Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.01.1952, Blaðsíða 14
T » MORGVNBLAÐÍÐ Sunnudagur 6. janúar 1952 Framhaldssagan 37 nnmniiiiinmnimnnni a annari Sk'áldsaga eftir MILDRID DAVIS ........... Eftir dálitla stund geispaði hann og steig ofan á sígarettuna. Svo teigði hann úr sér og stóð á fætur. „Ég er að hugsa um að , fara upp og sækja bókina sem ég var að tala um“, sagði hann við Weymuller,_ Hinn leit undr- andi á hann. „Ég hef ekkert að | gera og ég get eins litið í hana núna“. ^ Þjónninn virtist ekki ánægður með það. „Ef þér liggur svo mik- j ið á, þá get ég farið og sótt hana fyrir þig strax“. Hann ætlaði að standa á fætuf. í „Nei, nei, vertu ekki að ho_fa fyrir því“, sagði Swendsen. „Ég get lesið blaðið hérna“. | Weymuller horfði fyrst rann- * sakandi á hann cn sneri sér síðan aftur að verkinu. En við og við gaut hann augunum til hans. | Swendsen virtist niðursokkinn í að lesa blaðið. Mínúturnar liðu. I Þjónustustúlkan og matreiðslu- konan unnu þegjandi og Wey- muller fór að leggja á borðið í borðstofunni fyrir miðdegisverð- I inn. Eftir nokkra stund kom Patricia og fór að undirbúa mið- degisverð þjónustufólksins. Swendsen leit ,á úrið. Klukkan var að verða eitt. Það heyrðist glamur í diskum innan úr brrð- stofunni og lágar raddir. Wey- muler gekk fram og aftur á milh eldhússins og borðstofunnar hlað inn diskum og skálum. Patricia fór að tauta um fólk, sem sæti og gerði ekkert gagn en Swend- sen heyrði ekki til hennar. Við og við fletti hann blaðinu og horfði á síðurnar án þess þó að sjá hvað á beim stóð. Næst burfti Patricia að úthella sér yfir fólk sem læsi blöð annarra. I Loks sagði matreiðslukonan þeim, að setjast við borðið og þau fórú að borða. Þau snæddu þegj- . andi og í flýti. f Patricia lauk fyrst við að borða og hvarf upp stigann. Swendsen stóð næst á fætur og settist aftur i á stólinn við vegginn og tók upp blaðið. Weymuller gekk um með hnífapör og diska og bjónustu- stúlkan þvoði upp. Tíminn leið. Neðri vörin á Swendsen var orð- in dökkrauð, því hann beit sí- fellt í hana. Klukkuna vantaði kortér í tvö. Loks fór þjónustu- stúlkan upp baktröppurnar. Weymuller og matreiðslukonan voru enn um kyrrt í eldhúsinu. Swendsen ætlaði að segja eitt- hvað um að það væri bezt að leggja sig, en hætti við bað og sneri sér aftur að blaðinu. Tíu mínútur yfir tvö. Svitadroparnir sáust greinilega á enni hans — Hann losaði um flibbann. Matreiðslukonan tók loks af sér svuntuna og fór upp. Swend- sen var einn eftir mcð V/eymuil- er. Hann geispaði aftur en hreyfði sig ekki. Swendsen tók fastar um blaðið og stundi við. Þá var hringt á forstofudyrn- ar. Aður en Weymuiler var kom- inn út, var bílstjórinn þotinn á fætur, hafði gripið frakka sinn og sagði: „Jæja, það er bezt að fara út í bílskúrinn“, og geispaði. Þjónninn fór aftur í jakkann og hvarf inn í borðstofuna. Ekki var hann fyrr horfinn, en Swendsen varð rólegra um. Hann klæddi sig í jakkann og sneri strax að baktröppunum. Hann hikaði þó miðja vegu og hlustaði. Ekkert bærði á sér í myrkrinu fyrir of- ar^hann. Hann stóð á neðsta brep inu, þegar hann nam skyr.dilega staðar. „Swendsen!" sagði einhver að baki hans. Bílstjórinn sneri sér ekki strax við. Akveðinn og kuldaleg rödd- in bergmálaði um eldhúsið. Það var auðheyrilega rödd þess sem vanur er að sér sé hlýtt. Har.r. fgnn að hendur hans urðu rakar. Lcjks sté hann niðuf af( þrepi yu opí'niður í eldhúsið. Frú Corwith stóð í borðstofu- t#'# í framan. „Hvert eruð þér að fara?‘ sagði hún og reyndi að hafa stjórn á rödd sinni. Bíistjórinn svaraði ekki strax, en mætti augnaráði hennar :neð sakleysislegum undrunarsvip. — „Hvað þá?“ Frú Corwith átti fullt í fangi með að halda höndum sínum kyrr um, því hún kreppti hnefana. — „Ég sagði, hvert eruð þér að fara“, endurtók hún hægt. „Nú“. Það var eir.s og ljós hefði runnið upp fyrir Swendsen. „Ég var að fara upp“, sagði hann kæruleysislega og bjóst til að leggja af stað aftur eins og sam- talinu væri lokið frá hans hálfu. „Swendsen!“ Röddin var ennþá meira skipandi þetta sinn. „Vilj- ið þér gera svo vel að segja mér hvert þér eruð að fara og hvað þér ætlið að gera?“ „Ég er að fara upp íil Wey- mullers“, sagði hann. „Ég lánaði honum bók og ég þarf að fá hana aftur“. Hann leit á hana eins og sá sem hefur verið beittur óréttlátri íor- tryggni. Frú Corwith starði á hann á móti. Hún var eins og á nálum. Loks var éins og drægi úr henni allan mátt. Axlirnar sigu og augun urðu sljó. „Ég skal biðja Weymuller að ná í hana þegar hann hefur tíma til þess“, sagði hún, en hreyfði sig ekki. „Má ég ekki sækja hana núna?“ „Weymuller skilar yður hók- inni í kvöld“, sagði hún ákveðin. Hann kom ekki með frekari mótbárur. Hann sneri við, gekk fram hjá henni og í gegnum eld- húsið. Hann opnaði útidyrnar og fór út án þess að líta við. Þegar hann var kominn úr aug sýn, hraðaði hann göngunni og beit í neðri vörina, hugsandi á svip. Hann tók upp símatólið begar hann var kominn upp í herbergí sitt, án þess að fara fyrst úr frakl: anum. „Phranzer .... Matt? — Gene, auðvitað, heldur hver? Þau ætla að fara á sunnudaginn._ .... Já, það hlýtur að vera. .. Ég reyndi bað i dag, en frúin náði mér. .. Ég var að fara upp. .. Nei, ég þóttist ekkert skilja. .. Ég veit það ekki, en á morgun á þjónustu fólkið frí og frúin ekur þeim venjulega á stöðina. .. Já, kannske. .. Hvað? Já, ég reyni það. Annars verður þú að setja út verði. .. Já, ég skal reyna, blessaður....“. 18. KAFLI. Síðla morguns, Hann beið þolinmóður. Frakk- inn lá á rúminu og lyklarnir á kommóðunni. Hann hafði dregið stól að glugganum og reri sér á honum fram og aftur með fæt- urna uppi í glugffakistunni, eii hafði þó auga með húsinu. Brátt kom Hilda út. Hún var í loðkápu og gekk hratt að bíl- skúrnum. Hann heyrði fótatak hennar niðri og síðan hljóð í vél. Bíllinn rann upp götuna íyrir framan húsið og nam staðar við forstofudyrnar. Frú Corwith kom út og í fylgd með henni Weymuller og stúlk- urnar. Frú Corwith settist við hlið dóttur sinnar í fram sætið. Þjónustufólkið settist í aftursæt- ið. Svo hvarf bíllinn niður göt- una. Klukkan var átta mínútur yfir ellefu. Hann sat kyrr við gluggann. Þegar klukkan var tuttugu mín- útur yfir ellefu birtist matreiðslu konan við húshornið. Hún gekk út götuna og upp að næsta húsi. Tæplega fimm mínútum síðar kom Dora út. í stað þess að fara beina leið i bílskúrinn, fór hún gangandi í sömu átt og hin höfðu farið í bílnum. Swendsen stóð á fætur. Hann leit á úrið, klæddi sig í frakkann, stakk lyklunum í vasann og fór niður. Hann hikaði augnablik, en stakk svo lítilli olíukönnu i vas- ann áður en hann hélt áfram upp að húsinu. Hann sá gegnum gluggann að eldhúsið var mannlaust. Hann opnaði dyrnar hljóðlega, hlustáðí og gekk svo inn. Hann gekk í gegnum eldhúsið og ýtti upp hurð inni inni í borðstofuna. Þar var enginn. Síðan læddist hann hljóð- lega inn í setustofuna. Þar var kalt. Það hafði ekki verið kveikt í arninum og gluggatjöldin voru hálfdregin fyrir. « sr» • ■ Tfíi W- m ••■(■■■ ■ a a emwmun'mmmárn Wm mmmmac temn am raa'*s riWVjl Á ? (K ’ífcB 'ú ■ ® f; DANSAD b síðdegiskaffinu í dag ■miii VETRARGARÐURINN — VETRARGARÐURINN Afmennur dansleikur í VETRARGARÐINUM í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. Aðgöngumiðar verða seldir eftir kl. 8. — Sími 6710. NEFNDIN Gömlu dansurnir Almennan danslcik hcldur Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Grótta að Þárskaffi i kvöld kl. 9. Aðgöngumiðapantanir í síma 6497 frá kl. 1. — Miðaaf- hending milli kl. 5—6. NEFNDIN i»< S Aðalfundur ■ Slysavarnadeildin Hraunprýði i Hafnarfirði ■ ■ • heldur aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjud. 8. jan. ■ kl. 8,30 e. h. í DAGSKRÁ; 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kvikmynda- sýning. 3. Kaffidrykkja. 4. Félagsvist. Konur eru beðnar að hafa spil með ! STJÓRNIN ya^lP1 I frpiMHBiT Í WWWiWm _ • e ARNALESBOK MlowuiTblaðsins 1 Ævmfýri Afikka 118. Veikgeðja risinia Eftir Andrew Gladwin 12 PJsinn reis á fætur og gnæfði nú við loft. Hann rétti trölls- lega hendina í áttina til Mikka og þegar þeir tókust í hend- ur var eins og allur handleggur Mikka týndist inn í þenn- an voðalega lófa. — Velkominn, þrumaði risinn, þó honum sjálfum fyndist hann tala lágt. — Hver ert þú? bætti hann við. — Ég er Mikki, skipstjóri á „Víkingaskipinu11, svaraði Mikki, tók ofan hjálminn og hneigði sig. Hann var ekki alveg viss, hvort hann átti að hneigja sig fyrir risa eða heilsa honum með því að lyfta hönd upp að deri. — Þú kemur alveg mátulega, hrópaði risinn. — Mig hef- ur lengi langað til að eignast ílota. Ég skal gera þig að flota- foringja, ef þú villt hjálpa mér til að eignast flota. Villtu það? Áður en Mikki gæti svarað þessu furðulega boði, heyrðist hávær bjöiluhringing. Það var eins og þrjátíu kiukkum væri hringt samtímis. Það var næstum óþolandi hávaði. — Það er verið að hringja til dóma, skýrði Gimbill fyrir Mikka. — Komdu nú risatign, eða þú verður enn einu sinni of seinn. — Æ, hvaða vandræði, sagði risinn. — Mig langaði svo til að negla fyrir músarholuna þarna. Jeg skal segja þér, bætti hann við og sneri sér að Mik&á. — Ég ek ægílega' hræddur við mýs. : flflWM ■ ■ HU ■ ■ ■ aruilUUI ■ ■■n■■■■■■■■■■ I Málaskólinn Mímir ■ ■ Námskeið í ensku og þýzku byrja 14. þ. m. — Upp- ; lýsingar og innritun næstu daga í Túngötu 5, 2. hæð, ; kl. 14—21, sími 4895. Z Halldór P. Dungal. Höfum opnað sehdibíEaslöðina Þór við Faxagötu. Sími 81148 Höfum ávallt hreina og örugga bíla til hverskonar sendi- ferða. — Reynið viðskiptin. Áíta ellefu fjörutíu og átta. Sendibílastöðin ÞÓR Dyndiistaskólinn i I tekur til starfa aftur mánudaginn 7. janúar. — Barna- 3 deildin byrjar' 8. jan. — Nýir nemendur geta komist að 3 í kvöldnámskeið skólans. — Barnadeildin er fullskipuð. 3 Skólastjóri. ■^UWlo • herra. sagöi .Gipibijl, m þetta len^ur eða ‘skeiftúr, FRONSKUNAMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE = ■ m ; tímabilið jan.—apríl, hefjast bráðíega. Kennslugjald 250 » ■ . f * : krónur. Væntanlegir. nemendur gefi sig fram í sírria 2012 : \ fyrft 19, þ..m,| . ,J , . , :i ■ «■■•■■■■•■■«■•■■■a■■■■■■■m■■■■•■■■■■■■ r» ■■■*■■«■■■■■■■■■■«■■■■■*■ai■•■%4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.