Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 11
Sunnudagur 6. janúar 1952 MORGVNBLAÐIÐ 11 t s Franíli. af fes. 7 leldur að hjálpa þeim burí frá fúskinu. Betra er að hafa dá- lítið hönd í bagga með áhuga- Jistinni með ákveðnu leiðbeining- arstarfi, en að láta hana , vaxa ■ út um allar jarðir eins og ill- gresi, án allrar íhlutunar og rækt tmar. Flestum áhugamönnum mun kærkomið að fá góðar leið- beiningar, ef möguleikár eru fyr- ir hendi og einhver listamaður getur jafnframt haft af því nokk- tirn hagnað. Næstum helmingur þjóðarinn- ar málar og teiknar. En það er ekkert hrygðarefni, því fleiri, sem við það fást, fjölgar þeim, sem fá löngun til að velta ráð- gátum listarinnar fyrir sér og skoða söfn og sýningar. Það sakar því ekki að læra stafrof listarinnar, með því að reyna við þau tæki, sem til listsköpunar eru notuð. Þeir verða dómbær- ari, sem þekkja tæknilegu hlið- ina og hana er einmitt hægt að kenna, því innsta kjarna listar- innar upplifa og finna aðeins þeir, sem eiga listræna eðlisgáfu. En það eru ekki allir þannig gjörðir, að geta veitt gjöfum guð- anna viðtöku. Það er „fyrir þá fáu og sjaldgæfu, er skilja gjöf vora“, eins og skáldið segir og það er þarft verk að stuðla að því, að þessum fáu fjölgi, á þann hátt, að reyna að vekja blund- andi hæfileika með fræðslu. Það er að nokkru leyti mögulegt, en aðeins að nokkru leyti. NOTIN AF FÉLAGSLEGU SKIPULAGI Jafn hressandi sem það er, að bitta verkamann, sem getur bú- íð til góðar myndir, þá er það jafn dapurlegt að verða var við málara, sem heldur hefði átt að vera verkamaður. Þeir sem þrá listina ættu að geta náð sam- bandi hvor við annan, því sam- eiginleg áhugamál tengir þá. En ólíkt auðveldara ætti það að vera fyrir áhugamennina að yinna saman af bróðurhug til gagns og gamans heldur en at- vinnumennina, þar sem oft er eins og eldur og vatn mætist, er þeir koma saman, sem fylgja gjörólíkum stefnum. Aftur á móti er listin lang- flestum áhugamönnum ekki allt. Því ef svo væri ættu þeir erfitt með að sætta sig við venjuleg störf. Þeim ætti félagslegt starf að vera auðvelt. Að vísu er mörg- um lítið um félagslíf gefið og vilja iðka listföndur sitt út af fyrir sig. En er þeir komast að raun um, að þeir geta fengið tilsögn, samband við erlenda samherja og ýms hlunnindi, sem yiðtækt félagssamband getur veitt, þá munu þeir einnig verða með, þrátt fyrir alla gallana. Skipulagning hefur verið mikil lyftistöng öilum íþróttum, áhuga- Jeiklist og áhugatónlist. Hvers vegna ætti áhugamyndlistin þá ekki að notfæra sér hagnaðinn af félagslegu skipulagi? FUNDURÁHUGAMANNA í HOED Snemma í júlí komu fulltrúar norrænna áhugalistfélaga saman í Hoed. Jafnframt var þar sýn- ing mynda frá áhugafélögum á iNorðurlöndum, er sjálf höfðu valið myndir sínar. Málverkin yoru rúm 200 og auk þeirrar litl- ar höggmyndir, leirmunir og teikningar. Áhugaflokkur sveitarinnar bafði komið þessu móti á, en hann er hvorki fjölmennur né iérstaklega snjall. Við erum bara yenjulegir Jótar, sem höfum hug á að fá nokkra vitneskju um málaralist og ná sambandi við aðra sama sinnis. Við lítum ekki á okkur sem listamenn. Að blöð- in veittu okkur mikla eftirtekt er sennilega að verulegu leyti vegna þess, að merkilegt mun þykja, að áhugamannafélag um myndlist geti þrifist í sveit og þar sé hægt að safna fólki sam- an til að hlusta á fræðileg er- índi um list og svo vegna til- m á 1 a r a m^ Blarnadéltir I BARNADEILÐ Myndlisíarskólans. Langmest aðsókn er að barna- deildinni. Kennarar eru þar frk. Unnur Briem og Sverrir Haralds- son, í haust voru 200 umsóknir um skólavist. En sökum ónógra luisakynna var ckki hægt að koma þar fyrir nema 150 nemendum. Börnin eru frá 7—12 ára og eru yngstu börnin innan við 9 ára ald- ur, sér í fiokki. En alls er nemendunum skipt í 5 flokka, 30 nem- endur eru í hverjum flokki. Er þau fá inngöngu í skólann, er greitt 100 kr. inntökugjald, en svo fíamarlega, sem börnin sækja kennsluna með áhuga og stund- vísi, er inntökugjaldið greitt tii baka í lok kennsluársins, nema hvað þau þurfa að borga fyrir efnið, sem þau nota. Flýst börnin hafa mikinn áhuga fyrir þessu námi. Þau teikna, mála, klippa út myndir og hnoða í leir. En kennslunni er þannig hagað að börnin eru látin vera sem mest sjálfráð um það, hvað þau leggja stund á, hvort heldur þau teikna, mála eða vinna í leir. Formaður myndlistarskólans, Axel Ilelgason, hefur skýrt blað- inu frá, að þetta fyrirkomulag sé haft með tilliti til þess að upp- eldisfræðingum þykir það bezt henta, að börnin ráðist í þau verk- efni, sem þau hafa sjálf valið sér. Með því móti fá þau aukið sjálf- traust og hæfileikar þeirra þroskast á eðlilegan hátt. Þau komast að raun um, að þau geta á eigin spýtur búið til ótrúlegustu hluti, úr því efni, er þau fá í hendur. Nú fyrir jólin hafa þau t.d. gert býsna margskonar borðskraut og ýmsa leirmuni, er þau tóku með sér heim. Leirinn, sem notaður er, er grafinn upp úr túninu á Laugarvatni. Þegar litlir hlutir úr þessum leir eru látnir þorna geta þeir haldið lögun sinni óskemmd- ir. Bcrnin mála hlutina með allskonar litum, sem þau velja sjálf, og þekja með lakki. Þau hafa einnig búið til heilmikið af jólakort- um, liver eftir sínu liöfði. Það er mikils virði að kenna börnunum að koma sér upp slíkri tómstundavinnu, venja þau á að hafa eitthvað fyrir stafni, og ráða fram úr því sjálf, hvernig þau eiga að gera hlutina. rauna okkar að mynda víðtækt samband áhugamannaflokka. Það var okkur gleðiefni, að svo mörg félög tóku þátt í sýning- unni eða fundinum og að hug- mynd okkar hafði fengið já- kvæðar undirtektir svo langt norður frá, að áhugamenn komu frá íslandi, Noregi og Svíþjóð til þess að ræða sambandstillög- una í sveitinni okkar. Það ber vott um mikinn áhuga og að tími er kominn til slíkra fram- kvæmda. SAMANBURÐUR TIL HVATNINGAR Auk félaganna í þessum lönd- um voru svo ýmis félög hér á Jótlandi og í Kaupmannahöfn, sem voru þátttakendur. Vænt þótti okkur um að fá skemmti- legar myndir frá barnaklúbb ríkisútvarpsins. Hér var ekki um sölusýningu að ræða og ekki átti þetta að vera léleg stæling á opinberri listsýningu, heldur blátt áfram sýning á verkum, sem á- hugamenn höfðu gjört sér til gamans og samkvæmt því varð hún að dæmast. Aðbúnaður sýningarinnar var, sem vænta mátti, af vanefnum ger. Tilgangurinn var aðeins sá, að fá sýnishorn af norrænni á- hugalist til samanburðar og hvatningar, að gera tilraun, sem ætti að verða upphaf annars meira. Að ná sambandi við aðra áhuganienn var aðalatriðið. Sýn- ingar ættu aldrei að verða aðal- markmið okkar. Vitanlega er það undir hverjum einstökum komið, hver áhrif slíkrar sýningar verð- ur, en aðsóknin var góð — rúm- lega 1000 gestir —, og áreiðan- lega komu margir að loknu dags- verki ,sem aldrei hafa séð mál- verkasýningu fyrr. Það er líka dálítil byrjun. Flestum þótti sýningin athygl- isverð og að minnsta kosti ein- stæð á sínu sviði, hin fyrsta -sem komið hefur verið á fyrir sam- vinnu norrænna áhugamanna- félaga. Þetta hefur sennilega ekki verið reynt fyrr, en að félagið á þessum stað stað gat leyst þetta verkefni er ekki hvað minnst að þakka ágætri aðstoð kunnáttumanna og einstæðri gest risni veitingamannsins og ást hans á málenfinu. Það er ekki auðvelt að ræða um verk hinna einstöku félaga, en flestum kom saman um, að íslendingar og Norðmenn væru vel á veg komnir og Svíar áttu einnig margar athyglisverðar myndir og voru ýmsar þeirra í skemmtilegum römmum. Sjáan- lega hafa þeir góð tæki. Vissu- lega eru sumir komnir lengra áleiðis en aðrir. En ef það gleym- ist ekki, að maður er aðeins áhugamaður, þá ætti það eklci að skipta miklu máli. Meðal danskra félaga vakti félagið í Svendborg einkum eft- irtekt fyrir ágætar teikningar og leirmuni. Fleira mætti nefna, en ég vil aðeins taka mér orð Her- man Madsen’s í munn, er hann segir í einni bók sinni um list: , Gangi maður á sumardegi- um blómskrýtt engi, þá er það þröng- sýni að taka eitt blóm fram yfir annað. Öll eru þau af sama upp- runa og háð þeim skilyrðum, sem þeim eru búin“. Þegar vel var athugað báru margar af litlu myndunum það með sér, þrátt fyrir ýmsa galla, að þær voru unnar á yfirlætis- lausan hátt af hrifnæmum huga þess manns, sein átt hefur sínar ánægjustundir við athugun nátt- úrunnar í ást til iistarinnar. Slík- ir menn kynnast náttúru lands síns á innilegan hátt. Slíkir menn skapa ekki gerfilist eða fúsk. Það er fúsk þegar tómstundalistin hef ur öll einkenni yfirborðsháttar, en enginn þ.arf að fyrirverða sig fyrir „áhugámanns“-nafnið. iFRESTAS AÐ STOFNA SAMBAND | Um fundinn í sambandi við sýninguna skal ég ekki fjölyrða, en aðeins taka upp það, sem blaðið „Vestkysten" sagði: „Svo var ráð fyrir gert, að í sam- bandi við sýninguna yrði stofn- að samband norrænna áhugafé- laga um myndlist. Um þetta var líka rætt, jafnvel á fjórum tungu málum. Danir og íslendingar höfðu gert sér vonir um, að fund- urinn gæti endanlega gengið frá stofnun sambandsins. En fulltrú- ! ar frá félögum hinna landanna höfðu ekki umboð til þess. Þrátt fyrir það var bráðabirgðatillaga samþykkt, þar sem fjölgað var í undirbúningsnefndinni og henni falið að vinna áfram að stofnun sambandsins". Þannig sagði blaðið frá þessu. Róm var ekki byggð á einum degi og aðalatriðið er, að hug- myndin hefur möguleika til þess að komast í framkvæmd og að góður félagsandi er þungamiðja hennar, svo engu ber að kvíða um afdrifin. Veitingamaðurinn í Hoed sagði mér einu sinni, að hann hefði verið á ferð í Hollandi og gisti þá hjá fjölskyldu, sem unni mjög tónlist. Á ferðalaginu hafði hon- um reynst erfitt að komast í sam- band við fólkið, því að hann gat ekki talað annað mál en dönsku. En á þessu heimili varð annað uppi á teningnum, því tónlistin varð sá tengiliður, er skapaði vinarhug, hún varð sameiginlegt mál, sem báðir aðilar skildu. Sameiginleg áhugamál geta skapað vináttu, sem engin landa- mæri trufla —• vináttu milli þjóða — og hennar hefur aldrei verið meiri þörf en nú. Bræðralag áhugalistamanna er það, sem ég alltáf hef haft í huga og sérhverju starfi, sem getur skapað tengsl milli þjóða, þarf að skapa möguleika. Sam- band við listina og samband við annað fólk, gegnum listina, er takmarkið. Áhugamennirnir ferðuðust langan veg til veitingahússins í Hoed og það skal ekki verða til einskis. . sjöfiu ára 1. ÞESSA mánaðar varð heiðurs- konan Oddný Bjarnadóttir, Njáls götu 30 hér í bæ, sjötíu ára. Oddný er íædd að Skógar- gerði í Fellum á Fljótsdalshér- aði 1. ian. 1882. Foreldrar henn- ar voru hjónin Álfheiður ,Tóns- dcttir og Bjarni Bjarnason er þar bjuggu. Oddný var yngst fjögra systkina, scm öll eru á lifi og búa þau öll hér á landi nema svstir hennar, sem býr í Ameríku. Föð- ur sinn missti Oddný þegar hún var á fyrsta ári. Dvaldist hún síð- an með móður sinni til briggja ára aldurs, en þá lézt móðir henr.ar. Þá fór Oddný cil hjón- | Auglýsendur \ a t h u g i ð I að Isafold og Vörður er vinsael- | § asta og fjölbreyttasta blaöið { : I sveitum landsins. Kemur át | I einu sinni í viku — 16 síður. [ anna Jarþrúðar Einarsdóttur og Hallgríms Jónssonar, sem bjuggu að Skeggjastöðum í sömu sveit, og hjá þeim var hún- til 16 ára aldurs. Eftir það var hún á ýms- um stöðum þar eystra bar til árið 1925 að hún fluttist til Reykjá- víkur. Var hún fyrst í vist hjá Asgeiri Sigurðssyni, konsúl. Árið 1928 setti Oddný á stofn matsölu hér í bænum og hefur hún rekið matsölu að heita má síðan árið 1928. Oddný hefur verið mjög vel látin í þessu starfi sínu og skipta þeir menn hundruðum sem keypt hafa fæði hjá henni, lengri eða skemmri tíma. Oddný ber hin mörgu ár vél og gengur enn að öllum störfum með sínum alkunna dugnaði og atorkusemi, sem jafnan hefuj einkennt hana. Hún er gáfuð og víðlesin og skemmtileg í sam- ræðum. Vinir Oddnýjar og velunnarar scnda henni hugheilar afmælis- kveðjur í tilefni af þessum merku tímamótum á æfi hennar. Jón Pétursson. íbúar ísraels JERÚSALEM: — íbúar ísraels eru nú rúm'.ega liálf önnur millj. Eru 9/10 hlutar þeirra Gyðingar. Liecfó aró óskum við öllum okkar góðu viðskiptavinum. Eins og hingað til munum við hafa á boðstólum aðeins I. fl. vörur. Prjónavöruverzlun Onnu Þórðardóttur h.f. Skólavörðustíg 3. — Sími 3472. Wekicsraklsskkssf Höfum fengið vandaðar vekjaraklukkur, verð kr. 69,00. Einnig fallegar eldhúsklukkur með 8 daga gangverki. Úrsmíðavinnustofa Björns og Ingvars. Vesturgötu 16. Vélritunarstiílka óskast Opinbert fyrirtæki vantar vana vélritunarstúlku. — Eiginhandarumsókn, merkt: „Vön vélritun — 641“ legg- ist inn á afgr. blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.