Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1952næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fímmtudagur '19. júní 1952. Cltg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar NKristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstracti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlandi. í lausasölu 1 krónu eintakið. Línurnar skýrast ÞESS nær sem liður forsetakjör- inu þess greinilegri verða fregn- irnar hvaðanæva frá af landinú um að Sjálfstæðisfólk standi ein- huga um kosningu séra Bjarna Jónssonar vígsiubiskups. Þessi afstaða Sjálfstæðismanna er mjög í samræmi við það, sem gera mátti ráð fyrir. Það væri mjög óeðlilegt ef Sjálfstæðismenn teldu það skynsamlegt að slást í för með Alþýðuflokknum, sem rofið hefur þjóðareiningu þá, sem áður hefur ríkt um forsetakjör. Þegar við það bætist að Aiþýðu- flokkurinn hefur boðið fram einn af leiðtogum sínum verður það ennþá fráleitara að nokkrum Sjálfstæðismanni geti komið það til hugar að styðja slíkt fram- boð. Línurnar í átökunum um for- setakjörið eru nú að skýrast. Al- menningi er að verða Ijóst, hvað það er, sem um er barizt. Þar er annars vegar flokks- framboð Alþýðuflokksins, sem stutt er af> nokkrum nánum venzlamönnum frambjóðanda hans. Hins vegar er framboð séra Bjarna Jónssonar, sem nýtur ■ yfirlýsts stuðnings tveggja - stærstu lýðræðisflokkanna og mikils fjölda fólks úr öllum stéttum og stjórnmálaflokkum. Sú stefna, sem liggur til grund- vailar framboði séra Bjarna Jóns- sonar er geróiík þeirri, sem fram- boð Ásgeirs Ásgeirssonar bygg- ist á. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókrarflokkurinn sam- einuðust um framboð til for- setakjörs til þess að freista þess að halda þessu æðsta embætti þjóðarinnar utan og ofan við flokkadeilur. Sá fram bjóðandi, sem þeir fengu til þess að vera í kjöri tókst þann vanda á hendur eingöngu til þess að leysa vanda þjóðar sinnar. Sjálfur hafði hann enga persónulega löngun til þess að komast til valda og metorða. Hann reyndi þvert á móti í lengstu lög að komast hjá því, að gefa kost á sér. Framboð hans byggist því ein- göngu á hollustu og skyldu- tilfinningu gagnvart þjóð sinni. Þessu var á allt annan veg farið með frambjóðanda Alþýðuflokks- ins. Hann vissi að reynt hafði . verið til þrautar að ná samkomu- ■ lagi um framboð hans rnilli lýð- ræðisflokkanna. Hann vissi einn- ig að slíkt samkomulag hafði »gjörsamlega strandað. Um hann var ekki hægt að ná þjóðarein- ingu. Þegar Ásgeiri Ásgeirssyni varð þetta fullljóst hikaði hann ekki við að lýsa yfir framboði sinu í skjóh flokks síns og nokk- urra persónulegra vina sinna og venzlamanna. * Um það getur engum blandazt hugur, að þ.essi framkoma þessa leiðtoga Alþýðuflokksins er þess eðlis, að hún getur aldrei vakið f trauát á honum eða laðað til ein- ingar um persónu hahs. Hún hlýt ur þveu á móti að skapa tor- tryggni gagnvart honum og benda til þess, að persónuleg völd . og metorð séu honum rneira virði en eining og friður meðal þjóðar hans um æðsta sameiningartákn hennar. . ý Þegar fólkið hefur gert sér þetta Ijóst er orðið mjög auðvelt fyrir það að taka ákvörðun um, hvern það eigi að styðja við for- setakosningarnar 29. júní. Fyrir Sjálfstæðisfólk hlýtur sú ákvörðun að vera mjög auðveld. í fyrsta lagi vegna þess, að sá frambjóðandi, sem fíokkur þess styður, er lands- kunnur ágætismaður, sem þekktur er að drengskap, og allir geta treyst til þess að miða allar athafnir sínar við alþjóðarheill. í öðru lagi vegna þess, að framboð Ásgeirs Ásgeirssonar er fyrst og fremst framboð Aíþýðuflokksins, þess flokks, sem um þessar mundir er i harðsnúinni andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn, stefnu hars og starf. í þriðja lagi vegna þess að allt Sjálfstæðisfólk hlýtur að gera sér það íjóst, að úrslit forsetakosninganná munu hafa mikil áhrif á aðstöðu flokks þess. Að öllu þessu athuguðu mun Alþýðuflokknum og frambjóðanda hans reynast erfitt að villa svo heimildar á sér að fólki í Sjálfstæðisflokkn um dyljist sá hráskinnaleikur, sem kratarnir eru að leika með framboði Ásgeirs Ás- geirssonar. l'Qövænlegur FÁIR atburðir hafa vakið jafn almennan ugg og andúð á Norð- urlöndum undanfarið og aðfarir Rússa gagnvart hinni sænsku leitarflugvél yfir Eystrasalti. Þessi sænski Katalínaflugbát- ur hafði verið sendur til þess að leita að Dokotaflugvél, sem týnst hafði á austanverðu Eystrasalti s. 1. föstudag. Var hann að sjálf- sögðu óvopnaður. — Erindi hans voru eingöngu friðsamleg. Til- gangurinn með flugi hans var fyrst og fremst að leita hinnar týndu sænsku flugvélar. En Rússar létu sig þetta engu skipta. Fyrr en varir eru tvær rússneskar þrýstiloftsflugvélar komnar í návígi við leitarflug- vélina og teknar að skjóta á hana með þeim afleiðingum að hún hr'apaði í sjóinn. Vegna þess að áhöfn hennar bjargaðist, þótt ein- hverjir af henni særðust, er full- komin vitneskja fengin um þessa atbúrði. ★ Hvað er hér í raun og veru að gerast? Ekkert annað en það, aá Rússar eru teknir að beita hreinum sjó- ræningjaaðferðum í loftinu yfir Eystrasalti. Þeir hika ekki við að láta orustuflUgvélar sínar ráðast að óvopnuðum farþegaflugvélum. Ekkert hefur ennþá spurzt til dakotavélarinnar, sem katalína- báturinn var að leita að. Vel má vera að örlög hennar hafi orðið svipuð og hinnar síðarnefndu.,— Þar er enginn til frásagnar. Það sætir engri furðu þótt þess ar aðfarir hafi vakið reiði og óhug í Svíþjóð. Um öll Norður- lönd o§ víðar vekja þær rika andúð. Norðurlandaþjóðirnar vilja búa í friði og sátt við alla nágrarna sína og allar þjóðir. Árásir Rússa á friðsamar far- þegaflugvélar þeirra eiga enga síoð í lögum og rctti. Þær eru nakið og grímulaust ofbeldi og illvirki. Frá Reuíers-fréttaritara ðlorgunblaðsins í Róma- boig, Iíorace Castell. KESKNISKENNDUR brandari, sem ítalski listmálarinn Amerigo Bartoii varpaði fram fyrir skömmu hetur nú vakið deilur og fjörugar umræður um hvort j Rorgin eiííía sé syfjaðasta borg í ■ heimi og Rómabúar ræða þetta j nú mjög með sér og dqjla ákaft, svo sem suðrænna er siður ..Róm verjar taka snemma á sig náðir, sökum þess hve þeir fara seint á fætur,“ sagði Amerigo Eartoli — og þessi ummæli hans ollu bitr- um háðsglósu.m frá íbúum ann- arra ítalskra borga og einnig frá Rómverjum sjálfum. Og reyndin er sú, að íbúar Rómar hafa farið að hugleiða málið í tUilri alvöru og það er mála sannast að þeir eru margir þeirrar skoðunar að e. t. v. felist nokkur sannleikur í því eð Róma borg sé syfjaðasta höfuðborg heimsins. 1 ★ Þeir sem því halda f-rtm benda á hve allt næturlíf borearinnar er hneppt í drpma eftir mið- nætti, og um kl. 2 er öll glað- værð horfin af götum borgarinn- ar. Þeir segja og að 99% af öll- um börum og drykkjukrám borg- arinnar, læsi dyruín sínum um kl. 1 eftir miðnættr. Síðustu sýningu leikhúsanna lýkur rétt fyrir sama tíma og þeir fjórir eða fimm næturklúbb- ar borgarinnar, sem hafa stöðug skemmtiatriði á boðstólum reka síðustu nátthrafna sína á dyr um tvöleytíð. Örfá öldurhús eru opin eftir klukkan- eitt. -Á göt- um borgarinnar ríkir grafarró skömmu eftir þann tíma, og fram til morguns heyrist vélarhljóð bíla rjúfa þögnina með löngum millibilum. Strætisvagnafélag Rómaborgar skýrir svo frá, að aðeins 3.000 af 1.600.000 íbúum borgarinnar noti vagnana milli miðnættis og morguns — og meirihluti þessara síðförlu manna eru þjönar, bakarar, blaðamenn og aðrir, sem sökum stöðu sinnar neyðast' til að vera á ferli að næturlagi. — Þegar síðustu bíógestirnir hafa haft sig heim í háttinn, færist svefn yfir gömlu strætin og piazzana. Gluggar aldagamalla bygginga eru dimmir og tómir og fótatak manna ómar i kyrrð- inni. Á slíkum stundum virðist Róm hverfa í svip aftur til fornaldar- innar, þegar hinn friðsami, hljóð- láti borgari sofnaði með sólarlagi og fór á fætur í dögun, en eftir- lét götur borgarinnar þjófum og þjórurum að næturlagi. ★ En það eru ekki aldeilis aliir á þessari skoðun. „Við viðurkennum / fúslega“ skrifar fréttastjóri eins af Róm- ardagblöðunum „að það er fátt a.ð finna fyrir nautnaseggi nætur- innar í borg okkar. En það er aðeins í hinum jarðbundnari, munaðarlegri skilnini, sem þessu er svo varið. Hvað getur fegurra á jörðu hér en að sjá dauf götuljósin flæða yf ir steinlögð strætin, þar sem sprungurjaar mynda hinar kynl. myndir og skuggarnir dilla sér fram og aftur. Sjáið* freyðandi gosbrunnina, hinar tignarlegu styttur, trén í görðunum, glæsi- leik hinna rómverskú súlnaganga qg töfra hinna brotnandi rústa bygginga forfeðra vorra. Hvað er dásamlegra til í veröldinni en að ganga um Rómaborg að nætur- lagi?“ í öllum löndum heims er hrepparígur, og það gildir jafnt um Ítalíu. Aðrar borgir landsins tóku undir ðmælisorð gagnrýn- endanna og jafnvel „borgarinnar börú“ slógust í hópinn. Alberto (Dóttir Rómar) Mora- via, einn frægasti rithöfundur Itala uppalinn í Róm ásakar hana um spillingu og smáborgarahátt: Daiift næturlíf í Rómaborg Fontana di Trevi. Þar ríkir djún kyrrð og ró. Hatia skortir menningarlega, list- fræðilega og siðfræðilega sjón- deildarhringa. Og andi og kraftur framfaranna finnast þar hvergi. En alvarlegasta ádeilan kom frá rússneska dagblaðinu „Ogo- nick“, og var endurprentuð í ítalska tímaritinu ,,Europeo“: 1 „Á götum Rómar gefur að líta hjarðir betlara, sem lögreglu- menn umkringja og berja með kylíum þar til blóð þeirra renn- ur. Og á Via Veneto, helztu götu borgarinnar, ster.dur kirkja, sem Capuchin munkar reka og lifa Frh. á bls. 12. Velvokandi skrifar: 6B DAGLEGA LIFINU Ætlaði að stytta sér leið. VELVAKANDI. Fyrir nokkru var bíll á ferð héðan vestur á land. Bílstjórann langaði til að stytta sér leið með því að fara Dragháls. Komið var við í Fer- stiklu og spurt, hvernig vegur- inn mundi vera yfirferðar, og fólkið hélt, að hann væri sæmí- legur. Er svo lagt á Ferstikluháls og ekið upp Svínadal. En þegar komið er á móts við Geitaskarð, er spjald á vegínum og þar stend- ur, að hann sé lokaður. Hverjum var krókurinn 1 að kenna? HEFÐI nú ekki verið betra að hafa leiðbeiningu á vegamót- unum hjá Ferstiklu um það, að bílar kæmust ekki yfir Draga? : ............... - “ - d... Leiðbeiningin koín seint. Þá hefði enginn bíll þurft að taka á sig þann óþarfakrók, að aka upp að Geitabergi til þess að :"á þær upplýsingar. Þess er vænzt að vegamálaskrifstofan athugi þetta. Sleifarlag eða hvað? ÞÓ að þessi saga sé gott dæmi þess, hvernig ekki á að ganga frá hnútunum, þá er hún ekki einsdæmi. Því er verr. Alveg var hún með sama bragði sagan, sem kunningi minn sagði mér á dög- unum. Hafði hann ekið drjúgan spöl, sem Ieið lá írá Vatnsenda og í áttina á Hafnarfjarðarveginn í Kópavogi. Ekki átti hann eftir nema nokkra metra, þegar hann kom þar að, sem jarðrask mikið og ófærur urðu á veginum. Varð harm því að aka drjúgan kipp til baka. Hvergj var merki að sjá, sem gæfi til kynna, að áran^urs- laust væri að reyna að komast þennan veg tii enda. Það má lengi deila um, hvað sé sleifarlag og hvað ekki, en það er þó að mínnsta kosti sljóleiki í hástigi, þegar vanrækt er að gcta ófærunnar fyrr en að henni er komið. Þjálfarar fyrir alla eða flakk útvaldra. 0' LYMPÍUNEFND íslands hefir skýrt f-rá því, að það hafi kostað 120 þúsundir íslenzkra króna að senda skíðamennina á ólympsku leikana í Ósló í vetur. Og þar sem keppendurnir voru 11 heíir ferðin kostað 11 þúsund- ir á nef. Því að miða verður við, að kostnaðurinn við faraátjórana og aðra slíka, sem jafnan telja sig ómissándi í svona ferðalögum, .iafnist niður á keppendur. Þetta mætti kalla að kasta fénu á glæ, þegar það er haft í huga, að hingað væri hæ,?t að ráða gnótt úrvalsþjálfara til að kenna vetraríþróttir fyrir þetta fé. En sem kunnugt er var fremur lítill vegsauki að för skíðamannanna eins og raunar flestir þóttust sjá fy.rir fram. Biður um skemmtilrgri hljómlist. VrELVAKANDI, vilíu ekki vera svo góður að minnast á það l í dálkunum þínum, hvort kvik- myndahúsin hérna geti ekki leikið skemmtilegri plöfur en þau gera, er þau sýna íslenzkar mynd- ir, sem vantar bæði tóna oe tal. Núna um helgina fór ég í Nýja- bíó til að sjá íslenzku myndina sem þar var sýnd, og ég verð að segja það, að sú hljómlist, sem þar var leikin. var alveg frá- munalega leiðinleg. Sömu sögu er að segja um fleiri myndir íslenzkar, sem ég hefi stð. Þjóðíögin íéllu betur að cfninu. G er svo sem ckki að fara fram U á, að það verði leikinn djass eða æsitónlist, bara létt og leik- andi lög. Ég veit raunar ekki hvað er því til fyrirstöðu, að leika einmitt með svona myndujn íslenzk þjóðlög Þau hæfa efninu miklu betur en einhverjar sym- fóníur, sem mér er ekki grunlaust um að fæli menn hreint og beint frá íslenzku myndunum. Það væri illa farið. Fólkið er þó kofn- ið til að njóta myndarinnar, en. ekki til að hlusta á tónverk, sem eiga fremur heima á hljómleik- uiii symfóníuhljómsveitarinnar. Kláus.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 134. tölublað (19.06.1952)
https://timarit.is/issue/108781

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

134. tölublað (19.06.1952)

Aðgerðir: