Morgunblaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. sept. 1951. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. i Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) 1 Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Aðvörun Gaitskells HINN 3. þ.m. ávarpaði Hugh Gaitskell, fjármálaráðherra Breta þing bresku verkalýðsfje- Jaganna í Blackpool. ' Það, sem í ræðu hans fólst var íy rst og fremst þetta: Verkalýðssamtökin verða að stilla kaupkröfum sínum í hóf. Ff launahækkanir verða hlýtur framfærslukostnaðurinn einnig að hækka. — Neyslan innan- lands verður að minka. Framlög in til niðurgreiðslna á nauðsynja og annara vara munu ekki verða Bukin. Ræðu þessa flutti fjármálaráð- herrann fyrir fulltrúa 7,8 millj. verkamanna. Engum dylst að hún er bein aðvörun til bresku þjóðarinnar um að hún eigi erf- jða tíma í vændum. Ráðherrann lagði áherslu á þá hættu, sem að henni steðjaði af völdum hinnar alþjóðlegu verðbólgu. Hann dró heldur enga dul á það, að þær byrðar, sem á bresku þjóðina væru lagðar vegna endurvígbún- aðarins væru mjög þungar. Á vegi okkar eru alvarleg efnahags 3eg vandamál af völdum endur- vopnunarinnar í heiminum, sagði ráðherrann. Upplýsingar Gaitskells um hækkun verðlagsins í Bretlandi eru hinar athyglisverðustu. „Verðlagið á þeim vörum, sem við flytjum inn er 40% hærra en í fyrra. Við verðum þessvegna að borga um það bil einum miljarð sterlings- punda meira nú fyrir sama vörumagn, en við keyptum ! fyrir ári síðan. Verðlag út- flutningsvara okkar hefur að vísu hækkað nokkuð en ekki nándar nærri eins mikið. Af öllu þessu hlýtur óhjákvæmi lega að leiða halla á utanríkis ! verslun okkar á þesu ári“. Eftir að hafa vakið athygli á þessu bendir ráðherrann á nauð- svn alþjóðlegrar samvinnu til þess að stöðva verðbólguna í heiminum. En breska þjóðin Verði jafnframt að gera sína'r ráðstafanir til verndar efnahag sínum. Áhrifamesta leiðin til þess sje að draga úr eyðslunni innan- | lands en auka útflutninginn. Á því að það takist hljóti kaup- gjaldið og lífskjör þjóðarinnar yfirleitt að byggjast. Enginn vafi er á því, að ef Ólaf Ur Björnsson prófessor eða dr. fienjamín Eiríksson hefðu haldið hliðstæða ræðu hjer heima á Is- landi, þá hefðu þeir fengið yfir sig dembu af svívirðingum frá þlöðum stjórnarandstöðunnar. — „íhaldshagfræðingar“, „óvinir verkalýðsins", „leiguþý heild- salanna“ o. s. frv. hefðu orðið þær nafngiftir, sem þeim hefðu hlotnast í blöðum kommúnista og doríu þeirra. En sannleikur- inn, sem allir skynibornir og hugsandi menn sjá og skilja er sá, að þessir tveir íslensku hag- fræðingar hafa sagt nákvæmlega það sama við íslensku þjóðina og jafnaðarmaðurinn Hugh Gait- skell sagði fyrir nokkrum dögum í Blackpool við fulltrúa breskra verkalýðssamtaka. Ólafur Bjöfnsson og Benja- mín Eiríksson hafa bent þjóðinni á það, að langsamlega líklegasta leiðin til þess að tryggja lífs- kjör sín sje aukning frámleiðsl- unnar. Kauphækkanir, sem eng- in framleiðsluaukning eða verð- hækkun framleiðslunnar standi bak við sje engin kjarabót. Hún geti þvert á móti haft í för með fjer kjaraskerðingu í formi auk- innar dýrtíðar og verðbólgu. Á 1 milli hins breska fjármálaráð- herra og hinna íslensku hagfræð- inga ríkir ekki hinn minnsti á- greiningur um þetta atriði. En allt bendir til þess að breska þjóðin eigi hægra með að draga rjettar ályktanir af því, sem henni er viturlega sagt um þessi mál en okkar þjóð. — Verkalýðssamtökin bresku hafa fylgt ráðlegging- um Sir Stafford Cripps og Hugh Gaitskells. Þau hafa ekki látið níðhöggva þjóðfje- lags síns, kommúnista, draga sig út í neina ófæru. Engum dylst þó að kjör bresks al- mennings hafa undanfarna mánuði verið að þrengjast. — Það liggur í augum uppi að 40% hækkun þeirra vara, sem Bretar flytja inn, hlýtur að hafa bitnað á marga lund á þjóðinni. Kjarni málsins er sá að dýrtíðin og verðbólgan er í dag alþjóðlegt vandamál, sem mikil nauðsvn ber til að hinar frjálsu þjóðir hafi sam- vinnu um að vinna gegn á sama hátt og þær hafa unniö sameiginlega að eflingu varna sinna. Afkáralegur samanburður. PÓLITÍSK misnotkun sam- vinnufjelaganna í þágu klíkuhags muna Framsóknarflokksins hef- ur verið átalin hjer í blaðinu. Jafnframt hefur verið á það bent að einmitt þessi misnotkun þeirra hafi vakið um þær póli- tískar deilur og dregið úr trausti fólksins á starfsemi þeirra. Sú staðreynd var einnig fyllilega viðurkennd af framkvæmdar- stjóra elsta kaupfjelags landsins, sem talaði um það í útvarp fyrir j skömmu, að ekki yrði lengur vart 'eldmóðs og áhuga hjá ungu fólki j fyrir samvinnustefnunni. j Það er fróðlegt að sjá svör (Tímans við skrifum Morgun- blaðsins um þessi mál. í þeim er því haldið fram að hlutleysi kaupfjelaganna gagnvart stjórn- málaflokkum í landinu hlyti að vera þeim álíka hættulegt og hlutleysi lýðræðisríkja gagnvart einræðis- og ofbeldisöflum. Þess- vegna sje það samvinnufjelögun- um lífsnauðsyn að vera pólitísk ambátt Framsóknar!!! Hvaða viti borinn maður skyldi nú taka þennan samanburð alvarlega? Áður en að hægt er að leggja sig niður við að rökræða svona vitleysu er nauðsynlegt að Tím- inn skýri staðhæfingu sína nán- 'ar. Hvaða rök færir blaðið fyrir henni? | í annan stað segir Tíminn að l Morgunblaðið krefjist þess að starfslið kaupfjelaganna sje hlut- laust í stjórnmálum, hafi helst jenga skoðun. Þetta er alger fjar- stæða. Slíku hefur aldrei verið | haldið hjer fram. Hitt hefur ver- ' ið átalið harðlega, að samvinnu- fjelögin, sem byggð eru upp af þúsundum manna úr öllum stjórnmálaflokkum, skuli gerð að j áróðurshreiðri og harðsnúnu |baráttutæki fyrir þrönga póli- tíska klíku í landinu. Samviska Tímamanna í þessum málum er svört eins og sót. Þessvegna rjúka þeir nú upp með andfælum. Enshu skólapilficarnir iengu uð kynnast slormunt og kulda Ásakanir Þjóðviljans rakalausar sem fyrr Blaðinu hefur borist cftirfar- andi leiðrjetting frá Fjár- hagsráði: í RAMMAGREIN í Þjóðviljan- um 13. þ. m. og í bæ.jarpósti sama blaðs 14. þ. m. er ráðist á Fjár- hagsráð út af því, að það hafi gert tilraun til að hindra verk- nám í Gagnfræðaskólunum, með því að synja um innflutningsleyfi fyrir nauðsynlegustu „áhöldum og efni“ til kennslunnar. Útaf þessu villi Fjárhagsráð taka fram: í ágúst s.l. sótti fræðslufulltrúi Reykjavíkurbæjar fyrir hönd Fræðsluráðs um leyfi fyrir trje- smíðavjelum frá Ameríku, að upp- hæð kr. 19.000.00. Tekið var fram að vjelar þessar væru ætlaðar til verknámkennslu. óþarft þótti að veita leyfi til þessara vjelakaupa frá Ameríku, þar sem innflutning- ur þeirra er frjáls frá öllum öðr- um löndum. Sneri fræðslufulltrúi sjer þá að því að Ieysa málið í sambandi við frílistainnflutning vjelanna. Hef- ur hann í viðtali í dag, upplýst, að þetta hafi tekist og sjeu skrif Þjóðviljans sjer óviðkomandi og ekki í samræmi við sitt álit á þessu máli. Ráðið væntir að framangreindar upplýsingar nægi til þess að sýna að ásakanir Þjóðviljans eru á eng- um rökum reistar. Reykjavík, 15. sept. 1951. Fjárhagsráð. Útgerð og verkiegar framkvæmdir á HÖFN í Hornafirði 6. scpt. — Fimm bátar eiga nú heima á Hornafirði. Einn er ennþá fyrir norðan á síldveiðum. Hefur hann aflað vel sæmilega þegar tekið er tillit til þess, að báturinn komst ekki af stað fyrr en seínt í júlí. Varð að bíða í röskan mánuð cft- ir varastykki frá Englandi, sem alltaf lá þó riibúið til afhending- ar í Hull. M.b. Helgi er á síldveiðum í Faxaflóanum og hefur honum gengið allvel. Tveir bátar Brynj- ar og Gissur hvíti stunda drag- nótaveiðar hjer heima og hafa þeir orðið að fara með aflann til Fáskrúðsfjarðar I íshús þar. — Fimmti báturinn hefur hinsveg- ar ekkert verið gerður út í sum- ar. Allmikið er nú um atvinnu í plássinu vegna hinna miklu ný- bygginga, sem þegar eru hafnar. Er unnið að byggingu béina- mjölsverksmiðju hjá h.f. Fisk- iðjan — fyrsta byggingin af mörgum sem fyrirhugaðar eru. Þá er kaupfjelagið að ljúka smíði á stóru fisktökuhúsi og unnið er að vatnsveitu fyrir þorpið. Enn- fremur er farið að undirbúa sundlaugargerð hjer og er ætl- unin að þróin verði steypt í haust. — Frjettaritari. Hefsf, þegar ailir eru samfaka LONG BEACIl, 15. sept. — Það varð að kalla á slökkviliðið í Long Beach í Kalifomíu, til að reisa Eugene Atkins á fætur aftur, þegar hægindastóllinn hafði hrun- ið saman undir honum. Eftir mikið staut tókst fjórum slökkviliðs- mönnum að velta honum fyrst á magann, svo að koma fótunum fyrir hann og reisa hann við. •— Atkins, sem er 21 árs, vegur líka 371 kg. eða snökktum meira en allir fjórir slökkviliðsmennirnir. NTB Koma sfælfari og sferkari úr úfilegunni BRESKU skólapiltarnir, sem dvalist hafa 6 vikur uppi á öræfum íslands, komu til Reykjavíkur á föstudag, en fóru utan með Gull- íossi í gærdag. Foringi leiðangursins, F. G. Hannel, skýrði svo frá að þessi ferð hefði tekist ágæta vel. Drengirnir hefðu unnið ;,ð margskonar náttúrufræðirannsóknum á hálendinu og þeim rr.egintilgangi fararinnar að herða og styrkja unglingana hefði verið náð. KYNNAST KULDA OG STORMI Það var landkönnunarfjelag breskra skóla, sem stóð fyrir leið angri þessum, en árlega efnir það til ferða enskra skólapilta til ýmissa landa heims. S.l. sumar voru þeir í Lapplandi og taldi F. G. Hannel að veðráttan þar hefði verið of mild. Hjer á ís- landi komust skólapiltarnir í kynni við meiri hamfarir veðrátt unnar, bæði storma, kulda og snjóhríð. 17 DAGA FERÐ TIL VATNAJÖKULS Þeir höfðu aðalbækistöðvar undir vesturhlíðum Hofsjökuls. Fyrstu tvær vikurnar var mild veðrátta, en úr því fór að kólna og hvessa. 16 rannsóknarferðir voru farnar frá bækistöðvunum. Mest þeirra og erfiðust var 17 daga ferð þátttakendanna til Vatnajökuls. Þeir gerðu tvær til- raunir til að komast til Gríms- vatna en hnepptu fárviðri og bæði snjókomu og sandstorm. Sömuleiðis var kaldranaleg næt- urdvöl uppi á Hofsjökli, fauk tjald þar og bjuggu menn þá um sig í snjóhúsi. KOMA BRÁTT AFTUR Skólapiltarnir gerðu ýmiskon- ar náttúrufræðirannsóknir, s. s. á dýralífi og gróðri. Auk þess gerðu þeir uppdrátt yfir sunnan- og vestanverðan Hofsjökul. For- ingi leiðangursins F. G. Hannel, skýrði svo frá, að ekki mvndi líða á löngu þar til landkönn- ur.arfjelagið gerði út annan leið- angur til Islands. SÁU SCOTT-KVIKMYNDINA Eftir að skólapiltarnir lcomu til bæjarins um kl. 4 á íöstudag gafst þeim tækifæri til að skoða sig um í Reykjavík. Um kvöldið horfðu þeir margir á kvikmynd- ir.a „Scott suðurskautsfari“. En stofnandi landkönnunarfjelags- skólanna Murray Lewish var þátt takandi í leiðangri Scotts. Svo undarlega vill og til að er kvik- myndafjelagið, sem tók kvik- myndina af leiðangri Scotts hafði lokið henni, gaf það tjöldin sem fram koma í myndinni til land- könnunarfjelagsins og einmítt sömu tjöldin notuðu drengirnir á dvöl sinni á jöklunum. Áfengt Iakk. ÓSLÓ — Fyfir skömmu var maður dæmdur í 21 dags fang- elsi fyrir ölvun við akstur. — í blóðinu var 1,92 pró. mill. vín- andi. Ökuþórinn maldaði í mó- inn, kvaðst hafa verið að lakka með sprittlakki, sem hefði haft þessi áhrif, en dóamrinn gat ekki fallist á skýringuna. V'elvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA LÍFINU Þessi þræta er alltaf ný TVISVAR á ári er klukkunni breytt, svo að seinustu ó- ánægjuraddirnar eru rjett þagn- aðar, þegar togstreitan hefst á ný. Reyndin hefir líka orðið sú, að hringlið með klukkuna hefir valdið meiri flokkadráttum und- anfarin ár en nokkurt stórmál, sem bitist hefir verið um með þjóð vorri. Hlýtur enda að því að reka fyrr en seinna, að deilurnar dragist inn í þingsalina. Mikið má þá vera, ef vopnabrakið yfir- gnæfir ekki gnýinn frá fólkorr- ustunni um friðun rjúpunnar, og er þá langt jafnað. Flýtið henni ekki framar EGAR má heyra dyninn af næstu óveðurshrotu. •— Hann verður m.a. greindur í þessum orðum Þ.F.E.: „Seinkið klukk- unni strax og flýtið henni aldrei framar. Þegar fer að hausta, finnum við, sem snemma förum á fætur til vinnu, hvað fljóta klukkan dregur okkur aftur á bak í myrkrið. Og við spyrjum hvern annan: „Hvað á þetta að þýða?“ Ekki fæ jeg sjeð, að nokkur hafi gagn af að flýta klukkunni, en margir óþægindi og leiðindi. Við verkamennirnir verðum víst að taka upp sama vinnutíma og búðar- og skrifstofufólk. En ef við eigum eitthvað af því, sem afkasta þurfti, ógert kl. 4 til 5, þá verður það unnið í eftirvinnu. Þessir gömlu, sem enn þá fást til £ ð skreiðast á fætur, smáhverfa“. Almenning vantar fræðslu ALLA langar til að eignast þák yfir höfuð. Þó að dýrt sje að koma sjer upp húskofa, breytir það engu þar um. Fyrir atbeina dugandi manna verður nú fjöl- mörgum gert kleift að smíða eig- íð hús. Trúlega vex þó mörgum í augum kostnaðurinn, en furðu- lítið hefir hjer á landi verið rit- að um gerð húsa, hvernig þeim megi koma upp á haganlegastan og ódýrastan hátt. Hollt væri þó, að fróðir menn leystu frá skjóð- unni, svo að komið gæti öðrum að haldi. Góður og gegn húsasmíðameist ari í Keflavík, Guðlaugur S. Eyjólfsson, hefir sent Daglega lifinu þetta brjef: t 'u Einangrun óþörf MIG furðar á, hvað lítið hefir verið rætt og ritað um inn- lent byggingarefni yfirleitt. Mig langar því að fara örfáum orðum um byggingarframleiðslu Vikur- fjelagsins í Reykjavík úr vikri. — Vikurholsteinninn hefir reynst mjer mjög hentugt bygg- ingarefni. Hjer í Keflavík hafa verið reist nokkur íbúðarhús úr vikurholsteini, sem reynst hafa vel. Sum þeirra ,eru einangruð innan veggja, önnur ekki. Umbætur, sem gerðar hafa ver ið á steininum upp á siðkastið, virðast gera einangrun óþarfa. J Sementsvcrksmiðjuna r tafarlaust ÞAR sem jeg tel mig hafa dá- litla reynslu í byggingu húsa ‘úr vikurholsteini, vildi jeg benda efnaminni mönnum á að nota hann. Við það myndu þeir spara töluvert fje. Reynslan mun skera úr ufn gæði vikurholsteina, þegar frá liður, en jeg tek þá fram yfir önnur fáanleg byggingarefni, sem hjer hafa verið reynd. Og um fram aílt, sementsverksmiðj- una verðum við að fá hindrunar- laust“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.