Morgunblaðið - 16.09.1951, Side 1
• -/'V-
12 síður og Lesbólc
| 38. árgangur. 211. tbl. — Sunnudagur 16. september 1951. Prentsmiðja Morgunblaðsin*. |
Bandaríkjafluga
setur hraðasnet
NEW YORK — Lítil bandarisií
flugvjel hefir sett hraða- ag
liaeðarmet að.því er formæleiidur
sjóhersins segja. Kvað nan haíj
fiogið 1600 km. a kluknustund
og geta náð 20 km hæð, Vjelin,
sem notuð hefir verið tii þessara
tilrauna, er 40 feta löng, en
vængjahafið er 23 m.
Sfórt bankarán
í Hong Kong
HONG KONG 15. sept. — Fjórir
tnerin, þrír þeirra vopnaðir
skammbyssum rjeðust inn í kín-
vcrska Sinhua bankann í mið-
borð Hong Kong og tveimur
mínútum síðar hurfu þeir á brott
tncð allt að 500 þús. dollara í
peningaseðlum. Vörður bankans
var vopnaður sem venjulega, en
óbótamennirnir voru ekki lengi
að afvopna hann. Einn starfs-
maður oankans setti þjófabjöllu
bankars af stað og þeystu ræn-
ingjarnir þá á brott í bifreið.
Ekkí hefur tekist að hafa upp á
þeim enn. — Reuter.
Danadroffning skoSar sfállunga
Á myndinni sjest Ingrid drottning á sýningu þeirri, er var i
cambandi við ráðstefnu um lömunarveiki, sem háð var í Kaup-
niannahöfn á dögunum. í fylgd sjerfróðra manna skoðar drottn-
ingin stállunga.
Grunsamleg hegðun
þingmanns
BANGKOK, 15. sept. — Þingið
í Síam hefur skipað nefnd til að
rannsaka, hver fótur sje fyrir þvi,
að einn þingmanna sje ekki með
öllum mjaila. Þrennt var það
einkum, sem þótti benda til, að
þingmaður þessi væri ruglaður. 1)
Hann þykist „éta“ sólskin til að
halda góðri heilsu. 2) Hann ríður
uxa fram hjá þinghúsinu, og er
þá búinn vinnufötum. 3) Hann
hefur leikið knattspyrnu að baki
þinghússins um hábjartan daginn
og gerði loks hróp á þingfundum.
> NTB
ðrðsendingin er tillaga
en ekki úrslitakostir
Persar viija málamiðlun Harrimans
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB
TEHERAN, 15. sept. — Mossadeq forsætisráðherra Persíu mun
ekki líta á orðsendingu sína til Breta sem úrslitakosti, heldur sem
Hllögu til þess að hraða samningaumleitunum í olíudeilunni. —
Persneskir stjórnmálamenn, nákomnir forsætisráðherranum, skýra
i:á þessu.
Kommúnisiar hafa 800 þús.
manns undir vopnum í Kóreu
1000 flugvjelar og 500 skriðdreka
TOKÍÓ, 15. sept. — Van Fleet, hershöfðingi, hefir fyrir skömmu
skýrt frá, hver muni herafli kommúnista í Kóreu. Telur hann, að
þeir hafi 400 þús. á sjálfum vígvöllunum og annað eins varalið, alls
80 herfylki.
-------------------
fjölmennt herlið
Eru þessar tölur raunar lægri
en gefið var upp í apríl í önd-
verðri vorsókn kommúnista, sem
datt furðu fljótt niður. Hvað
sem því líður, þá er þó víst, að
herlið þeirra hefir /crið og verð-
tJi' jafnan fjölmennt í Kóreu.
1000 FLUGVJELAR,
500 SKRIÐDREKAR
En það, sem einkum er gef-
inn gaumur nú, er, hverjum
herbúnaði liðið er búið og hversu
öflugur flugfloti þess er.
Van Fleet telur, að norðan-
menn hafi éinar 1000 flugvjelar
og 500 skriðdrepa. Þá hafa þeir
nýtísku loftvarnabyssur með
r af s j ár útbúnaði.
Segja flugmenn S. Þ. enda, að
•loftvarnaskothríð kommúnista
-sje nú orðin miklu skeynuhætt-
■ari en var.
BRUSSEL — Baudouin Belgíu-
Jíonungur og faðir hans Leopöld
hafa að undanförnu dvalist í
Tyrol í sumarleyfi.
vorsætisráðherra Libyu,
í London
LONDON 15. sept. — Mahmud
Bey Muntasser, forsætisráðherra
I.ibyu kom í heimsókn til Bret-
lands. Hann sat m. a. miðdegis-
verðarboð hjá Attlee forsætis-
ráðherra.
^HÓTA BROTTREKSTRI
í orðsendingunni er Bretum
tilkynnt, að ef samningaumleit-
anir verði ekk teknar upp innan
ákveðins frests, muni Persar vísa
öllum breskum olíusjerfræðing-
um úr landi.
VILL MÁLAMIÐLUN
Mossadeq bað Harriman
sjerstakan sendimann Tru-
mans forseta um að afhenda
Bretum orðsendinguna, en ljet
fylgja persónulegt brjef til
Harrimans, þar sem hann fer
þess á ieit við hann, að hann
haldi áfram málamiðlun í
olíudeilunni.
ÚTGJÖLD PERSA
Persneska stjórnin er nú í
fjárkröggum vegna stöðvunar á
olíusölunni. Því ekki er nóg með
að Persar missi tekjur af. olíunni,
heldur veiða þeir að greiða starfs
mönnum við olíuvinnsluna laun
sem nema 80 millj. realum á
mánuði.
Þegar menn rannsaka samviskuna.
BELGRAD — Opin
bera, albanska
frjettastofan segir
svo frá, að reist hafi
verið Stalinlíknneski
mikið i Stalino Kuc
hevo í Albaniu.
Enver Hodza,
forsætisráðherra,
hjelt líriðu, þegar lik
neskið var afhjúpað.
Sagði ráðlierrann,
að verkamennirnir
ættu að koma til
líkneskisins á hverj
um degi, er þeir
gengju til vinnu og
sverja þess dýran
eið, að þeir skyldu
leggja mikið að sier
við vinnuna þann
daginn.
Að vinnu lokinni
skyldu þeir enn
ganga fram fyrir
likneskið „og skoða
samvisku sína“, svo
að þeir fengju
gengið úr skugga
um, hvort þeir hefði
efnt heitið. — NTB
Tjekknesku flóttamennirnir:
Kommúnisfar mundu fylgis-
lausir við frjálsar kosningar
Tjekkneska ríkisstjórnln
hlýðir Rússum í blindni
Rauðlendingar gera
innrás í Bláland
BONN, 15. sept. — Snemma í
morgun hófust miklar heræfing-
ar Bandamanna í V-Þýskalandi.
Taka þátt í þeim 100 þús. manns
frá 7 þjóðum. Stríðsaðilar eru
tveir. Blálendingar og Rauðlend-
ingar hafa lengi staðið í samning
um, en hvorki rekið nje gengið
og snemma í morgun gerðu þeir
síðar nefndu innrás í Bláland á
mörgum stöðum. — NTB.
Gróska lífsins
BELGRAD — Arabinn Hal-
id Grandura, settist að í Sara-
jevo 1888. Hann er nú 113 ára,
og lítur ekki út fyrir, að hann
muni hrökkva upp af nxsta
áratuginn, svo sprxkur er
hann.
Þegar hann var 72 ára, gift-
ist hann 13 ára dóttur besta
vinar síns. Hún ól honum átta
böm. Hann var 93, þegar
yngsta fxddist. Grandura lif-
ir fjögur bamanna. NTB
Fíll Trumans
gesspaði golunni
HÖFÐABORG. — Áður hefir ver
ið skýrt frá því í frjettum, að
konungurinn í Kambodja hafi gef
ið Truman, forseta, ungan fíl í
þakkarskyni fyrir efnahags- og
hernaðaraðstoð. Þessi fíll kom
Ttuman í árans bobba, því að
(iginlega vissi hann ekki, hvað
hann ætti að gera við hann.
Nú hefir vandinn þó leystst,
næð því að fíllinn gaf upp and-
anr. um borð í skipi á leið til
Bandaríkjanna.
Verja miiljarð daia lii
kjarnorkurannsókna
WASHINGTON — McMahon,
formaður kjarnorkumálanefndar
Bandaríkjaþings, skýrir svo frá,
að Bandaríkin muni verjamilljarð
dölum fram í júlí að ári til rann-
sókna og smíði fjarstýrðra vjel-
flugna, er gætu m. a. flogið með
k,jarnorkuspreng,iur.
Þá sagði McMahon, að stríðið
mundi koma cnn harðara niður á
Kínvei'jum hjeðan af, ef vopna-
hljesviðræðurnar færu út um þúf-
ur. Tók hann þó fram, að þessi
yfidýsing stæði í engu sambandí
við ummæli hans um kjamorku-
yopnin.
Aðal-forsprakkarnir vora
eimreiðarstjórinn Konvalinka og
aðstoðarmaður hans. Höfðu þeir
báðir fjölskyldur sínar með sjer,
börn þeirra þrjú voru 6 mánaða,
6 og 9 ára. j.,
é i
HANDTAKA * í
YFIRVOFANDI
Þeir fjelagarair skýrðu nákvæm
lega frá gangi flóttans, sem þeir
höfðu vendilega undirbúið. Dag-
inn áður en þeir flýðu, fengu þeir
pata af, að þeir myndu handteknir
nú um helgina. Sáu þeir þá, að
ekki vaV til setunnar boðið.
4\
ERLENDAR ÚTVARPS- I 1
STÖÐVAR VINSÆLAR
Flóttamennimir segja, að áróð-
ursritlingar þeir, sem sendir eru
með loftbelgjum inn í Tjekkó-Sló-
vakíu njóti mikilla vinsælda. —
Kemst fjöldi fólks yfir þá. Einnig
er hlýtt þar á eriendar útvarps-
stöðvar Vestur-Evrópulanda, þó.
að slíkt sje stranglega bannað.
Konvalinka var að þvf
spurður, hvort kommúnista-
stórnin í Tjekkó-Slóvakíu
nyti mikilla vinsælda þjóð-
ayinnar. Svaraði hann þvi
til, að atkvæðaseðlar þeirra,
sem kommúnista kysu,
mundu rúmast í einum hatt-
kúf, ef stofnað væri til
frjáisra kosninga nú.
RÚSSAR ÞUMA AÐ
TJEKKUM ’
Rússar þjarma mjög að T.jekk-
um, sem eru eins og mýs undir
f,jalarketti. Ríkisstjórain fer í öllu
eftir fyrirskipunum Rússa. ,
Kynþáttahaturs
vart í Svíþjóð
Stokhólmi. — Sonarsonur
Haile Selassie, Merid Beyne,
ríkiserfingi varð nýlega fyrir
múgofsóknum, þar sem hann
var á gangi með hvítri stúlku
á götu i Stokkhólmi.
Ríkiserfinginn hefir dvalist
í Svíþjóð um nokkura mán-
aða skeið sjer til lieilsubótar.
Gekk hann með hvítri stúlku
á götunni fyrir framan gisti-
húsið, þar sem hann bjó, þegae
hópur manna af götunni gerðl
hróp að honum. Sumir voru
svo nærgöngulir, að þeir spörk
uðu í fótleggina á honum, svo
að hann varð að flýja inn í
gistihúsið.
Þetta er öðru sinni á stutt-
um tíma, sem kynþállahatur
hefir hlossað upp í Svíþjóð.
Rjett eftir mánaðarmótin var
6 egypskum svertingjum mein
aður aðgangur að herbeig jum
þeirra, sem þeir höfðu fengið
leigð í gistihúsi.
STRAUBING, Bæjaralandi, 15. sept. — Eins og menn rekur minnf
til, renndi tjekknesk farþegalest með rúmlega 100 manns inn í
V-Þýskalandi fyrr í vikunni. Kusu 25 að leita hælis í Þýskalandi,
en hinir sneru heim og lestinni var skilað. í morgun áttu flótta-
mennirnir tal við frjettamenn. Höfðu tveir forkólfar samsæris-
mannanna orð fyrir þeim.
----- ------------——--------S>