Morgunblaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.1951, Blaðsíða 8
\ K MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. sept. 1951. Frú Sigurjóna iakobsdóHir sexiug I DAG, 16. sept., á ein af ktmn- ustu húsfreyjum Akureyrarbæjar eextuítsafmæli. Það er frú Sig-urjóna .Takobs- idóttir, kona Þorsteins M. Jóns- isonar, skólastjóra. Hún giftist ung manni sínum, aðeins átján ára gömul, og hefur því stýrt hinu stóra heimili þeirra hjóna um meira en fjóra tugi ára, fyrst rúman áratug í Borgarfirði eystra en síðan 1921 á Akureyri. En þótt frú Sigurjóna hafi ætíð haft for- stöðu fjölmenns heimilis við mik- inn gestaganrr nir m’'kla gestrisni, hefur hún ætíð tekið mikinn og góðan bátt í morr’skonar starri, er miðaði í menningarátt í bænum, því að hún er kona fjelagslynd og fjöihæf. Má þar nefna langt og mikið starf í kvenfjelögum bæj- arins, þótt þerm, er þetta ritar, eje kærst að minnast skerfs þess, er hún hefur lagt fram til lista- lífs Akureyrarbæjar með þátttöku isinni í söng og leik. Frú Sigurjóna var einn af ebofnendum Kantötukórs Akur- eyrar og starfandi fjelagi kórsins íe síðan og um nokkurt skeið for- maður hatns, enda er frúin sörgv- Sn og tónunnandi. Ekki tók frú Sigurióna að stunda leikstarfsemi feð ráði fyrr en hún var orðin full- Prðin kona, en starf hermar í Leik- fjelagi Akureyrar síðustu ára- tugina hefur verið svo mikið, að jbún er nú í fiemsíu röð ieikara ’á'Akureyri. Meðal hlutverka, sem hún hefur leyst ágætlega af hondi, má nefna: Mallst í Landafrxði og ‘úat, Helga í Ljenharði fógeta, [Þórgríma í Fróoá, Vilborg grasa- )kona í Gullna hliðinu, og Gróa á Leiti í Pilti og stúlku o. fl. Nú um yrrörg ér hefur hún átt sæti i iBtjóm Leikfjelags Akureyrar. Frú Sigurjóna er glæsileg kona að vallarsýn og svo ungleg, að fæatum mundi tii hugar koma, að Lún hefði þegp.r fyllt sex tugi Btörfum hlaðinna ára. Hún er ætíð Jiress í bragði og ljett í lund, ó- Bjerhlífin og mannasættir, hvar Besn hún fer, enda nýtur hún mikiila vinsæida allra, sem kynn- iast henni. i Við, vinir hennar hjer nyrðra, Bendum henni hugheilar hamingju ’íiskir á þessum tímamótum, þökk- Wm henni öil liðin ár og óskum Jienni allrar gæfu á komandi ár- wm, um leið og við óskum sjálf- lim okkur þess, að við fáum að tijóta kiafta hennar og starfsgleði Bem allra Iengst. Kunningi. Áiþjéðlegfc auðhringar skuii úr sðpnni fíENEVE, 13. sept. — Efnahags- r>g menningajTnálaráð S. Þ. sam- þjfkkti í dag að hafnar skyldu al- þjóðlegar aðgerðir gegn heimsauð- Xiringum sem hafa skaðleg áhrif ít alla utanríkisverslun, þróun tefnahagsmála og afkomu þjóð- anna. Var tillaga ameríkumanna isamþykkt með 12 atkvæðum gegn þrem, en hún gekk í þá átt að istofnuð yrði sjerstök nefnd sem í s*etu fulltrúar 10 ríkja og nefr.d þeísi athugaði möguleika á að stöðva starfsemi þe3sar alþjóð- legu hringa. Kússland, Tjekkó- sTóvakía og Póliand greíddu at- kvæði gegn tillögunnL Fimmíugur í dag: Sr. Sigur|ón Guðjóns- son prófustur í Suurbæ FIMMTUGSAFMÆLI á í dag gagnmerkur sveitaklerkur, sjera Sigurjón Guðjónsson prófastur i Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hefir hann með miklum mynd- arbrag, alúð og samviskusemi, þjónað Saurbæjar- og Leirár- sóknum um tvo. áratugi. Hóf sjera Sigurjón préstskaparstarf jitt í sóknum þessum, en áður nafði hann, að lökfiu píófi í 'uðfræðideild háskólans, stund- >ð framhaldsnám og unnið að jókmentastörfum um nokkurt ikeið. Það er alkunnugt, hve sveita- klerkar áttu löngum, auk kenni- mannsstarfsins, ríkulegan þátt í menningar- og éfnahagsmálum í sóknum sínum, voru leiðandi hönd um fræðslu og menntun, tóku virkan þátt í fjelagsmálum og voru margir búhöídar góðir. Hefir sjera Sigurjón í Saurbæ fet að mjög dyggilega í fótspor þéss- ara starfsbræðra sinna og rækt með miklum myndarbrag og skörungsskap þennan merka þátt klerkastjettarinar í þjóðlífi Islendinga. Sjera Sigurjón er fjölméfintað- ur gáfumaður. Rækir hann kenni mannsstarfið af miklum innileik. Hann er ræðumaður góður, frám setning hans er skýr og skipu- leg, enda er hann orðhagur vel. Ljettir það honum gönguna í því efni, að hann er skáldmæltur vél Hann er frjálslyndur í skoð- unum, gjörhugull og einlægur trúmaður. Sjera Sigurjón er gædd- ur frábærum kennarahæfi- leikum, og er honum það starf mjög hugleikið. Hefir hann i prestskapartíð sinni tekið mjög mikinn þátt í barna- og unglinga- fræðslu, bæði á heimili sínu og utan þess. Það sýnir best, hvers trausts hann nýtur í þeim efn- um, að þegar stofnaður var gagn- fræðaskóli á Akranesi, var til hans leitað og hann til þess feng- inn að leggja grundvöll að þeim skóla með því að taka að. sjer skólastjórn fyrsta veturinn, sem skólinn starfaði. Mun skólinn lengi að því búa, hversu vel tókst og giftusamlega um byrj- Unarstarf hans. í fjelagsmálastarfsemi byggðar Tagsins hefir sjera Sigurjón lagt af mörkum mikið og gott starf. Er hann hvorttveggja í senn mjög áhugasamur og úrræða- góður um alt, sem til framfara og menningar horfir, auk þess sem hann er hinn mesti mann- úðarmaour. Hefir hann lengst af síðan hann fluttist að Saurbæ verið í hreppsnefnd í sveit sinni, og mörgum fleiri trúaðarstörfum hefir hann gegnt þar og ávalt staðið framarlega í fylkingu hinna framsæknu og athafna- sömu sveitunga sinna. — Sr. Sig- urjón er góður búmaður. Bænda- éli J. Ólason stórkanp- snaðnr ðimmtugisr eðlið er ríkur þáttur í skapgerð hans, enda af bændafólki kom- inn og uppalinn í sveit. Hann er mikill framfara- og framtaks- maður í búskapnum, fyrirhyggju samur og athugull. Hefir hann ( reist af grunni öll hús staðarins, aukið stórum töðuvöllinn, ræst fram mýrar til undirbúnings enn aukinni ræktun og notadrýgri bithaga. Er á öllum þessum fram- kvæmdum hinn mesti myndar- bragur og búreksturinn gagn- samur. Hyggur sjera Sigurjón, sem aðrir bændur byggðarlags- ins, gott til aukningar bústofns- ins, með því að fá á þessu hausti nýjan fjárstofn í stað hins sjúka og deyjandi, sem lagður var að velli á siðastliðnu hausti. Sjera Sigurjón er mjög vinsæll maður í sóknum sínum og nýtur þar óskoraðs trausts og virðing- ar. Hann er góður heim að sækja, gestrísinn, alúðlegur í viðmóti, viðræðugóður og kann á mörgu skil. Sjera Sigurjón er kvæntur Guðrúnu Þórarinsdóttur listmál- ara Þorlákssonar, ágætri og geð- þekkri konu, sem í hvívetna er stoð og styrkur manns síns og sómir sjer hið besta í húsfreyju- stöðu á þessum virðulega stað, þar sem Passíusálmarnir voru ortir og helgustu tilfinningar þjóðarinnar hafa verið tengdar við um margar aldir. Hjer var og langafi húsfreyjunnar í móður- ætt, sjera Þorvaldur Böðvarsson, þjónandi prestur um langt skeið á síðari hluta nítjándu aldar. í dag á hálfrar aldar afmæli sjera Sigurjóns í Saurbæ, mun hugur margra hvarfla til prests- hjónanna þar, svo ástsæl sem þau eru af öllum, sem af þeim haía kynni. P. O. Mannyg kýr OSLO — Bóndakona ein í Gaus- dal sótti dag einn kýmar. Ein þeirra vildi víst vera lengur úti og rjeðist að konunni. Marði hún báða handleggi hennar svo að taka varð af, annan við olnboga en hinn við öxl. Konan liggur nú í sjúkra- húsi. ÁGÆTUR vinur minn, Óli J. Ólafsson, sem myndin er af ofan þessara orða, á fimmtugsafmæli í dag. Fjölmargir munu raunar strax þekkja hann og segja: „Heillakarlinn. Bravó fyrir Óla. Ætli maður heilsi okki upp á hann með kveldinu". Því miður, kæru vinir. Hann er ekki heima. Þau eru bæði hjónin einhversstaðar suður á Spáni, og jeg er illa svik- inn ef Óli er ekki strax búinn að eignast þar nógu stóran kunn- ingjahóp til þess að dagUrinn vérði honum tækifæri til konung- legra veitinga og mikils gleðskap- ar, Við, vinir hans norður hjcr, fyrirgefum honum fjarvéruha, einkum vegna þcss, að hann cr svö oft búinn að stofna með okk- ur til mannfagnaða, scm vel hefðu getað verið fullboðleg fimmtugs- afmæli, enda fjelagsskapur hans ailtaf eitthvað í ætt við hátíðar og tyllidaga. Þó að mjer hefði í dag þótt vænst um að mega bregða upp nokkr- um svipmyndum liðinna daga frá atvikum og atburðum, sem hver um sig hefðu sannfært alla um að Óli J. ólason hefir mjög góðan dreng að geyma, þá mun nú skyld- ara að fullnægja öllu rjettlæti með því að gera þeim lesenduin þessa blaðs, sem fjær standa afmælis- barninu, grein fyrir nokkrum þeim áföngum þessara fimmtíu ára, sem einkum hafa markað tímamót. Óli er Snæfellingur, fæddur að Stakkhamri í Miklaholtshreppi. Foreldrar hans voru ágætra ætta, faðirinn búhöldur mikill, ham- hleypa til allra verka, múðirin þrautseig og góðgjörn, en alla ágætustu eðliskosti beggja finna gamlir sveitungar í þessu fimm- tuga barni þeirra Staklchamars- hjónanna. Óli fór ungur að heiman til bóknáms, fyrst á Flensborg, síðar f -Verslunarskólann og sóttist vel róðurinn. Ekki veit jeg um versl- unarstörf hans fyrr en í október- mánuði fyrir rjettum 30 árum, en þá stofnaði hann, ásamt bróð- ur sínum, fyrirtækið Skóbúð Reykjavíkur, sem hann hefir rek- ið síðan og á nú einn. Það mun hafa verið árið 1940 að liann gerð- ist meðeigandi heildverslunarinn- ar Th. Benjamínsson & Co. og árið 1944 varð hann eini eigandi hennar. Bæði þessi fyrirtæki hafa vaxið svo, að Óli mun nú í góðum álnum. Annars vita víst fáir hve- nær Óli er ríkastur. 1 þau 25 ár, sem jeg hef þekkt hann, minnist jeg ekki annars en að hann hafi alltaf verið sami burgeisinn þeg- ar einhvern hefir skort skotsilfur. Óli J. Ólason er djarfhuga, en þó forsjáll, snarráður, traustur og frjálslyndur og hefir því ekki sloppið við að taka þátt í marg- víslegum störfum, sem krafist hafa leikni og manndóms. Hann var einn af aðalstofnendum Loft- leiða og hefir síðan verið í stjóm þeirra, sat alþjóðaráðstefnu u:n flugmál, stjórnarformaður Skó- kaupmannafjelagsins, á sæti í Verslunarráði, löngum cinn helsti oddviti snæfellskra Reykvíkingá, cr í stjórn Kauða krossins, kvað vera einn af fýrirliðum fríniúrara hjer í bæ, Sjálfstæðismaður mikill en íhaldsmaður enginn. Af óllu þessu og ugglaust ótal mörgu Öðru, sem jeg man nú ekki að rekja, er auðsætt að Óli er einn af hclstu góðborguruni þessa lands og myndu ókunnugir því e. t. v. ætla, að þetta væri einn hátignarfullur herramaður, sem talaði yfirleitt ekki við seglskip, en því fer víðs fjarri, Jeg tel það meira að segja eina ókost hans, að hafa sætt sig Við að eyða þessum langa nefnda- og stjóniarfundatíma frá vinum sínum, þar sem hann ætti helst alltaf að vera hinn glaðværi og góði lagsbróðir, eins og honum er í rauninni lang eðlilegast, að hann skuli ekki mega gefa sjer tíma til þess að drepa lax öll sumur og drekka dýrleg vín suður á Spáni, hvenær sem hann lystir, og efla „Hnapp" betur, en það er algjört leynifjelag örfárra útvaldra heið- ursmanná’, og verður því ekki meira um það rætt, enda þótt það sje einn gagrmierkasti hópurinn, sem hefir Óla innan sinna vje- banda. Svö að ekkert oflof sje á Óla borið, þá ber þess að geta, að hann er vel kvæntur, og hefði því ekki, án þessarar sinnar á- gætu konu, getaS eignast hiS fagra og vistlega heimili sitt, — að jeg nú talí ekki um þau fjög- ur börn, sem prýða það. — Jeg hef aldrei vitað annað en að hún varri jafnan boðin og búin til þess að halda uppi allri þeirri risnu, sem Óli hefur af sinni al- kunnu höfoingslund talið sjálf- sagða öllum þeim mörgu, sem að garði þeirra hafa borið. Jeg ann henni því vel sólskinsins suður á Spóni, en þar má hún í dag kiappa sínum karli hlýlega með hamingjuóskum og hjartans þökkum frá okkur öllum, hinum ótal mörgu vinum og samferða- mönnum hans. Sig. Magnússon. MiJ'wmniMiNiaiiniiHNi |V1arkú> Efnr Kd IMI 'm.rr U IAST UTEK D3. DAVIS CALLCD . ME /03 HaP...5AID HIS t-K r/AÍ^>v-4V Wc!>C BCTNO KI..CED At-'C -I kfc / 1HAT, CAHVry..,r < :d t'.'S tai o.y an clk HA i . .0 O'JTSOE A :.C‘_ Hc3c / r 11 í*7 /i yjfsá i Milll: 1111111IIIMIM-l3lS':i 'i LJT T.IAT5 NJT A.L/.Ki NEXl^ •ftGHT ThcV GOT DAvl? AO LE=T KIM UMOOIAOA.-;;,. . SOMEH3W CH=.3>V 'O ú |n TKv HCU'SE...H£'S _______________^—i\ COWN WfTi ; W/iAT/ SU5PECTING THAT GAME BUTCHE0S A0E KILLfNG ELK AT .OST F00E5T PRESERVE, MARK TRAIL GOES OIOECTLY TO HIS FRIENDS AT Th'E STATE FiSH • •- tuin camp DFDAOTMCNT S.,~ . . .. .r. ^ ’ • 1) _ Markús grunar, að veiðÞ 2) — í si. viku hringdi Davíð fann þetta eyrnamerki á elgdýri, þjófar hafi slátrað elgdýrprtx; í til mín og bað míg að senda að- sem hjekk við dyrnar á veitinga- Týndu Skógum. Hann snýr sjer stoðarmenn, sagðí að elgdýrin húsi hjer í borginni. beint til skrifsíofu náttúrufrið- hans væru drepin að næturlagi 4) — Já, en ekki er öll sagan unarinnar og spyrst fyrir. um af veiðibjófum. sögð. Næstu nótt stóð Davíð sjálf þetta. “ | 3) — Jég véit'það, Bjarni. Jeg ur á verði. Þeir rjeðust á hann og skildu hann eftir meðvitund- arlausan í kuldan. Með einhverju móti kom Sirrí honum inn í hús. En nú liggur hann í lungna- bólgu. — Hver ósköpin eru að heyra , þetta! _ / y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.