Morgunblaðið - 03.11.1951, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.11.1951, Qupperneq 9
ENN HEFUR hengilíinn sveiflait í sigurverki breska stjórnmála- lífsins og að þessu sinni hefur hann staönæmst hægra megin við miðju — en álíka stutt eins og hann var áður til vinstri. Verka- mannafiokkurinn tapaði fyrir íhaldsflokknum, og hlaut. þó hærri atkvæðafjölda samanlagt og rættist þannig sá möguleiki, sem bent var á í síðustu grein að atkvæði hans nýttust ekki á hagkvæman hátt. Svo nú hefur .Attlee flutt búferlum úr 10 Downing Street og Churchill flutt inn. Og aðrir ráðherrar, fyrverandi og núverandi eru sem óðast að hafa sætaskipti. Hið fyrsta, sem athygli vekur í sambandi við þessar nýafstöðnu kosningar, er staðfesta ■— eða vanafesta háttvirtra kjósenda. heir óvissu kjósendur, sem drýgst sn skerf eiga venjulega i kosn- íngaúrslitum, og sem allir fiokk- ar biðla heitast til, virðast vera færri og vandfundnari en nokkru sinni fyr. í nálega 50% af kjör- dæmafjöl.danum var sveiflan frá cinum flokki til annars minni en 1% miðað við heildarútkomuna um allt landið. í 30% af kjör- dæmafjöldanum til viðbótar var sveiflan minni en 2%. Svo það var aðallega í 20 af hverjum hundrað kjördæmum, sem nokk- ur veruleg skoðanabreyting varð. EÁBIR aðalflokkarnir AUKA ATKVÆBAMAGNIÐ Báðir aðalflokkarnír hafa auk- íð atkvæðafjölda sinn. íhalds- fiokkurinn yfir milljón atkvæða ©g Verkamannaflokkurinn um 600 þúsund miðað við kosning- arnar 1950. Frjálslyndi flokkur- ínn hefur hinsve^ar tapað hátt á aðra milljón atkvæða. hess ber vitanlega að gæta að hann bauð að þessu sinni fram í aðeins 108 hjördæmum. En í þeim kjör- dæmum, þar sem hann hafði í íramboði lækkaði atkvæðamagn hans frá 20% greiddra atkvæða niður í 15%. Þegar þetta er ritað eru úrslit ókunn í einu kjördæmi aðeins, þar sem fresta varð kosningu vegna dauða eins frambjóðand- ans. Þetta kjördæmi, Barnsley, kaus frambjóðanda Verkamanna- flokksins í kosningunum 1950, með 31 þúsund atkvæða meiri- lrluta. Flokkaskipunin í neðri deild- ínni — House of Commons — er þtannig Sem stendur, að íhalds- flokkurinn og fylgiflokkar hans eiga þar 321 þingmann, Verka- mannaflokkurinn 294, Frjálslyndi fiokkurinn 6, írskir þjóðernis- sinnar 2 og írski Verkamanna- flokkurinn 1. íhaldsf lokkurinn * hefur því aðeins 18 atkvæða hreinan meirihluta, sem þykir ekki þægilegt í 625 manna þing- eleild, þótt Verkamannaflokkur- inn yrði að sætta sig við minni meirihluta síðastliðið ár. Það eru; því litlar líkur til þess að at- kvæðasmalar flokkanna í þinginu — The Whips — geti slegið slöku1 við frekar en á síðasta þingi. ATKVÆÐI FRJÁLSLYNDRA SKIPTAST Aukinn atkvæðafjöldi tveggja aðalflokkanna stafar i fyrsta lagi af hnignun Frjálslynda flokks- ins. I þeim kjördæmum þar sem hann hætti við framboð virðist fylgi hans hafa skipt sjer þannig að þrír af hverjum fimm fluttu sig yfir á íhaldsflokkinn, en Iveir yfir til Verkamannaflokksins. Þá hefur aukning atkvæðisbærra manna í landinu aukíst siðan 1950 um hálfa milljón. IIUNDRUD ÞÚSUNDA A TfeAFALGAR SQUARE Kosningarnar fóru hvárVetna fram með mesta friði og spekt. Það var'ekki fyr en talning hófst, að þess sá merki í London áð eitthvað óvánalegt: var á seyði. Að kveldi kosningadagsíns safn-' Þetta eru átta fyrstu ráðherrarnir, sem Churchill skipaði í stjórn sína. — í efri röð eru (talið frá vinstri); Antliony Eden utanríkisráðherra, Woolton lávarður matvælaráðherra, Salisbury lávarður inn- siglisvörður konungs og Maxwell Fyfe innanríkisráðherra. í neðri röð eru: Butler f jármáiaráðherra, Ismay lávarður samveldismálaráðherra, Monckton verkamálaráðherra og Lyttleton nýlendumálaráðh. aðist fólk í hundruðum þúsunda inn á Trafalgar Square þar sem úrslit voru tilkynnt jafnóðum og þau bárust. Þegar búið var að telja í 50—60 kjördæmum var sýnilegt hver úrslitin yrðu. En báðir aðilar virtust ásáttir um að nota tækifærið til gleðskapar langt fram á nótt. CIIURCHILL SKIPAR í 70 RÁÐHERRAEMBÆTTI Churchill hefur þegar tekið til óspilltra málanna að skipa í þau ráðherrasæti — um 70 alls — sem rýmdúst að þessu sinni. Sjálfur hefur hann ákveðið að gegna störfum landvarnaráð* herra ásamt forsætisráðherra- embættinu, og hefur sú ákvörð- un vakið nokkra undrun og gagn- rýni, þar sem störf forsætisráð- herra eru nú orðin svo umfangs- mikil að vart er á bætandi, eink- um ef hann vill taka ríkan þátt í_ fjármálastefnu stjórnarinnar. A stríðsárunum hafði Churchill bæði þessi embætti með höndum og fór vel ó því, þar sem land- varnaráðherra varð hvort sem var að ráðgast við forsætisráö- herra um allar meiriháttar ráð- staí'anir. Á friðartímum gildir þetta nokkru öðru máli, og eink- um nú meðan endurvopnunar- áætlunin er framkvæmd, en þau mál héyra undir landvarnir og eru eins og sakir standa ærið umfangsmikil. ANTHONY FDEN Anthony Eden, sem skipaður hefur verið utanríkismálaráð- herra, -verður einnig vara-for- sætisráðherra og formaður neðri deildar þingsins. Sú ráðstöfun að fela honum störf auk utanríkis- málanna hefur vakið undrun og Charles Dickens, andstæðingar flokksins hafa ver- ið fljótir að benda á það, að þetta sje einmitt það sama og Herbert Morrison var ásakaður fyrir, þ. e. eyða tíma frá utanríkismálunum til annarra stjórnarstarfa. Eden er nú 54 ára að aldri. Hann varð áður utanríkismála- ráðherra árið 1935, en sagði af sjer 1938 vegna skoðanamunar við Chamberlain ,sem þá var for- sælisróðherra. Hann varð fyrsti hermólaráðherra í stjórn Churc- hilis árið 1939 en aftur utanríkis- málaráðherra árið 1940 og fram til kosuinganna 1945. Hann var formaður neðri aeildar þingsins frá 1942 til 1945. Enginn vafi er talinn á því að hann taki við íorystu flokksins þegar Churc- bill feliur frá. Salisbury lávarður, ipnsiglis- vörður konungs, er 58 ára gam- all. Hann hefur verið formaður stjórnarandstöðunnar síðustu tvö þing í lávarðadeildinni og for- maður sömu deildar frá 1942 til 1945. Hann var aðstoðar-utanrík- i: málaráðherra árin 1935—1938 og sagði af sjer um leið og Eden. Hann hefur og gengt störfum ný- lendumálaráðherra og ýmsum óðrum stjórnarstörfum. Gert er ráð fyrir að Salisbury verði Ed- cns hægri hönd og taki jafnvel á sig eitthvað af þeim ferðalög- um, sem óhjákvæmilega fylgja starfi utanríkismálaráðherra, — Samstarf þeirra tveggja stendur á gömlym merg. VERKLÝÐSMÁLARÁÐIIERUA Af öðrum útnefningum, sem vakið hafa athygli er skipun Sir Walter Monckton í • embætti verklýðsmálaráðherra. Hann er 60 ára gamall, átti sæti í bróða- birgðarstjórninni 1945, starfaði sem forstjóri í upplýsingamála- ráðuneytinu á stríðsárunum og var fyrst kosinn á þing í febrúar síðastliðnum er Oliver Stanley dó. Sir Walter hefur tekið til- tölulega lítinn þátt í opinberum stjórnmálum, en fengist einkum við lögfræðistörf, og talið er að val hans sje gert með það fyrir augum að komast hjá gagnrýni verklýðssambandanna, sem naum ast munu kæra sig um að fá í stöðu þessa neinn af hinum j þekktari mönnum er tekið hafa j virkan þátt í pólitík íhaldsflokks SAMVEUDTSMÁLAUÁBHERRA Önnur skipún,' Öé'fii kom‘ ýms- um á óvart er útneffii|íg isrríay ’ lávarðar scm ráð’nOrra i sam- VeTdismálum ' — Secretarv ‘ of Státe for Coinmomvcalth Rélái tiöns. Ismáy lávarður stjórnáði I starfsliði Churchills á styrjaldar- Emlyn Williams í gerfi Dickens. árunum og var vararitari stríðs- stjórnarinnar. Talið er að fáir einstaklingar hafi staðið Churc- hill nær á þeim tímum og víst er að oft miðlaði Ismay lávarður málum ef stríðsleiðtoginn byrsti sig. Það er því gert ráð fyrir að Ismay verði Churchill sjerstak- iega handgenginn í þessari nýju stjórn. Hann fór með Churchill til Washington 1942 og tii Que- bec 1943, ennfremur var hann í sendinefnd Beaverbrooks til Moskva 1941. Eftir ósigrana í Frakklandi í byrjun stríðsins, skipulagði hann varnir „innrás- arstrandarinnar" þegar Ilitlor bjóst til innrásar í England, sem þó fórst fyrir eins og kunnugt er. Þessa dagana berast jafnt og þjett fregnir af nýjum ráðherr- i:m, sem of langt yrði hjer upp að telja. Og almenningur bíður átekta að sjá hversu vel hinir nýju vendir sópa. UTANRÍKISMÁLIN FYRSTA PRÓFIÐ Utanríkismálin verða tvímæla- iaust eitt fyrsta prófið sem lagt verður fyrir stjórnina. Eden hef- ur þegar kallað heim sendiherra Breta í Persíu til þess að fá upp- lýsingar um málin frá fyrstu hendi. Annað viðfangsefni er gjaldeyrismálið — the dollar gap — sem gliðnar æ meira upp á síðkastið. í fjármálaráðherra em- bættið hefur Richard Austen Butler verið skipaður. Hann er talinn einn af duglegustu mönn- im flokksins og aðeins 48 ára að aldri. Kemur það í hlut hans og verslunarmálaráðherrans að glíma við þetta mikla viðfangs- eíni þjóðarinnar. GÞARFALiAIR SKORNIR mi'R Sparnaður á stjórnardeilda* kostiaði var eitt af höfuðmái* I um íhaldsfiokksins í kosninga- baiáltunni. Hefur þegar í stað verið hafist handa og nefnd sett upp til þess að rannsaka þessí mál og skera niður óþarfa liði. Er jafnvel talað um að leggja niður heil ráðuneyti, hverra gaga er talið vafasamt og hefur Skipu- lagningaráðuneyti borga og sveita verið nefnt sem fyrsta fórnarlambið. Þótt ráðuneyti þetta væri eitt af ráðstöfunum Verkamannafiokksir.s er ekki gert ráð fyrir að stjcrnárandstað- an geri mikið veður út af því þótt það falli fyrir borð. Enn annað mál er á döfinni, sem bú- ist er við að verði hitamál í byrjun þingsins, ef tekið verður til umræðu. Það eru þingsæti hó- skólanna. ENDURREISN HÁSKÓL AKJ ÖRDÆM ANN A Eins og kur.nugt er voru ýms sjerrjettindasæti í breska þing- inu afnumin er Verkamanna- stjórnin kom til válda og þar á meðal helst háskólakjördæmin. Utskrifaðir háskólaborgarar kusu þingmenn þessa — tólf alls —• rrieð sjeratkvæðisrjetti, auk kosn- ingarjettar síns heima í hjeraði. Churchill hefur stöðugt látið það í ljósi að þingsæti þessi skyldu verða endurreist ef íhaldsflokk- urinn næði völdum og hefur lagt jafn mikla áherslu á þetta eins og afnám þjóðnýtíngar stáísine, bifreiðaflutninganna og annarra mest umdeildu ráðstafana Verka mannaflokksins. Flestir háskól- anna sendu íhaldsmenn á þing og mundi viðbót sú er flokkur- inn fengi þar gefa honum ærið olbogarúm i þinginu. Hinsvegar er vitað aö stjórnarandstaðaa mun berjast gegn endurreisn kjör. dæmanna með oddi og eggju, og verklýðssamböndin munu fylgja fiokknum að málum. Þótt stjórn- arandstaðan yrðí að lúta í lægra haldi í atkvæðagreiðslu um má’- ið, þá gæti liún gert stjórninr.í þungar búsifjar með því að nota tækifærið til þess að eggja verk- lýðssamböndin til andúðar. —. Stjórnin mun hinsvegar varast það í lengstu lög að stofna t.l meiriháttar árekstra í verklýðs- málum meðan hún er að festa sig í sessi. Þess er því beðið í spurn hvaða miðlunarleið hú:-l finnur í þessu efni. STJÓRNARANDSTAÐAN Attlee hefur tekið að sjer for- ystu stjórnarandstöðunnar, sem er launað starf eins og kunnugt er. En líkur eru til að Aneuri.a Bevan láti ekki sitt eftir liggja að halda stjórninni vakandi, þótt hann gangi ekki í fylkingar- I brjósti — enn sem komið er — því nýafstaðnar kosningar gáfa honum byr undir báða vængi þar sem allir fylgismenn hans, átta talsins, náðu kosningu og flestir með góðum meirihluta. Eklri er þó líldegt að til klofn- ingar komi innan Verkamanna- flokksins, því ýmsir leiðanci menn hans telja að kornið ge:i til nýrra kosninga eftir eitt t:I tvö ár, ef stjórnarsiglingin verður örðug og þá sje áríðandi að flokk urinn standi heill og óskiptur. eining æseileg AHir þrír leiðtogar aðalflokk- anna hafa hinsvegar látið það í ljósi að þeir æski þjóðlegrar einingar nú um hríð svo að tíir.i vinnist til þess að ráða fram úr vandamálum þeim er að steðja. Qg allur alinermingur mi:n vera á svipaðri skoðun í þeim éfnum. Churchill hefur:'áð: vítsú leyti sýnt samstarfsvilja sinn'• í verk- i 'nu ;muð því atFbjöða 'förmanri I Frjaislj-nda flókksinsl CÍémer.t | Davis, embætti menntamálaráð- l —— i ... Framh. á bls. 12,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.