Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 6. janúar 1952
Miklar skemmdir á
gróðurhúsum í
Mosfellsdal
KEYKJUM, Mosfellsveit, 5. jan.
— Miklar skemmdir urðu á gróð-
urhúsum í Mosfellssveit í ofviðr
inu í gær. Allmikil brögð voru
að því, að vermireitagluggar,
sem geymdir eru í síöflum utan
húss, fykju og lentu á gróður-
húsunum og brytu þar allt gler.
Var hér á ýmsum bæjum um
tugi af rúðum að ræða.
Á Reykjum urðu skemmdir
aftur á móti miklu minni. Þar
brotnuðu rúður ekki nema í einu
gróðurhúsi.
Erfiðleikarnir vegna rafmagns-
leysisins hafa mestir orðið í sarn-
bandi við mjaltavélar, þar sem
þær eru. í stað eins manns hafa
r.ú allir, sem vettlingi geta vald-
ið, þurft að fara í fjós og mjólka.
í --------------------
Togarmn slitnaði irá
— Vaktmenn siglelu
III Reykjavíkur
'Á AKRANESI var veðurofsinn
svo óskaplegur að annað eins fár-
viðri er ekki talið hafa komið þar
•um margra ára skeið. — Hús urðu
þar nokkur fyrir skemmdum.
Vegna særoksins var skyggni
svo lítið að ekki sá úr landi á
eiglur togarans Bjarna Clafsson-
ar er lá við bryggju um 100 metra
frá landi. Var engum fært fram á
vegna veðurs.
í skipinu voru sex menn á verði,
þar af tveir í vélarúmi. Laust fyr-
dr hádegi, slitnaði togarinn frá
bryggju, þannig að vírinn úr fram
stefni slitnaði. Þó sló togaranum
flötum. — Var ekki um annað að
gera, en losa skipið frá að aftan,
ef ekki átti jllt af að hljótast. —
Það gerðu vaktmennirnir og sigldu
þeir Bjarna Ólafssyni út af höfn-
jnni hingað til Reykjavíkur. — í
þessari ferð var hafnsögumaður-
inn á Akranesi Hallfreður Guð-
mundsson skipstjóri.
„Hlíf" ræðir ahrinnu
leysi hafnfirzkra
verkamanna
FÉLAGSFUNDUR var haldinn í
Verkamannafélaginu Hlíf í fyrra-
kvöld. Þar skilaði uppstillingar-
nefnd tillögum sínum í stjórn fél-
agsins og komu ekki fram aðrar
fillögur. Verða því þeir menn, sem
nefndin stillti upp sjálfkjörnir.
Formaður félagsins gaf skýrslu
um gang atvinnumálanna frá því
síðasti fundur var haldinn í Hlíf.
Málin voru rædd og tvær eftir-
farandi tillögur samþykktar:
„Fundur haldinn í Verkamanna-
félaginu Hlíf 4. janúar 1952, sam-
þykkir að skora á bæjarstjórn að
fjölga þegar í bæjarvinnunni svo
að úrbætur fáist á ríkjandi at-
vinnuleysi hafnfirskra verka-
manna“.
„Fundurinn skorar á eigendur
togara í Hafnarfirði að gera skip
sín út á veiðar fyrir innlendan
markað. Sérstaklcga skorar fund-
ni'inn á bæjarútgerðina að halda
togurum bæjarins úti á veiðum og
ieggja afla þeirra á land til
vinnslu“.
Álfabrennunní
fresfað
ÁLFABRENNUNNI, sem fram
átti að fara í dag á íþróttavell-
inum, hefir verið frestað vegna
veðurs um óákveðir.n tíma.
Þá verður íþróttahúsið að Há-
logalandi lokað í mpkkra daga
vegna bilunar á hitakerfi húss-
ius. _ ,, _
Kaðallinn, sem strengdur var neðst í Bankastrætinu í gærmorgun, kom sér vel fyrir vegfarendur,
scm börðust við það tvennt samtímis, að standa á svellinu í ofviðrinu og ganga á móti snörpum
vindbyljunum. — Lögreglumenn aðstoðuðu fjölda fálks. — Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd í Banka-
stræti í gærmorgun.
Víða skemmdir
ausfan ijalls al
veðurofsanum
SELFOSSI, 5. jan. — Veðri'S
í nótt og dag er eitthvað það
versta, sem hér hcfir komið
um árabil. Járnplötur hafa
fokið af þökum og rúður
brotnað af veðurofsanum.
Vitað er um að allmiklar
skemmdir hafa orðið hér í
nærsveitum. Hafa þök fokið
af gripahúsum og hlöðum og
einnig vindrafstöðvaturnar
áf húsum.
10—12 símastaurar hafa
brotnað milli Selfoss og Eyr-
arbakka og í kauptúnun-
um, Stokkseyri og Eyrar-
bakka, er sjávargangur mjög
mikill. Gengur sjór þar víða
yfir göíur og kjallara hefir
fyllt. -
Lcikurinn égildur
undir áhrifum
SIENSKA knattspyrnusambandið
hefur ákveðið að knattspyrnu-
leikur einn sem Ieikinn var í
Norður-Svíþjóð í sumar skuli
leikinn upp að nýju í maímánuði
n.k., vegna þess að dómarinn, sem
leikinn dæmdi í sumar reyndist
undir áhrifum áfengis.
Nokkru eftir að leikurinn var
leikinn í september var dómar-
inn dæmdur til 1 mánaðar fang-
elsis fvrir að aka bifreið undir
áhrifum áfengis. En þegar það
skeði var hann á leið til vallar-
ins er leikurinn var háður á.
Leikurinn var stöðvaður eftir
fyrri há'fleik, vegna þess að lög-
reglan tók dómarann höndum til
að taka blóðprufv af honum. Hálf
tíma seinna var honum sleppt og
fékk hann leyfi til að halda á-
fram að dæma leikinn, sem þann-
ig hélt áfram eftir óvenjulangt
hlé.
Liðið, sem tapaði, kærði og
sagði dómarar.n hafa verið undir
áhrifum víns. Blóðprufan sann-
aði að svo hefði verið og dómur
knattspyrnusambandsins byggð-
ist á henni.
II! jéhmm'm
SKÖMMU fyrir jól flaug banda-
rísk flugvél yfir Norðurpólinn
frá bænum Barrow í Alaska. Er
hún var stödd nókvæmlega yfir
pólnum vörpuðu flugmennirnii
útbyrðis póstpoka, sem í voru
bréf til jólasveinsins frá 5,000
1 börnum.
rhús brann
SELFOSSI, 5. jan. — Laust fyrir kl. 9 í morgun kom upp eldur
í húsinu „Árhrauni“ á Selfossi og brann efri hæð þess alveg til
grunna, en neðri hæðin stendur uppi.
sótthreinsaður
MEÐ síðustu ferð Gullfaxa frá
Kaupmannahöfn og Prestvík komu
33 bréfapóstpokar hingað til lands.
Allur sá póstur var sótthreinsað-
ur, eins og annar póstur frá þeim
löndum, þar sem gin- og klaufa-
veiki herjar.
Það var á misskilningi byggt,
sem sagt var í blaðinu í gær, að
ekki hafi verið byrjað á að taka
póstinn upp fyrr en eftir kl. 6.
Það verk var strax hafið síðdegis
og því lokið kl. 8 e. h. — Póst-
stofan leggur sérstaka áherzlu á
að flýta sem mest afgreiðslu flug-
pósts.
Casey usn iiíiia
RICHARD CASEY, utanríkisráð-
herra Ástralíu lýsti því yfir fyrir
skömmu, að með tímanum yrði
að taka kínverska kommúnista-
ríkið í samfélag þjóðanna, ef
þeir héldu framvegis yfirráðum
sínum í Kína.
Hann taldi hins vegar að slíkt
væri ógerningur meðan þeir
héldu uppi ófriði gegn Samein-
uðu þjóðunum í Kóreu.
Casey hallaðist að því að Pek-
ing-stjórnin mundi bráðlega
verða viðurkennd, en bætti við:
„viðurkenning gefur þó engan
veginn til kynna að við séum
hlyntir hugmyndakerfi þeirra“.
Farúk kaupir barnafö!
PARÍS: — í einni af stærstu fata
verzlunum Parísarborgar er nú
unnið sleitulaust að því, að undir
búa stóra barnafatasendingu til
Farúks konungs í Egyptalandi.
Talið er að verðmæti bessarar
vörusendingar skipti þúsundum
dala.
Farúk kvæntist, sem kunnugt
er, 13 ára gamalli stúlku af borg-
aralegum ættum, Narriman Sad-
ek, hinn 6. maí s.l.
Fatasending Farúks þykir
benda til þess að fjölgunar sé von
í konungsfjölskyldunni innan
skamms, þar sem mikil áherzla
er lögð á, að henni sé hraðað, sem
mest má verða.
PARÍS: — Frú Roosevelt var fyr-
ir skömmu gerð heiðursborgari '1
smábænum Lannoy í Frakklandi.
Bæjarbúar halda því fram, að
Roosevelt-ættin sé þaðan komin.
Eldurinn kom upp með
þeim hætti, að loftnet slitn-
aði í veðurofsanum í morg-
un. Lenti það á rafmagns-
vírunum, sem liggja að hús-
inu og skipti engum toguin,
að eldur varð þegar laus og
kviknaði í þaki hússins. Varð
það alelda á svipstundu.
Slökkviliðið var þegar kvatt á
vettvang, en stormur var mikill
og allar slökkviaðgerðir miklum
erfiðleikum bundnar.
Efri hæð hússins, sem var úr
timbri, en múrhúðuð, brann alveg,
en steinloft á milli hæðanna kom
í veg fyrir að neðri hæðin brynni
einnig, þótt þar yrðu miklar
skemmdir.
Tvær fjölskyldur áttu heima í
húsinu, Gísli Þorleifsson með konu
og þrjú börn á efri hæðinni, en
faðir hans, Þorleifur Halldórsson,
b.jó með konu sinni og tveimur
sonum á neðri hæðinni.
Húsið var vátryggt, en innan-
stokksmunir að mestu óvátryggð-
ir. Var aðeins litlu af þeim bjarg-
að.________
Ærsl á Akureyri á
gamlárskvöld
AKUREYRI, 5. janúar: — Á
gam’árskvöld urðu hér nokkur
ærsl af völdum unglinga. Þrátt
fyrir eindregin tilmæli lögreglu-
stjóra, tóku unglingar að safnast
saman í MiSbænum um kvöldið
og bar talsvert á heimatilbúnum
sprengjum, er lögreglan telur
hættulegar.
Sprengju var fleygt inn um
glugga á pósthúsinu og brotnaði
þar rúða. Hefði slys getað hlotið
af.
Þá hefir lögreglan í fórum sin-
um heimat.iibúna spfengju, blikk
dós fulla af púðri, sem hefði getað
valdið siysi, ef sprungið hefði,
en mistókst hjá eigandanum.
Drykkjuskapur mun hafa verið
lítt minni en undanfarin ár. Voru
klefar löffro<rlunnar netnir.
Skúrþak fauk á sió ú!
í Stykkishólmi
STYKKISHÓLML 5. jan.: — Of-
véðrið var mest hér laust eftir hádegi
i ðag. —
Þakið á skúr hafnarinnar fauk á
sjó út og einnig skemmdist lítill
hjallur, en aðrar skeinmdir urðu hér
ekki teljandi. Bátar liéðan voru ekki
á sjó.
Frh. áf bls. 3.
og 30 í eldri deild. Frá Hvann-
eyri útskrifuðust 31 • búfræðing-
ur og nemendur er lokið höfðu
námi í framhaldsdeild. Alls eru
nú 61 nemandi við nám á Hvann-
eyri, 25 í yngri deild, 31 í eldri
deild og 5 við framhaldsnám.
Úr Garðyrkjuskóla ríkisins út-
skrifuðust 7 nemendur og 18 eru
þar við nám, 11 í yngri deild og
7 í eldri deild.
Aðsókn og rúm í bændaskól-
unum stendur sem næst því
heima nú orðið, en það er mjög
athyglisvert hvernig aðsóknin er
að breytast. Nemendum með
gagnfræða- eða stúdentsprófi fer
fjölgandi og þeir setjast í annan
bekk. Aðstaða þeirra til að ljúka
búnaðarnámi á einum vetri er
ekki allskostar góð, en úr því ætti
cð vera auðvelt að bæta. Ef til
vill rekur að því, að taka til at-
hugunar að breyta bændaskólun-
um í eins árs skóla, og krefjast
undirbúningsmenntunar í sam-
ræmi við það?
Búnaðarsamband Suðurlands
hélt uppi búnaðarkennslu, 4 vik-
ur í febrúar, í Stóru-Sandvík í
Flóa. Er þar um nýjung að ræða
sem margt bendir til að eigi fram
tíð fyrir sér. Ráðunautar sam-
bandsins önnuðust kennsluna.
Tíu bændasynir af Suðurlandi
dvöldu 6 mánuði í Bandaríkjun-
um, á vegum Efnahagsstofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna. Þeir
unnu þar á búum og nutu einn-
ig nokkurrar fræðslu anriarar,
og láta vel yfir för sinni.
Nýju húsmæðraskólar eru
starfandi í sveitum. í þeim eru
nú 234 nemendur. Skortir tölu-
vert á að þeir séu fullskipaðir,
því að skólarnir eru taldir núma
um 328 nemendur. Aðsókn að
skólunum er mjög mismunandi,
sumir eru ftillskipaðir en aðrir
hálftómir. Af þremur húsmæðra-
skólum í kaupstöðum eru 2 full-
skipaðir, en einn lítt sóttur, svo
að hin rénandi aðsókn að sveita-
skólunum virðist ekki standa í
neinu sambandi við kaupstaða-
skólana. Héraðskólarnir munu
flestir vera nær fullsetnir.
ÆSKAN VILL RÉTTA ÞÉR
ÖRFANDI HÖND
Þótt margt megi betur fara og
auðvelt sé að finna að því sem
er, bendir einnig margt til þess
að landbúnaðurinn eigi sér góða
kosti framundan.
Viðhorf ungra manna — og
vonandi einnig ungra kvenna —
til búskapar og sveitalífs virðist
vera að breytast nokkuð.
Æskufólk kaupstaðanna og
annara atvinnuvega hefir und-
anfarið notið betri byrs heldur
en æskufólk sveitanna. Það
hefir að nokkru búið sér þennan
byr sjálft eins og Hrafnistumenn
forðum. En nú held ég að æsku-
fólkið í sveitunum sé tilbúið að
ta’ka undir hin spaklegu orð hús-
freyjunnar á Elliðavatni og það
án neins kala til frændliðsins í
kaupstöðunum:
,,Ef að þótti þinn er stór
þá má vera að minn sé nokkur.
Sama blóðið er í okkur —
dropar tveir en sami sjór!“
Síðastliðið haust sóttu oss
heim 2 menn frá Noregi, formað-
ur og skipulagsstjóri æskulýðs-
hreyfingar þeirrar er nefnist
Norges bygde-ungdomslag. Þeir
komu hingað til að kynna starf-
semi þessa félagsskapar, einkum
þann þátt er vér nefnum starfs-
íþróttir og starfskeppni. Athygli
sú er koma þeirra og fræðsla
vakti, einmitt meðal þess æsku-
fólks sem þeir náðu til með
fundum og starfi, boðar að ég
hygg vaxandi vilja æskufólksins
í sveitunum, til þess að þroslca
sjálft sig til vaxandi manndóms
og fulls hlutgengis í þjóðfélaginu.
Og að lokum verður það truin á
starf sitt og atvinnu, og getu til
að valda verkefnunum, sem ber
bændastéttina fram til þéss sig-
urs, sem er beztur, ræktunar
bæði í ranni og á'túni, í huga og
í hjarta.
Hið liðna ár var og hið r.ýbyrj-
aða ár verður spor að því marki.