Morgunblaðið - 10.04.1952, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.04.1952, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. apríl 1952 „Fansl og djöfullinn" í Tjarnarbíói í TJARNARBÍÓI verður sýnd á ar.nan í páskum heimsfraeg ítölsk- : merísk stórmynd, byggð á Faust eftir Goethc og samnefndri c'-peru Gounods. Með aðalhlutverkin fara kunnir söngvarar eins og Gino Mattera, sem leikur Faust og Italo Tajo er leikur Mephi- stopheles. Hljómsveit Accademia di Cecilia í Róm leikur. Þessi Faust-mynd er gerð af mikilli snilld. Tollendursksðun, á innkaupsreikningum í DÁLKUM Morgunblaðsins 6. april þ. á. „Úr daglega lífinu“ er birt bréf frá Siglufirði, dags. 31. marz s. 1., er varðar kröfu toll- endurskoðunarinnar um það, að innkaupsreikningar séu undir- ritaðir. í 13. gr. laga nr. 62 30. desem- ber 1939 segir m. a.: „í aðflutningsskýrslum þeim, sem viðtakendur skulu afhenda tollstarfsmönnum áður en vörur eru teknar til tollmeðferðar, skal tilgreindur sá dagur, sem sala hinna aðfluttu vara fór fram. Þá skulu viðtakendur skyldir til að afhenda til tollmeðferðar samrit af sölureikningi yfir hina aðfluttu vöru. Reikningseintak þetta, sem tollstofnunin heldur eftir, skal vera dagsett og undir- litað af seljanda eða þeim, er samkvæmt lögum í landi selj- anda hefir rétt til að rita firma hans. Reikningur þessi skal skýrt og greinilega tilgreina nöfn þeirra vörutegunda, sem hann raeðir um, verð og nettóþunga hverrar vörutegundar, hvernig vara er seld, hvenær sala fór, fram, greiðsluskilmála og önnur söluskilyrði, svo og i hvaða mynt er reiknað, tegund, merki og númer umbúða, eða merki og númer á vörunni, ef hún er um- búðalaus, stykkjatölu og þunga þeirra með umbúðum. Allir tölu- liðir reikningsins skulu lagðir saman og aðalupphæð hans skýrt tilgreind. Viðtakendur aðfluttra vara, sem ekki eru endanlega seldar hingað til lands eða sendar til útibúa eða umboðsaðila fyrir út- lend fyrirtæki eða aðra aðila í útlöndum, skulu afhenda til tollmeðferðar samrit af vöru- reikningi yfir vörurnar, og skal reikningseintak þetta, sem toll- stofnunin heldur eftir, tilgreina eftir því, sem við á, sömu atriði og sölureikningar yfir aðrar að- íluttar vörur. Á reikningseintak þetta skal auk þess vera skráð undirrituð yfirlýsing þess, sem sendir vöruna til útibús sins, um boðsaðila- eða annats erindreka, um það, að verð það, sem til- greint sé á vörureikningum, sé ekki lægra en almennt heild- söluverð á samskonar vörum eðá vörum af svipuðu tagi til út- flutnings á þeim stað og tíma, sém vara er send.“ ; Eins og af þessu sést hefur ákvæðið um það, að innkaups- réikningar skuli vera undirritað- ir, af seljanda vörunnar, verið í gildi frá því að tollskrárlögin tóku gildi, 1. janúar 1940, og þetta hefur verið kunnugt eða hefur átt að vera kunnugt öllum þeim, sem nokkuð að ráði fást við inn- flutning. Ákvæði þetta mun vera sett með það fyrir augum að lög- gilda ákveðið form á innkaups- reikningum til að vera sönnun þess, að þeir væri réttir. Ef formi þessu var fullnægt máttu toll- starfsmenn leggja þá til grund- vallar tollútreikningi. Nú hefur verið misbrestur á því að forminu væri fullnægt. Einkum kvað að því á stríðsár- unum, og var þó ekki um það fengizt, með því að samgöngur voru svo erfiðar, enda verður á slíkum tímum oft að slaka á reglum til þess að létta undir með því, sem mikilvægara er í bráð. Síðustu árin hefur hinsvegar verið gengið ríkt eftir því, að innkaupsreikningar væru svo úr garði gerðir, sem lög mæla fyr- ir. Langflestir innkaupsreikntng- anna eru það, cg munu það því vera ýkjur einar, að allir inn- flytjendur á Siglufirði hafi orðið að endursenda sölufirmum eitt eintak af innkaupsreikningi til þess að fá hann undirritaðan. Sömuleiðis eru það ýkjur, að athugasemd hafi verið gerð við það, að nafn, sem átti að vera undirritun á innkaupsreikningi hafi verið of ofarlega sett á inn- kaupsreikninginn. Undirritunin sem staðfesting á því, að inm kaupsreikningurinn sé réttur, er venj.plega skrifuð, neðarlega á reikninginn, en ekki .skiptir máli hvar á blaðinu hún er, ef hún- ctvírætt á að vera slík stað- festing. Það eru að sjálfsögðu gerðar sömu kröfur til allra innflytjenda á landinu. Til þeirra verður m. a. að gera þær kr.öfur að þeir kynni sér almennar reglur laga um það hvernig innkaupsreikningar eiga að vera úr garði gerðir. Þeir geta fengið upplýsingar um helztu reglurnar hjá hvaða toll- yfirvaldi sem er á landinu, og bréfritar.inn á Siglufirði hefði án efa getað fengið fullnægjandi upplýsingar um það á bæjar* fógetaskrifstofunni á Siglufirði, að reglurnar um undirritun inn- kaupsreikninga hafa verið í gildi í mörg ár og munu vera kunnar langflestum innflytjendum. Fjármálaráðuneytið, Tollendur- skoðun, 9. apríl 1952. Einar Bjarnason. . getum vér útvegað frá Chrysler verksiniðlurí;- um 0 IStiEiílciríkjununi, yfirbyggða og óyfir- byggða DODGE og FARGO seudiferðabiia. Aðalumboð: Ueyiedihtóóovi dJ Cdo. L^. Söluumboð: .œóir LOFTKÆLDAR DIESELVÉLAR MINNKIÐ REKSTURSKOSTNAÐINN MEEl NOTKUN DIESELVÉLA Getum nú útvegað loftkældar Deutz dieselvélar tilbúnar til að setja í flestar gerðir vörubifreiða, langferðabifreiða og strætisvagna. — Loftkæling dieselvéla hefur í för með sér einfaldari byggingu vélanna, minna slit á stimplum og strokkum, auk þess sem vélarnar verða sparneytnari en vatnskæld vél sömu stærðar. Vélarnar eru fljótari í gang og ná fyrr hæfilegum notkunarhita. Aðalumboðsmenn fyrir KLÖCKNER-HUMBOLDT-DEUTZ A. G. OAIVf AR h.f.9 Tryggvagötu, sími 1695 Reykjavík — Hafnarfjörður Ferðir nm hátiðarnar verða sem hér segir: Skírdagur: 1. ferð kl. 10 f. h. — Síðasta ferð kl. 0,30. Föstudagurinn langi: 1. ferð kl. 14 — Síðasta ferð kl. 0,30. Laugardagur: 1. ferð kl. 7 f. h. — Síðasta ferð kl. 19,00. Páskadagur: 1. ferð kJ. 14 — Síðasta ferð kl. 0,30. Waterman’s, Parker, Schaeffer og fleiri tegundir af pennum nýkomnar. H. ^áskadagur: 1. ferð kl. 10 — Síðasta ferð kl. 0,30. Amerísfcir kúlupennar á 37.50. AukafyUiny ókeypis. Landleiðir h.f. IUildB útborgisn Vil kaupa nýtízku íbúðarhæð 6-—8 herbergi, með ný- tízku þægindum. Útborgun allt að 300 þúsund kr. — Tilboð merkt: „Mikil útborgun — 580“, sendist blaðinu fyrir 18. þ. m. íbúð —íbúð Er kaupandi að stórri nýtízku íbúð, helzt á hitaveitu- svæðinu. Há útborgun. Tilboð óskast send afgr. blaðsins merkt: „ABC — 581“ fyrir 19. þ. m. Bókaverzliin Snœbjarnar Jónssonar &Co. Austurstræti 4 Sími 1936. :=r-T' 1 „ ‘J Pc Sks í tpoltsu Steikiirpöaoi'r Katlar á rafmagnsr bvéla- Einkaum'boð: Jón Jóhanncsson & Co.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.