Morgunblaðið - 04.04.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.04.1952, Blaðsíða 14
1 14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. apríl 1952 | Framhaldssagan 49 „Nei. Wilcox er sanngjarn. — Hann segir að ég verði bara að skilja eftir nýja heimilisfangið .... Hvað ert þú að gera hér, Anne? Hver sendi þig út?“ Anne hafði komið til þeirra án þess að þeir yrðu þess varir. „Enginn. Mig langaði bara út. Það er svo mikil hríð. Komast lestirnar þegar það er svona mikil hríð?“ „Já, auðvitað. Ætlarðu ekki að pakka niður dótinu þínu?“ „Ungfrú Pond og ungfrú Petty gera það. Ungfrú Petty segir að við eigum allt of mikið af föturn". „Einu sinni hefur hún þó á réttu að standa. Og þá man ég það, að ég lofaði Perrin að hjálpa honum að negla aftur kassana“. Hann gekk af stað í áttina upp að húsinu. „Ég ætla að fara og líta á snjó- karlinn", sagði Mark við Anne. „Það voru strákar hérna í gær, sem skutu í gegn um hattinn hans eða segjast hafa gert það. Ég trúi því ekki. Viltu koma með?“ „Ég hef heyrt það líka“, sagði hún. „Violet sagði mér það, en ég mátti engum segja það. Ivy líkar það ekki, ef einhver hefur ætlað að eyðileggja snjókarlinn hennar“. Chester hafði ekki verið að gorta. Kúlan hafði farið í gegn um hattinn. Mark og Anne horfðu á það með undrun. „Þið Chester virðist bæði óvenju hittin“, sagði Mark. Hún roðnaði. Svo hrópaði hún upp yfir sig: „Ekki veit ég hvað Ivy segir við þessu. Þeir hafa rifið af honum augnahárin“. „Já, satt segir þú“, sagði Mark. Stráin úr kústinum, sem höfðu verið notuð f.vrir augnahár lágu á víð og dreif. Hún tíndi þau upp“. „Vilt.u láta þau á hann fyrir mig. Ég næ ekki svona hátt“, sagði hún. Hann gerði það og hún bætti snjó á hann að neðan á meðan. „Henni þykir svo vænt um þennan snjókarl“. Hann stakk stráunum þegjandi á sinn stað. Svo lagði hann hönd- ina á öxl hennar. „Mér er kalt“, sagði hann. „Við skulum koma inn“. „Er þér kalt?“ Hún hló til hans. „Já. Komdu. Við skulum vita hvort verður fyrst upp að hús- inu“. Þau tóku til fótanna og hann lét hana vinna. Hann sat með viskí í glasi fyrir framan sig og var að skrifa eitt- hvað í minnisbókina þegar Mor- ey kom inn í bókah^erbergið. ■— Perrin kom á eftir honum með stóra körfu og 1 körfuna lagði hann ýmsa muni, sem stóðu á víð og dreif í herberginu. Morey hristi höfuðið. „Vitið þér ekki að það er ekki holt að drekka áfengi áður en sólin er sezt .... Hvað er að .... mér sýnist þér vera svo fölur“. „Mér er bará kalt“. Hann stakk bókinni í vasann. Morey stóð uppi á stól og tók niður myndirnar af veggjunum. „Við ætlum að setja myndirnar í kassa, sem stendur í kjallaran- um. Ég verð að reyna að stíga ekki fætinum í gegn um þær, en ég lofa engu. Ég kann ekkert með þetta að fara. Tökum við þennan spegil líka, Perrin?“ : „Já. Hann tilheyrir yður“, „Þér takið hann. Ég vil ekki éiga það á hættu að brjóta hann og upplifa sjöí ár eins .og þetta". Ilann sté niöur af ctólnum o.g. - ... • j . ^ lílíJiI i íí 11fiiyjfii|íiíi inni, þegar myndirnar eru farn- ar“. Já, það var satt, hugsaði Mark með sér. Herbergið varð tómlegt og húsgögnin fengu á sig hvers- dagslegan blæ. „Við tökum líka gólfteppin", sagði Morey. „Það getum Við gert í kvöld. Perrin og Violet ætla að fara til að vera við jarð- arförina. Ég ætla að fara líka. Viljið þér kannske koma með?“ „Já, gjarnan”. „Við hittumst þá hérna eftir hádegisverðinn". Hann fór út með málverkin. Mark hellti sér aftur i glasið, og opnaði minnisbókina. Hann starði á hana dálitla stund áður en hann byrjaði að skrifa aftur. . Bessy og Beulah voru önnum kafnar við það uppi á loftinu að koma fyrir fatnaði litlu stúlkn- anna í ferðatöskurnar. Þær drógu þungar töskur fram á mitt gólfið og tíndu ofan í þær úr skápunum. Beulah raulaði fyrir munni sér og Bessy kom við og við með ýmiskonar athugasemdir. „A ég að segja bér- nokkuð skrítið“, sagði hún. „Ég hef tekið eftir því að fötin af Ivv hafa öll verið keypt hjá Saks í New York og líka sum af fötunum af Anne, en flest af hennar fötum eru keypt í Frakklandi. Það eru að vísu ekki merki i þeim, en ég þekki það. Þau hafa verið keypt í Frakklandi, að mér heilli og lifandi“. „Hvað um það“, sagði Beulah kuldalega. „Hleyptu nú ekki ímyndunaraflinu af stað að ó- þörfu". „Nei, en sjáðu, Beylah. Hérna er merki frá þvottahúsi í Frakk- landi“. Beulah hélt áfram að brióta saman föt og leggja þau í tösk- urnar. Þegar Violet hringdi Ibjöllunni og tilkynnti að hádegis- verðurinn væri tilbúinn, hring- snérist hún um sjálfa sig og ’sagði: „Þú skalt fara niður, Bessy. Segðu að ég hafi höfuð- verk. Ef Violet kemur upp með mat handa litlu stúlkunum, segðu henni þá að ég hafi lokað mig inni í litla saumaherberg- inu. Ég hafi ætlað að fé mér i blund. Hún getur tekið frá handa mér mat, ef hún vill“. Eftir hádegisverðinn fór Mark með Morey, Perrin og Violet til iBear River. Lítill hópur alvarlegra vina og ættingja var samankominn við gröf Florrie. Vindurinn feykti til ' slæðunni fyrir andliti móður Florrie og kuldinn var nístandi. Presturinn varð að brýna raust- , ina til þess að til hans heyrðist íyfir hvininn í vindinum. I Mark stóð við hliðina á Violet. Hann þekkti sumt af fólkinu í sjón. Morey og Perrin stóðu skammt frá höfuðfatalausir í | kuldanum. Wilcox. Tveir af að- stoðarmönnum hans. Foreldrar Florrie og bróðir og ungur mað- ur, sem virtist ekki gefa því gaum að tárin streymdu niður kinnar hans. Ung, grátbólgin ’ stlka, sennilega náin vinkona, eldri maður og kona. Floyd og Chester í sunnudagafötunum. — jTveir gamlir menn í síðum úlp- um. Nei, það gat ekki verið morð ingi á meðal þessa fólks. Það gat ekki verið. Nema...... Violet tautaði eitthvað og Mark beygði sig niður til að heyra hvað hún sagði. „Ég ætla að láta fjólur á leiðið hennar í vor“, hvíslaði hún. Þau gengu hægt niður að göt- unni. „Mig langar til að tala við yður einslega“, sagði Mark við Wil- f], V lý óacfci E F T I R ástu Siprðardótfur KEMUR ÚT í D A G 0 eina permanentið, sem notað er af meira en 20 milljónum amerískra kvenna EINS AUÐVELT I NOTKUN OG AÐ VINDA UPP HÁRIÐ Nú getið þér sjálfar sett í yður heima þá fallegustu hárliðun, 1 sem völ er á. Reynið Toni og sannfærist sjálfar um, hvers vegna 20 milljón amerískra kvenna kjósa Toni. Fleiri biðja um Toni en nokkuð annað permanent. — TONI liðar hvaða hár sem er, ef það á annað borð tekur hárliðun, og gefur því mjúka og fallega liði, sem endast mjög vel. Meðal hárliðunartími er hálf önnur klukku- stund. Fylgið aðeins leiðbeiningunum og hár yðar gstið þér liðað eins og þér óskið. Munið að biðja um Toni, Permanent með 42 Plastspólum, kostar kr. 43,65. Permanent án spólu kostar kr. 20.50. ARNALESBOK jtlcrguzibla&sins 1 ÆVINTÝRI MIKKA V. Brottnumda prinsessan Eftir Andrew Gladwyn 15. „Skyldi okkur heppnast að flýja?“ sagði Mikki. En þau höfðu ekki farið lengi, þegar þau urðu þess vör, að þeim var veitt eftirför. Mikki og Hunangsdögg voru um það bil að gefast upp á hlaupunum, og það myndi ekki líða langur tími þar til þeim yrði náð. Mikka datt allt í einu snjallræði í hug. Fyrir framan þau var stórt tré, sem breiddi úr greinum sínum allt niður við jörð. Hér var hinn ákjósanlegasti felustaður. Og Mikki greip því í handlegg Hunangsdaggar og leiddi hana undir tréð- „Hér skulum við fela okkur þangað til mennirnir hafa farið fram hjá,“ sagði Mikki. Þau voru rétt búin að koma sér fyrir þarna undir trénu, þegar þau sáu mennina tvo koma hlaupandi með prik í höndunum. Og svo nálægt trénu fóru þeir, að Mikki og Hunangsdögg heyrðu andardrátt þeirra. Þau biðu nú þarna þar til fótatök mannanna dóu út — en þeir héldu áfram inn ; í skóginn. „Flýttu þér nú,“ hvíslaði Mikki. „Við verðum að flýta f okkur og fara í öfuga átt við mennina.“ „Ó, Mikki,“ sagði Hunangsdögg. „Getum við ekki hvílt okkur svolítið lengur hérna — ég er svo afskaplega þreytt?“ „Það er alltof hættulegt. Ég veit um bát niður við ána, og þangað skulum við fara. Það er auðveldara fyrir okkur að komast undan á bátnum. Komdu,“ sagði Mikki. Prinsessan varð hálfhrygg, en fylgdi honum þó eftir. Þau fóru nú í öfuga átt yið mennina til þess að verða ekki á leið þeirra. Leið nú ekka á löngu þar tij þau fujídu götuna, sem lá niður að ánni. í j . <: , f 1 11' ■ * | j HiífiiHHiimHiimnJ - if.tau ,t;: Liðið hár yðar sjálfar með # og það verður sem sjálfliðað. LEIÐBEININGAR Á ÍSLENZKU FYRIRLIGGJANDI Hekla hl. Skólavörðustíg 3. • n fírestotte Cúmflíímottur í eftírtðlda bíla: FORD—MERCURY MODEL 1941—’48 kr. 121.50 DODGE ^ FLYMOUTH I — 1941—’48 kr. 138.00 DESOTO | AÐRA FÓLKSBÍLA ÝMIS MODEL kr. 134.25 VÖRUBÍLA kr. 119.80 ENNFREMUR SMAMOTTUR AF ÝMSUM STÆRÐUM = OG ÁTTA LITUM FYRIR HEIMILI OG BÍLA VERÐ KR. 30.00 TIL 55.00. €» k icmi *■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■a X 1 íi \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.