Morgunblaðið - 10.11.1951, Side 2

Morgunblaðið - 10.11.1951, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. náv. 1951. ] \ 2 Mmlmtmímiá IiiíiibJíi ú Sipli™ Sirði fakisf ekki við- reisn BtviimuvegiBBi Fjögarra monna nefnd ræði; nú við ríkissf jérn- ina um hvað gera megi til úrbúta itrÓIHR fulltrúar frá bæjarstjórn Siglufjarðar eru nú staddir h.fer 1 bænum til þess að ræða við ríkis- Ætjórnina og einnig stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins um það ástand, ’Bem hefir ékapast á Siglufirði eft- ir sjö síldarleysissumur. — Segja má að neyðarástand sje nær ríkj- •andi þar. Er nefnd Siglfirðing- anna sammála um, að sjerstakar ■opinberar ráðstafanir þurfi til, ef fcægja á frá þeim voða, sem að steðjar. í nöfndinni eiga sæti: Jón Kjartansson, bæjarstjóri, Bjarni Bjarnason, forsftti bæjarst.jórnar og bse.jarfulltrúarnir Gisii Sigurðs son og Kristmaf Ólafsson. Sigl- íirðingarnir áttu samtal við blaða anenn í gær, og fer það hjer á -cftir: S. L. SUMAR — Hvernig var sumarið? — Veðrátta var sæmileg í sumar en sildin brást okkur s.iöunda sum- arrð í röð. Síldarverksmiðjunum I, Siglufirði bárust aðeins 70 þús. ifiál til vinnslu s. 1. sumar, en það svarar til þess, að þær hefðu get- að unnið með fullum afköstum í rúma tvo sólarhringa. Síldarsölt- nnin varð aðeins 25530 tunnur Og var þó saltað á rúmlega 20 stöðv- nm. Til samanburðar má geta þess, að sumarið 1938, saltaði Ingvar heitinn Guðjónsson, 29 þús. tunn- u r á einni söltunarstöð. Þessar töl- ur sýna ástandið í atvinnumálum Siglfirðinga nú. AFKOMA VERKAMANNA — Hvað um aíkomu verka- manna? — Verkamenn og konur við síld- arsöltun og síldarvinnslu hafa tveggja mánaða kauptryggingu -yfir síldartímann. Þegar trygg- ingai'tímanum lauk, þann 7. sept. «. 1. urðu um 400 siglfirskir verka- menn atvinnulausir og um líkt léyti bættust við í hópinn tugir -sjómanna, sem komu heim af síld- veiðnnum með misjafnan hlut, -flestir rýran. Þegar fr.jettist af síldveiðunum hjer við Faxaflóa, fór f jöldi siglfirskra verkamanna og sjórnanna, „suður með sjó“ í atvinnuleit. Dæmi eru til þess, að hjón tóku sig upp, komu yngstu börnunum fyrir, en tóku þau eldri XT'&ó sjer. Fóvu hir’gað suður til að afla sjer lífsviðurværis. Því rr!Íður urðu ekki allar þessar ferð- ir til fjár, en þó munu þær háfa bætt hag margra, þótt það sje crfitt og útgjaldasamt að þurfa að afla tekna svo fjarri heimil- unum. TOGARARNIR -— Hvernig gekk togaraútgerðin í sumar? —Elliði stundaði síðastliðin vetur ísfiskveiðar en í vor og sumar harfaveiðar. Karfinn ca. 3000 Smá- lestir lagði hann á land til vinnslu í síldarverksmiðjuna Iíauðku, sem Siglufjarðarbær á, og hraðfrysti- liúsið Hrímnir. Nú er skipið í slipp fijer til hinnar almennu f jögra ára viðgerðar og eftirlits. Togarann Hafliða, eignaðist Sigluf jarðar- Jcaupstaður í apríl s. 1. Var það til mikilla hagsbóta fyrir siglfirska *jómenn, því með komu hans ferrgu 25 Siglfirðingar atvinnu. Hafliði var á saltfisk og karfaveiðum í vor, en í sumar var hann gerður •út á síld. Nú er hann á ísfisks- veiðufn. Um 70 til 80 manns hafa .aatvinnu við togarana. ANNAR ATVINNUREKSTUR — Hvaða annan atvinnurekstur bafið þið, en síldarvinnu og tog- -araútgerð? — Á Siglufirði eru 10 mótorbát- ar frá 15 til 100 rúmlestir. Átta þessara báta eru gamlir og sumir þeirra úr sjer gengnir og aðeíns hæfir til sumarveiða. Aflaleysi var mikið í vor og sumar og cr •enn. Hraðfrystihúsin tvö, sem rek- án hafa verið á þessu ári, frvsta «í'd, karfa og annan fisk, efrir jþví suii að berst. Afkastagcta þessara hraðfrystihúsa er þó ekki «vo mikil, að unt 3je að láta onn- an togarann veiða eingöngu fyrir þau, hvað þá báða, sem þó værí æskilegt. Unnið var nokkuð i tveimur fiskþurkunarhúsum síðast liðinn vetur og var þar þurrkaður fiskur, er togarai-nir veiddu. Þó varð minna úr þessum rekstri, en vonir stóðu til, þar sem f.járhagj- örðugleikar Bæjarútgerðarinnar ollu því, að eigi var unt að stunda saltfisksveiðar að verulegu leyti en í stað þess varð að selja afl- ann óverkaðan erlendis til þess að geta sem fyrst fengið andvirði hans. Rekstrarián til togaranna hafa verið mjög af skornum skammti og algjörlega ófullnægj- andi. — Tunnuverksmið.ja -ríkis- ins var rekin á s. 1. vetrí. Voru þar smíðaðar tæpar 30 þús. tunn- ur og höfðu 25 til 80 menn þar atvinnu. Tunuverksmiðjan er full- komin og reyndust tunnur frá henni betri en erlendar tunnur. — Byggingarvinna er nú engin í Siglufirði, sem teljandi er. Hag- ur bæjarf.jelagsins er eííkur, að bæjars.ióði er um megn að leggja fram fje til atvinnuaukningar. 2—300 ATVINNULAUSIR — Hvernig eru atvinnuhorfur núna? — Mjög slæmar. Á Siglúfirði munu vcra um 600 verkamenn, sjó- ménn og bifreiðastjórar. Þó stór hópur verkamanna og s.jómanna hafi farið til Suðurlands í at- ; vínnuleit eins og áður var sagt, . er milcill f jöldi. heima atvinnu- laus. Atvinnuleysisskráning fór fram í sept. s. 1. 113 karlmenn komu til skráningar, c-n vitað er , um allstóran hóp manna, er heima i sat og ekki kom til skráningar, þar : sem þeir munu hafa talið slíkt gagnslaust. Það mun því ekki of- reiknað að telja 200 til 300 manns atvinnulausa á þessum tíma og síðan hefur ástandið versnað, þar sem margt af fóllci því, er syðra var, er komið heim, eða er á heim- leið. Meðaitékjur þessara manna 1 voni fyrstu níu mánuði ársins um rúmar 9.000,00. Af þessu getur hver gert s.jer í hugarlund afkcrmu verkamannaheimilanna þennan tíma. Takixt ekki viðreisn atvinnu- lífsins í Sigln.firði, er neyðar- ústand framundan hjá þessu fólki. SÍLDARSALTENDUR TÖPUÐU — Hvernig er afkoma atvinnu- rekenda og kaupsýslumanna? — Það er fullvíst að síldarverk- smiðjumar og síldarsaltendur hafa tapað á rekstri sínum í sumar. Greiða þurfti v'erkafólkinu hið tryggða lágmarkskaup án tillits til þess, hvort síld fengist eða ekki. Þá hefur allur kostnaður stórankist enda þótt söltunin hafi dregist saman. Velta flestra verel- ana mun hafa minnkað verulega, enda kaupgeta manna mjög lítil og viðskipti aðkomumanna sí- minnkandi. ÍJTS VARSTEKJUR LÆKKA —Hvernig er afkoma bæjar- sjóðs og hæjai-stofnananna? — í Siglufirði er meiri hluti skattþegnanna verkamenn, s.jó- menn og bifreiðastjórar. Afkomu þessa fólks hefur þegar verið lýst að nokkru. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að Ieggja há útsvör á þá, sem varla hafa tekjur til líísframíæris. Eekstur atvinnu- rekenda og kaupsýslumanna hef- ur verið lítill og yfirleitt hagnað- arlaus. Þá eru fáir eftir, sem gjald þol hafa. Enda er svo komið að aðalniðurjöfnun útsvara nú er lægri, en hún var fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir verðfall peninga og vaxandi útg.jöld baejarsjóðs, hefur þó útsvarstiginn verið hækk aður verulega á síðustu árum. Mönnum má því vera ljós afkoma hæjarsjóðs þegar þess er gætt, að útsvörin eru aðaltek.justofn hans. Á Siglufjarðarhöfn hefir jafnan komið mikill f.jöldi skipa. Nú hef- ur dregið mjög úr þesíu, sjerstak- lega i sumar. Telja má að tekjur Hafnarsjóðs á þessu ári verði 1/4 minni en ætlað var, og var þó var- lega áætlað, en g.jaldaliðir flestir hafa farið vaxandi. Þetta hefur haft það í för með s.jer að ekki hefur verið hægt að vinna að hafn- arframkvæmdum neitt verulega á þer-.su ári. Um togara bæjarins og rekstraf.járskort hefur áður verið talað. Síldarverksmiðju bæjarins, Rauðku, bárust um 20 þús. mál síldar s. 1. surnar og er það nokkru meira en árið áður, auk þess vann hún úr um 3 þús. smál. af karfa. Tap varð samt á rekstrinum í sumar eins og af líkum lætur, enda á verksmiðjan að geta brætt um 8—10 þús. mál síldar á sólar- hiing. — Rafmagn það, sem nú fæst frá Skeiðsfossvirkjuninni er nú orðið of lítið fyjir Siglufjörð. Viðbótarvjelar vantar í virkjun- ina. Vjelar þessar liafa þegar ver- ið pantaðar og væntum við þess, að Skeiðsíoss verði fullvirkjaður á næsta ári. Rekstur rafveitunnar til þessa hefur ckki verið hagstæð- ur, þar sem um fullnaðarvirkjun hefur ekki verið að íæða, en eftir viðbótarvirkjunina er talið, að rekstur rafveitunnar verði hag- stæður. LEIÐIR TIL ÚRBÓTA •— Hver teljið þið Siglfirðingar helstu ráð til bjargar? — Eins og ljóst er af framan- sögðu er ástaudið það alvarlegt, að gera verður ráðstafanir til að bæta úr brýnustu þörfunum þeg- ar í stað. Haga verður þó þeim ráðstöfunum þannig að þær miði jafnframt að framtíðarlausn á atvinnumálum Siglfirðinga, komi atvinnulífinu á nýjan heilbrigðan grandvöll, þótt síldin hafi brugðist í bili. Allmiklu fje hefur þegar verið varið af bæ og ríki til bygg- ingar innri hafnarinnar á Siglu- firði. Verki þessu er þó hvergi nærri lokið og þessi hluti hafnar- innar ekki kominn í not. Aukið f.járframlag til hafnarinnar ger- ir því tvennt í aenn: að skapa framtíðarverðmæti og atvinnu nú. Leggjum við því mikið kapp á, að verulegt fje fáist til þessara framkvæmda og reynt verði að ljúka höfninni sem fyret. — Svó sem alkunna er liggur Siglufjörð- ur mjög vel við útgerð. Það háir nú útgerð þar að hraðfrystihúsa- kostur er lítill, svo lítill, að ekki er unnt að hraðfrysta afla tog- aranna, enda þótt það væri til mikilla hagsbóta fyrir bæinn og yki mjög atvinnu. A Siglufirði eiga Síldarverksmiðjur ríkisins mikinn húsakost, sem lítið sem ekki hefur verið notaður á undan- fömum árum. Bæjarstjórn Siglu- fjarðar hefir því lagt til við ríkis- Framh. á bls. 11 ælrnp i rain- i Fuillrúar í boði ríkisdjómar í dag FUNDUR hófst að nýju á þingi B.S.R.B. í fyrrakvöld kl. 9 sd. Lá þá fyrir álit nefndancfndar um kjör einstakra nefnda þingsina bg voru eftirtaldar nefndir kjörnar: Dagskrárnefnd, allsherjar- hefnd, fjárhagsnefnd, laganefnd, starfskjaranefnd, menntamála- hefnd, dýrtíðarnefnd og launamálanefnd. Því næst hófust umræður Um skýrslu stiómarinnar og tóku margir fulltrúar til máls. Voru stjórninni færðar þakkir fyrir velunnin störf í þágu sftmtakanna og mörg dæmi nefnd, er sýndu að stjórnin hafði lagt mikla vinnu í að leysa vandamál einstakra fjelaga. í BOÐI RÍKISSTJÓRNAR. Næsti fundur þingsins hófst kl. 4 síðd. í gær. 1 upphafi fundar- ins lýsti forseti því, að ríkis- stjórnin hefði boðið fulltrúum til kaffidrykkju í ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu kl. 4,80 í dag. Var þetta boð þakkað með lófa- taki. Þá var tekið fyrir álit milli- þiganefndar í lagamálum. Nokkr- ar breytingartillögur bárust og var málinu vísað til annarrar umræðu og nefndar. 19 Á MÓTI, 38 MEÐ Þvínæst var tekið fyrir álit laga nefndar. Hafði þeirri nefnd verið falið að rannsaka um inntöku- beiðni fjelags lögfræðinga í stjórnarráðinu. Nefndin hafði klofnað í málinu og Iagði meiri- hlutinn til að inntökubeiðni f jelags ins yrði felld, en í meirihlutan- um voru: Þórhallur Pálsson, Karl Vilhjálmsson, Hannes Björnsson og dr. Kristinn Guðmundsson. Minnihlutinn, sem var Þórður Þórðarson, lagði aftur á móti til að fjelagið yrði tekið í bandalag- ið og taldi hann, að það hcfði skýlausan rjett til þess, samkv. lögum bandalagsins. Urðu miklar umræður um þetta mál, en að síðustu var upptaka fjelagsins samþykkt með 39 atkv. gegn • 10. Fulltrúar hins nýja fjelags eru: Baldur Möller og Kjartan Ragnars. Forseti bauð fjelagið velkomið í samtökin og fulltrúar tóku undir það með lófa- taki. Fundi var frestað kl. 8, og' fundur boðaður að nýju kl. 9 í gærkveldi og lágu þá fyrir áht ýmissa nefnda. t Magnús iénsson fiyt- ur jémfrúræóu sína MAGNÚS Jónsson, sem nú hef- ur tekið sæti á Alþingi í stað Stefáns Stefánssonar frá Fagra- skógi, flutti í gær jómfrúræðu | Hafði hann framsögu um frv. til breytinga á lögunum um menntaskóla, þess efnis að menntamálaráðherra verði heim- jilað að láta tveggja ára óskipta miðskóladeild starfa við báða menntaskólana meðan húsrúm og jástæður leyía. | Var ræða Magnúsar Jónssonar ágæt og skörulega flutt, eins og vænta mátti. Benti hann á, að óskir um þetta hafi komið fram frá báðum skól- unum, einkum M. A. Þar ríkti mikill áhugi fyrir því að mið- • skóladeild starfi við skólann, og hafi kennarar hans nú í sjálf- böðavinnu sjerstaka undirbún- ingsdeild við skólann með 30 nemendum til að búa þá undir> próf í III. bekk M. A. Legðu bæði kennarar og nemendur fram nokkurt fje í þessu skyni. HEPPILEGAST AÐ MIBSKÓLA DEILDIRNAR STARFI ÁFRAM Húsrúm væri nægjanlegt í M. Framh. á bls. 12 Svíar befja smíði snjóbíla FYRSTI sænski snjóbíllinn kom á markaðinn fyrir nokkru, og er í út- liti ekki fráhrugðinn þeim snjóhil- um, sem í notkun hafa verið. Verk- smiðjan A.B. Nordverk í Skattkárr er framleiðandfi þessara bíla á- samt A.B. Volvo, Göteborg, og er útlit þeirra likt og á frambyggðum strætisvögnum. Sem samgöngutæki í sti-jálhýli og fjallahjeruðum er snjobíll mjög þýðingarmikill. Það er hægt að nota hann við björgunarstörf, sjúkra- flutninga, prist- og vöruflutningn, eft irlit og viðgerð á síma- og rnfmagns- lír.um, svo og til fólksflutninga og fleira. Hingað til hefur A.B. Nordverk aðallega selt híla sma A samska og norska markaðinn, en nú er út- flutningur þeirra hafinn. Vjelin og undirvagninn i bílnum er af Volvo-gerð. og getur hann náð aRt að 70 km hraða á klukkustund á harðfenni. Srijóbillirm er byggður með kross- viðs- og stálhúsi, og klæddur að inn-i an með masonite. Bílnum er stjórnað i moð skíðum að frarnan, svo og meS | heltunum. Billinn er 5.20 m A lengd, j 2.5 m á breidd og 2.10 m á hæð. j Sæti eru í bílnum fyrir 14 til 16 faí þega. eða rúm fyrir flutning allt a5 1000 kg, og getur liann dregið sleða með allt að 2.6 tonna hlassi. Verksmiðjan A.B. Nordverk fram- leiðir alla hluti bilsirrs að undnn- skilinni vjel, gírkassa, drifi og hjól- um, sem framleitt er hjá Yolvo verk smiðjunum. Reynsla Novo-snjóbilsins hefuí j orðið til þess, að pantonir liafa bor- ist hvaðan æfa oð, svo að verksmiðj- an hefur tekið upp fjöldafram- ! leiðslu á bilnum. Verksmiðjan hefur? | nú ennfremur hafið framleiðslu á j snjó-vöruldluan með húsi Og vöru- ! palli, sem í mörgum tilfellum mun henta betur. • Umboðsmenn fyrir Novo-snjóbil- inn er firmað SveLrm Bjömsson íi Ásgeirsson. j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.