Morgunblaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 12
Yoðurúfliíí dag: Norðaustan hvassviðri, £'r- komulaust. Nær o§ fjær er á bls. 7. — Loffur búinn að kvikmynda nýja sögu efiir sjáifan sig LOFTUR GUÐMUNDSSON ljósmyndari, hefur nú lokið við að í'.era nýja kvikmynd, sem hann nefnir „Niðursetningurinn“. Er kvik r.yndasagan samin af Lofti sjálfum, en leikstjórn við töku henn- sí annaðist Brynjólfur Jóhannesson. — Myndin verður senni- ltga tilbúin til sýninga i byrjun nóvembermánaðar. Það tók að kvisast út snemma sunmars, að Loftur væri byrjað- v ■ á nýrri kvikmynd. En hann v:ldi þá sem minnst um þetta ræða við blöðin og hefur það síðan legið í þagnargildi. M VNDIN SETT SAMAN En nú er fengin örugg vissa fyrir því að myndatakan hefur heppnast. Er Loftur farinn utan ásamt Valdimar Jónssyni, er var tæknilegur ráðunautur hans, hyað tónupptöku snerti. Þeir munu ytra leggja síðustu hönd á filmuna, við að klippa hana og Smjörlíki lækkar r A«f i veroi FJÁRHAGSRÁÐ hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki og lækkar það verulega. Smásöjuverð með söluskatti verður kr. 5.60 hvert kg. í stað kr. 8,60 áður á niðurgreiddu smjör líki. Óniðurgreitt kostar smjörlíki kr. 11,60. Fær hrúlshausinn lil mlnningar. Þessi fádæma fallegi hrútur varð að falla í sauðfjámiðurskurð- inum, sem hafinn er í Gullbringu-, og Kjósarsýslu og Árnessýslu. Hrúturinn, sem var frá kynbótabúinu að Hesti, var þrevetur og mun hafa verið um 120 kg á fæti. — Höfuðið þótti sjerlega fallegt og verður það sett upp, en danski kjötmatsmaðurinn Mikkelsen, stm hjer stjórnaði námskeiði kjötmatsmanna, ætlar að eiga hrúts- Lausinn, til minningar um dvöl sína hjer. — Myndin af hrútnum er tekin inn við Sláturfjelag Suðurlands, skömmu áður en hann var skorinn. — (Ljósm. Ól. K. M.) Þetta er önnur og síðasta kvik- inynd Lofts Guðmundssonar. setja saman, því engin tæki eru t þess hjer á landi. Þess skal getið, að tónlistina í myndinni samdi Loftur sjálfur, en nafni hans, Loftur Guðmundsson rit- höfundur, færði söguhandritið til betra máls. NORDISK FILM VILDI TAKA MTNDINA Kvikmyndafyrirtækið Nordisk Film í Kaupmannahöfn kynnti sjer kvikmyndahandritið og bauðst það til að gera myndina, eu leikið skyldi á íslensku, en e lendur texti settur inn á, til sýningar erlendis. Vildu þeir senda hingað hóp manna til þess að vinna að myndinni. I HÆKINGSDAL Kvikmyndatakan fór að mestu fram upp í Kjós, í gamla bænum við Hækingsdal. — Þar þurfti mikinn viðbúnað við, því alls koma um 30 manns fram í mynd- inni. Varð að skapa skilyrði til þess í þessu „kvikmyndaveri“, að allur hópurinn gæti hafst þar við. Voru leikkonur í íbúðarhúsi, ei var í smíðum, en karlmenn í tjöldum. Fjekk Loftur margt muna lánað úr Þjóðminjasafn-. inu, búninga hjá Þjóðleikhúsinu, og meira að segja kom Rauði krossinn honum til aðstoðar, svo og skátar, er lánuðu tjöldin, en RKÍ svefnbedda. Segist Loftur standa í mikiRi þakarskuld við jþessa aðila, en einkum þó bónd- ann í Hækingsdal, Hannes Guð- brandsson. TÍL ÚTFLUTNINGS Loftur er bjartsýnn á íslenska kvikmyndagerð og telur það eng- urn vafa bundið að hjer gætí kvikmyndaframleiðsla til útflutn iags farið fram. — Sjálfur seg-^ ist Loftur ekki ætla að gera fleiri siíkar myndir, enda gekk Loftur tæplega heill til skógar við töku þessarar myndar, en áhuginn og dugnaðurinn rak hann miskunn- arlaust áfram. i Þjófur staðinn að verki í FYRRINÓTT var ungur maður staðinn að verki við innbrot. Hann hafði verið á dansleilc og var nokkuð við skál. Innbrotið framdi hann í fornversluninni á Laugaveg 57 og hafði hann tek- ið þar ýmislegt smávegis, er lög- reglan kom á vettvang og hand- tók hann. Hann hafði brotist inn í versl- unina bakdyramegin og komst inn með því að brjóta rúðu í glugga. Guðrún Á. Símonar á Húsavík HÚSAVÍK, 15. sept. — Guðrún Á. Símonar hafði söngskemmt- un með aðstoð Fritz Weissliapp- el í Húsavíkurkirkjunni í gær- kvöldi. Þrátt fyrir mjög vont veður var aðsókn góð. Söng- konunni var mjög vel tekið af áheyrendum og varð hún að syngja mörg aukalög. Júlíus Havsteen bæjarfógeti ávarpaði söngkonuna að loknum söng 1 hennar og þakkaði henni kom- una í nafni Húsvíkinga. — Frjettaritari. Krislilegi stúdenta- mót í Vindáshllð FYRSTA kristilega stúdenta- mótið á Islandi var haldið í fyrra í Reykjavík. Var það norrænt mót á vegum Kristilegs stúdentafje- lags. Auk norrænu krisfclegu stúd- entamótanna tíðkast innlend kristi leg stúdentamót meðal frændþjóða vorra, enda eru kristileg stúdenta- fjelög afar öflug meðal þeirra, einkum í Finnlandi og Norégi. — ‘KristHegt stúderitafjelag gengst fyrir slíku móti í fyrsta sinn I haust. Verður það haldið í sumar- skála K.F.U.K., í Vindáshlíð í K,jós, dagana 27.-30. september. — Biblíulestrar og kristileg eyindi og umræður verða höfuðþættir mótsins. Gestur mótsins og aðal- ræðumaður verður Christen Hall- esby, prestur, sonur O. Hallesbys, prófessors. Hann gegndi um ííma prestsþjónustu meðal Norðmanna í Vesturheimi, en starfar nú við biblíuskóla í Oslo. Hann er vin- sæll ræðumaður og kennari. Þátttaka í mótinu verður heimii öllum íslenSkum stúdentúm. Stjórn K.S.F. veitir allar upplýsingar. — Áritun hennar er: Pósthólf 651, Reykjavíkl Einnig verður fyrir- spirmum' svarað í K.F.U.M., síma O JO*T Nýr Volvo-vagn á nýrri slrælis- vagnaleið STRÆTISVÖGNUM Reykjavík- ur hefir bætst nýr Volvo-diesel- vagn, sá fyrsti, sem tekinn er í notkun hjer á landi. Verður vagninn settur á nýja strætisvagnaleið. Verður ekið frá Lækiartorgi um Hverfisgötu, Stórholt, Lönguhlíð, Miklubraut, Háaleitisveg, í gegnum Bústaða- hveríið, niður Rjettarholtsveg, Miklubraut, Snorrabraut og Laugaveg á Lækjartorg, — Vagn inn fer frá torginu á hálftíma fresti, 15 mín. fyrir og eftir heil- an tíma. Bandarískur leik- (lokkur sfaddur í bænum í GÆRDAG kom til Reykjavíkur bandarískur leikflokkur, 16 stúlk ur og 6 karlmenn. Eru meðlimir hans aðallega frá Baltimore og Washington D.C. Komu þeir hing- að í bæinn til þess að skoða Þjóð- leikbúsið og aðrar opinberar stofn- anir. Rúmlega 20 bálar með um 700 lunnur Á LAUGARDÁGINN komu til Sandgerðis 22 reknetabátar með um 700 tunnur síldar alls. — Undanfarna daga hefur verið ó- hagstætt veiðiveður og landlega hjá flotanum. Á föstudaginn var komið allsæmilegt veður og var þá róið. — I gær var enginn bát- ur á sjó vegna veðurs. Hæstu bátar sem lönduðu í Sandgerði voru Mummi II með 77 tunnur, Hrönn 59, Þorsteinn Dalvík 48, og Haraldur, Akra- nesi 43. MikiA um ferðamenn á Kýprus NICOSIA — 1 sumar hafa 16 þús. erlendir ferðamenn komið til Kýprus. Tek.jur, íbúanna af ferða- mönnxmuhi nétria 1' milljón sterrl- .ingspunrium...... Þrír iullírúar fslands á fiskveiða- ráðstefnu AÐ FYRIRLAGI Breta verður haldin ráðstefna í London um fiskveiðimál og hefur íslandi ver ið boðið að senda fulltrúa á ráð- stefnuna, en hana munu 10—12 þjóðir sækja. Aðalviðfangsefni ráðstefnunn- ar mun vei'ða fiskmarkaðsmálin. Af hálfu íslands mæta: Agnar Klemens Jónsson sendiherra í London, Davíð Ólafsson fiski- málastjóri og Kjartan Thors for- stjóri Fjel. ísl. botnvörpuskipa- eigenda. Grænlandsflugi Loftleiða lokið „DYNJANDI“ Katalínaflugbátur Loftleiða fór í síðasta Grænlands flug fjelagsins að sinni á vegum Lauge Kock-leiðangursins í fyrra dag. Fór vjelin hjeðan kl. 11 um morguninn til Ella-eyjar með ihatvæli og einn farþega, en kom hingað aftur kl. 10.30 í gær- kveldi. Flutti vjelin 3 farþega og mikið af varningi, mest sýnis- horn úr námunum. Flugstjóri i þessari ferð var Olaf Olsen. Mikil umíerð um Keflavíkurfiugvöli ÓVENJUMIKIL umferð flug- vjela var um Keflavíkurflugvöll frá hádegi á föstudag til há- degis á laugardag. Lendingar voru þar 23. Aðeins fjórar þeirra voru hervjelar. Brefar gefa Kanada- mönnum fvo fundurspiíla LONDON 15. sept. — Breska flotamálaráðuneytið hefur ákveð ið að gefa Kanadamönnum tvo tundurspilla. Þeir heita Crescent cg Crusader. Kanadamenn hafa haft þá að láni frá því 1945. Nú munu þeir gera þá upp og búa þá hinum fullkomnustUi tækjum. Einkum verða þeir vél búnir tækjum til að granda kafbátum. Slysið á Viðeyjar- \ sundi í fyrradag M ÞAÐ var skýrt frá því lijer I blaðinu í gær, að Sveinbjöra Sveinbjörnsson frá Viðey, hefði drukknað í Viðeyjarsundi, er bál hvolfdi tmdir honum. ‘i Þessi bátur var lítil skekta og notuð til þess að fara á milla lands og vjelbáts er Viðeyjar- bóndinn á, og iiggur við légu- færi skammt frá landi. Skektán aftur á móti lá við stjóra uppí undir eynni óg á kvöldih vár húri dregin upp í fjöru. Þetta hafði Sveinbjörn með höndum nú í sumar. Ekki þurfti að losa bönd- in frá stjóranum til þess að draga bátinn að landi, em það hefur Sveinbjöm gert í þetta skipti og farið út í bátinn. Undir eynni 'var ládauður sjór enda stóð veðrið af landi. — En báturinrt hefur farið út fyrir lygnuna við landið og hefur Sveinbjörn þá ekki fengið við neitt ráðið. Heim ilisfólkið sá fyrst til bátsins, er hann var kominn út á mitt sund- ið, og þótti sýnt hvert stefndi. — Mágur Sveinbjörns brá þegar við. Honum tókst að komast út S vjelbátinn á litlum pramma, en það var um seinan. Heimilisfólkinu í Viðey er ekkí kunnugt um, að Sveinbjörn hafi fyrr farið út á bátnum á kvöldin,, er hann hefur farið til þess aði setja hann upp. Sveinbjörn heitinn átti móðui; á lífi, Halldóru Guðmundsdóttur, en hún varð fyrir því slysi um daginn að fótbrjóta sig og liggu? hún í St. Jósefsspítala. ------------—— \i Ásmuedur F. Brekkan ráöinn @Ösfoðariæknir ■ Á FUNDI bæjarráðs er haldinri var í fyrradag, var samþykkt að veita Snorra P. Snorrasyni að- stoðarlækni borgarlæknis, árs- leyfi frá störfum án launa. —• Jafnframt heimilaði bæjarráð borgarlækni áð ráða sem aðstoð-. arlækni sinn til eins árs, Ás. mund F. Brekkan lækni. ■ú Samningaviðræðunf iresfað í bili i UNDANFARIÐ hefur það staðið til að hingað kæmi þýsk samn- inganefnd til þess að semja um viðskipti inilli fslands og Vestur- Þýskalands. Samkvæmt ósk ÞjóiS verja hefur þessum samningavið ræðum nú verið frestað í bili„ ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.