Morgunblaðið - 28.12.1951, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. des. 1931
niKnm
ÁRAMÖTAIANSLEIKUR
áífrsð 5 §ær: %
Cuðríður Stefanía Þórðardóttir
ÁTTRÆÐISAFMÆLI átti 27.
des. merk kona vestur í Dölum,
frú Guðríður Stefanía Þórðar-
dóttir á Ballará á Skarðsströnd.
Þar dvelur hún nú hjá einkadótt-
ur sinni Elinborgu Guðmunds-
dóttur og Magnúsi Jónssyni manni
hennar, sjálfseignarbónda á Ball-
ará.
Frú Stefanía er dóttir hins
merka bónda og aiþingismanns
Þórðar Þórðarsonar dbim. á
Rauðkollsstöðum í Miklaholts-
hreppi og konu hans Ásdísar
Gísladóttur. Hún ólst upp í föður-
húsum og var sett til mennta í
Kvennaskólanum í Reykjavík, þeg-
ar hún hafði aldur til.
Árið 1893 giftist hún Guðjóni
Ágústi Guðmundssyni Breiðdal
ljósmyndara frá Efri-Breiðdal í
Önundarfirði og eignuðust þau
saman þrjá syni, sem mörgum
eru kunnir hér og við Breiðafjörð,
þar sem þeir ólust upp. Ágúst
Hólm innheimtumaður hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, Kristján
Breiðdal útibússtjóra á Vegamót-
um í Snæfellsnessýslu og Guð-
mund Hólm sjálfseignarbónda á
Krossi í Skarðshreppi í Dalasýslu.
Um aldamótin fluttist Guðjón
til útlanda og réðist þá frú
Stefanía vestur til Breiðafjarðar
með börn sín og tengdamóður,
dvaldi fyrst eitt ár í Rauðseyjum
hjá Boga Magnússen og Kristínu
Jónasdóttur konu hans, er bjuggu
þar þá, en gerðist 1902 ráðskona
í Skarðsstöð hjá Guðmundi kaup
manni og bónda Jónassyni. Á hans
stóra heimili var hún húsmóðir í
11 ár, unz verzlunin lagðist niður
og búskapur í Skarðstöð 1913, er
verzlunar og íbúðarhúsið þar
brann. Þau Guðmundur og
Stefanía eignuðust saman eina
dóttur, Elinborgu, og hefir hún nú
dvalið allmörg síðari árin hjá
henni á Bailará.
Frú Stefanía var orðin nokkuð
roskin kona, er ég sá hana fyrst,
en ekki þurfti næmt auga fyrir
kvenlegri fegurð til þess að sjá,
að sú kona mundi hafa verið af-
burðafríð á sínum beztu árum,
enda heyrði ég menn segja, er
þekktu hana þá, að þeir minntust
ekki að hafa séð meiri friðleiks-
konu. Hún ólst upp við allsnægtir
á efnaheimili og borin á höndum
af góðum foreldrum, svo efnileg
og vel gefin sem hún var. En
þegar að heiman var horfið var
skammt til alvöru- og erfiðleika-
áranna. Ein varð hún að annast
og uppala þrjá unga syni og réð-
ist því í að taka að sér forstöðu
mjög umfangcmikils heimilis, þar
sem mikil var gestkvæmd, margt
í heimili ‘og margt um að sýsla.
Sama árið tók Guðmundur í fóst-
ur systurdóttur sína, prestsdótt-
urina frá Hvalgröfum, Theódóru
Guðlaugsdóttur, sem naut elsku
og móðurumhyggju frú Stefaníu
10 árin af æsku sinni og er nú
orðin formaður Sambands breið-
firskra kvenna, gift Óskari
Kristjánssyni sjálfseignarbónda á
| Hóli í Hvammssveit. Og á síðustu
árum sínum í Skarðsstöð, eða 1910,
eignaðist hún sjálf dóttur til um-
önnunar.
Það þurfti mikilhæfa konu til
þess að taka að sér, svo vel færi,
jafnstórt og íburðarmikið heimili
og var í Skarðsstöð á þeim árum,
þar sem búið var stórbúi, rekin
mikil verzlun og gestkvæmd mikil
af æðri og lægri, innlendum og
útlendum. Þetta mikla starf innti
frú Stefanía af hendi með þeim
myndarskap, sem vel gefinni konu
einni er fært og mun margur
minnast hennar með hlýjum huga
frá þeim árum. Eftir að hún á
efri árum fluttist á heimili dóttur
sinnar hefur hún ekki heldur setið
■ auðum höndum, því dótturbörn-
Bezt að aaglýsa í Mor gunblaðinu
voru þær lengst af samvistum a
unum fjölgaði ört. Oft liðsinnti
hún einnig konum við bamsburð
og þótti þar sérstaklega nærfærin
og heppin. Tengdamóður sinni
reyndist hún sem dóttir væri og
PÓiAR rafgeymnr
Undanfarna mánuði hafa hinir íslenzku PÓLAR rafgeymar verið
í notkun í ýmsum tegundum bifreiða. Hafa þeir reynzt mjög vel
og í engu gefið eftir beztu tegundum erlendum.
Pólar rafgymarnir eru framleiddir í öllum algengum stærðum
6 og 12 volta. Ennfremur framleiðum við eftir pöntun diesel-
rafgeyma 12 volta upp í 240. amperstundir.
Þegar þér þurfið að endurnýja rafgeymirinn, þá spyrjið fyrst
um nafnið PÓLAR og tryggið yður kraftmikinn og endingargóðan
geymi.
Eflið innlendan iðnað, kaupið og notið íslenzka framleiðslu, sem
í engu stendur erlendri að baki.
Leitið frekari upplýsinga hjá okkur.
/?4 eymcu'erhóMÍ&jan f^óíar
Hverfisgötu 89. — Sími 81401.
Happdrætti Hóskóla íslands
Fyrirhugað er að seíja upp happdrættisumboð í Lang-
holtshverfi. — Þeir, sem kynnu að hafa hug á umboð-
inu, eru beðnir að snúa sér hið fyrsta til háskóla-
ritara (sími 3372 eða 2133).
verður haldinn í Breiðfirðingabúð d gamldrskvöld kl. 9
Aðgöngumiðar seldir í dag og d morgun frd kl. 5—7 e.h.
í anddyri hússins.
Ath. Dökk föt og síðir k^ólar.
meðan hún lifði og hjá henni dó
hún háöldruð.
Fyrir mína hönd, vandamanna
hennar og vina, flyt ég hinni mætu
aldurhnignu konu hugheilar af-
mæliskveðjur og einlægar óskir
um hlýtt og friðsælt ævikvöld.
Ásgeir Ásgeirsson.
Tíð umferðarslys
KAUPMANNAHÖFN — 43 Dan-
ir létu lífið í umferðarslysum í
nóvembermánuði. Hefur slegið
miklum óhug á fólk vegna hinna
tíðu umferðaslysa þar í landi. Til
samanburðar má geta þess, að í
nóvembermánuði í fyria biðu 28
manns bana í umferðaslysum. Dán
artala komin upp í 343 en var 253
í fyrra.
Á áttunda þúsund manns hafa
hlotið áverka af þessum sökum.
Ein orsök þessa er hinn mikli
fjöldi erlendra ökumanna, sem
til Danmerkur kemur á ári hverju
og gera sig seka um of hraðan
akstur.
— Leikfjelagið.
Framh. af bls 5
Gerfi hennar er gott og röddin
þægileg og fer vel við hlutverkið.
Guðjón Einarsson leikur Tsæ,
fyrrum dómara, föður Tsæ-Jong.
Er það mesta hlutverk Guð-
jór.s hingað til og fer hann einkar
vel með það. Er lcikur hans sann-
ur og innilegur og auðséð að hann
hefur lagt mikla alúð við hlut-
verkið.
Áróra Halldóradóttir leikur
konu Tsæ dómara og móður Tsæ-
Jong. í byrjun leiksins fannst mér
hún ekki ná fullum tökum á hlut-
verkinu, en úr því raknaði er á
leið, og er hún bað tengdadóttur
sína fyrirgefningar var leilcur
hennar mjög góður.
Guðlaugur Guðmundsson fer
mcð hlutverk Tsjíang vinar Tsæ
dómara af nærfærni og góðum
skilningi.
Athyglisverður er og leikur
Bergljótar Garðarsdóttur, er fer
með hlutverk hjúskaparmiðlara.
Önnur hlutverk eru smærri, en
yfirleitt vel með þau farið.
Gunnar R. Hansen hefur teikn-
að búningana og leiktjöldin og
„staðfært“ hljómlistina. Lothar
Grundt hefur málað leiktjöldin.
Eru þau afgbargðs vel gerð og
hæfa vel leikritinu.
Hljóðfæraleikarar eru Snorri
Þorvaldsson og Lárus G. Jðnsson.
Tómas Guðmundsson skáld hef-
ur þýtt leikritið eftir sænskum og
enskum textum á fagurt mál og
ljóðrænt.
Að leikslokum voru leikstjóri og
leikendur kallaðir fram hvað eftir
annað, og þeir ákaft hylltir með
dynjandi lófataki og stórum og
fögrum blómvöndum. Voru allir
hlutaðeigendur vel að þeim fögn-
uði komniri því hér er um fá-
gætan leiklistarviðburð að ræða.
Hafi leikstjórinn, Gunnar R. Han-
sen og Leikfólag Reykjavíkur
þökk fyrir þetta ágæta afrek.
Sigurður Grímsson.