Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 16
Veðurúfiif í dag: Lygnandi suðvesían átt. 4. tbl. — Sunnudagur 6. janúar 1952. ReykjaWkurbréf er á bls. 9. Mesto stórviðri vetrurins gekk hér yiir í fymnott og í gœrdug Mörg hús skemmdusf miklar umferðafafir urðu FÁRVIÐRI, hið mesta, sem komið hefur hér á landi á þessum vetri, gekk yfir Suð- vesturland í fyrrinótt og gær- dag. Ekki er kunnugt um að manntjón hafi orðið. Sex bát- ar voru á sjó er stórviðrið skall á. Voru tveir þeirra ókomnir að landi í gærkvöldi. Á há- spennulínunni frá Sogi varð bilun. Þá brotnuðu staurar í háspennu’ínunni til Hafnar- fjarðar og þar með urðu Suð- urnesin rafmagnslaus. Þegar veðurofsinn var mestur, komst veðurhæðin upp í 14 vindstig. Illstætt var á götum bæjarins. Fjöldi fóiks fékk slæma byltu, því að víða var flughálka á götunum. Þrjár konur meidd- ust, svo að þær voru fluttar í sjúkrahús. Bærinn var svo til hitaveitulaus í gær. Miklar truflanir urðu á samgöngum, einkum þó við úthverfin, en ferðir féllu niður í sum þeirra. Veðrið skall á milli klukkan þrjú og fjögur í fyrrinótt. Var þá slydduhríð, en þar eð vindur var suðaustanstæður, gerði brátt rigningu. BÆRINN RAFMAGNSLAUS Með þvi að vindur fór ört vax- andi tók brátt að bera á rafmagns truflunum vegna samsláttar á háspennuiínunni, en um kl. 5 varð skyndiiega straumrof. Há- spennulínan að Sogi hafði. bilað. Þá var Hafnarfjörður og Suður- nesin orðin rafmagnslaus f.yrir nokkru, en veðurofsinn hafði brotið staura í háspennulínunni, einnig Kópavogurinn. Rafmagn kom á aftur hér í Reykjavík um klukkan sex. Það rafmagn var frá Eimturbínustöðinni og Elliða- árstöðinni. Varð eðlilega að taka upp rafmagnsskömmtun milli í- búðarhverfanna, en hvert beirra hafði rafmagn í tvær til þrjár klukkustundir í senn. Vegna veð- urs var ógerlegt að fást við við- gerð á háspennulínunni í gærdag. Víða biluðu rafmagnslínur í út- hverfum. HiTAVEITULAUS BÆR Afleiðingar rafmagnslsysisins urðu margvíslegar, svo sem jafn- an. Dælustöðvar Hitaveitunnar jirðu óvirkar, en þá tæmdust geymarnir á Öskjuhlíð. Urðu lítil sem engin not af heitavatn- inu í gær. Eldamennska mun meira og minna hafa farið út um þúfur vegna rafmagnsleysisins. Skemmtunum var aflýst víða í samkomuhúsunum. SKEMMDIR Á HÚSUM Strax með morgni tóku lög- reglunni að berast tilkynningar um skemmdir af völdum veður- Ofsans á húsum og mannvirkjum. Þakplötur.tók af mörgum húsum, bæði gömum og nýjum. Ohugsandi var að senda menn upp á húsþök, því að slíkt var lífshættulegt. T.d. voru íbúðarhús við Eiríksgötu í hættu, er þakplöt ur tók af þvottahúsi Landsspít- alans. En betur fór en á horfðist. Plöturnar fuku ekki svo langt að þær lentu á húsunum. Reykháfur á hús einu við Hverfisgötu hrundi, en slys varð ekki á veg- farendum. Suður í Skerjafirði og víðar um bæinn tók þakplötur af, rúður brotnuðu í gluggum, grindverk og flaggstengur brotn- uðu og við Iðnskólabygginguna brotnuðu háir vinnupallar. Suður í Kópavogi urðu skemmdir á húsi, sem er 1 smíðum. Það losn- aði af grunni, Því var „lagt við ankeri". STRÆTISVAGNAR FUKU ÚT AF VEGUNUM Miklar truflanir urðu á sam- göngum, með því að tíu strætis- vagnar á utanbæjarleiðum rur.nu út af flughálum vegunum, er stór viðrisbyljir skullu á þeim. Slys urðu ekki á farþegunum. Á göt- ■um bæjarins var íllstætt milli kl. 10 og 11,30, en þá mun veður- hæðin hafa náð hámarki, 14 vind stigum. Neðst í Bankastræti var flughálka og greip þá lögreglan til þess bezta ráðs, er völ var á. Kaðall var strengdur fyrir veg- farendur að halda sér í. En lög- regluþjónar voru þar og víða anarsstaðar á götunum, fólki til hjálpar. — Vindbyljirnir skelltu Algcng sjón á götum Reykjavík- ur í gær. Lögregluþjónn aðstoðar konu, sem erfitt hefir átt með að fóta sig í storminum og hálkunni. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. stórum og stæðilegum mönnum í götuí^, hvað þá heldur ungum stúlkum og eldri konum. Fengu margir slæma byltu og sumir lít- ilsháttar meiðsl. ÞRÁR KONUR SLÖSUÐUST Sjúkraliðsmenn fluttu þrjár konur í Landsspítalann, er allar höfðu slasast í fárviðrinu. ólöf Jónsdóttir, Vesturgötu 58, hafði skollið í götuna og lærbrotnað. Ólöf er fullorðin kona. Eins varð Auður Einarsdóttir, Sörlaskjóli 92, fyrir því slyst að vindhviða skeltli henni á grindverk. Skadd- aðist hún á brjósti og víðar. Auð- ur er- einnig fulloi'ðin. I byggð- inni Blesagróf við Elliðaár fauk ung stúlka, Jórunn Oddsdóttir, á ljósastaur og skadadðist hún í andliti. Skömmu eftir hádegi fóru lög- reglumenn upp í Selásbyggð fólki til hjálpar þar, en plötur fuku þar af nokkrum húsum. VARÐ AD FLÝJA HÚSIÐ Þar uppfrá fóru lögreglumenn sjö manna fjölskyldu til hjálpar og flutti hana hingað til bæjarins, þar eð hús hennar var ekki leng- ur íbúðarhæft. Snemma :í gær- morgun hafði járnið af þaki húss ins sópast burtu og um leið þyrl- aðist allt stopp undir járninu út í veður og vind. Út um rifurnar í loftinu í stofu heimilisfólksins mátti sjá stjörnurnar þegar rof- aði til milli byljanna. Börn hjón- ar.ra eru 5 að tölu á a'drinum 10 til hálfs annars árs. M&ðurinn, sem í húsi þessu býr heitir Sig- urjón Jórsson. Nokkru eftir rð löRreelumsnn höfðú komið með fóll'ið á lögreglustöðina, lét varð- stiórinn færa því heitt kaffi og m'ó'k. Síðdegis í gær var :jöl- skyldunri komið fyrir í húsnæði vestu" ' !rr.e.mn Knox,- Lögreglan flutti fjölda fó’ks 5 úthverfin meðan strætisvagnar gátu ekki ha’d’ð unní fprðiim í úthverfin. Skátar aðstoðuðu lög- revluna. Sendiferðabifreiðin, sem var á leið frá hænsnahúsi vestur á Sel- tjarnarnesi, hiaðinn eggjum, hvolfdi, fór heila veltu, kom á hjólin aftur og skemmdisl lítið sem ekkert. Bifreiðastjórinn fékk hins veg- ar eggjafarminn yfir sig en slapp ómeiddur. Kom hann út úr bíln- um eins og lifandi eggjakaka, út- ataður eggjahvítu og eggjarauðu. Stórtíðindalaust er hiá okkur sögðu hafnsögumenn í símtnli við Mbl. í gærkvöldi. Tveir vélbátar slitnuðu í gærmorgun unp. Þeim var bjargað áður en skemmdir urðu á þeim. Á KLEPPSVÍK Á Klepsvík ligg.ia fjórir gaml- ir togarar. Þeir höfðu allir dregið legufærin. Tveir þeirra, Tryggvi gamli- og Þórólfur, höfðu dregið legu.rfærin svo, að þeir voru fprr. ir að skellast saman. Þá bárust fregnir um að togari væ>'i :rek- inn upp í Geldinganes, Vegna særoks var skyggni inn á Eiðisvík ina frá Kleppi miög slæmt. Þó töldu menn sig ekki hafa greint þaðan togarann Helgafell frá Vestm eyjum, sem þar hefur leg- ið við festar. — Hann rak upp i fyrravor í Gufunes. VEÐRIÐ LÆGIR Þegar kom fram yfir hádegi. fór veðurhæðin minnkandi. Mátti þá sjá menn á húsþökum við að festa plötur. Eftir því sem á dag- inn leið, varð vindur vestanstæð- ari og með 8—9 vindstigum, en meira í hryðjunum því með snörpum hryðjum gekk er komið var að miðaftan. 11—14vmds!igígær oq fyrrinóH f FYRRINÓTT og gær var suð- vestan og síðan suð-austan hvass- viðri um allt land, þótt veðurofs- inn væri mestur hér sunnan og suð-vestan lands. Veðurhæðin var þar yfirleitt frá 11—14 vindstig. Veðurstofan gerði ráð fyrir að í nótt yrði veður hæðin meiri fyr- ir norðan cn hér syðra, en með deginum færi veður yfirleitt lægj- andi. Togarmn Faxi slitnnoa og rnk til hnís HAFNARFIRÐI, 5. jan. — í ofviðrinu í fyrrinótt slitnaði togarinri I'axi upp, þar sem hann lá á legunni í Hafnarfirði, en hann er einn af gömlu togurunum. Til hans hefur ekkert spurzt og ekki rekið neitt úr honum í nágrenninu svo vitað sé. Sennilegt er talið, rð hann hafi rekið út úr firðinum. Vindur var mjög austanstæði.ie fyrst eftir að hvessli um nóttina. stourar brolniiðn í FÁRVIÐRINU í fyrrinótt, og í gær, brotnaðu alls 45 háspennulínustaurar. — Um 60 starfsmenn Rafmagnsveit- unnar voru að störfum í gær- kveldi við viðgerðir á raf- taugakerfunum sem urðu fyr ir skemmdum í veðrinu. Háspennulínan frá Sogi bil aði þar sem hún liggur við botn Grafarvogs. -r- Slitnuðu þar 2 vírar af þrem. — Þeg- ar fór að draga úr veðrinu í gærdag, fóru starfsmern Raf magnsveitunnar á staðinn. Fyrr um daginn, höfðu þeir gengið meðfram línunni, þó illstætt væri og kannað hana. Um kl. 10 í gærkveldi munu þeir haía lokið viðgerðinni. Skammt frá þcssum stað, upp við tilraunabúið að Keld um, brotnaði staur í há- spcnnulínunni, en frá þess- ari línu fær dælustöðin að Reykjum í Mosfellssveit raf- magn. — Stóðu vonsr til aö viðgerð yrði lokið með morgni í dag, en vinna þurfti í alla nótt. Kl. 8,30 í gærkveldi, var lokið viðgerð á háspennulin- urni til Hafnarfjarðar. Um klukkan 3 í fyrrinótt brotn- aði einn stauranna, en bá- spennulínan sjálf varð fyrir skemmdum á sex stöðum, vír arnir slitnuðu og drógust til. Mestar skemmdir urðu á Vífilstaðaháspennuiínunni en frá henni fær Vífilsstaðahæli og Kópavogsbyggð rafm.agn. 26 staurar brotnuðu. Bráða- birgðaviðgerð verður hraðað cftir því sem unnt cr. — En langan tíma mun taka að setja nýja staura í stað þeirra brotnu. — Loks brotnuðu 11 staurar á Lögbergslínunni, en frá henni fær Selásbyggð rafmagn. — Viðgerð á henni til bráðabirgða verður eðli- lega hraðað eins og föng eru á.__________________ HAMBORG — Nýlega gerðu Dan- ir og Vestur-Þjóðverjar með sér viðskiptasamning, sem hljóðar um 82.678.500 sterlingspunda við- skipti á árinu 1952. ^GUÐBJÖRG REKUR Á LANÍ) Með morgninum snérist vindur: til suð-vestan áttar og gerði þá mikinn sjógang í höfninni í FIafn« arfirði og jafnframt var afspyrnu veður. — Vélbáturinn Guðbjörg slitnaði þá frá bryggju og rak upp að grjótuppfyllingunni fyrir sunnan syðri bryggjuna. Hásjávar var og lagðist báturinn alveg upjs að uppfyllingunni svo hægt var að ganga út í hann. Það vildi svo> vel til, að togarinn Júlí lá viS syðri bryggjuna. Var komið fyr- ir vír frá honum í Guðbjörgu og: hún dregin þannig út aftur. Ekki er vitað, hve mikið bátur- inn skemmdist, en leki kom ekki að honum. Fleiri bátar munu hafa brotnað eitthvað við bryggjurnar. Eldborg rak upp í Sförú Mikiar skemmdir víSa um Borgarf jerð EORGARNESI, 5. des. — Stórviðri geisaði hér um allt héraðið í dag. Vélskipið Eldborg, sem lá við bryggju í Borgarnesi, slitnaði f i á henni um ellefu-leytið og rak upp í fjöru skammt frá mjólkur- 1 samsölunni. Eftir því sem næst verður komizt, er skipið lítið brotið, en líkur eru til að erfiðleikum verði bundið að ná því á flot aftur, svo hátt hefur það borizt á land upp. .TJÓN í BORGARFIRÐI | Heyrst hefur um stórskaða viða upp um Borgarfjarðarhcrað, cn ^fregnir eru óljósar þaðan vegna þess hve simasambandið hefur veiið slæmt. , gripahúsum og miklar skemmdir hafa víða varið á gróðurhúsum, eins og t. d. í Bæjarsveit. I Borgarnesi gekk sjór alveg yfir hafnargarðinn og sá ekki i hann. — Lágstreymi er nú, en flóðið var \ SEINT í gærkvöldi voru tveir Akranesbátar ókoranir a5 landi, en þeir fóru í fyrrakvöld í róður á svonefnd Akranes- mið. Þetta eru véískipin Sig- rún, skipstjóri Guðmundur Jónsson og Valur, skipstjóri Sigurður Jónsson. Síðast bárust fregnir af hát- unum um hádegisbilið. Breikur fópri strandar x/T Vita.ð er um, að þök hafa tekið af meira en mesta hástreymisflóð. SEINT í gærkvöldi bárust þæV fregnir hingað til Reykjavíkur, að brezkur togari hefði strandað í Önundarfirði. — Óvíst var þá um mannbjörg. Veður var all- hvasst, sjö til átja vindstig, afS því er talið var, með snörpuirt éljum. — Hinn brezki togari heitir Barry Castele og er frá Grimsby. Skipstjórinn virtist hinn ró- legasti, er hann talaði við tog- ara, er komnir voru á strand- stað, en þeir gátu víst ekkert aðhafzt mönnunum á hinum strandaða togara til hjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.