyttnin í víðfangsefn- únum og þrótturinn og htlgsunin, sem þurfti til þess að leysa þau af höndum, og þá eigi síst frelsið „í fjalla sal“, og síðast en eigi síst, heilbrigðin og hollustan við skaut hinnar fögru og stórbrotnu náttúru — al’t þetla hefir alið hana upp, skapað hana í vissum skilningi. En þótt hún væri þannig barn náttúrumxar, unn- andi fegurð hennar og frelsi og umfram allt fossimim sínum, sem hún síðar á æfileiðínni varð að þola margt erfiðí og áhyggj- ur vegna, — skyldi þó enginn ætla, að hún i æsku hafi vanrækt eða verið fráskilin hmum kven- legu verkefnum. Móðír hennar, Margrjet Þórðardóttír, vár hin mesta gáfu- og myndarkona. — Það hafði ekki verið henni að skapi, ef dætur hennar hefðu farið varhluta þes. þáttar upp- eldisins, er henní bar að veita þeim eins og góðri móður sómdi. Enda hafa þær allar sýnt það i lífi sínu, að móðir þeirrh hefir verið þeim meira og betra en nafnið eitt. Þegar jeg nú eftir áratuga langa ágæta kynningu við Bratt- holts-heimilið, minnist gömlu hjónanna, Margrjetar og Tómas- ar, og dætra þeirra iimm, sem á þeim dögum voru heima, þá dyljast mjer ekki áhrif og ein- kenni þeirra og þá einnig áhrif umhverfisins á þær systur. En það — umhverfið — er að ýmsu leyti sjerkennilegt. Það er „hug- alt og þögult“, þótt dunurnar innan frá Gullfcssi og niðurinn neðan frá Hvítá berist að eyra inn i þögnina og kyrrðina, sem þarna ríkir að jafnaði, en gerir þó hvorttveggja enn dýpra en ella. Sigríður var elst, eins og jeg sagði. Ef til vill þessvegna hefir hún mótast skýrast af þessum aðstæðum inni í bæ og undir beru lofti. — en, eftir allt, sem á henni hefir mætt og skollið þessa átta áratugi, er hún á sjer nú að baki, er hún sjálfri sjer mjög lík, föst í skoðunum og skýr í hugsun, veit manna best á hverjum tíma, hvað hún vill og hvað ekki, er aldrei hikandi nje hálfvolg. — - önnum dag- anna og í dugnaði við öll verk utanbæjar og innan, ræður hún yfir ró og æðruleysi, aldrei höfð mörg orð um eitt nje neitt, aldrei kvartað yfir neinu. — Gullfoss skammt fyrir innan og Hvítá rjett fyrir neðan bæinn, sýnast alltaf eins og óumbreytileg ára- tug eftir áratug — og eru það í vissum skilningi, þó dylst ekki, að alltaf eru þau ný, ný að efni, flytja nýjan kraft og nýja fegurð með sjer innan úr fjallasalnum, undir heiðum himni, þar sem er og verður alltaf „hugalt og þög- ult“. Það er ekki meining mín með þessum línum að skrifa æfisögu Sigríðar í Brattholti, eins og hún er oftast nefnd, heldur sú, að láta þá og þær, sem ef til vill hafa fyrir löngu síðan heyrt hennar getið og dáð hana í sambandi við það, vita, að enn er hún sama Sigríður í Brattholti, undra lítið beygð af erfiði áranna; enn á hún til, að setjast „við fossins fætur“ og hrífast af fegurð hans, bæði þeirri, sem augað sjer og eyrað heyrir — „hans undra óði“, hríf- ast af hinu óþreytandi afli, sem steypist þar af stöllum, um ár og aldir. Enn gegnír hún sömu verkum og í æsku með föður sín- um, þá ung og hraust, og enn er hún húsfreyja í Brattholti eins og hún hefir verið með miklum myndarbrag síðan alllöngu áður en móðir hennar ljetst. Og enn er manndómur hennar í öllum greinum í góðu gildi. — Nei, æfi- saga hennar mun síðar skráð og af mjer færari mönnum, þá sjer- staklega í sambandi við ástvin- inn hennar fagra og fræga, Gull- foss, sem þá einnig gerir sögu bennar sögulegri, enda þótt mjer sje kunnugra en mörgum öðrum um bá hluti. Við sveitungar hennar og aðrir allir, sem þekkt hafa hana, þökk- um henni allt frá ágætri kynn- ingu, þökkum henni trygglyndið og hina föstu, heilsteyptu skap- perð hennar og árnum henni alls góðs á komandi árum, er við von- um, að hún eigi enn ólifuð. Eiríkur J>. Stefánsson. Sigurður Einarsson, Seljafungu Minningarorð Minningaroro: María Hjariardótiir Þorsielnn Stefánssom GENÓVA. — Lögreglan í Genóva hefur komist yfir óleyfilegar vopnabirgðir, þrisvar sinnum á 5 vikum. Einn slattinn sem fannst vó 14 smál. I Aðolfnndur Fæðiskaupendafjelags Reykjavíkur verður haldinn í Mötuneyti F. R., Kamp Knox sunnudaginn 1. apríl n. k. og hefst klukkan 2 síðdegis. Venjuleg aðalfmtdarstörf. Dagskrá skv. fjelagslögum. STJÓRNIN : ÞANN 10. mars s. 1. andaðist á Landakotsspítala Sigurður Ein- l arsson bóndi í Seljatungu í Gaul- verjabæjarhreppi, eftir þunga legu í vetur. Sigurður var fæddur á Borg í Mýrarhreppi i Austur-Skaftafells sýslu 24. mars 1884. Voru þau systkini 15 talsins, og mun hafa verið mikil fátækt. 15 ára gamall fer drengurinn að heiman, og þá I vestur í Mosfelissveit í vega- i vinnu, undir stjórn Guðjóns í Laxnesi og rjeðist upp úr því | vinnumaður til Guðjóns og var hjá honum í 6 ár. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Sig- ’ ríði Jónsdóttur frá Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd. Reistu ungu hjónin bú í Víðinesi og bjuggu þar 6 ár. En vorið 1919 festu þau ! kaup á jörðinni Seljatunga. Mátti | segja að það var mikið ráðist, þar sem þau voru efnalítil með 5 börn sitt á hverju ári. En þau áttu góða menn að, bæði Guð- jón í Laxnesi, sem vissi hvert mannsefni þetta var og þau bæði, og ekki síður Magnús á Blikastöð um, sem Sigríður hafði unnið hjá. — studdi þau með ráðum og dáð. Kom Magnús austur í Flóa til að gjöra út um kaupin og tryggja að þau fengju jörð- ina. Mun hann og hafa veitt þeim þann fjárhagsstuðning, sem með þurfti og margvíslega hjálp, og þessir menn báðir. Bar Sigurður til þeirra mikinn hlýhug og þakk læti fyrir þeirra góðu og drengi- i legu íramkomu, einkum Magn- vsar. j Það reyndist svo sem Magnús spáði, Seljatungan er allstór og j var talin fleytingsjörð. Tún stór en þýft og allstórt áveitu- land. Þarna var því verkefni fyr- ir atorkúmann. Og SigurðUr brást ekki vonum Magnúsar eða i þau hjón, því þrátt fyrir barna- : hópinn fóru þau smásaman að ! rjetta við. En það var ekki legið ; á liði sínu og það var ekki eytt að óþörfu. Sigurður heyaði alltaf vel, og börnin smá stækkuðu og fóru jafnóðum að hjálpa til. Hvert öðru myndarlegra og dug- legra. Þau eru: Sigríður, hús- freyja í Sviðugörðum, Þorsteinn trjesmiður á Selfossi, flokksstjóri ! hjá K. A., Sesselja, húsfreyja í Seljatungu, Jón, verkamaður á bifreiðaviðgjörð K. Á., Laufey, forstöðukona á mjólkurbar Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, Kristín, húsfreyja á Selfossi, Guðjón, bifreiðastjóri hjá M. B. F. og Gunnar, bóndi í Seljatungu, form. ungra Sjálfstæðismanna i Árnessýslu. Árið 1938 var bærinn rifinn og byggt vandað íbúðarhús, kjallar- inn steyptur, hæðin úr timbri með valmaþaki. Heyhlaða al- steypt um 700 ferm. og rúmgott 20 kúa fjós. Túnið allt sljettað og mikið fært út, jörðin afgirt að mestu og landið hólfað sund- ur. Sigurður var alla tíð heilsu- veill. Vann þó hlífðarlaust; en 1941 varð hann að liggja um tíma á spítala, og 1945 ljet hann Framh. á bls. 12. „Því bilið er mjótt milli blíffu og jels, og brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds ‘. ÞANNIG er reynsla mannlífsins. Þannig var reynsla hinnar ís- lensku þjóðar að kveldi dags h. 31. janúar síðastliðinn. Kvöldið, sem Vestmannaeyingar sáu á eft- ir „Glitfaxa“ í hinsta sinn með svo marga borgara þessa bæjar, l með svo marga þjóðfjelagsþegna innanborðs. Við sáum þá hverfa út í rökkur kveldsins og svo kom hið örlagaríka jel, og við sá- um þá ekki framar. Oll þjóðin er lostin harmi, hún er, sem ein sál og eitt hjarta, hún grætur börnin sín, sem hún hefur alið og fóstrað í blíðu og stríðu, og hún spyr. Hvers vegna verðum við fyrir svo þungri sorg, svo sárri reynslu? Við skiljum það ekki nú, en síð ar munum við skilja það. Lífið felur í sjer mörg leyndardóms- full viðfangsefni. Við lítum út í hinn mikla alheim guðs, og hversu margt er ekki, sem við hvorki fóum skynjað nje ^kilið. Líf annarra er okkur sem lok- aðar bækur, og sömuleiðis eru í eigin reynslu okkar myrkir og torskyldir kaflar. Við getum ekki skilið, hvers vegna þetta og hitt j hefur komið fyrir okkur, hvers j vegna það hefur orðið hlutskipti ' okkar að verða fyrir þungum ‘ raunum. En þeim, sem trúa á guð, er huggun sú tilhugsun að sá kemur tími að myrkrið verð- ur að víkja fyrir ljósinu og hinir óljósu kaflar verða auðskildir, en „nú sjóum vjer svo, sem í skugg- sjá í óljósri mynd“. Fyrir trúna vitum við, að „allt verður þeim til góðs, sem guð elska“. — Við j skiljum ekki hvernig hið guð- dómlega almætti getur hagað raunum lifsins þannig, að þær geti orðið okkur fyrir bestu, en hinn alvitri guð og kærleiksrík- ur faðir mannanna barna, hefur lofað að gera þetta fyrir okkur. Einasta skilyrðið er þetta, að við göngum honum algjörlega á hönd. Og þau eru horfin, sem jeg þekkti svo vel, Maria Hjartar- dóttir og Þorsteinn Stefánsson. Jeg minnist þeirra er þau voru 1 lítil börn, sá þau þroskast og vaxa upp og verða að nýtum þjóð fjelagsþegnum, og nú, í blóma lífsins, eru þau burt kölluð. María Hjartardóttir var fædd 8. des. 1928 í Vestmannaeyjum. Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um, Sólveigu Hróbjartsdóttur og Hirti Hjartarsyni, og dvaldi hún lengst af í föðurranni, að frá- skyldum tveimur árum, sem hún var í Reykjavík og Hafnarfirði. María var góð og myndarleg stúlka, hún var alin upp í kristi- . legu andrúmslofti, umvafin kær- leika foreldra sinna og margra ' systkina. enda var hún mjög heimakær, og leitaði eigi annarr- ar gleði eða skemmtunar en þeirr ar, er í því var fólgin að dvelja með ástvinum sínum. Og nú var stundin runnin upp í lífi hennar, er hún kvaddi æskuheimilið, til þess að stofnsetja sitt eigið heim- ili með unnasta sinum, Gunnari Bjarnasyni, rafvirkja, Reykjavík. Heimilið, sem hún mundi hafa „mótað svo fallega með glaðlyndi sínu og geðprýði", eins og hús- bændur hennar í Reykjavík kom ust að orði er þau minntust henn ar látinnar. 15. ágúst síðastliðinn eignaðist María son sinn, Bjarna Gunnars- son. Dvaldist hann á heimili for- eldra hennar, og báru þau hann á örmum sjer, þar til skilnaðar- Guðmundsdóttur og Stefáns Vil- stundinn rann upp. Skarðið er stórt, sem eftir er, sorgin sár, en eigi aðeins þar, heldur og einnig hjá unnustanum, sem var á heim- leið yfir hafið frá fjarlægu landi, sem leit svo björtum augum á lífið og framtiðina, sem þráöi að sjá barn sitt og móður þess, mega bjóða þau velkomin inn ;i heimili sitt. Það er einnig sár harmur hjá henni, sem beið eftir heimkomu sonarins, tengdadótt- urinnar og sonarsonarins. — Erv minningin lifir, á hana fellur enginn skuggi. Vertu sæl, María, hafðu þök'k fyrir allt og allt „siðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himninum“. „Hve ljúft að sjást í lífsins borg, er liðin öll er þraut og sorg“. Mætti það vera huggun sj’rgjandi ástvinum. —O— Þorsteinn Stefánsson var fædd- ur 9. nóv. 1922, sonur Guðríðar hjálmssonar, nú til heimils að Lukku í Vestmannaeyjum. Haniv ólst upp hjá foreldrum sínum i Eyjum, ásamt systkinum sínum, sem nú eru farin úr foreldrahús- um, nema einn piltur. Steini, eins og við kölluðum hann í dag- legu tali, hjelt ávallt til heima hjá mömmu og pabba, er hann mátti því við koma. Heimili þeirra var athvarf hans til hinst'i stundar. Þess vegna er söknuður- inn svo sár hjá ástvinum hans, er sonurinn er horfinn og sætið hans autt. Nú er hann horfinn, þessi góði drengur, sjerstakt prúðmenni í framkorhu sinni. Er jeg minnist samverustunda okkar í 1 Vi ár á hafðinu, kemur mjer margt í hug, sem allt gerir minningu hans svo hugljúfa. Þar lærði jeg að þekkja Steina, sem átti þennan fágæta kost að kunna svo vel að stjórnn tungu sinni. Talaði ei illa uro neinn en færði til betri vegar. Þetta samrýmdist vel þeirri fræðslu, sem hann naut frá or£i Drottins, frá því að hann var barn og þar til lífsferli hans laukv Vertu sæll, Þorsteinn. Þökk fyrir samverustundirnar, minn- inearnar, er bú eftir skilur, oí' sem færa öllum þeim er þig þekktu huggun í harminum. Jeg trúi því, að þessir vinir mínir, sem jeg minnist hjer. haíi á hinni örlagaríkustu stund feng • ið sð sió „andans fögru dyr, og engla þó, sem börn þau þekkí » fyr“. Syrgjandi vinir, nær og fjær. Megi Hann veita ykkur hugnu-x og styrk, sem einn „getur hjálp- að, þegar fjörsins fölnar rós, og vjer förum yfir dauðans kalda hyl. Sem oss fylgir gegnum myrkrið, inn í fullsælunnar ljós. Hvar vjer fagurt heyrum engil- hörpu spil“. Pjetur Guðbjartsson. Húsmæðraskólítíjelag’ Hafnarfjarðar heldur aðalfund sinn 5. april n.k. i Sjálfstaxiishúsinu kl. 8.30, USIE-bókasafnið Ameríska upplýsingaskrifstofan Laugavegi 24 hefir féngið nokkrar nýjar bækur og timarit frá Banda- ríkjunum, meðal annarra New Worlds emerging eftir Earl Parker Hanson, Dark trees to the wind eftir Carl Carmer, Across the wído Missouri eftir Bernard DeVoto, How things work * eftir George Russel Harrison og Getting a job ih aviatioa eftir Carl Norcross. Svefnherbergishúsgögn Nýkomin ágæt svefnherbergishúsgögn. Komið og sjáið úrvalið hjá okkur. Húsgagnavcrslun Guðmumlar GuðmUndssonar, Laugavegi 166.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.