Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1952næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 6
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. júní 1952. Daði Hjörvar: Heimskunnur svartlistar r maður heimsækir Island Hversvegna ég kýs sr. Bjarna Jónsson UM þessar mundir gefst ís-' lendingum kostur á a'ð kynnast list heimsfrægs svartlistarmánns. Hans A. Miiller prófessor mun þá halda uppi kennslu í listgrein sinni við Handíða- og myndlista- skólann í Reykjavík. Ráðgert er einnig, að hafa sýningu á mynd- um, sem prófessorinn hefur gert eftir trémótum, sem hann hefur rist og grafið í tréþynnur. Þar munu einnig verða nokkrar vatnslitamyndir eftir hann. List próf. Múllers er í því fólg- in að teikna og skera myndir í tréþynnur og þrykkja þær á pappír; munu fáir núlifandi menn hafa komist jafnlangt o‘g hann í þeirri listgrein. List hans er ó- missandi við gerð íagurra bóka og liggur margt undurfagurt eft-, ir hann á því sviði. Próf. Múllerj er síungur og cþreytandi og leit- ar stöðugt eftir nýjum leiðum tii túlkunar list sinni. Tréristur hans og tréstungur með mörgum lit- um þykja t. d. frábærar. Þegar tveir eða fleiri litir eiga að vera í mynd verður af mikilli ná- kvæmni að gera sérstakt mót fyr- ir hvern lit. Mun próf. Múller á sýningu sinni hafa frammi ein- tök af hverjum lit og heildar- mynd af fullgerðri litmyndinni til samanburðar. Auk þess verða þar nokkrar af þeim bókum, sem hann hefur skreytt með upphafs- stöfum og myndum. Sumar þess-1 ara bóka eru gersemar miklar í viðhafnarútgáfum. FÆDDUR í ÞÝZKALANDI Hans Alexander Múller er fæddur í Nordhausen í Þýzka- landi 1888. Hann brautskráðist frá listaháskólanum í Leipzig ár- ið 1911, en þar nam hann graphik eða svartlist, en fjórar höfuð- greinar hennar eru trérista, tré- stunga, radering og steinprent. Múller tók þátt i fvrri heims- styrjöldinni; er henni lauk hvarf hann aftur til Leipzig og hóf kennslu við svartlistar-akademí- ið þar. Var hann lektor til 1923, en þá var hann gerður prófessor við sama skóla. Á FLÓTTA UNDAN NAZISTUM Múller aflaði sér mikillar frægðar sem kennari í svartlist og sóttu til hans nemendur víðs- vegar áð úr Norðurálfu og Ameríku. Er ástandið í Þýzka- landi varð honum óbærilegt árið 1937 sagði hann upp stöðu sinni og hvarf úr landi. Fór hann til Eandaríkjanna og gerðist amerísk ur þegn. Hann hefur verið próf. við Columbia háskólann síðan 1939. VAR ORSINN FRÆGUR Eftir að próf. Múller hafði neit- að að ganga í lið með nazistum og gerzt landflótta, var hann í flestu betur staddur en allur þorri flóttamanna og landnema í Ameríku. Frægð hans hafði spurzt vestur um haf. Meðan hann kenndi í Leipzig gaf hann út átta bækur eftir sjálfan sig en myndskreytti fjölda annara bóka, m. a. margar heimsfræg- ar bækur og vandaðar. Skömmu eftir að vestur kóm gaf hann út stærsta verk sitt; fjallar það um listgrein han.s og í bókinni eru um 300 myndir til leiðbeininga um tréristu og -stungu. Bókin var gefin út í sérstaklega vand- aðrí lausblaðaútgáfu í sáralitlu upplagi og mun prófessorinn hafa í hyggju að geía Handiða- og myndfisíaskólanum eintak af út- gáfu þessari við. kornu sína til islands. — Meðal kunnra bóka, sem próf. Múller hefur mynd- skreytt má nefna „Don Quixote‘‘ ar Allan Poe, Guðspjöllin fjögur og margar fleiri. FERÐIN TIL ÍSLANDS Það var fyrir atbeina Lúðvigs Guðmundssonar skólastjóra að Hans A. Miiller (sjálfsmynd) próf. Múller samhvkkti að verja vorleyfi sínu á íslandi að þessu smni, Á meðan hann dvelst í Reykjavík hefur Háskóli íslands boðið nonurn ao flytja háskóla- erindi um svartlist. Handíða- og myndlistaskólinn ber kostnað af för prcfessorsins og frúar hans, en ferðin er að öðru leyti farin á vegum svartlistardeildar Colum- bia-hásxólans. Væntir próf. Múller þess, að finna gnægð viðfangsefna*. á ís- landi til að mála, teikna, rista og grafa í tré. Myndir hans frá sjó og úr lifi sjómanna eru víðfræg- ar. Ef til vill gefst íslendingum síðar kostur á að sjá myndir af ísl. landslagi og þjóðháttum í verkum hans. Bæði hafa þau hjónin ýndi af sjófeiðum og sigl- ingum. Fyrr á árum áttu þau vandaða skemmtisnekkju og vörðu jafnan sumarleyfunum á siglingu með ströndum Evrópu. Nú eiga þau fagran en látlaus- an sumarbústað í kyrrlátri sveit í Connectitut í New Englandi, um hundrað kilómetra frá New York. HLJÓMSVEITARSTJÓRI í ÆSKU í æsku lagði Múller mikla stund á hljómlist og um nokk- urt skeið stjórnaði hann tuttugu manna hljómsveit. Þegar hann var á vígstöðvunum í fyrri heims styrjöldinni notaði hann hvert hlé, er gafst, _til tónlistariðkana, ýmist einn eða með öðrum her- mönnum. „Það voru skemmtileg- ir dagar, er við áttum í skotgröf- unum þegar ég hafði fundið orgel sem Englendingar höfðu skilið þar eftir. Og þetta orgel fluttum við alltaf með okkur, ó meðan fært var“, sagði próf. Múller að lokum við mig, er ég átti tal við hann nokkru áður en hann hélt af stað frá New York til íslands. Þau hjónin halöa nú hóðan til íslands með „Heklu“ hinni nýju flugvél Loítleiða. Verða þau fyrstu og einústu farþegarnir í þessari „jómfrúar“- eða víg«lu- ferð þessa mikla og glæsilega farartækis. Er það spá min og von, að „Hekla“ muni hljóta heill af þessum virðulegu vígsluvott- um. Og áreiðantega eiga íslend- ingar eftir að eignast tryggan og góðan vin í prófessor Múller, þessum ljúfa, hógværa og kyrr- lata listamanni, sem nú, á sjötugs aldri, heimsækir Island fyrsta sinni. Konur, vinnum að kosn- ingu sr. Bjarna Jónssonai BRÝN nauðsyn ber til að þjóð- in öll láti sér skiljast, hve mikilvægt það atriði er, áð í slíkt embætti veljist fyrst og fremst maður, sem hefur að baki sér hrein- an og f lekklaus an æviferil. — Hann verður að hafa sýnt í störf- um sínum góðan vilja og stefnu- testu dugandi manns, sem hefur ákveðnar skoðanir, og hefur vegnt starfi sínu með sóma. — Einn frambjóðendanna jjppfyllir bessi skilyrði öðrum fremur. Hann er sr. Bjarni Jónsson, vígslu oiskup, einn vinsælasti og mikils- metnasti kirkjuhöfðingi islenzku þjóðarinnar um áratugi. Raunar hefði farið bezt á því, .ð aðeins einn maður hetði verið í framboði og það var leitt, að sá frambjóðandi, sem fiestir kjós- t endur standa að, sr. Bjarni Jóns- son, skyldi þurfa að berjast við ; þá meðframbjóðendur sína, er I nær því telja sig sjálfkjörna í | hið virðulega embætti. ■ Að síðustu vil ég hvetja ís- lenzku kvenþjóðina til að sýna skarpskyggni sína og einingar- hug í þessú' máli, en láta ekki blekkingarstarfsemi óhlutvandra áróðursmanna rugla sig. I Kjósum eina manninn, sem líklegur er til að leiða þjóðina _ til heilla og blessunar. Kjósum séra Bjarna Jónsson! Ilelga Marteinsdóttir, veitingakona. esga ekkerf skyfl vió Indverjar bjáða hveíti. NÝ.UT-pELHI — Indverjar hafa boðizt tií að selja Pakistan mikið ai' hveiti til að vega upp á móti eftir Cervantes, kvæði eftir Edg-! hveitieklunni, sem nú h'erjar þar. 29. júní á ís- lenzka þjóðin að ganga að kjörborðinu og kjósa sér for- seta. Það má segja að hver kjósandi hafi forsetavaldið ) sinni hendi, þar sem hverj- um einum kjcs anda er gefið vaid til þess að hlutast til um hver verða skuli forseti. Þess vegna verður að gera þá kröfu til kjósenda, að þeir velji þann- <e. að ‘•r'm giftusamlegast verði fyrir þjóðina. Mer vnoist svo sem margir kjósendur geri sér ekki fulla grein fyrir því, að kjósa þjóð- inni forseta. Fólk virðist ekki gera sér ljós að val forseta hefur mikla þýðingu fyrir land og þjóð. Svo langt gengur þetta, þótt ótrúlegt sé, að allmargir virð- ast blanda saman kosningu forseta og einhverju sem líkja mætti við íegurðarsamkeppni. Má það furðulegt heita, að þegnar þjóðfélágsins. skuli taka þjóðaratkvæðagreiðslu um kosn- ingu þjóðhöfðingja svo léttúð- lega, þegar því langþráða marki er náð, að við getum sjálf kos- ið okkur innlendan þjóðhöfð- inga, eftir margra ára erlenda ánauð, sem tekið hefur marga mætustu :nenn þjóðarihnai ára- tugi að hrinda af þjóðinni. Ég tel það fulkomna vansæmd fyrir þjóðina, ef hún hefur ekki manndóm til að taka við og gæta þeirra sigra, sem við höfum unn- io í sjálfstæðisbaráttunni, en það verður ekki gert nema við svnum íulkomna ábyrgðartilfinningu um val forseta Islands. Við verð- um að yíirvega hver frambjóð- endanna murii vera ákjósanleg- astur sem forseti, hver þeii'ra hafi mesta lífsreynslu og mest- an skilning á lífi einstaklingsins, hvort sem hann er ríkur eða fá- tækur, hver þeirra sé líklegastur til þess að leysa þau vandamál, sem að höndum ber með vin- semd og drengskap. Við forsetakjörið á þjóðin um þrjá menn að velja. Ég tel að séra Bjarni Jónsson beri langt af hin- uin tveimur sem í kjon eru, og þess vegna er ég ekki í neinum vafa um hvern ég á að kjósa. Þessi skoðun mín byggist ekki á því, að ég persónulega eða af metnaðarástæðum vilji koma sr. Bjarna Jónssyni í forsetastól. — Það er langt frá því. Val mitt byggist á því, að ég tel heill og gæfu þjóðar- innar bezt borgið með því að sr. Bjarni Jónsson skipi æðsta virðingarcmbætti landsins, svo og því að ég þekki sr. Bjarna Jónsson, sem dáður er og virt- ur af þúsundum manna og kvenna, vegna hins fórnfúsa og óeigingjarna starfs, sem hanrt hefur unnið í þágu þjóðarinn- ar á liðnum áratugum, í stærsta og umfangsmesta prestakalli landsins og í raun og sannleika í öllum presta- köllum landsins. Sr. Bjarni Jónsson hefur í starfi sínu öðlast meiri lifs- reynslu en nokkur annar maður hér á landi. Hann hefur kynnzt fólkinu í öllum stéttum þjóð- félagsins. Hann hefur verið and- legur leiðtogi þess í gleth og sorg. Hann hefur verið stoð og stytta samborgara sinna á mestu raunastundum þeirra, og hann hefur fært þeim ljós og yl, sem enzt heCur þeim til ævi- loka. Mér er kunnugt um að sr. Bjarni Jónsson og fjölskylda hans eiga margar ferðir að baki sér til heimila, þar sem örbirgð- in hefur verið mest, þangað hef- ur hann komið færandi hendi, jafnhliða því sem beðið var um styrk smælingjunum til handa. Þessar ferðir fjölskyldunnar hafa fært hcnni ómetanlega lífs- reynslu og mótað viðhorf hennar til náungans betur en nokkur skóli eða lærdómur. Líf séra Bjarna Jónssonar hefur allt mót- azt af þessum skóla reynslunnar, og þess vegna vona ég, að bjóðin megi bera gæfu til þess að velja hann sem forseta. Við skulum votta honum traust okkar, virðingu og þakklæti, með því að skipa honum í æðsta önd- vegi og tryggja okkur sjálfum og allri þjóðinni glæsilega fram- tíð. X * Bergsteinn Guðjónsson. I þjénustu fyrlr félklð FORSETI þjóð arinnar á fyrst og fremst að vera það ein- ingartákn, er sameinar hin ólíkustu sjónar mið þjóðlífsins og skapar traust er allir geta virt. Enda sé hann laus við dægurþras ’ stjórnrnálanna og ekki tengdur þeirri stjórnrnálalegu fortíð, er gæti raskað samhug fólksins. Með þetta í huga kjösum við forseta 29. þ. m. Á milli þriggja þjóðkunnra manna, er að velja. HaCa tveir þeirra tekið virkan þátt í stjórn- I málalífinu um áratugi og staðið j framarlega, hvor í sínum flokki og á annar þeirra enn sæti á .Alþingi. Virðist sá' frambjóðandi I ekki bera svo mikla virðingu ( fyrir forsetakjörinu, að hann af- sali sér þingsæti og öðrum stjórnmálalegum trúnaðarstöð- ' um, sem þó hefði verið eðlilegt, er hann gaf kost á sér, sem for- ' setaeír.i. Vegna mannkosta og ó- venjulegrar lífsreynslu er séra Bjarna Jónssyni bezt treystandi til þess að sam- eina þjcðina cg skapá þann virðuleik og einingu, sem for- setaembættinu ber að fylgja. Hann hefur aldrei tekið virkan þátt í átökum stjórnmálanna, enda þótt hann hafi haft sína á- kveðnu stjórnmáiaskoðun og verið nenni trúr. — En hann heí'ur líka í 40 ára embættisstarfi í lang fjölmennasta söfnuði landsins haft náin kynni af öll- um stéttum þjóðlifsins og lifað með þeim í blíðu og stríðu. í því starfi hefur hann öðlast mikla lífsreynslu og margþætta þekkingu á lífinu, sem er ekki sízt nauðsynlegt fyrir æðsta em- bættismann þjóðarinnar. En séra Bjarni Jónsson er líka drengskaparmaður, er allir geta treyst og þeir mest, er bezt þekkja, enda hefur ævistarf hans öðru fremur mótazt á vegum kærleikans og alvöru Iífsins í þjónustu fyrir fólkið. Það er gott að mega velja slik- an mann fyrir þjóðhöfðingja. I Sig. G. Sigurðsson. múrari. Nun bera klæði á vcpníti og sameina s’jndraða þjéð ÞAÐ er ekki “ að jafnaði, sem almenningur finnur tilhneig ingu hjá sér til að þakka stjórn málamönnun- um gjörðir þeirra. En svo hefir borið við nú, og margur mun þakka þeim fyrir val þeirra á séra Bjarna Jónssyni, sem verðandi forseta hins ís- lenzka lýðveldis. Það má teljast þýðingarmikill viðburður í hinni ólgusömu og öfgakenndu stjórnmálabaráttu, að tveir stærstu flokkar lands- ins skyldu koma j>ér saman um slíkt. Vonandi er það upphaf þess að stjórnmálamenirnir fari að verulegu leyti að sjá og meta hag þjóðarinnar fram yfir hin einstrengingslegu ílokkssjónar- mið. j Það er víst öllum Ijóst’, að við I væntanlega forsetakosningu, muni það verða þeir séra Bjarni . Jónsson og Ásgeir Ásgeirsson al- þingismaður og bankastjóri, sem um verður valið og því ekki úr vegi að athuga starfsfeiil þeirra lítilsháttar. Séra Bjarni Jónsson hefir um full 40 ár sinnt stærsta og erilsam asta prestskalli landsins með þeim sóma og heiðri, sem ekki verður um deilt. Hann hefir prédikað kristinöóminn eins og hann veit hann sannastan og réttastan og' aldrei hikað eða breytt um stefnu. Hann hefir far ið, ýmist kallaður eða ótilkvadd- ur til þeirra, sem voru sjúkir og sorgmæddir, og í krafti trúar sinnar veitt þeim huggun og styrk, án þess nokkru sinni að spyrjast fyrir um stjórnmála- skoðanír þeirra eða hvort þeír aðhylltust sömu trúarkenningu og hann. Það var skyldan og ná- ungakærleikinn, ?em kallaði. Það var honum nóg. Og því kalli hlýddi hann. Nú þegar þjóðin er í vanda stödd og til hans er leitað, er hann enn reiðubúinn til að hera klæði á vopnin og reyna að sameina hina sundruðu bjóð. Hinn maðurinn, Ásgeir Ás- geirsson, hefir um langt árabil staðið framarlega í hinni sundr- ungakenndu stjórnmálabaráttu ' og um skeið verið við forustuna , riðinn. Stefna hans og stjórn- málaskoðun . hefir verið breyli- leg, ,og áegium hagað eftir því j hvar ■ vænlegast þótti til veg- ' legra embætta og annars þesS, * er völd og flokksfylgi mega ' vei.ta, án tiUits.til þess scm bezt 1 hentaði þjóðinni í heild. Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 134. tölublað (19.06.1952)
https://timarit.is/issue/108781

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

134. tölublað (19.06.1952)

Aðgerðir: