Morgunblaðið - 28.12.1951, Side 7
| Föstudagur 28. des. 1951
MORGZJ'NBLAÐIÐ
Jóhann
JÓIIANN EYJÓLFSSON frá |
Sveinatungu er til moldar hnig-
jnn. Hann verður til grafar bor-
jnn í dag. Þar hefir merkismaður
sitt athafnaríka æviskeið á enda
jrunnið.
Jóhann heitinn var fæddur að
Sveinatungu 13. janúar 1862 og
Vantaði því rúmar þrjár vikur á
níræðisaldur, er hann andaðist
|)ann 21. des.
Foreidrar hans voru Eyjólfur
Jóhannesson frá Hvammi og
Helga Guðmundsdóttir frá Sáms-
stöðum. Hún var af Háafells-
a^tt. Voru þau hjón systkinabörn.
Efni þeirra hjóna voru af skorn
um skammti, einkum á meðan
fcarnahópurinn var í ómegð. Gest-
Jkvæmt var á heimili þeirra og
glaðværð í Jiófi. Bæði voru þau
íróðleiksfús og héldu í heiðri þjóð
legum fræðum. Úr þeim brunni
bergði í æsku S;~mundur guð-
fræðikandidat, bróðir Jóhanns.
Varð sú fræðaiðkun honum hug-
Btæð alla ævi. .
Gangvegur var ávallt að bæ
Eyjólfs og fóru gestir þaðan hress
ari í huga, er þungt var í skapi,
þegar þá bar að garði. En glettni
Eyjóifs í kveðskap gramdist þeim
Stundum, er fvrir urðu.
Jóhann heitinn var snemma
otull til starfa og ósérhlífinn.
Vann hann foreldrum sínum allt
sem hann mátti við heimilisstörf-
in. Nema á vertíðum, en þá sótti
hann sjóróðra, þegar hann hafði
jþroska til. Menntunar naut hann
af skornum skammti í æsku, þó
öllu frekari en þá var títt um a!-
þýðufó'k. Lærði hann bæði skrift
©g höfuðreglur í reikningi. Bók-
hneigður var hann og bókavinur.
Lærði ungur bókband oe eignað-
ist á síðari árum allmikið bóka-
Safn.
Snemma beindist hugur hans
að fjáröflun, og varð þegar nokk
Urð ágegnt í þeim efnum, er hann
keyDti iörð af Ameríkufara og
soldi aftur með nokkrum hagn-
aði.
Harðindi voru mikil á 9. tug
Siðustu aldar. Hættu þá margir
búskap og hurfu af landi burt,
einkum frá harðbýlum fjalla-
sveitum.
Árið 1889 keypti Jóhann Sveina
tungu ásamt búfé og byrjaði bú-
skap um vorið. Hann keypti og
Gestsstaði og byggði þá jörð
næsta ár, og hófst handa með
mikinn búskap.
Sveinatunga var mjög túnlítil,
varla tveggja kúa töðufa]], en út-
heyskapur var afar langsóttur,
tipp í fjallafióa. Varð Jóhann því
oft 'að fá slægjur handan yfir
Norðurá. Var skammt þess að
bíða, að hann byrjaði á túnbótum
í stórum stíl. Braut hann land til
ræktunar, sléttaði gamla túnið og
kom upp girðinguum. En mjög
var öll ræktun í Sveinatungu erf-
ið með þeim verkfærum, er þá
þekktust. Árið 1895 reisíi hann
mikið steinsteypuhús og vandaði
vel þá smíði, eítir því, sem þá
var um að gera. Var þetta fyrsta
steinsteypuhús, er byggt var hér
á landi og hið mesta stórvirki,
eins og þá hágaði til um þekkingu
ó shkri húsagerð. Varð að flytja
allt hið erlenda og innlenda
byggingareíni á klökkum, sement
og timbur, 14 klst. lestaferð, úr
Borgarnesi og steypusandinn óra-
leið. Er sú húsagerð öll. efni í
sögu fyrir sig. Annars húsaði
hann jörðina prýðilega, reisti öll
peningshús og auk þess stærðar
geymsluhús.
Eftir 26 ára umfangsmikinn bú-
skap í Sveinatungu krypti Jó-
hann Brautarholt á Kjalarnesi.
Bjó hann þar rausnarbúi í 8 ár,
en árið 1923 flutti hann alfarinn
til Reykjavíkur og setti þar upp
stærðar fornsölu, er hann rak um
hríð. Síðustu árin vann hann
heima hjá sér að bókbandi.
Jóhann kvæntist árið 1891 Ingi-
björgu Sigurðardóttur, ættaðri af
Akransi. Ingibjörg var ágætis
kona, reyndist manni sínum fram
úrskarandi lífsförunautur. Hún
andaðist árið 1934. Eítir það
dvaldi Jóhann hjá Láru dóttur
sinni og Gunnari manni hennar
við bezta atlæti og aðhlynningn.
Börn þeirra hjóna voru: Guð-
•
rún skáldkona, gift Bergsveini
Jónssyni umsjónarmanni, Guð-
mundur heitinn kaupmaður og
bæjarfulltrúi, Eyjólfur fram-
kvæmdastjóri, Helga, gift Elísi O.
Guðmundssyni skömmtunar-
stjóra, Sigurður bókhaldari, Vagn
iðnrekandi, Lára gift Jóhanni G.
Stefánssyni fulltrúa og Skúli
kaupmaður, ennfremur áttu þau
hjónin þrjár dætur er dóu í æsku.
Auk þess tóku þau hjón í fóstur
Jóhann Jónsson, bróðurson Jó-
hanns heitins.
Jóhann hafði á hendi mörg
trúnaðarstörf fyrir hérað sitt.
Hann var m. a. alþingismaður
Mýramanna eitt kjörtímabil og
sýslunefndarmaður og hrepps-
nefndarmaður um langt skeið.
Auk þess á,tti hann sæti í ýmsum
nefndum, er fjölluðu^ um fram-
faramál héraðsbúa. í mörg ár
hafði hann á hendi íjárkaup um
Borgarfjörð á haustin fyrir
Nordalsíshús, ]eiddi þannig mikið
fjármagn í héraðið. Urðu þau
viðskipti holl og affarasæl mörg-
um bændum, enda sóttust þeir
mjög eftir viðskiptum við Jó-
hann.
Jóhann var fjársýslumaður aU
mikill. Keypti hann á vorum sauð
fé og hesta. Sveinatunga er af-
bragðs sauðjörð og fé, er þar geng
ur reynist ágætlega til frálags.
Hafði hann því hagnað góðan af
þeim kaupum, ef engin óhöpp
urðu. Hestana notaði hann við
þjóðvegavinnu á sumrin, því
hann var um mörg ár vegavinnu-
verkstjóri, en seldi þá aftur á
haustin. Fékk hann oft fé að láni
um nokkurn tíma til þess að
greiða með verð skepnanna. Þá
var lítið um lánsfé og menn fast-
heldnir á aura sína. Jóhanni varð
allra manna bezt til peningalána,
jafnvel þó hann virtist hafa
þröngt um hendur, því að svo var
skilvísi hans mikil, að jafnan
innti hann greiðsluna af höndum
iyrir eða á hinum lofaða gjald-
daga. Þetta vissu neningamenn
og möttu líka að verðleikum. Það
traust, sagði Jóhann að hefði
flevtt sér bezt yfir brotsjói við-
skiptalífsins.
Jóhann var maður mjög vel
greindur, skáldmæltur og skiót-
ur til svars, hreinlyndur og hik-
laus í framgöngu, einarður og
höfðingjadjarfur og lét ógjarna
hlut sinn við hvern sem skevtt
var. ..Engi var hann kreddukinn"
en virti hinar fornu venjur og
dygsðir. Hann hikaði ekki við að
fá lög og reglur afnumdar, er
hann taldi þau úrelt, eins og tí-
undarlögin meira en átta alda
gömul er hann fékk úr löéum
numin meðan hann sat á Albinei.
Hann var hugkvæmur og bjart-
sýnn og lét ekki sitia við orðin
ein, er hann hnr frnmfaramál
fyrir briósti. Sótti fast fram og
linnti ekki á fyrr en hafizt var
handa.
Hann var upphafs- og aðalfram
kvæmdamaður þess, að Þverár-
réttir voru fluttar í byggð niður
og steinsteyptar, sem þótti mikið
mannvirki í þann tíð. Voru þær
fyrstu steinsteyptar fjárréttir hér
á landi. Hann stofnaði félag er
gera skyldi Hvítá genga flatbotna
iælbátum allt, upp að Kljáfossi.
Fluttu bátar félagsins þungavör-
ur udp eftir Hvitá og Norðurá
héraðsmönnum til hagræðis. Sjálf
rr hafði hann ýmsar nýjungar
með höndum, þótt ekki heppn-
uðust allar.
Yfirleitt var Jóhann mikill
bamkvæmda- og framfaramaður.
\hugamaður var hann mikill um
landsmál til síðustu stundar og
'ylgdist vel með þeim og lagði
tlutlausa dóma á þing og stjórn.
Honum voru dægurmálin færari
til umræðu en fortíðin gagnstætt
bví sem algengt er um gamal-
menni, enda lítið farinn að sljógv
ist andlega. Heilsuhraustur var
Jóhann alla ævi og kvaðst aldrei
hafa fundið til gigtar. Sætti hann
þó oft vosbúð á ferðum sínum
og hirti hann lítt um þótt vökn-
aði í ám eða veðrum sem oft var
í fjárkaupaferðum á haustin.
Hann var iafnan hinn röskasti
ferðamaður, kappgjarn og ógeig-
ur að hverju sem hann gekk. Hélt
hann sér vel til æviloka, nema
sjón var orðin mjög sljó. Hann
andaðist eftir 4 daga legu á
spítala
Jóhann var gleðimaður og
framúrskarandi gestrisinnn. Með
an hann bjó í Sveinatur.gu mátti
feiimtiiii
heita að hann byggði um þjóð-
braut þvera. Voru þau hjónin
samhent um að veita gestum sem
mest og bezt. Það var ekki ein-
göngu von um veitingargóða, sem
laðaði gest að garði. Húsbóndinn
var jafnan glaðvær og vænta
mátti fróðlegra og skemmtilégra
viðræðna. Það var aldrei ]ogn-
molla þar sem Jóhann fór. Hann
var siálfur iða^di af fiöri og kom
öðrum í gott skap. Allt hugarvíl
og barlómur hvarf. Bjartsýni
hans smaug í brjóst hinna og
s.jálfstraustið vaknaði. Jóhann
gat með réttu tekið sér í munn
heil’-æði Hávamála:
„Glaðr og reifr
skyli gumra hverr
unz sinn. bíð’- bana.. . “
Gott bótti Jóharni að h-essa
sig á ölföngum með virum sírum
en enginn var hann drykkjumað-
ur. Hann var hjálpsamur, veitull
og vinsæll og ómælt er það. er
b»u hión páfu fátækum. on ekki
vildu þau láta þess að neinu getið.
Vinirnir hans hurfu einn og
einn, en menn á hans aldri hirða
lítið um að fvl]a í þau skörð. Tek-
ur því sú fvlking óðum að þvnn-
ast en öllum þeim hefur hann
sýnt órofatrvgeð. Þakka beir hon
um fvlgdina hérna msgin og cska
honum góðrar heinfe’-Car og
vænta þess to þar vt’.ði ho’-ur.i
falið að ..starfa nt.'-a "u£s í
geim“. bví virr.uglsð'i rt-
hafnaþ-áin ”?>• 'v—s v"—u";"f.
Þorriei’in íorsteÍHsson.
Jón Gíslason oddviti
ara
Á ÞESSU HAUSTI, hinn 5. okt.
s. 1., átti Jón Gíslason hrepps-
nefndaroddviti í Ey í Vestur-
Landeyjum áttræðisafmæli. Fædd-
ur er hann í Sigluvík í Landeyj-
um. Foreldrar hans voru merkis-
hjónin Gísli Eyjólfsson og Guðrún
Ótafsdóttir ljósmóðir. Börn þeirra
hjóna, er upp komust, voru 4
synir og 1 dóttir. Eru þrír þeirra
bi-æðra látnir fyrir nokkrum ár-
um, en á lífi er einn, Jón í Ey.
Systir þeirra, Kristín fyrrverandi
húsfreyja í Hvammi í ölfusi er
nýlega látin í Reykjavík. Var hún
fyrir löngu þrotin að heilsu og
kröftum, eftir dugmikið ævistarf.
Jón giftist 5. okt. 1895, Þór-
unni Jónsdóttur frá Álfhólum,
hinni mestu dugaðar og myndar-
konu, sem nokkrum árum síðar
varð ljósmóðir sveitarinnar, og
hefur nú gengt því starfi yfir 50
ára skeið. Tóku þau þá til ábúðar
jörðina Sleif, scm var lítið og
fremur rýrt býli. Þar bjúggu þau
til ársins 1924, þá fluttu þau það-
an, fór þá jörð sú í eyði og lagðist
undir Álfhóla. 1 Sleif eignuðust
þau tólf börn, eru tíu þeirra á
lífi, sex synir og fjórar dætur,
sem öll eru að heiman farin til
búskapar.
Jón var kosinn í hreppsnefnd
Vestur-Landeyjahrepps 1902 og
hefur átt sæti í henni síðan, sem
oddviti yfir 40 ár. Sýslunefndar-
maður var hann í nærfellt 20 ár
og í skattanefnd, síðan skatta-
lögin voru sett. Mörgum íleiri
trúnaðarstörfum hefur hann
gengt, fyrir sveit sína og hérað.
Hann mun eins og aðrir þeir, sem
við opinber störf fást, ekki hafa
að öllu leyti losnað við ómilda
dóma einstakra manna, en slíkt
hefur hann látið sér í léttu rúmi
liggja og jafnan unnið störf sín
með skyldurækni og reglusemi.
Hann fékk í vöggugjöf góða hæfi-
leika, en Htillar menntunar mun
hann hafa notið í æsku, enda
minna um skóla þá, en nú á tím-
um. En löng lífsreynsla hefur ver-
ið honum, sem öðrum alþýðumönn-
um, góður skóli.
Jón ber aldurinn vel, er við góða
heilsu, jafnan hress og skemmti-
legur heim að sækja. „Þú fögur
sál er ávallt ung, undir silfur-
hærum“.
Heimili þeii'ra hjóna hefur ætíð
staðið opið með góðum veitingum
og vingjarnlegum móttökum, öll-
um þeim, sem að garði hafa borið.
Á áttræðisafmælinu bárust hon-
um hlýjar kveðjur víðsvegar að,
og .samstarfsmenn hans í hrepps-
nefnd færðu honum frá hrepps-
búum, peningagjöf, ásamt skraut-
rituðu ávarpi, vel gerðu.
Jón Gíslason heí'ur verið gæfu-
maður, átt ágætt heimili, mjög
traustan lifsförunaut og börnin
mörgu, mannvænlegu og dug-
mikiu. Hann hefur alla tíð unnað
kirkju og kristindómi, verið trú-
maður, og treyst æðri máttarvöld-
um. Því er bjart framundan hjá
honum, þegar sól ævidagsins síg-
ur til viðár. Megi hann enn lengi
liía, við liðan góða, og verða aö
lokum hinsta kvöldið umvafið
fegurð og íriði. Sveitunyi.
nsfca knaffspyman L
Á LAUGARDAG urðu þessi úr-
slit í l.-deild:
Arsenal 2 — Wolverhampton 2
Blackpool 3 — Huddersfield 1
Bolton 1 — Stoke 1
Charlton 0 — Portsmouth 2
Derby 1 — Aston Villa 1
Fu.lham 1 — Burnléy 2
Liverpool 1 — Chelsea 1
Manch. City 3 — Sunderland 1
Middlesbro 2 — Preston 5
Newcastle 2 — Manch. Utd 2
W. Bromwich 3 — Tottenham I
I West Bromwich byrjaði
Tottenham vel og skoraði innan
nokkurra mínútna, en þá tók
heimaliðið að sækja sig og náði
algjörri yfirhönd og hafði 2:1 í
hléi en bætti siðan við því þriðja-
í síðari hálfleik.
Wolves náði strax yfirhönd
gegn Arsenal og hafði fyrr" en
varði 2 mörk yfir, en Arsenal
tókst eftir harða baráttu í siðari
hájfleik að jafna.
í 2.-deild sigruðu öll reðstu
liðin, Hu]l sigraði Sheffield Utd,
2:1, Coventry QPR með 1:4 og
Blackburn West Ham, 3:1. Shef-
field Wedn sigraði Everton, 4:0
og tók forustuna, vegna jafnteflis
Rotherham og Brentford, 1:1.
Yfir iólahátíðina fóru fram 2
umferðir, samloka umferðir, þar
sem það lið, sem lék heima á
jóladag, lék á veili andstæðings-
ins á 2. jóladag.
Úrsluin á jóladag urðu (úrslit
síðari umf. i r.vigum):
Arsenal 4 —• Portsmouth 1 (1:1)
Aston Villa 3 — Wolves 3 (2:1)
Bolton 3 — W. Bromwich 2 (2:3)
Burnley 0 — Preston 2 (fr.)
Charlton 0 — Tottenham 3 (3:2)
Chelsea 0 — Maneh. City 3 (1:3)
Huddersfld 1 — Derby 1 (1:2)
Liverpool 1 — Blackpool 1 (0:2)
Manch. Utd 3 — Fulham 2 (3:3)
Sunderland 1 — Newcastle 4
(2:2)
Middlesbro 3 — Stoke 0
I þessari síðustu 3. umf. hefur
Manch. City gengið bezt, unnið
alla sína leiki með nokkrum yfir-
burðum, en Fulham og Hudders-
field hafa ekki bætt aðstöðuna
mikið, því að hvort fékk aðeins 1
stig. Boiton og West Bromwich.
höfðu 2 lokaæíingar fyrir þriðju
umferð bikarkeopninnar, 12. jan.,
en þeim lendir þá saman.
Staðan er nú þessi:
— Minoingaröfð
Framh. af bls. 6
ur og bjargvættur, þegar örðug-
leikarnir hafa steðjað að.
Um 33 ára skeið hefur heimili
þeirra Elísar og Ingibjargar ver-
ið á Njálsgötu 5. Margur hefur*
komið á það heimili og notið þar
góðra stunda, umvafinn ástúð og
hlýju þeirra góðu hjóna og barn-
anna þeirra. Margs minnist ég,
er ég hugsa þangað heim, sem
lioið er og ber með sér birtu og
yl í hugskoti mínu svo lengi sem
ævin endist. Jeg þakka það ailt,
og sendi nú mínum horfna frænda
og ástvinum hans kveðju mína. —
Blessuð sé minning hans. Guðs
blessun og vernd fel ég mína kæru
Ingibjörgu og frsendfólkið.
Einn af frxndunum.
Portsmouth 24 14 4 6 44:35 32
Arsenal 25 13 6 6 50:33 32
Mancn. Utd 25 13 6 6 57:39 32
Newcastles. 24 12 6 6 63:43 30
Bolton 24 12 6 6 41:38 30
Preston 24 12 5 7 49:31 29
Tottenham 25 12 4 9 47:40 28
Aston Villa 25 11 6 8 43:43 28
Liverpool 25 8 11 6 36:33 27
Charlton 26 11 5 10 46:46 27
Blackpool 25 10 6 9 42:40 28
Manch. City 24 10 5 9 38:36 25
Derby 24 10 5 9 42:41 25
Wolves 23 8 7 8 52:41 23
W. Bromw. 24 7 8 9 48:52 22
Burnley 24 7 8 9 28:36 22
Chelsea 24 8 4 12 31:43 20
Sunderland 23 6 6 11 35:42 18
Stoke City 25 7 3 15 30:58 17
Middlesbro 23 6 4 13 36:50 16
Fulham 25 4 6 15 35:50 14
Kuddersfld 25 4 5 16 29:54 13
TOGARASJÓMAMMA
LUNDÚNUM 22. des. — Brezka
póststofan hefur ráðið í sína
þjónustu yfir eitt hundrað þús-
und aukastarfsmenn, vegna jóla-
anna. Póststofan tilkynnti, að
póstur væri aðeins minni að
þessu sinni en í fyrra en böggla-
póstur, þó venju fremur mikill,
einkum matvælasendingar erlend
is frá.
Póststofan í Hull hefur tilkynnt
að hún hafi afgreitt rúmlega
2000 jólaskeyti frá togarasjó-
mönnum á norðurslóðum.
í 2,-deild urðu úrslit helzt yfir
jólanátíðina:
Birmingham 4 — Rotherham 0
(2:1)
Blackburn 1 — Hull 0 (0:3)
Bury 0 — Coventry 2 (0:3)
Notts Co 3 — Sheff. Utd 1 (0:1)
Sheff. Wedn 1 — Nottm. Forest 1
(1:2)
Swansea 1 — Cardiff 1 (0:3)
Brentford 1 — Southampton 2
(1:2)
Staðan er nú:
Cárdiff 24 12 6 6 42:27 30
Sheff. Wedn 25 12 6 7 57:41 30
Birmingham 25 11 8 6 36:30 30
Sheff. Utd 24 12 5 7 60:42 29
Nottm. For. 24 10 9 6 49:40 29
Coventry 24 8 4 12 35:49 20
Hull City 25 6 6 13 34:42 18
Blackburn 24 7 3 14 26:40 17
QPR 24 4 9 11 30:52 17
Mikil uppskera
HVEITIUPPSKERA Spánverja á
þessu ári nemur 4,150,000 tonn-
um og er það næstum hálfri ann-
arri milljón umfram það sem var
á s.l. ári. Í .B53