Morgunblaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 7
[ MORGINBLAÐIÐ 7 Sunnudagur 16. sept. 1951. INIÆ R 0 FJÆR Lauprdagur 15. sepfembr f Dýrtíð og ótti 1 SÍÐAN þjóðir Evrópu hófu með É'jer nána samvinnu á sviði cfna- Jiagsmála með þróttmikilli aðstoð jBandaríkjanna, hefur framleiðsla jþeii'ra farið mjög vaxandi. í skjóli íhínnar auknu framleiðslu hefur jverið unnið að f jölþættri viðreisn f þeim löndum, sem styrjöldin Veitti mörg- og djúp sár. Lifskjör Ífólksins hafa verið bætt og grund- Xöllur lagður að margháttuðum iðg róttækum umbótum x framtíð- finni. En yfir framtíð þessara |>jóða, sem svo kappsamiega hafa iunnið að endurreisn Ianda sinna, Ihvila samt dimmir skuggar um þessar mundir. Dýrtíð og verð- fcólga fer vaxandi í flestum lönd- tam Evrópu. Meginorsok hennar er íótti fólksins við árás á lönd þess. í’að cr vegna þessa ótta, sem jEvrópa hefur neyðst til þess að Ihefja stórfellda endnxvopnun. — Hinn tröllaukni vígbúnaður, sem jmestu iðnaðarþjóðir heíxnsms hafa tnevðst til að beina kröftum sín- iam að, hefur svo haekkað verð- Kagið og teflt lífskjörum þjóðanna fi verulega tvísýnu. Það er þannig óttinn við ! ofbeldisstefnu kommúnista, í sem veldur hinu stórhækkaða verðlagi og vaxaxxdi dýrtýð, sem sctur í stöðugt ríkara mæli svip sinn á Iíf þjóð- anna. j Erfiðleikar íslendinga 1 AFLEIÐINGAR þessa ástands I heiminum hafa bitnað á ís- Sensku þjóðinni eins og öðrum |ijóðum. Hjer á landi hefur verð- Sag farið mjög hælckandi á þessu ári. Dylst engum, að það hefur þrengt verulega lífsbjör alls al- piennings í Iandinu. Það hefur aukið mjög á eií- xðleika íslendinga á þessu ári, að til viðbótar vaxandi dýrtíð af jvöldum hinna erlendu verðhækk- {ana, hefur komið mjög óh&gstætt iárferði til lands og sjávar. Vetr- arvertíð vjelbátaflotans var víðast fiivar rýr, snjóþungur vetur slcap- ifiði fjölda bænda margháttuð vand Ikvæði og útgjöld, og síHarvei'- tíðin fyrir Norðurlandi hefur að yeruleyti brugðist. I Af öllum þessum ástæðum þlaut hagur landsmanna óhjá- íivæmilega að þrengjast. 1 Stórfelld framlög frá Mars- Jhallstofnuninn hafa að vísu gert Sdeift að auka innflutníng til landsins að miklum mun og ljetta Inargvíslegum höftum, skriffinslíu &g spillingu af viðskiftalífínu. Þessi aukni innflutningur og bætta aSstaða, sem í kjöl far hans hefur siglt, hefur dulið þjóðina þeirra áfalla, sem atvinnuvegir hennar hafa orðið fyrir og átt sinn þátt í að viðhalda þeirri háskalegu villu, sem all- margt fólk virðist vaða í, að ■ afkoina og gengi atvinnuveg- anna hafi í raun og veru lítil áhrif á lífskjör þess. Aflciðing þeirrar villu er Tn. a. sú, að einstaklr stjórn- málaílokkar leyfa sjer að bera þá firru á borð fyrir almenning, að allir þeir erf- iðleikar, sem að bonum steðja, sjeu aðeins ríkiá- stjórninni að kenna og jafn vel illvilja einstakra stjórn- I málamanna. Að sjálfsögðu eru það kommúnístar, sem lengst ganga í slíkum mál- flutningi. Ilúsnæðismálin 1 ÞAU stártíðindi gerðustu í síð- fcstu viku, að fjárhagsráð tók á- jkvörðun, sem vakið hefuralmann ©n fögnuð um land allt. — Það ékvað í samráði við ríkisstjórn- ina að framkvæma tillögur Sjálf- stæðismanna frá siðasta Alþingi xim að gefa byggingu smáíbúða af íákveðinni stærð frjálsa. Ánægja þjóðarinnar með þessa yáðstöfun sprettur af því, að þús- Grunnflatarteikningar og útlitsteikningar af 98 fermetra smá- íbúð samkvæmt tillögu Gunnars Ólafssonar húsameistara. Gunn- ar hefur nu einnig gengið frá teikningu 80 fermetra íbúðar, en I>að er nákvæmlega sú stærð íbúða, sem frjálst er að byggja. undir manna í landinu skortir tilfinnanlega húsnæði. Fjöldi af ungu fólki hefur ekki getað stofn- að heimili vegna þess, að hvergi hefur verið hægt að fá íbúð. — Gjaldeyriserfiðleikar þjóðarinnar undanfarin ár hafa dregið stór- kostlega úr byggingarfram- kvæmdum og aukið á húsnæðis- vandræðin og þá ekki hvað síst í hinni ört vaxandi höfuðborg. Sjálfstæðismenn hafa bæði á Alþingi, í bæjarstjórn Reykjavík- ur, í ríkisstjórn og hvar sem .því annars hefur orðið viðkomið, bar- ist fyrir umbótum í húsnæðismál- um þjóðarinnar. Þeir fengu fyrii' tveim árum þá breytingu gerða á skattalögum, að aukavinna efna- lítilla einstakl. við eigin íbúðir, var gerð skattfrjáls. Sú lagabreyt ing varð grundvöllur að nýrri og mjög skynsamlegri og vinsælli stefnu í byggingarmálum hjer í Reykjavílc. Bærinn rjeðist í bygg- ingu allmargra íbúða, gerði þær fokheldar og lagði í þær hitunar- kerfi. Nam kostnaðurinn við þetta um helmingi byggingarverðsins. Lánaði bærinn síð,an einstakling- unum, sem keyptu íbúðimai: þetta framlag sitt til 50 ára með lágum vöxtum. Þeir tóku síðan við íbúð- unum og fullgerðu þær. Smáíbúðahverfi í ÁFRAMHALDI af þessu hefur Reykjavíkurbær skipulagt smá- íbúðahverfi fyrir um 400 smá- íbúðir. Er úthlutun þeirra hafin. Jafnframt hefur bærinn efnt til samkeppni um hagkvæmar smá- íbúðir. Er fyrsta hluta hennar lokið og hefur almenningur að- gang að þeirri teikningu, sem fyrstu verðlaun hlaut. En eftir henni er hægt að byggja 98 fer- metra íbúð í þremur áföngum. Má gera ráð fyrir, að eftir að bygging smáíbúða hefur nú verið gefin frjáls, þá verði annar á- fangi þeirrar teikningar notaður mjög víða. En samkvæmt honum er um að ræða ibúð, sem er 75 ferm., 4 herbergi ásamt eldhúsi og geymslu. Slík íbúð er að vísu ekki stór. En hún leysir samt vandkvæði mikils fjölda fólks, sem nú býr við mikla hús- næðiserfiðleika. Og hún hefur þann mikla kost að við hana er hægt að bæta tveimur her- bergjum þegar fjárhagur eig- anda hennar leyfir það. Allt bendir til þess að bygg ing í áföngum sje skynsam- leg og muni ekki aðeins hjer í Reykjavík heldur víðsvegar um land, greiða götu fjölda fólks til þess að eigxiast hent- ug og góð húsakynni. Óhóflegur fcyggingar- kostnaður EN BYGGINGARKOSTNAÐUR cr orðinn óhóflega dýr eins og margt annað í okkar landi. Til þcss ber þessvegna brýna nauð- syn að öll sú sjerþekking og kunnátta, sem við eigum á að skipa á þessu sviði, verði hag- nýtt til hins ýtrasta. Reykjavíkur bær hefur haft forystu um til- lögur að hagkvæmum smáíbúð- um. En fjölmörg atriði önnur l.oma til athugunar í sambandi við sjálfar framkvæmdirnar. Landhelgi og kolakaup KOMMÚNISTAR hafa orðið sjer átakanlega til minnkunar í tveim ur málum undarifarna daga. Þeir þóttust í fyrstu verða mjög hneykslaðir á þeirri ráðstöfun rikisstjórnarinnar að senda tvo ágæta lögfræðinga til þess að fylgjast með málflutningi fyrir alþjóðadómstólnum í Haag í deilu Norðmanna og Breta um fjögra mílna landhelgi við Nor- egsstrendur. Að sjálfsögðu vak- ir það eitt fyrir ríkisstjórn ís- lands með þessari ráðstofuri að treysta aðstöðu sína í baráttu íslensku þjóðarinnar fyrir vernd fiskimiða hennar. En kommún- istar voru svo óheppnir að ein- mitt þessa dagana hefur stór rússneskur floti verið upp 1 land steinum við Suðurland. Var eitt þessara skipa tekið í landhelgi. Við þetta höfðu kommúnistar ekki meira að athuga en svo að þeir töldu vist þessara skipa á íslenskum miðum og komu þeirra inn í íslenslta landhelgi almennt aðhlátursefni i Reykja- vík og um öll Suðurnes!! Eftir þessar yfirlýsingar liggur það ljóst fyrir að kommúnistar líta ekki ís- lenska landhelgi sömu aug- um og íslendingar gera. Að þeirra áliti er hún aðeins rúss xieskt hagsmunasvæði, sem hlægilegt er að verja fyrir Sovjetskipum. Hinsvegar sjeu bresk, þýsk og færeysk skip þar vargar í vjeum. Þá finnst kommúnistum það ekki nema sjálfsagt, að pólsk kol 'sjeu seld íslendingum á marg- földu verði við það, sem um er samið við pólsk stjórnarvöld. ís- lendingar eiga ekki að krefjast neinnar „góðgerðarstarfsemi*' af pólskum kommúnistum, sem margir vilja kaupa af kol, segir „Þjóðviljinn". Fyrir nokkrum dögum talaði þetta blað um kola okur og kenndi það ríkisstjórn íslands. Nú þegar okrið hefur sannast á pólska kommúnista- stjórn, dregur niður i Komin- form útibúinu hjer. „Kraftaverk“ Eysteins < TÍMINN segir fyrir skömmu að fjármálastjórn Framsóknar á ár- unum 1927—1939 hafi verið kraftaverk. í hverju skyldi það nú hafa verið fólgið? Skattar og tollar voru hækkaðir um 100%, erlendar skuldir samsvöruðu ein- um miljarði þegar Eysteinn Jónsson skilaði ríkissjóði sliguð- um í hendur Sjálfstæðismanna og almenningur hafði víðsvegar um land ekki efni á að kaupa sjer mjólk út á grautinn. Þetta er það, sem Tíminn kallar „kraftaverk“ Eysteins. Þetta er nú „krafíaverk“ í lagi. Ríkið sokkið í skuldir, lánstraustið íýnt og fólkið í svelti. Geri aðrir betur. En vonandi eru tímar slíkra kraftaverka liðnir!!! Fjárlög og sparnaður EN FYRST minnst er á fjármál er tímabært að minnast þess að aðalverkefni næsta Alþingis verð ur að semja fjárlög. Verður það vandaverk eins og jafnan áður. Stefna þeirra hlýtur að verða sú að spara, draga saman seglin í ríkisrekstrinum og freista þess að ljetta einhverjum álögum af almenningi, sem stynur undan skattafarginu. Hinn stóraukni innflutningur á þessu ári hefur fært ríkissjóði allverulegan tekju auka. Auk .þess verður að gera ráð fyrir því, að fjármálaráð- herra hafi nú gefist tóm til þess að vinna að tillögum um víð- tækan sparnað í rekstri ríkisins. Af báðum þessum ástæðum ætti að mega vænta þess að einhver lækkun skatta gæti komið til greina. Sú staðreynd, að blað fjár- málaráðherrans hefur undanfar- ið svívirt Sjálfstæðisflokkinn fyr ir að hafa lagt á þunga skatta, bendir ótvírætt til þess að Ey- steinn Jónsson muni leggja fyr- ir næsta Alþingi tillögur um skattalækkun. Álíta sumir að blað hans hafi með skrifum sín- um um skattamál undanfarið ver ið að búa þjóðina undir afnám söluskattsins, sem víða hefur komið allhart við. Hvað sem um það er, ver.ður að telja full- víst, að næsta fjárlagafrumvarp muni bera ótvíræðan svip sparn- aðar og viðleitni til þess að ljetta álögum af þjóðinni. Fjörutíu og níu á móti þremur LAUGARDAGINN 8. september s. 1. undirrituðu 49 þjóðir af 52, sem sóttu friðarráðstefnuna í San Francisco, friðarsamninginn við Japan. Aðeins 3 þjóðir neit- uðu að undirrita. Voru það Rússar, Pólverjar og Tjekkar. Þessi úrslit í San Francisco sýna hinn mikla og vaxandi sam hug, sem ríkir meðal hinna lýð- ræðissinnuðu þjóða. Með þeirn er bundinn endir á styrjaldar- ástandið við Japan. Japönsku þjóðinni, sem Ijet siðlausa klíku stríðsæsingamanna steypa sjer út í styrjaldarógæfuna, gefst nú á ný kostur á friðsamlegu sam- starfi við umheiminn. Hinar vestrænu lýðræðis- þjóðir hafa unnið aff því af kappi að friðarsamninguBa yrði sem fyrst lokið milli sig- urvegaranna og hinna sigr- uðu í síðustu styrjöld. En Rússar, mennirnir, sem sendu „friðardúfuna“ út af örkinní, hafa tafið þá á alla lund. Þeir neituffu að skrifa undir í San Francisco. Þeir hafa hindraö friðarsamninga við Austurríki og komið í vcg fyrir að nokk- ur boín fengist í Þýskalands- málin. Er þá ógetið þáttar kommúnista í Kóreustyrjöld- inni, sem haldið hefur mann- kyninu á annað ár milli von- ar og ótta við þriðju heim- styrjöldina. Á þcnnan hátt opinbera kommúnistar „friðarvilja’* sinn. — Minningarorð Frh. af bls. 2 tvo efnilega drengi, Pjetur, sem verið hefir yfirmaður á varðskip- unmn og Jón, sem er málarameist- ari í Reykjavík. Heimili þeirra hjóna var mjög ánægjulegt. Þar mættu vinir þeirra og vandamenn glaðlyndi, hlýleik og rausn. Það hvíldi alltaf friður og heillandi ró yfir húsmóðurinni og öllum hcnn- ar verkum. Gestum þótti alltaf ánægjulegt að koma í fallega heimilið hennar. En haustið 1918 kom spanska veikin til Reykja- víkur og ský dauðans lagðist yfir bæinn. Jónas Þorsteinsson var hraustur maður og í blóma aldurs en eftir stutta legu var hann lát- inn. Frú Guðríður virtist nú standa ein með drengi sína en svo var ekki. Hún naut alltaf, þegar með þurfti, ástúðlegrar umhyggju móður sinnar og systur, frú Magneu, konu Hafsteins Bergþórs sonar framkvæmdarstjóra, sem alltaf reyndist systur sinni eins og væri hún elskuleg dóttir. 1 hinni löngu og kvalarfullu legu á sjúkra húsinu lagði öll fjölskyldan sig fram til að Ijetta þjáningar henn- ar og þrautir. Það eru nú liðin 33 ár síðan frú Guðriður bjó manni sínum hinstu hvílu í gamla kirkjugarðinum j Reykjavík. Nú mun hún hvíla þar við hlið háns. Blessuð sólin sem vermir mjúka mold ættjarðarinn- ar lýsir á ójcomnum árum yfir leiði þeirra. Vinkonn. Of gömul fyrir 59 árumP en íck hciium nú LUNDÚNUM. — Fyrir 59 ár- um bað William Amold hinnar fögru Elísabetar Drew. Hann var þá 21, en hún 27 ára. Elísabet grjet og vísaði biðlinum á bug, bað hann fara burt og gleyma sjer, því að hún væri of gömul fyrir hann. William giftist annari, ferðaðist um heiminn og cignaðist 9 börn. Svo dó konan hans. Þegar fram liðu stundir, hóf hann leit að Elísabetu, því að hanii hafði aldrci orðið henni afhuga. Hann fann hana loks og fyrir nokkrum dög- um gengu þau í heilagt hjóna- band. Hin 86 ára brúður, sem þóttist of gömul, þegar hún var 27 ára, játaðist nú William átt- ræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.