Morgunblaðið - 15.03.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1952, Blaðsíða 7
liaugardagur 15. marz 1952 MORGVJSBLAÐIÐ M -< i ; "* .'! „BARÁTTAN UM OLlUNA" hef- ir stundum verið talin þýða það eama sem barátta um heimsyfir- ráðin. Og víst er um það, að ólían hefir aldrei verið nauðsynlegri afl- gjafi í styrjöld en nú, síðan her- ekip öll og flest vöruskip nota ©líu í stað kola, síðan flugvélin varð ómissandi hernaðartæki og < öndvegisfarartæki allra þeirra, . Bem þurfa að ferðast langt eða flýta sér, og síðan bifreiðin og brynreiðin útrýmdu hestunum við dagleg störf og í hernaði. Alla síðustu öld byggðist vélamenning mannkynsins nær eingöngu á kol- um, en vatnsorka og olía hafa . einkum fleygt henni fram á þess- ari öld. Einkum olían, og hún Biun halda öndvegissessinum þang- að til annaðhvort tekst að búa til afar létta rafgeyma eða framleiða ódýra kjarnorku. Bandaríkin eru enn mesta olíu- framleiðsluland heimsins. Þar var unnið 51.6% af heimsframleiðsl- unni árið 1950, en næst var Ven- ezuela með 14.9% og Rástjórnar- ríkin með 7.4%. Fjórða í röðinni var Persía með 6.08%. EINA AUÐLIND PEKSA Þó að þetta sé að vísu ekki nema 1/16 hluti heimsframleiðslunnar, þá er það sú tekjulind, sem Persía má ekki án vera. Um 80.000 vinn- andi borgarar þjóðarinnar störf- uðu lijá enska olíufélaginu í Persíu og % alls útflutnings þjóðarinn- ar er steinolía. Olían er Persum álíka mikilvæg og okkur er fisk- urinn. En olíuvinnslan er í höndum útlendinga, einkum Breta i— í suð- vesturlandinu — og Rússa, nyrst í landinu, við Kaspíahaf. Fljótt á litið mætti sýnast svo, sem bet- ur færi á því, að Persar starf ræktu þessar auðsins olíulindir sjálíir og hefði arðinn af þeim óskiftan. Eða hvað mundi Islendingum sýn-, ast, ef fiskveiðiflotinn væri út- lend eign, rekinn með útlenda hagsmuni fyrir augum, þó að landsins börn fengi náðarsamleg- ast að ráða sig á skipin sem há- seta og hafa atvinnu af fiskverk- un í landi? En í þessu máli kemur annað til athugunar. Hin fornfærga þjóð Kyrosar, Dariusar og Xersex er í menningarlegu tilliti eftirlegu- kind, sem fór síhniggnandi alla öldina sem leið. Þjóð örfárra for- ríkra jarðeigenda og kaupmanna, og f jölmargra ólæsra öreiga. Hún hafði hvorki kunnáttu né fjár- magn til að hagnýta sér olíulind- irnar, er þær fundust í byrjun þessarar aldar og þess vegna var farin sú leið, sem tíðförnust er eftirleguþjóðum er þær þurfa að hagnýta auðlindir náttúrunnar: enskt félag fékk sérleyfi til olíu- vinnslu í suðvesturlandinu. Það var Breti sem fyrstur manna fann olíulindirnar í Persíu og árið 1909 byrjaði Anglo Persían Oil Company' (nafninu var síðar treytt í Anglo Iranian) að vinna olíu. Hafði félagið þá fengið sér- leyfi til olíuvinnslu á landsvæði, sem var að stærð á við hálft annað Island. Hlutafé var 250 milljón Bterlingspund, en raunverulegt verð hlutabrcfanna varð miklu hærra, og fé það, sem félagið hef- ír fest í fyrirtækinu, miklu meira en hlutafénu nemur. Anglo Iran- 5an hafði ótakmarkað lánstraust, enda er enska ríkið eigandi að meira en helmingi hlutafjárins. Þegar Winston Churchill var flotamálaráðherra í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar kom hann því fram, að ríkið eignaðist meiri hluta í.félaginu. Hefir hann þó aldrei verið talinn þjóðnýtingar- maður, en persneska olían átti að veiða „matur og drykkur" brezka flotans, og hefir verið það hing- að til. -_._ KJARABÆTUR Samkvæmt fyrsta sérleyfissainn ingnum skyldi sérleyfisgjaldið til ríkissjóðs Persa nema ákveðnum hluta af hreinum ágóða félagsins. j En 1933 var samningurinn end-1 urskoðaður, afgjaldið var hækkað og miðað við ákveðna borgun fyrir hverja olíusmálest, sem framleidd yrði. Þessi endurskoðaði samning- nr skyldi gilda til 1993. Bretar hafa þótt fremur naum- ir á afgjaldið og einkum fór þetta að vekja óánægju í Persiu eftir að oliufélög í Bandaríkjunum fóru að kaupa sér sérleyfi í Arabíu. Ameríska ARAMCO-olíu- félagið borgar Saudi-Arabíu á- kveðið framleiðslugjald, og að auki helming hreins ágóða félagsins fyrir hvert. ár. Persneska stjórn- in bar sig upp undan þessu eftir stríðið og fékk nokkrar kjarabæt- ur: 45 milljón punda uppbót í eitt skipti fyrir öll, auk árgjalds sem aldrei yrði lægra en 17.5 milljón pund. Alls nema hinar beinu .sérlcyf is- greiðslur Breta meira en hclmingi af öilum ríkistekjum Persíu. Og eins og áður "segir nemur olian % af öllum útflutningi landsins. 1 hittiðfyrra var þessi olíufram- leiðsla yfir 32 milljón smálestir. Það sem hér hefir verið sagt um persnesku olíuna ætti aðsýna hve gildur þáttur hún er í efna- hagslífi þjóðarinnar. Almenn land- gæði eru fremur rýr í Persiu. All- mikið af þessu landi, sem er 16 sinnum stærra en Island og elur 17 milljónir íbúa, er óarðbært fjalllendi, en meginhlutinn há- slétta, 1000—1500 metra. Lofts- lagið þurrt, heit sumur og kaldir |Vetur. Persar eru bændaþjóð og sauðfjárrækt aðal atvinnuvegur- inn. Norðvesturskikinn af land- inu er frjósamastur og þar er 'mikil ávaxtarækt og valmúa er mikið ræktuð og ópíum útflutnings vara; tóbak sömuleiðis. Korn jrækta Persar nægilegt til eigin . þarfa. Olían yfirgnæfir allt ann- :að. En í fjöllunum hafa fundist ýmsir dýrir málmar, sem geta orðið auðlind með tímanum. REIPDRATTUR STÓRVELDANNA En olíudeilan í Persíu snýst um fleira en olíu. Það var togstreyta um Persíu löngu áður en nokkur maður vissi um dropa af olíu þar. 1 síðustu hundrao ár einkum milli Breta og Rússa. Um fimm öldum f. Kr. ráku persneskir hei-konungar Medea úr landi því, sem nú heitir Iran eða iPersía og hófu ríkið til meiri vegs en það hefir nokkurntíma notið fyrr eða siðar. Alexander jnikli ¦ svínbeigði þetta stórveldi og lagði það undir sig ásamt allri Suð- vestur-Asíu og í nokkrar aldir gætti grískra áhrifa mjög í Persíu. len á fyrstu fimm öldunum e. Kr. efldust Persar á ný og urðu aðal- keppinautar Rómverja um yfirráð- in yfir þeim hluta heimsins, sem þá var kunnur. Þeirri blómaöld lauk með. því að kalífinn í Bagdad lagði Persíu undir sig árið G38, og Persar urðu ekki sjálfstæð þjóð aftur fyrr en 'im 1300. En þann arf geymir þjóðin frá kalífadög- unum að hún er nær öll múhameðs- trúar, þó að eigi játi hún hina „einu sönnu trú" (sunníta-trú). Sjita-trú Persa er talsvert frá- brugðin. Ríkti blómacld í Persíu frá 1300 og lengi fram eftir. Bókmenntir og listir og visindi þeirra hafa orðið fræg í Vesturlöndum og Pers ar voru kallaðir „Frakkar austur- landa". En upp úr aldamótunum 1800 færðist drungi yfir þjóðlíí- ið, eigi ósvipaður .og í Tyrklandi á dögum hinna síðustu Tyrkja- soldána, er farið var að tala um „sjúka manninn" í Miklagarði. RÚSSAR RÍÐA Á VAÐIÐ Rússakeisarar urðu fyrstir til að nota sér magnleysi nágranna síns og 1813 var Persíuhah þröngv að til að láta af hendi mikinn hluta norðvestan af landinu, þar sem nú heitir Azei'beidsjistan, og rneira fengu Rússar fimmtán ár- um siðar. Þegar á leið fór Brctum að þykja nóg um ásælni Rússa að norðan- verðu. Um Persiu lá leið Rússa inn í Indland, mesta hagsmuna- svæði Breta. Og nú toguðust Bret- ar og Rússar á um „hagsmuna- svæði" í þessu forna menningar- ríki, eins og það væri frumstætt villiþjóðarland. Og útlendingahatr- ið fór að festa fætur í Persíu. Ár- ið 1907 gerðu Rússar og Bretar samning með sér og samþykktu að í norðurhluta Persíu skyldu Rússar hafa frjálsar hendur, og Bretar í suðurhlutanum. Þessi samningur var . alls ekki borinn undir Persa sjálfa. Og þeir hötuðu báða samningsaðilana jafnt. ÞÁTTASKIPTI Þáttaskipti urðu í sögu Persa 1925, er gömlu konungsættinni var vikið frá. Landið hafði fengið þing ræði og almennan kosningarétt karla árið 1905, en allt hjakkaði í sama farinu áfram. Það var ó- efað að fordæmi Tyrkja, sem Persar losuðu sig við hina gömlu konungsætt, og nýi maðurinn, sem átti að verða Kemal Atatyrk Persa, hét Riza Khan Pahlevi, her maður eins pg Kemal. Hann var athaf namaður en mun hafa þótt þingiðvera til trafala, því að brátt gerðist hann einráð- ur og hinn versti harðstjóri, þoldi engin mótmæli og lét drepa and- stæðinga sína. Verklegar fram- kvæmdir serh hann hafði með hönd um gengu seint, því að landið var félaust og erfitt að fá erlend lán, og umbætur þær á félagsmálasvið- inu, sem hann hafði lofað, lét hann alger?ega liggja í láginni. Svo kom stríðið 1939. Riza lýsti yfir hlutleysi Persa, en grunur lék á. að hann væri hliðhoilur Þjóðverjum, og þýzkir snatar óðu uppi og njósnuðu í Persíu hin fyrstu tvö stríðsár. Eftir að Þjóoverjar réðust á Rússa í júní 1941 varð aðstaðan önnur fyrir Persa. Þegar frá var talin Murmansk var engin leið fær inn í Rússland fyrir hjálp þang- að frá Vesturveldunum nema um Persíu — hlutlausa landið með nazistaholla konunginn. ¦— Og skömmu eftir að Þjóðverjar fóru inn í Rússland þótti.það fyrirsjá- anlegt að þeir mundu ráðast á Persíu Iíka og hyggja á að kom- ast til Indlands! Bretar og Rúss- ar urðu fyrri til, tóku Persíu í ágúst 1941 og settu Riza af og sendu hann til Afríku, en þar dó hann nokkrum árum síðar. — Mohammed sonur . hans var tek- inn til konungs. Og Rússar og Bretar settú her í landið, hvorir á sitt „hagsmunasvæðið", en lof- uðu að verða á burt með hann innan 6 mánaða eftir striðslok. EFTÍR STEIÐID Það var ekki fyrr en í marz 1946 að Bretar og Bandaríkja- menn fóru með her sinn úr Persíu, en Rússar sátu kyrrir. .Tudeh- flokkurinn, kommúnistaflokkur Persíu hafði um skeið róið að byltingu í Azerbeidsjan, en rúss- neska setuliðið bannaði persnesku stjórninni að skerast í leikinn þar, svo að Tudeh stofnaði „sjálfstætt" ríki í Azerbeidsjan ¦— rússneskt leppríki. Seinna um sumarið komst þó samkomulag á við Rússa — þeir fóru með sctuliðið úr land- inu en Azerbeidjan hvarf aftur ' undir Persa. En í staðinn . fengu Rússar' sérleyfi til aukinnar oliu- vinnslu í Norður-Persíu. Olíu- félagið þar er að vísu kallað „rússr.eskt—persneskt" en Rússar i haf a lagt til f éð. En þegar kom | til þingsins kasta neitaói það að l sarnþykkja þennan olíusamning. | Og nú hófst fyrir alvöru baráttan , fyrir því að Persar tæki olíu- . vinnsluna í eigin hendur. Fyrst í I stað voru það aðeins römmustu þjóðernissinnar og Tudeh-flokkur- , inn sem reru að þessu, cn þjóð- , nýtingunni. óx fylgi jafnt og þétt, eða réttara sagt því, að olíuvinnsl- an yrði innlend. Hitt skifti minna máli hvort það væri ríkið eða inn- lent félag, sem tæki við henni. Sérstök oliunefnd var skipuð í þing inu og tillögur hennar gengu í þá átt, að sérleyfissamningnum við Breta yrði sagt upp og ríkið tæki bótalaust allar eignir þess í Persíu. En áður en þessar tillögur komu fram höfðu gerst atburðir í land- inu, sem varpa ljósi yfir menn- ingarástand þjóðarinnar: Mohammed konungur hafði látið gera sjö ára áætlun um ýmsar framkvæmdir í landinu, en þær sóttust seint, bæði vegna hatramra flokkadrátta cg vegna fjárskorts. Því að fjármálaspilling er mikil í Persiu og mikið af oliupening- unum ensku rann í vasa einstakra valdamanna, sem spyrntu gegn öllum umbótum í félagsmálum. Jarðeigendurnir börðust gegn bví að verða að láta af hendi land I smábýli og ríku kaupmennirnir vildu hafa verzlunina í einskon- ar einokunarviðjum, eins og Liðk- azt hafði áður. Þessir flokkar réðu mestu á þingi og auk þeirra ofsa- trúarmenn, sem eigi vildu vita af því, að neinar umbætvir yrði í félagsmálum, sem komu í bága við trúarsetningar. Og f jórði flakkur- inn var Tudeh, sem vill hafa allt eftir rússneskri fyrirmynd en fjandskapast við vestrænt þjóð- skipulag. ÞATTUR RAZMARA Við þessa fjóra flokka átti Ali Razmara að etja, er konungurhm skipaði hann forsætisráðherra í júní 1950, aðallega til að hrinda 7-ára áætluninni í framkvæmd. Hann var íhaldsmaður en þó mikill framfaramaður og ættjarðarvin- ur. Einangrunarsinni var hann enginn en vildi halda vináttu vi5 stórveldin, fyrst og fremst að kom ast að sáttum við .Rússa, en þar var kali á milli eftir hersetuna og Azerbeidsjandeiluna. Haustið 1959 gerði hann umfangsmikinn verzi- unarsamning við Rússa. Til að af- stýra erlendum áróðri ,í landinu bannaði hann útvarpssendingar Ameríkumanna og Breta f rá Teher an, en Rússar héldu áfram a& senda frá „frelsisstöðinni" íBaku, og sögðust ekki hafa nein umráS yfir henni. Það eru landflótta kommúnistar frá Azerbeidsjan, sem að henni standa. AIi Razmara reyndi og að halda sátt við Vesturveldin, og tókst að fá sérleyfisgjöld Anglo-Iranian. hækkuð. En andstæðíngar hans,. frá hægri og vinstri kváðu hann hafa selt sig Bretum, en kenndu Anglo-Iranian um öll vandræði Persa. Ali Razmara rökstuddi af- stöðu sína í olíumálinu með því tvenr.u, að Persar gætu ekki borg- að þær 800—1400 niillj. dala, sem 'þyrfti til að taka eignir Anglo- Iranian eignarnárni, og að engir |áf þeim 80.000 Persum, sem ynnu hjá félaginu hefði tækmlega menntun eða gætu tekið að sér verkfræðingsstöðu og gætu Pers- ár því ekki rekið olíuvinnsluna sjálfir. I Ali Razmara var myrtur 7. man í fyrra af ofstækistrúarmanni úr flokknum „Krossfarar íslams". Það er enginn vafi á að þessi ' flokkur stóð að morðinu, cn Tudeh vissi um hvað í ráði var, því að hótun um morðið var send frá útvarpsstöðinni í Bakú viku áður. Átján dögum eftir að Razmara | var myrtur var innanríkisráð- herrann í stjórn hans myrtur líka, Abdul Hamid Zanganeh, og konunginum og ýmsum háttsett- um mönnum var hótað lífláti. Og- nú varð verkfall á öllum vinnu- stöðvum Anglo Iranian og blóðs- úthellingar og brennur í olíu- stöðinr.i í Abadan. Stjórn Hussein Ala, sem tók við áf 'Ali Razmara gat ekki við neitt ráðið, og gafst upp eftir þrjá rnánuði. ÞÁTTUR MOSSADE'QS Þegar leið á sumarið var sýnt að engri stjórn yrði vært nema hún tæki skilyrðislaust jákvæða afstöðu til þjóðnýtingarinnar í samræmi við álit olíunefndar- innar, sem birt hafði verfð nokkr um klukkustundum eftir að Ali Razmara var myrtur. Dr. Mohamed Mossadeq hafði lengi verið einn af ákveðnustu fylgj- endum þjóðnýtingarinnar, og er hann tók völd mun hann hafa gert sér von um að fá baéði fé og kunnáttumenn til framkvæmd- anna hjá Bandaríkjamönnum. Það brást og þá var um tvennt að velja: að semja við Breta eða Rússa, en hvorttveggja gat kost- að hann lífið, og það vissi hann. Þess vegna hætti hann sér ekki út fyrir þinghúsdyrnar um tíma í sumar. Hann fór vestur um haf til að tala máli sínu hjá UNO og Bandaríkjastjórn. Einhvern á- drátt fékk hann um fé hjá siðar- nefndum, en hann nær skammt, því að það munar um olíupen- ingana í ríkissjóði Persa. Ríkið er f járþrota, því að olían er hætt að renna. Ymsar leiðir út úr ófærimni hafa verið ncfndar. T. d. atf sænsku samvinnufélögin beittu. sér fyrir stofnun aðþjóðafélags- skapar til að vinna persnesku olí una Eða að Alþióðabankinnt Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.