Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 12
1 \ 12 MORGUNBZ. AÐ 1Ð Sunnudagur 6. janúar 1952. Ninniiiprori um Krisfján H. Magnúiscn frá Fðgruhfíð KRISTJÁN M. Magnússon frá Fögruhlíð, andaðist að heimili sínu hár í bænum 28. desember síðastl. á 82. aldursári. Hann verður á rnorgun borinn til hinztu hvíldar. Kristján fæddist 11. júní 1870 að Ölkeldu í Staðarsveit, þar sem foreldrar hans bjuggu, þau merk- ishjónin Magnús Einarsson og Guðrún Björnsdóttir. Þau bjuggu á Ölkeldu í 33 ár. Magnús íaðir Kristjáns var sonur Einais Jóns- sonar og Brynhildar Þórðardótt- ur er bjuggu að Hömrum í Akra- EÓkn á Mýrum, cn Guðrún móðir Kristjáns var dóttir Björns söðla- smiðs Gunnlaugssonar að Þverá í Skagafirði, og konu hans Ás- gerðar Guðmundsdóttur, en þau fluttu frá Þverá að Sauðafelli í Miðdölum, er Guðrún var barn að aldri. Á hinu góða heimili Ölkeldu, 6ist Kristján upp hjá foreldrum sínum, og vann þeim með dyggð og trúmennsku. Hann varð brátt dugnaðarmaður og fylginn sér, Vann sveitaetörf og sótti sjó. Hann varð einn af köppum þeirra tíma, er gengu til sjóróðra vestan af {onæfeilsnesi og suður á iand. Árið 1899 keypti Kristján jörð- ina Fögruhiíð í Neshreppi innan Ennis (nú Fróðárhreppi) og .hóf þar búskap. Fór hann þá með for- eldra sína þangað, og voru pau hjá. honum meðan þau lifðu, en þau dóu bæði í hárri elli, Guðrún jnóðir hans 1910, en Magnús faðir hans 1920. Árið 1907 kvæntist Kristjár. Katrínu Einarsdóttur, ættaðri úr Hrunamannahreppi, dóttur Einais bónda í Reykjadal Einarssonar I)ónda á Kotlaugum Grímssona. Etúdents í Skipholti Jónssonar. — Móðir Katrínar var Sigríður Ern* arsdóttir frá Miðfelii í Hruna- mannahreppi. Þau Katrín og Kristján bjuggu í Fögruhlíð til ársins 1920, er þau fluttu til Stykkishólms og voru þar í eitt ár, en fluttu svo til Hafn- arfjarðar og til Reykjavíkur 1923 en þar bjuggu þau síðan. Kristján Magnússon var búinn miklum mannkostum og góðri greind, enda fór svo, að er hann Var í Fögruhlið voru honum falin mörg trúnaðarstörf. Hann var fyrirsvarsmaður í sinni sveit, hreppsnefndaroddviti í mörg ár, eða þar til hann fluttist burt úr Eveitinni. Hann var meðal annars forgöngumaður að stofnsetningu nýrrar kirkju að Brimisvöllum í Fróðárhreppi. Kristján var mikill trúmaður. Hann var sannur Islendingur, mótaður af dyggðum íorna tíma. Hann var hið mesta snyrtimenni. Hann hafði mikinn áhuga á lanr's- málum, og var sjálfstæður í skoð- unum sínum, enda hreinn og ó- skiptur í hverju því máli, er bann gekk að. Hann var tryggur vm- um sínum og traustur þegn þjóð- félagsins. Dómgreind hans var rét'tlát og þroskuð. Á æfi Krisr,- jáns gengu mörg umbrotatímabil yfir þjóð hans. Kristján var aiitaf hinn sami og sanni maður, hinii trausti bóndi, heill og óskiptur lieimili sínu og lífsförunautum. Kristján var mikill bókamað- ur, hafði yndi af góðum bókum og ágætt vit á þeim og höfundum þeirra. Ungur að aldri byrjaði hann að verja skildingum sínum til bókakaupa, cn peningar voru þá sjaldséðari en :vú. Síðustu 12 ár æfinnar var Kristján blindur og gat enga vinnu stundað, Hversu þungt það hefur fallið honum að geta þá ekki notið bóka sinna, get- ur hver og einn gert sér í hugar- lund, jafnframt því að þurfa að hætta störfum, svo mikill starfs- og atorkumaður, sem hann var. En þessa raun bar hann með hinni mestu hugprýði og karlmennsku. En þess ber að geta, að kona hans, frú Katrín bætti honum blinduna, svo sem hægt var, því að hún las fyrir hann árum saman, allt það er hugur hans þrálði, því að hún er bókelsk kona, og leiddi hann vandstigin i;por. Áhugi hans á bókum, gömlum sem nýjum, var samt jafnmikiil þrátt fyrir þetta. Ennfremur var áhugi hans á iandsmálum vakandi, svö að hann fylgdist gjörla með því, sem fram fór, til hinztu stundar. Irau hjón Katrín og Kristján voru barnlaus, en þau tóku sér í dóttur stað Guðrúnu Tómasdóttur, ættaða úr Fróðárhreppi. Hún er gift Sigmundi Clafssyni, ættuðum úr Hvammssveit í Dalasýslu, og hafa þau hjón reynst þeim Katrínu og Kristjáni með hinni mestu prýði. Með trega er hins ráðdeildar- sama heimilisföður saknað af hinni umhyggjusömu eiginkonu, fósturdótturinni og tengdasynin- um, en þó má það vera gæfa í sorg eiginkonu hans, að mega búa honum hið síðasta hvílurúm. Eftir lifir mannorð mætt, þótt maðurinn deyi. I. Þ. Guðmundur HeScvðsoii Fæddur 26. júlí Í927. Dáinn 14. desember 1951. |Sft***w*— 4 Minningarorð Norðmenn flytja inn mínka OSLÓARBORG: — Nýlega lenti á Gardemoen-flugvelli við Osló- ar-borg farmflugvél með 250 mínka frá Bandaríkjunum. Norð- menn hafa ráðizt í þennan inn- flutning til að bæta mínkastofn landsins. Dáinn horfinn. Ilarmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. J. II. IIEFIRÐU heyrt, að Guðmund- ur Helgason er dáinn, klingir enn í eyrum. Hvílíkt áfali. Glæsilegar vonir hrynja. til grunna í einni svipan. Ég get ekki áttað mig í fyrstu, eins og í hálmstrá gríp- ur hugurinn ijóð skáldsins, sem hafði vald á sorg sinni og bvað um hana ódauðlegt ljóð. Þetta hafði góð áhrif, fram úr fylgsnum hugans brjótast hugljúfar minn- ingar. Ég sá dreng koma til mín, hann er aðeins 18 ára og að útliti enn þá yngri, varla fullvaxinn og feim inn, hann vill verða sjómaður. Ég vissi ekk þá, að 1 jós var að tendr- ast, sem myndi verða eitt af ger- semum minninga minna. Starfið er hafið í hóp dugandi skipshafn- ar, þar éru margir ungir menn og góðir féiagar. Brátt hverfur ófram færni hins föðurlausa drengs. Hann eignast vini, hann er heima hjá sér í hinu nýja umhverfi og nóg er að starfa. í kjölfar skóia lífsins kemur merki þroskans. Árin líða, allt leikur í lyndi. Ég sé unga manninn geðþekka, sem er hópi úrvalsmanna í verk— legri kunnáttu, næsta skrefið kem- ur af sjálfu sér, enda leynir sér ekki hvert hugurinn stefnir. Ég kveð Guðmund Helgason með hvatningarorðum, þegar hann fer ásamt félögum sínum í Sjómanna- skólann. í fyrstu söknum við hinna duglegu æskumanna, en þeir koma aftur og halda hópinn þangað til námi lýkur. Ég mæti Guðmundi nokkrum sinnum, þegar hann stundar námið, andlitið er bros- hýrt, þrungið vilja Og góðvild, það er auðséð að námið er stund- að af kappi. Við skiftumst á fáum orðum, en handtakið er hlýtt og gagnkvæmt traust. Áfram líða minningarnar, hann er skipi sínu til sóma í skóla sjómanna. Skóla- st.ióri Sjómannaskólans segir í samtali við mig um Guðmund: „Hann er gáfaður og elskulegur drengur", vegna mannkosta var honum veitt athygli. Hann lauk fiskiskipstjóraprófi eins og vonir stóðu til með ágætum síðastliðið vor. Nú var aðeins eftir að festa betur þann þroska, sem þegar var náð, og aukast af reynslu hins fullorðna manns, þá gat hafizt sá frami, sem fyrir- sjáanlegur var. Atvikin höguðu því svo, að við störfuðum ekki saman um stund. Ég sá hann fyrir skömmu, fá orð, hlýtt handtak. Hér slitnar svipleiftur minn- inganna. Hann er dáinn. Þegar iífsstarfið var vandlega undirbúið, var hann kallaður fyrirvaralaust. Hversvegna fella tréð, sem aðeins er búið að festa traustum rótum, svo krónan geti vaxið og notið sól- arljóssins um ianga ævi, þegar nóg er af öðrum, sem lokið hafa hlut- verki sínu og bíða lausnarinnar? Þannig reikar hugurinn og spyr í mannlegri einfeldni. Felum drottins föðurhönd harma vora og hjartaþunga, hann á sjálfur gamla og unga, frjáls að leysa líkamsbönd. Guðmundur Helgason var fædd- ur að Hvarfi í Þorkelshólshreppi í Vestur-Húnavatnsssýslu 26. júlí 1927, sonur hjónanna frú Hansínu Guðmundsdóttur og Ilelga Björns- sonar. Föður sinn missti Guð- mundur 1930. Ólst hann upp að Hvarfi hjá móður sinni og ömmu frú Kristínu Hannesdóttur. Ekki er ég kunnugur ættfólki hans, en auðséð var að hann var af góðu bergi brotinn og íengið gott upp- eldi. Giftur var hann Huldu Páls- dóttur og áttu þau eitt barn, elsku- legan dreng á öðru ári. Teilgdafoi'- eldrar Guðmundar, Páll Pálsson verkstjóri og frú Sigríður kona hans, elskuðu hann að verðleikum sem eigin son. Móðirin, c’kkjan unga, tengda- foreldrar, systur og aðrir ástvinir, gráta góðan dreng, enda er sorgin þung og svipleg. Ég votta þeim öllum dýp3tu samúð mína. — Á morgun, mánudag, fer fram minn- ingarathöfn um Guðmund heitinn. Guðmundur Helgason sýndi fljótt, að hann hafði alla þá kosti, sem prýða fyrirmyndar sjómann, athugull og fljótur að læra, dug- legur og vandvirkur, orðvar og prúðmenni, sönn prýði stéttar sinnar. Á alvörustundum lífsins, þegar staðið er frammi fyrir hinum mikla leyndardómi, er ekkert til nema trúin, sem bjargar frá auðn tilgangsleysisins. — Guðmundur Helgason hafði í ríkum mæli þá eiginleika hugarfars og sálarlífs, sem allar líkur benda til að séu ekki eingöngu af þessum heimi, heldur sé það eir.a, sem maður- inn flytur með sér, sem undirstöðu í hinum nýja skóla, þessvegna: Fast ég trui. Frá oss leið vinur minn til vænna funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar f ram á leið. Blessuð sé mining hans. Hannes Pálsson. \ ALÞJÓÐA vinnumálastofnunin hefur þegið boð tyrknesku stjórn arinnar að setja á stofn útibú í Istanbúl fyrir nálægari Austur- lönd. Stofnunin rekur hliðstæð útibú í borginni Sao Paulo í Brazilíu fyrir Suður-Ameríku og Banga- lore í Indlandi fyrir Asíu. ■ Raivirkjameistsimi ■ ■ og aðrir sem pantað hafa eða ætla að fá hjá okkur ; ■ rafmagnsrör, sem eru væntanleg í þessum mánuði, tali ! ■ við okkur sem fyrst. * • ■ ■ lCCajtœL’jauerzlun cJCú&Uíhó Cju<imunclóóouar j Laugaveg 48 — Sími 7775 ; — Reykjavíkurbrjef Framh. af bls. 9 fer víðsfjarri að þau hafi mótazt [af skilningsleysi á þörfum þjóð- arinnar eða af því „íhaldi" og afturhaldi, sem kommúnistar og Alþýðuflokksmenn þrástagast á. Þau hafa þvert á móti borið svip mikillar framtakssemi og frjáls- hyggju. íhaldsstagl stjórnarandstæð- inga hljóma því eins og innantóm og rakalaus fáryrði. Þctta breytist ekkert við það að erfitt árferði hefur skapað fólkinu í einstökum byggðarlögum landsins marg- víslega erfiðleika. Við slikt getur engin ríkisstjórn ráðið, hversu góðviljuð sem hún kann að vera. Og vel maet-ti Alþýðuflokkurinn a. m. k. minnast þess, að þegar „fyrsta stjórn“ hans lét af völdum blasti við stórfellt atvinnu- leysi, stöðvun framleiðslunnar og l'jölþætt önnur vandkvæði. Markús: ák (I3MMIIMIIIIIIMIIIIIIIIMMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIMIIII Eftir Ed Dodd. UIMMMIMIIIIIMIIIMIMMIMIMMIIMIIIIMIIMMIMMIMIMMIMIIIMIIMIM KEEP yOUH UOOS TIEO ► hall/ you AREN'T GO/NGl AFTEÍÍ THAT OLD FEMALEf 1) — Já, Markús, þú hefur skotið björn. En þetta er ekki birnan, sem við vorum að leita að. 2) — Þetta er björninn, sem hefur drepið fyrir ykkur féð. Ef þið viljið binda hundana, þá skal ég sanna ykkur það. 3) — Við nennum ekki að hlusta á neinar málalengingar. Við komum hingað í leit að birn- una. Sjáið þið, þarna er hún að dragast á brott. 4) — Haldið þið hundunum. unni og við ætlum að drepa birn- Ég banna ykltur að elta birnuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.