Morgunblaðið - 16.11.1951, Blaðsíða 16
VeSarúíIíf í dag:
Norðaustan gola, ljettskýjað.
263. tbl. — Föstudagur 16. nóvember 1951
Per Lagerkvist
Nóbelsverðlaonaskáld. — Sjá
grein á bls. 8.
Frá bæjarsljórnarfuntSi í gær:
Umræðyr u
Nýir sjúkrabílar.
eyiqav
TVÆR TILLÖGUR komu fram á bæjarstjórnarfundi í gær varð-
andi atvinnuástandið í bænum, önnur frá Alþýðuflokknum og hin
frá kommúnistum. Voru þær báðar endurtekning á tillögu komm-
únista á síðasta bæjarstjórnarfundi Kommúnistar báru fram til-
lögu þess efnis að bæjarstjórnin beitti sjer fyiir því að 7 fyrr-
verandi vagnstjórar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur yrðu ráðnir
aftur. Vilja þeir að 7 vagnstjórum verði sagt upp til þess að þetta
geti orðið. Þá gerðist Þórði Björnssyni æði skrafdrjúgt um brjef
það er fjelagsmálaráðuneytið hefur sent öllum bæjarstjórnum
kaupstaðanna, þar sem lagt er fyrir þær, að láta fara fram at-
hugun á möguleikum til sparnaðar. Taldi hann að Reykjavíkur-
bær hefði ekki um 30 ára skeið fengið aðra eins hirtingu frá ríkis-
Etjórninni og væri nú nánast ko.minn undir eftirlit þess.
ATVINNUÁSTANÐIÖ *-
Báðar atvinnubótatillögurnar
gengu í þá átt að bæjarráð og
útgerðarráð beittu sjer fyrir því
að togararnir legðu fiskafla sinn
á land til virmslu hjer í bænum
eða til herðingar eins og sagði í
tillögu Alþýðuflokksins.
Borgarsjóri benti flutnings-
mönnum á, að í þessum tillögum
væri alls enga úrlausn að finna
þar sem hjer væri aðeins um
upptöku afgreidds máls að ræða
frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Sagði hann að unnið væri að mál
inu á grunvelli þeirrar samþykkt
ar, sem gerð var á síðasta fundi
og um þær aðgerðir virtust allir
vera sammála. Taldi hann, að
ekki bæri að Ieggja þær auknu
byrðar, sem iandanir togaranna
hefðu í för með sjer, á bæjar-
sjóð, án þess að reyndar yrðu aðr
ar leiðir, þar sem upplýst væri,
að landanir í frystihúsin mundu
hafa taprekstur í för með sjer á
togurunum. Sagði borgarstjóri,
að unnið væri af alefli að lausn
málsins og vísaði algerlega á bug
aðdrótunum kommúnista um að
ekert hefði verið gert í málinu.
Báðum tillögunum var visað til
útgerðarráðs.
STÆTISVAGNAMÁLIÐ
Þá benti borgarstjóri á, að
einnig væri búið að afgreiða þetta
mál í bæjarsjórn, þegar tillaga
Guðmundar Vigfússonar var
felld hinn 4. október síðastliðinn,
en kommúnistar hefðu haldið
uppi áróðri og blekkingum i mál-
inu eftir það og hefðu nú komið
því til leiðar að 2 starfsmenn
strætisvagnna hefðu verið rekn-
ir úr Hreyfli og hefðu við það
misst vinnu hjá Strætisvögnun-
um. Kvað borgarstjóri það frá-
leitt að bæjarsjórn ætti að leggja
mat á hæfileika einsakra starfs-
manna hja þessu fyrirtæki. Til
þess væru engir hæfari en þeir,
sem þekktu til af eigin raun, þ. e.
eftirlitsmenn -þeir sem fram-
kvæmdu hæfileikaflokkunina á
sínum tíma, en báðir þeir menn
hefðu unnið hjá fyrirækinu meira
en 20 ár.
Guðmundur Vigfússon fulltrúi
kommúnista taldi, að hjer væri
um að ræða pólitískar njósnir og
atvinnuofsóknir og sagði að Sjálf
stæðisflokkurinn hofði sent tvo
njósnara til að hafa hönd í bagga
með aðgerðum eftirlitsmannanna.
Hafði hann í hótunum og gaf í
skyn" að gripið mundi til ein-
hverra róttækra aðgerða. Þeir
borgarstjóri og Jóhann Hafstein
bæjarfulltrúi, bentu Guðmundi
á að þeir einir menn hefðu verið
endurráðnir til Strætisvagnanna,
sem verið hefðu í úrvals og fyrsta
flokki.
Allt annað væru blekk-
ingar og uppspuni frá róíum.
Dómur þeirra, sem gerþekktu
starfsmennina þ. e. eftirlitsmann
anna, hefði ráðið úrslitum í öll-
um tilfellum. Þá benti borgar-
stjóri á, að undarlegt væri hversu
viðkvæmur Guðmundur Vigfús-
son væri fyrir atvinnuofsóknum.
Þeim væri ekki til að dreifa af
þæjarins hálfu enda hefði aðeins
einn maður verið látinn fara ÚT
þjónustu Strætisvagnanna síðan
bærinn tók við rekstri þeirra en
hins væri skemmst að minnast,
að fulltrúaráð verkalýðsfjelag-
anna hefði rekið starfsmann úr
þjónustu'sinni til þess eins að
sjálfur Guðmundur Vigfússon
gæti Xengið það starf. ;
Jóhann Hafstein undraðist þá
hvatvísi Guðmundar að hafa í
hótunum við bæjarstjórn, þannig
að ef hún breytti ekki að vilja
kommúnista, kynni hún að hafa
verra af. Taldi hann slikar hót-
anir kommúnista í bæjarstjórn-
inni með öllu óviðeigandi, þó að
þær væru að vísu táknrænar fyr-
ir háttalag kommúnista. En það
yrðu fulltrúar kommúnista að
muna, að Reykvíkingar væru
ekki enn seldir undir þá raun að
þurfa að lúta vilja kommúnista.
Hjer lifðu menn í lýðfrjálsu þjóð-
fjelagi, en ekki í eilífum ótta og
kúgun, eins og þar, sem kommún-
istar rjeðu ríkjum.
Þegar tillaga kommúnista kom
til atkvæða var hún felld með 8
atkvæðum gegn 4.
ÞÓRÐAR ÞÁTTUR
BJÖRNSSONAR
Á miðjum fundi stóð upp Þórð-
ur Björnsson bæjarfulltrúi og
gerði nokkrar fyrirspurnir til
borgarstjóra, m. a. um rekstur
Faxaverksmiðjunnar, framsöl tog
ara bæjarins, og siðan brjef fje-
lagsmálaráðuneytisins, sem sent
var öllum bæ.iarst.iórnum í kaup-
stöðunum. Dylgjaði hann um það
að Reykjavíkurbær væri nú kom-
inn undir ríkiseftirlit vegna
slæmrar fjármálastjórnar og
væri hjer um að ræða hina alvar-
legustu hirtingu af hendi fjelags-
málaráðuneytisins. Brigslaði
hann borgarstjóra um að "hafa
stungið brjefinu undír stól.
Borgarstjóri vítti Þórð fyrir
slíka fölsun og rangtúlkun á
brjefi fjelagsmálaráðuneytisins,
og sagði að fjelagsmálaráðherra
mundi sennilega telja sjer lítinn
greiða gerðan með slíkri túlkun
á brjefi ráðuneytisins.
Þóiður Björnsson reyndi alveg
sjerstaklega að gera sjer mat úr
því sem vikið er að í brjefi ráðu-
neytisins, að eftirlit yrði haft með
því að úgjöld bæjarfjelaganna
færu ekki fratm úr því sem áæl-
að væri. Þessu taldi hann beint
að Rcykjavík og væri aumt fyrir
borgarstjóra að þurfa að þola þá
ákúru sem i þessu fælist.
Út af þessu kvaddi Jóhann Haf
stein sjer hljóðs. Sýndi hann
fram á hversu fráleitar ásakanir
Þórðar væru þar sem núverandi
borgarstjóri hefði einmitt hlotið
verðskuldað lof fyrir sjerstaka
röggsemi i því að halda útgjöld-
um bæjarins innan ramma fjár-
hagsáætlunarinnar.
Sannaði hann mál sitt með eft-
irfarandi íölum:
Árið 1947 hefðu útgjöldin verið
hálfri milljón lægri en fjárhags-
áætlun, árið 1948 nokkrum þús-
undum lægri og árið 1949 um
einni milljón innan við áætlun.
Frh. neðst á næsta dálki
Fyrir nokkru komu til landsins tveir nýir sjúkrabílar, enda ekki
vanþörf á, þar sem þeir gömlu eru nú orðrtir mjög úr sjer gengnir.
Þessir nýju sjúkrabílar verða bráðlega teknir í notkun. Þeir eru
aí' International-gerð. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon).
Var geslbmantii
er fiann slal
Irsiii
SVO virðist sem maðurinn er
stal bankabókinni á Akureyri, en
tekinn var höndum hjer í bæn-
um, hafi stolið bókinni er hann
kom í heimsókn til piltsins er
bankabókina átti;
Um rannsókn málsins á Akur-
eyri, sendi frjettaritari Mbl. þar
blaðinu eftirfarandi í gær:
Pilturinn, eigandi bókarinnar,
fjekk þær upplýsingar hjá hús-
móður sinni, að maður, sem hún
ekki þekkti, hefði komið þar
heim og spurt eftir honum, og er
honum var sagt að hann væri
ekki heima, bað hann um leyfi
til að fá að fara upp í herbergi
hans og sækja þangað hlut, er
hann kvaðst eiga þar geymdan.
Þar dvaldi maðurinn örlitla
stund og hvarf síðan á braut.
Skólapilturinn fór tafarlaust í
Útvegsbankann, þar sem inn-
stæða hans var og fjekk að sjá
úttektarbeiðnina fyrir þessum
1000 krónum. Sá hann þá strax,
að nafn hans undir beiðninni var
falsað. Fjekk hann þegar í stað
grun á utanbæjarmanni, sem var
gestkomandi í bænum og hafði
komið heim til hans. Við eftir-
grennslan kom í ljós, að maður
þessi hafði farið til Reykjavíkur
með flugvjel laust fyrir hádegi
þann dag.
Saina nefnd fyrir
alll Þýskaiand
KASSEL, 15. nóv. — Nefnd
frá Ólympíunefnd Austur-Þýska-
lands kom til Kasscl í dag. Þar
situr hún fundi með ólympíu-
nefnd Vestur-Þýskalands um skip-
un ólympíunefndar fyrir allt
landið. Reuter-NTB
Frh. af fyrra dálki.
Útgjöldin hefðu fyrst farið fram
úr áætlun á síðastliðnu ári vegna
gengislækkunarinnar, en forsæt-
isráðherra þeirrar ríkisstjórnar,
sem hefði beitt sjer fyrir gengis-
lækkuninni mundi sjálfsagt
verða síðastur til að beina ásök-
unum til bæjarstjórnar vegna
þessa.
Við þessar áminningar fór Þórð
ur undan í flæmingi og endaði
með því að kyngja öllum stóryrð-
unum. Þótti framkoma bæjar-
fullrúans með alaumasta móti —
og verður þó ekki sagt um þenn-
an bæjarfulhúa, að hann hafi
úr háum söðU að detta.
Einig tóku til máls Guðmundur
Ásbjörnsson forseti bæjarstjórn-
ar og Guðmundur H. Guðmunds-
son bæjarfulltrúi og ræddu báð-
ir um fjármál bæjarins.
FjelagiS Germasiía
verður endurvafcið
FYRIR um 30 árum var stofn-
að í Reykjavík fjelagið „German-
ia" til eflingar menningar-
tengsla milli Islands og Þýska-
lands.
Allt frá því árið 1940 heiar
starfsemi f jelagsins þó legið niðri.
Með vaxandi menningarlegum og
viðskiftalegum tengslum við Þýska
land, hefur vaknað á því áhugi
á nýjan leik a ðefla starfsemi f je-
lagsins.
Á s'.l. vori var haldinn aðal-
fundur í f.jelaginu og voru þá
eftirtaldir kjörnir í stjórn þcss:
Dr. Jón Vestdal, formaður,
Davíð Ólafsson, ritari
Teitur Finnbogason, gjaldkcri
og meðst.jómendur frú Þóra Timm
ermann og Árni Friðriksson.
Hefur nú verið ákveðið, að
halda skemmtikvöld fyrir fjelags-
menn og gesti þeirra, og verður
það í Tjarnarcafé, uppi, í kvöld
kl. 8,30.
Til skemmtunar verður m.a. fyr-
irlestur, upplestur, tónleikar, kvik
myndasýning og dans.
Þeir, sem kynnu að vilja gerast
meðlimir fjelagsins, geta snúið
sjer til einhvers af stjórnendum
þess;
Tískysýnlng í bíá
VERSLUNIN Tískan og Hattabúð
Reykjavíkur, hafa tekið upp
þann hátt, að efna til tískusýn-
ingar í hljei á kvöldsýningu í
Austurbæjarbíói og var fyrsta
sýningin í gærkvöldi og mun hún
endurtekin í kvöld.
Tískan sýnir þar 18 kápur,
haust- og vetrartísku, en Hatta-
búð Reykjavíkur nýjustu hatta-
tískuna, og einnig hatta sem vel
þykja fara með þeim kápum er
sýndar verða, en þær eru bæði
ullar- og gabardine.
DauHasÍys á $uð-
urlandsiiraul
í FYRRADAG varS dauðaslys !
úthverfi baejarins. — Ingimar
Jónsson, verkamaður, 66 ára, til
heimilis að Ferjuvegi 19, varð
fyrir fólkflutaaingábílnum R-
1763 og beið Ingimar samstundis
bana. ¦
Slysið varð á Suðurlandsbraut
um klukkan 5. — Ingimar var að
koma úr viiiira. Hana var á leið
yfjr götuna, «rt fólksflutninga-
bílinn bar þar að í smaxx svifum,
Skipti það ejjgum togiam að Ingi-
mar lenta framan á bílnum, kast
aðist frá lionum nokkurn spöl.
Hann mun faafa látist samstundis.
Að Ferjuv<^i 19 bjá Ingimar
hjá dóttur sinni og tengdasyni.
Jólamerki Thorvald-
sensfjelagsins
JOLAMERKI Barnauppeldis-
sjóðs Thorvaldsensfjelagsins eru
komin á. markaðinn hin smekk-
legustu að vanda. Voru merkin
að þessu sinni gerð í Englandi.
Jólamerkin eru seld í Pósthús-
inu, Thorvaldsens-basarnum í
Austurstræti og einnig í flestum
bókabúðum. Skal athygli fólks
vakin' á þeim í sambandi við
póstsendingar núna fyrir jóiin.
Til landvarna.
BRÚSSEL. — Belgíumenn ætla
að verja 488 dölum til landvarna
að ári. Eiga 26,6% teknanna að
renna til landvaxna.
Mest Rutl út
af f reðfiski
í OKTÓBERMÁNTJÐI nam htild-
arverðmæti útfluttrar vöru 87,2
millj. kr. Var freðfiakur verð-
mætastur hinnar útfluttu vöru.
Nam verðnáaeti hans 13,2 millj. í
mánuðinum varð Holland aðal-
viðskiptalamd okkar, með r&HW
lega 19,4 millj. kr. viðskípti.
í októbex nara sala síldarlýsis
12,7 millj. kr„ ísfisksalan narra
10,7 millj. ogsala saltsíldar nam
10,2 millj. kr. Næst kemur svo
freðkjötið, fyrir 6,5 millj. kr.,
hvallýsi 6,6 millj. og saltaðar gær
ur voru seldar ú tfyrir 6 millj. kr.
Saltfisksalan nam tæplega 8
millj. kr.
Bandarákin keyptu mest af ísl.
afurðum I október. Nam salam
þangað 17,9 millj. kr„ þriðja í
ræðinni er Bretland 16,2 millj.
Af NcrðuríandaþjóSunum varð
mest sala til Finnlands 5,1 millj.
kr.
>_-------------,------------, J
Lofíer bnunglegur
Ijósmpdari j
SvíakoiiiíJigs '
SVO sem kunnugt er. sæmdi
Gustav "V. Svíkonungur, Loft
Guðmundsson ljósmyndara, titl-
inum konunglegur ljósmyndari,
Með fráfaili hins aldna þjóðhöfð-
ingja fjell }»essi heiðurstitill úr
sögunni, nema þá og ef, hinn ný-
kjörni konungur, Gustav VI., end
urnýjaði hann. Fyrir sömmu
barst Löfti Guðmundssyni veg-
legt heiðursskjal, þar sem honum
er tilkynnt að hann sje gerður að"
konunglegum ljósmyndara
Gustavs VI. Svíakonungs.
3m —-^\^_y -