Morgunblaðið - 29.01.1952, Page 11
Þriðjudagur 29. janúar 1952
MORGUIS BLAÐIÐ
11
Stgurður Jafetsson verzLmakr
í DAG fer fram útför Sigurðar
Jafetssonar verzlunarmanns.
Hann lézt í sjúkrahúsi í Kaup-
xnannahöfn 13. jan. s.l., rúmlega
46 ára gamall. Sigurður fór utan
fyrir hátíðar alvarlega veikur og
Var skorinn upp. Virtist aðgerðin
í fyrstu ætla að heppnast vel, en
hann fékk upp úr henni heiia-
blóðfall og varð það honum að
bana.
» -
'geðjaðist bezt að því að hafa að
1 umræðuefni hinar skemmtilegri
hliðar líísins, og það þó að hon-
um dyldist ekki hin síðari ár, að
hann gekk ekki heill til skógar.
Er hann öllum harmdauði, sem
kynntust honum, en einkum þó
mæðginunum, sern eiga á bak að
sjá ástríkum eiginmanni og föð-
ur, en minningin um hinn elsku-
lega heimilisföður mun þó verða
þeim mikill styrkur.
Ég vil að lokum þakka Sigurði
Jafetssyni fyrir árin, sem við
áttum saman sem leikbræður í
æsku og síðar, fyrir góða vináttu
og tryggð allt til æviloka.
Blessuð sé minning hans.
Sigurðnr S. Ólafsson.
Micfcey Mouse kom-
ínn aftur
BELGRAD — Gamaíl vinur ,Túgó-
slava kom aftur til Belgrad í þess-
um mánuði, en liann var útlægur
gerr þaðan árið 1941. Hér er um
að ræða Mickey Mouse, sem nú
á ný birtist á forsíðu júgósláv-
neska dagblaðsins „Politika".
Mickey var á sínum tíma yfir-
lýstur sem heimsveldissinni og ó-
svikinn kapitaliskur stríðsæsinga-
maður. Hlaut dómur þessi stað-
festingu um flest eða öll lönd þar
sem 'kommúnisk leppstjórn var við
lýði.
En nú hefur þessi dómur verið
úr gildi felldur í Júgósiavíu og
Mickey Mouse er alfrjáls þar sem
og Donald Duck og Pluto.
— Áfiuufi hjá íéíaya Stalin
Miðunantöðin á Garðskaga
tekin í notkun á sunnudag
Sigurður Jafetsson var Vestur
bæingur í húð og hár, fæddur 13.
dag septembermánaðar 1905.
Voru foreldrar hans Jafet Sig-
urðsson skipstjóri og kona hans
Guð ’ún Kristinsdóttir frá Stein-
um, Olafssonar, kunn merkishjón.
Bjuggu þau þá á Bræðraborgar-
stíg 20, en fluttu tveim árum síð-
ar að Bræðraborgarstíg 29, og
bjuggu þar síðan til æviloka, og
þar ólst Sigurður upp.
Sigurður Jafetsson átti nettir
sð rekja til ágætis fólks í báðar
íettir. Karllegg Jafets Sigurðsson-
ar má rekja til merkisbænda i
Skaftafellssýslu, en móðir hans
yar Sigríður Jafetsdóttir guli-
Smiðs í Reykjavík. Faðir .Tafets
gullsmiðs var Einar Jónsson kaup
Tnaður í Reykjavik, bróðir séra
Sigurðar Jónssonar á Rafnseyri,
föður Jóns Sigurðssonar forseta,
og var Ingibjörg, kona Jóns for-
seta, systir Jafets gullsmiðs og
írændkona manns síns svo sem
kunnugt er. En foreldrar Guðrún-
ar, konu .Tafets skipstjóra, voru
Kristinn Ólafsson á Steinum og
kona hans, Gróa Magnúsdóttir
alþi-Igismanns í Bráðræði. Jóns
sonar lögsagnara á Stóra-Ámóti,
Jóncsonar sýslumanns á Móeið-
arhvoli, Jónssonar, og er það stór-
merk ætt. Karllegg Guðrúnar
Kristinsdóttur má rekja í 8. lið
til Núps Sigurðssonar á Esju-
berpi.
Sigurður Jafetsson réðist til
Haraldar Árnasonar 1921 og var
í þjónustu hans og fyrirtækja
hans til æviloka, fyrst sem af-
greiðslumaður í verzluninni, en
síðan á heildsölunni og reyndist
honum nýtur og dugandi starfs-
maður og svo vandaður að af
bar. Ávann hann sér hylli allra,
sem við hann þurfu að skÍDta
Meðsigandi i fyrirtækjum hús-
bónda síns varð hann ásamt fleiri
starfsbræðrum sínum 1943. Burt-
farr .'prófi úr verzlunarskólanum
]auk hann 1928.
Sigurður hafði yndi af íþrótt-
Um og iðkaði þær talsvert á
yng 'i árum, fyrst sem hlaupari,
en síðar og lengst sem knatt-
spyrnumaður. Var hann lengi
fastur maður í hinu fræga knatt-
spyrnuliði K.R., sem tók völdin
af Fram 1926, en þá höfðu Fram-
arar þótt ósigrandi alla vegu frá
1913, þótt þeir á þessu árabili
töpuðu fáeinum mótum. Þá var
hann og lengi gjaldkeri KR-húss-
íns og efldist hússsjóðurinn mik-
5ð í höndum hans. K.R. hefur
því misst þarna góðan félaga.
Sigurður Jafetsson pekk hinn
17. okt. 1931 að eiga Ástu Guð-
mundsdóttur byggingameistara,
Fgilssonar, og var hjónaband
þeirra hið farsælasta. Eignuðust
þau einn son, Jafet, sem nú er
17 ára í menntaskólanum, mikið
íþróttamannsefni.
Sigurður var vinsæll maður
með afbrigðum, hlédrægur og
haeglátur, en þó fjöiœaður og
SUNNUDAGINN 27. þ. m. var'
radio miðunarstöðin á Garðskaga
vita opnuð til afnota fyrir skip.'
Fór sú athöfn fram með mjög
hátíðlegum hætti að viðstöddum
vitamálastjóra, póst- og síma-
málastjóra, forseta Slysavarna-j
félags íslands og stjórnarfulltrú-1
um allra slysavarnadeilda á
Reykjanesskaga og úr Reykjavík
og Hafnarfirði. Athöfnin hófst
með því að gestir og heimamenn
gengu í Útskálakirkju og hlýddu ’
á messu hjá sóknarprestinurn j
sr. Eiríki Brynjólfssyni og fór sú
athöfn mjög virðulega fram, sér-
síaklega er presturinn minntist
Para-visl
FÉLAGSVISTIN svokallaða (á
ensku „progressive whist“) het'-i
ur, á tiltölulega fáum árum, náð
mjög mikilli útbreiðslu og vin-j
sældum hér á landi; — enda er^
þe.ð mála sannast að spil þetta
felur í sér mjög ákjósanlega kosti
til kynningar, hvort sem um;
stærri eða minni félagshópa er
að ræða.
Hins vegar er þar of oft um
spilaheppni eða tilviljun að ræða,
til þess að góðir spilamenn fái
notið kunnáttu sinnar, þar sem
aldrei er spilað nema eitt spil í
einu móti sama manni.
Hin svokallaða „Para-vist“,
sem reynd hefur verið nokkrum
sinnum hér, getur hins vegar
gefið góðum spilamönnum betva
eöa jafnvel • ágætt tækifæri til
þess að njóta kunnáttu sinnar,
þar sem sömu tveir aðiljarnir —
„parið“ (geta þó verið tvær döm-
ur eða tveir herrar) spila saman
allt kvöldið, eða jafnvel tiltekinn
keppnitíma. Mun sá háttur oftast
hafður á, að þeir sem hlotið hafa
sjö slagi eða fleiri í spili, flytji
sig að næsta borði fyrir ofan,
en hinir sem hlutu færri slagina,
sitji kyrrir.
Hvorttveggja mun hafa verið
notað, að sagnir hafi verið bundn-
ar eins og í Félagsvist og í sömu
röð: Spaði — Hjarta — Grand —
Tígull — Lauf og nóló, — eða að
þær hafi verið alveg frjálsar á
hverju borði, eins og í venjulegri
„Sóló-vist.“
S. G. T. sem mjög er orðið
þekkt fyrir vinsælar spilakeppr.-
ir í Félagsvist, bæði í Góðtempl-
arahúsinu og á Röðli, hefur
ákveðið að efna til keppni í
Paravist á Röðli á þriðjudags-
kvöldum í vetur, ef þáttfaka
verður nægileg. |
Hefur félagið boðað til fundar
i þessu skyni að Röðli í kvöld
fyrir þá, sem áhuga kynnu að
hafa á þannig spilakvöldum, till
I þess að kanna hug manna til
slíkrar þátttöku og er öllum
,.,'úst“-unnendum heimil fundar-
sókn.
Alkunnugt er, að á spilakvöld-
um S. G. T. gætir hinnar fyllstu
reglusemi og að sjálfsögðu er
áfengisneyzla útilokuð þar.
Freymóður Jchannsso.i.
andláts forseta íslands og þess
áfalls, er þjóðin hefði beðið í
undanförnum mannsköðum. Þá
lýsti hann starfsemi Slysavarna-
félagsihs og þeirri blessun, sem
fylgt hefði starfsemi þess félags
hingað til. Það átak, sem stigið
væri með opnun radio miðunar-
stöðvarinnar á Garðskaga, væri
ánægjulegur vottur þess, er
tæknin og mannvitið tæki hönd-
um saman við mannkærleikann
til að fyrra slysum og vandræð-
um, og hann bað fyrir sjómanna-
stéttinni íslenzku og allri við-
leitni til að verða henni að liði.
MIÐUNARSTÖÐIN TEKIN
f NOTKUN
Að guðsþjónustunni lokinni var
radio miðunarstöðin vígð með
þeim hætti, að skipstjórinn á
björgunarskipinu Sæbjörgu kall-
aði upp radio miðunarstöðina og
bað að segja sér, hvar skipið væri
nú statt. Radio miðunarstöðvarn-
ar á Garðskaga og á Akranesi
tóku samtímis miðanir af björg-
unarskipinu og gáfu því um hæl
upp stað sinn og reyndist það
hárrétt.
Póst- og símamálastjóri, Guðm.
Hlíðdal, ávarpaði skipin og hvað
það ósk sína og von, að skipin
notfærðu sér sem bezt þessi tæki
og að þau væru vel á verði með
að hlusta, hvort eftir öðru, or
þau væru á miðunum, en í því
fælist hið mesta öryggi. Vita-
málastjóri, Emil Jónsson, tók í
sama streng, þakkaði hann Slysa-
varnafélaginu forgöngu í þessu
máli og lýsti því yfir, að hér með
tæki vitamálastjórnin rekstur
radio miðunarstöðvarinnar í sín-
er hendur.
SR. EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON
AÐALHVATAMAÐURINN
Forseti Slysavarnafélagsins,
Guðbjaijtur Ólafsson, sendi björg-
unarskipinu og sjómönnunum á
hafinu kveðjur viðstaddra, þakk-
læti og árnaðaróskir. Að lokinni
þessari athöfn bauð kvennadeild
Slysavarnafélagsins í Garðinum
öllum komumönnum til kaffi-
drykkju í samkomuhúsi staðar-
ins, þar sem veitt var af hinni
mestu rausn.
Formaður kvennadeildarinnar,
írú Helga Þorsteinsdóttir, setti
samkomuna og bauð gesti vel-
komna, en hófinu stjórnaði sr.
Eiríkur Brynjólfsson, en hann
var aðalhvatamaður að stofnun
deildarinnar fyrir 18 árum, sem
hann kvað eitt af sínum ánægju-
legustu verkum. Mikill samhugur
var á þessari samkomu, þar sem
mættir voru í fullri einingu for-
ystumenn þeirra stofnana, er
þjóðin hefur helzt kjörið til
verndar öryggisins meðal sjó-
manna, vitamálanna, símamál-
anna og slysavarnanna, en öllum
þessum stofnunum má þakka
bjöi gun margra mannslífa.
KONUNUM ÞAKKAÐ
Fjölmargar ræður voru fluttar.
Forseti Slysavarnafélagsins
Framh. á bls. 12.
Framh. af bls. 9
„Hins vegar má ekki grípa til það
■I róttækra ráðstafana, að þær veki
almennan fjandskap Bandaríkja-
manna, eins og árásin á Pearl j
Harbour". Stalin notaði ensku
| orðin „Pearl Harbour" og brosti
I við um leið, eins og hann hefði
sagt eitthvað fyndið.
j Af því sem fram fór, dró Ileid-
rich þá ályktun, að það væri í
. raun og vera skoðun Stalins, að
bandaríska stjórnin væri ekki hús-
I bóndi á sínu heimili. Hann sjálf-
ur, Stalin, var sá, er hafði ráð
allra í hendi sér. Þessi skoðun
byggðist á þeirri fullvissu hans,
, að Bandaríkjamenn fengju ekki
j umflúið kreppuna, og svo því, að
hann ímyndaði sér aðauðveltværi
að hafa áhrif á almenningsálitið
í Bandaríkjunum. Þannig var
Stalin þess fullviss, að atburðir
sögunnar myndu, ef rétt væri að
farið, færa honum sigui'. Og það
var engum vafa undirorpið, hvað
fyrst varð að gerast:
„Við verðum að binda enda á
yfirráð Bandaríkjamanna í
Evi-ópu og Asíu, og að lokum mun
svo komið, að þeir eigi hvergi ítök
utan vesturhvels jarðar".
MASARYK LEGGUR
ORÐ í BELG
Með þessum orðum lauk Stalin
máli sínu. Á eftir ríkti djúp þögn.
Að lokum tók Masaryk til máls
og gat þess hógværléga, að Tékkar
ættu við ýmis konar efnahags-
örðugleilca að etja. Til þess að
geta uppfyllt „skyldur" sínar við
Sovétríkin yrðu þeir að flytja inn
vörur frá Vesturlöndum; hins
vegar skorti þá gjaldeyri til slíkra
viðskipta.
Stalin sagði ákveðinn í bragði,
og kenndi nú í fyrsta skipti nokk-
| urs biturieika í röddinni, að f jár-
I hagsörðugleikar Tékka væru ekki
J eins miklir og Masaryk vildi vera
1 láta. Síðan skýrði hann nákvæm-
lega frá ýmsum smáatriðum í sam-
bandi við greiðslujöfnuð Tékkó-
' slóvakíu án þess að hafa nokkrar
1 skrifaðar heimildir við að styðj-
ast. Hann kvað Rússa reiðubúna
[ til að rétta Tékkum hjálparhönd,
!ef um raunverulega erfiðleika
væri að ræða.
I Molotov sagði blátt áfram, að
það væri „ómögulegt", að Tékkar
sendu fulltrúa til Parísar. „Eins
! og þið hljótið að skilja“, tók Stalin
til máls, „er hér um það að ræða,
| hvort vinátta Tékka og Rússa eigi
að haldast. Við vonum, að þið
J kynnið ykkur tillögur okkar og
' samþykkið þær á morgun klukk-
an fjögur".
Auðvitað voru þetta úrslitakost-
ir. En Tékkarnir sögðu ekki neitt.
Þeir fengu ekki að gert. Þess
vegna var bezt að þegja.
ÞÁTTUR GOTTWALDS
Að lokum mælti Gottwald: Enn-
þá höfum við ekki rætt um vænt-
anlegan samning við Frakka“.
| Stalin afgreiddi þetta mál með
einni setningu. Hann lét svo um
mælt, að í samningnum fælist eng-
in trygging, „sem ekki væri þegar
, fyrir hendi“. Átti hann þar við
samning milli Tékka og Rússa,
sem undirritaður var árið 1943.
| Skoðun hans var augljós — það
skyldi enginn samningur gerður
milli Tékka og Frakka. Stalin stóð
á fætur. Fundinum var lokið.
j Á leiðinni til aðsetursstaðar
þeirra félaga mælti Masaryk lágri
röddu við Heidricþ. „Hvert er þitt
álit?“ Heidrich sagði ekki neitt,
og Masaryk svaraði spurningu
sinni sjálfur. „Tékkóslóvakía er
glötuð".
i
DAUÐI MASARYKS
i Eftir valdatöku kommúnista í
febrúar 1948 lét Masaryk til leið-
ast að sitja í hinni nýju stjórn,
í þcirri veiku von, að honum mætti
auðnast að koma í veg fyrir, að
réttur Tékka yrði algjörlega fyrir
borð borinn.
Vikum saman gerði Heidrich
örvæntingarfullar tilraunir til að
. telja Masary.k á að flýja og gerast
fyrirsvarsmaður landflótta Tikka.
En Masaryk svaraði því einu ti),
að „vinir hans í Vesturlöndum
myndu ekki skilja, hvernig komið
væri.“ Að lokum opnuðust þó augu
hans, og þann 10. marz framdi
hann sjálfsmorð.
RANGAR FORSENDUR
Heidrich telur Staiin hafa ver-
ið þeirrar skoðunar, að taka.st
mætti að teygj.a yfirráðasvæði
Sovétríkjanna vfir gjörvalla
Evrópu og Asíu án þess að til
styrjaldar drægi. En eins og
Heidrich bendir á, var þessi skoð-
un byggð á þremúr forsendum,
sem allar hafa reynzt rangar.
Ennþá hefur engin kreppa
skolIM á í Bandaríkjunum.
Bandarískra áhrifa gætir nú
æ meir utan vesturhvcls
jarðar. enda þóíí Rússar hafi
í lengstu lög reynt að hamla
á móti siíku. Og framkoma
þeirra á alþjóðavettvangi
hefur einmitt haft mjög svip-
uð áhrif og árásin á Pearl
Harbor — hún hefur vakið
megna andúð og fyrirlitn-
ingu um gjörvöll Bandarík-
in.
Nú hlýtur Stalin og öðrum
valdamönnum í Kreml að
vera ljóst, að takmarki sínut
ná þeir aldrei án heimssíyr}-
aldar. Hvort vilja þeir gjalda
árangurslausa tilraun svo
dýru verði?
Þegar þessi spurning er lögð
fyrir Heidrich minnist har.n sam-
tals, sem hann átti í Moskvu við
háttsettan hershöfðingja í rúss-
neska hernum. Lagði sá á það
mikla áherzlu, að Bandaríkin
væru berskjölduð fyrir loftárás-
um. Hann þóttist þess og fullviss,
að slíkar árásir myndu vekja
skefjalausan ótta meðal þjóðar-
innar. þar sem Bandaríkjamenn
væru meirir og allsendis óvanir
hættum óg hörmungum. Hershöfð-
inginn minntist ekki á kjarnorku-
sprengjuna. En það var auðheyri-
lega álit hans, að þegar tír.iar
Hðu, yrðu það Rússar en ekki
Bandaríkjamenn, sem ættu siíkt
vopn í fórum sínum.
MEINLEG ÖRLÖG
Það er skoðun Heidrichs, að
Rússar muni um síðir fá því
áorkað, að heimsstyrjöld
skelli á. Tíminn einn fær úr
því skorið, hvort sú skoðun
er rétt. Á hinn bóginn má
öllum ljóst vera, hvers vegna
Heidrich kaus al flýja. Þeg-
ar frjáls maður er hnepplur
í ánauð Sovétríkjanna, á
hann einskis annars úrkosta
en að reyna að komast und-
an, og þá bíður hans hið
ömurlega hlutskipti flótta-
mannsins. Sá, sem ann föð-
urlandi sínu, á því ekki
margra kosta vol.
— Norræna deildin
Framh. af bls. 7
Goodard Leach, fyrv. forseta
menningarfélagsins The American
Scandinavian Foundation; dr.
Alexander Jóhannesson, rektur
Háskóla íslands, og dr. Francis
Bull, prófessor í norskum bók-
menntum við Osló Háskóla.
Stai-fsemi Norðurlandamála og
bókmenntadeildar Ríkisháskólans
í Norður-Dakota er því, þegar alls
er gætt, æði fjölþætt og víðtæk.
Allstór hópur stúdenta stundar ár-
lega nám í þeim fræðigreinum,
sem þar eru kenndar, en með öðru
fræðslustarfi sínu, sem þegar hef-
ir lýst verið, nær deildin einnig til
fjölda annarra víða um álfuna.
J
5.332.655 bíiar smí'Iaðir
NEW YORK — Á s. 1. ári fram-
leiddu Bandaríkjamenn 5.332.655
bíla, auk 1.416.109 stórra vöru-
bifreiða. Þessa árs framleiðsla
mun verða miklu minni vegna hrá-
' efnaskorts. _