Morgunblaðið - 26.08.1952, Page 2

Morgunblaðið - 26.08.1952, Page 2
f 8 MOttGVNBLABlB Þriðjudagur 26. ágúst 1952 I r Sigfingar fi! Miðjarðarhafslanda; Athugnsemd frá Eim- skspaf élagi tslands h/f S GREIN er birtist í Morgun- blaðinu 20. ágúst, fara> hr. Elías Þorsteinsson og hr. Finnbogi Guðmundsson þess á leit, að Eimskipafélag íslands „beini að verulegu leyti ferðum skipa sinna til Spánar, ítalíu og ísrael.“ Félaginu er ljúft að taka til at- hugunar allar vinsamlegar tillög- ur um hagkvæmt siglingafyrir- Jtomulag, og í því sambandi vill J>að taka eftirfarandi fram: Eimskipafélagið hefur fengið beiðnir frá viðskiptamönnum sín- um um að hafa fastar áætlunar- ferðir bæði innanlands og til út- landa, og m. a. til allra eftir- taldra landa: Ameríku, Finn- lands, Noregs, Svíþjóðar, Þýzka- lands, Hollands, Belgíu, Eng- lands, Spánar, Ítalíu og ísrael. N'okkrar tilraunir voru gerðar árin 1946 og 1947 að koma á föst- um ááetlunarferðum til nokkurra af þessum löndum, ásamt helztu hafna innanlands. — Reynslan sýndi þá, að til þess að geta haldið uppi slíkum áætlanaferð- um og jafnframt annað nauðsyn- legum flutnlngum til og frá er- lendum höfnum, þurfti auk eigin skipa mörg dýr erlend leiguskip. Skipum félagsins hefur verið toeint þangað sem flutningsþörfin hefur verið mest á hverjum tíma, miklu leyti sem skipakostur fé- lagsins hefur leyft. Að því er snertir vöruflutninga til og frá Spáni, þá hefur samkvæmt upp- lýsingum, sem félagið hefur feng- ið, aðeins farið einn farmur af saltfiski um 1000 tonn til Spánar fyrstu sex mánuði þessa árs, og munu kaupendur á Spáni hafa ráðið því að sá farmur var send- ur með erlendu skipi. Þá skal á það bent að vér höfum flutt sam- tals aðeins 282 tonn af vörum frá Spáni og frá Ítalíu 206 tonn á þessum sex mánuðum. Þessar vörur voru fluttar með um- hleðslu í Antwerpen og Rotter- dam. Sama máli er að gegna um ísrael. Flutningar þaðan hafa verið mun minni. Þetta sýnir að enginn grundvöllur hefur verið fyrir hendi til þess að Eimskipa- félagið beindi ferðum skipa sinna „að verulegu leyti“ til Sþánar eða annarra Miðjarðarhafslanda. Hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu, er annað mál. Ef viðskipti við Spán aukast til muna, þannig að grundvöllur verði fyrir auknar skipaferðir þangað eða til annarra Miðjarð- arhafslanda, mun ekki standa á Eimskipafélaginu að hefja sigl- ingar þangað eins og til annarra þeirra landa, sem íslendingar eiga viðskipti við, ef flutnings- Blósnakertð hefndi fyrir stg % :4 -c V: -a C£1 a 0lórna, p o ttj, y. PyAhiJ* — og með því hefur tekizt að nota skiprúmið eftir beztu föngum og | magnið er nægilegt. jafnframt sinna þörfum bæði út- | flytjenda og innflytjenda, að svo I H.f. Eimskipafélag íslands. Eldflaugar í 80 knu hæð í RÁÐI er að senda eldflaugar upp í háloftin frá Grænlandi og eiga þær að komast upp í 80 km hæð. Hraði þeirra er 5000 km á klst. Uppdráttur þessi sýnir allkyndugan árekstur milli fólksbifreiða og blómakers, sem varð á Lækjargötunni s.l. laugardag. Lítil Ford- 1 bifreið R—1937 kom akandi norður Lækjargötuna og ætlaði að heygja upp Bókhlöðustíginn. í sama mund kom Austin-bifreiðin | It-4102 akandi aftan Ford-bifreiðarinnar, ætlaði fram úr henni á gatnamótum. Bifreiðarnar snertu hvor aðra, en framhluti Austin- bifreiðarinnar lenti á stóru stcinsteyptu blómakeri, sem stóð á mið- gangstétt Lækjargötunnar, svo að það rann af stað. Bifreiðarstjóri Austin-bifreiðarinnar hægði á ferðinni, svo að það stóð á jöfnu, að blómakerið sem rarn í hálfhring aftur vestur á bóginn dró hann uppi og skall með braki og brestum framan til á Austin- bifreiðina. Þar skemmdiSt hún mest og blómakerið brotnaði í mél. ..-aeKIIL Bílvegur um KIoSrIbej lær iólksbiireiðum FÆRT er nú orðið fólksbifreiðum fyrir Klofning í Dalasýslu. Ann- ars er unnið að því að gera brýr á veginum og næsta sumar ættu allar þær brýr sem mynda helztu farartálma að verða brúaðar, ef allt gengur að óskum. VÍSINÐALEGS EÐLIS Markmiðið með þessum eld- flaugasendingum er einungis vís- indalegs eðlis. Mæla á geislun gufuhvolfsins við segulskaut Norðurpólsins, sem. er í Tule- héraði. Er það háskúlinn í Iowa, sem stendur fyrir þessum rann- sóknum, og kemur leiðangur frá honum á skipi til Tulestrandar. 1 80 KM HÆÐ Eldflaugunum verður ekki skotið frá skipinu, heldur svífa þær i um 15 km hæð í sérstökum loftbelgjum og þaðan er þeim svo skotið með til þess gerðum sjálf- virkum tækjum og er gert ráð fyrir, að þær komist upp i efsta lag gufuhlofs jarðar. —- Hingað til hafa menn aðeins þekkt geisl- unina í 20—25 km hæð. Nú er þess hins vegar vænzt, að þekk- ingin nái þrisvar sinnum lengra upp í gufuhvolfið, og ástæðan fyrir því, að rannsóknin verður gerð í Tule, er sú, að geislun gufuhvolfsins beinist í átt til jaröar fyrir tilstuðlan segulkrafts skautanna. í STÖÐUGU SAMBANÐI VIÐ LEIÐANGURSMENN Fremst í eldflaugunum eru stuttbylgjutæki, sem hafa stöð- ugt samband við leiðangurs- menn. Fá þeir þannig jafnóðum niðurstöður þeirra mælinga, sem hin ýmsu tæki eldflauganna gera. i ást við fyrsfu sýn í LARVÍK gerðist það nýlega, aðj framreiðslustúlka á Grand Hótel þar í bæ bar á borð fyrir dansk- an gest, sem þangað kom. Daginn eftir kom stúlkan til forstöðu- manrjsins og sagði upp starfi rúnu, þvi að .þún ætlaði sér að giftast þeim danska. Forstöðumaðurinn1 lét hana fara við svo búið og! næsta mánudag tjvj dögum eftir að hún hafði séð danskinn voru l^au komin í heilagt hjónaband. ( Glæsilegt héraðsmól Sjálfslæðismanna að Ölver i i AKRANESI, 25. ágúst — Héraðs- mót Sjálfstæðismanná í Ölver var haldið sunnudáginn 24. þ. m. og hófst kl. 4 e. h. Formaður Sjálf- stæðisfélagsins á Akranesi, Jón Árnason, setti samkomuna með ávarpi og bauð menn velkomna. Böng þá Guðmundur Jónsson. Síðan flutti Pétur Ottesen al- þingismaður skörulega ræðu. Gerði hann lærdómsríkan saman- burð á kjörum og lífi fólksins í landinu á liðnum öldum við það, sem ætti sér stað í dag. Var hon- um óspart þakkað, er hann hafði lokið máli sínu. Næst las Brynjólf ur Jóhannesson leikari upp kvæði, og söng gamanvísur af sinni alkunnu snilld. Þá talaði Magnús Jónsson frá Mel. Og flutti eina af sínum skeleggu hvatningaræðum til ungu kyn- slóðarinnar, um að skera upp her- ör og fylkja sér af einlægni og dug um hugsjónir Sjálfstæðis- manna á íslandi. Guðm. Jónsson 1 söng mörg lög við mikla aðdáun og hrifningu áheyrenda. Og hefir sjaldan tekizt betur upp að kunn- ugra sögn. Klukkan átta hófst dansinn. ( E.S.-kvintettinn, hin vinsæla danshljómsveit lék fyrir dansin-1 um. Veitingar voru framreiddar á staðnum. Sumir ætlþðu x herjaheiði jafn- framt, en þeir létu berin eiga sig, og feögðust ekki geta yfir- gefið svona góða skemmtun. — Um sama leyti og skemmtunin hófst, gerði sólskin og batnaði veðrið því meir, sem á daginn leið. —Oddur. FÆRT FÓLKSBIFREIÐUM í sumar hefur verið unnið að brúargerð yfir Brúardalsá á Skarðströnd og tvær smáár. Og sjálfri vegarlagningu er svo langt komið að alltaf er fært fyrir jeppa og venjulegar fólksbifreið- ar komast leiðina vel, þegar lítið er í hinum óbrúuðu ám, eins og verið hefur undanfarinn þurrka- tíma. Eftir er að brúa þrjár ár á Skarðströndinni Krossá, Nípurá og Fagradalgá og eina í Saurbæ, sem er Hvolsá og verður von- andi haldið áfram smíði þeirra j næsta sumar. Er þetta til góðra íramfara í sveitinni. Þar á ofan 1 bætist svo, að verið er að leggja síma um Skarðströnd, svo að notendasímar koma brátt á flesta bæi. — Fréttaritari. Jón á Laxamýri heiðraður ÁRNESI 5. ágúst. — HINN 31. f. m. heimsóttu sveitungar og vinir Jón H. Þorbergsson á Laxa- mýri í tilefni af sjötíu ára af- mæli' hans. í þessu tilefni veitti óðalsbónd- inn á Laxamýri gestum sínum veglegt kaffi í stóru veizlutjaldi heima á staðnum og sátu þar til borðs á annað hundrað manns. Baldvin Friðlaugsson á Hvera- vöílum, f.v. oddviti Reykja- hrepps, flutti afmælisbarninu þakkir f. h. sveitunga með ræðu og færði því að gjöf frá þeim stækkaða ljósmynd með áletrun. Meðal annarra gjafa, sem bárust, var stækkuð ljósmynd af Laxa- mýri, er Búnaðarsamband S- Þingeyinga gaf með áletraðri þökk fyrir langt og vel unnið starf fyrir sambandið, en Jón hafði verið einn af stofnendum búnaðarsambandsins og formað- ur þess í 20 ár. Margar árnaðaróskir bárust Laxamýrarbóndanum í símskeyt- um þennan dag, og kvæði og þakkarræður voru fluttar undir borðum til afmælisbarnsins, enda er Jón á Laxamýri fyrir löngu þjóðkunnur fyrir störf sín' og brennandi áhuga á málefnum ís- lenzks landbúnaðar, sérstaklega sauðfjárrækt og verðlagsmálum, sem hann barðist fyrir á sínum tíma. — Fréttaritari. Frá kirkjukórunum í V.-Skaflafellssýslu KIRKJUBÆJ ARKLAUSTRI: — Sunnudaginn 17. ágúst kom kirkjukórinn í Skaftártungu á- samt sóknarprestinum, sr. Val- geiri Helgasyni, hingað austur á Síðu og annaðist guðsþjónustu í Prestsbakkakirkju. Guðsþjónust- an fór mjög vel frám og var all- fjölmenn. Um kvöldið hafði kirkjukór I Prestsbakkasóknar almenna skemmtun í Múlakoti - og bauð þangað Kirkjukór Skaftártungu. I Auk dansins var þetta til skemmtunar: Ilelgi Þorláksson, • kennari í Rvík, hélt ræðu, sr. (Valgeir Helgason Ias upp fjögur frumsamin og þýdd kvæði og Sig- ríður Kristjánsdóttir í Skaftár- | dal söng þrjú lög með undirleik Helga Þorlákssonar. | Var gerður góður rómur að öll- um þessum skemmtiatriðum. — Samkoman fór ágætlega fram og var sótt af fjölmenni víðsvegar að. — Fréttaritari. leikar á isafkði ÍSAFIRÐI, föstudag: — í gær. kvöldi efndu tveir ungir lista- menn, Ingvar Jónasson fiðluleik- ari og enskur píanóleikari, ung- frú Hilary Leech, til sameigin- legia tónleika í Alþýðuhúsinu á vegum Tónlistarfélags Isafjarðar. Fyrsta verkið á efnisskránni var sónata í A-dúr eftir Mozart fyrir fiðlu og píanó. Síðan lék ungfrúin Prelude eftir Rachman- inof og Scherzo í B-moll eftir Chopin. Þá var einleikur á 'iðlu með píanóundirleik. Lék Ingvar fyrst Polonaise Rilliante í A-dúr eftir Wieniawski og La Caprici- euse eftir Elgar. Að lokum léku þau sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir Cesar Franck. Listamönnunum var fádæma vel tekið, og urðu þau að leika fjölda aukalaga við mikla hrifn- ingu áhorfenda, r,em klöppuðu óspart lof í lófa. Tónlistarmönnunum barst. fjöldi blómvenda. — Ingvar Jónasson hefir stundað tónlistar- nám í Englandi s.l. tvö ár við Royal College of Music í London og hefir hann notið þar kennslu og leiðsagnar danska fiðluleikar- ans Henry Holst. Lauk hann í vor 5. gráðu prófi skólans með ágæt- um vitnisburði og stundar næsta vetur nám í efsta bekk skólans. I vor tók hann þátt í sam- keppni, sem háð var í skólanum um peningaverðlaun og hlaut hæstu verðlaun í fiðluleik. Ungfrú Hilary Leech hefir stundað nám við sama skóla og hafa námsgreinar hennar verið píanó og sellóleikur. Er hún talin með beztu og efnilegustu píanó- leikurum skólans. Þau Ingvar og ungfrú Leech munu halda héðan til Akureyrar og halda tónleika um. mánaða- mótin. Einnig er áformað, að þau leiki í útvarpið. Ungfrú Leech hefir fengið tilboð um að leika einleik á píanó í brezka útvarpið fyrir hönd skólans í dagskrárlið, sem margt ungt fólk sér um. Og einnig hefir hún fengið tilboð um að leika á selló í sjónvarp fyrir hönd sinfóníuhljómsveitar hér- aðeins, sem hún býr í. — J. Norrænir vikinpr í Hollywood i NÚ er mikið um það rætt, hvort gömlu víkingarnir og sögurnar um þá verði ekki framtíðarvið- fangsefni bandarískra kvik- mynda. Byrjað er nú að gefa út 1 sögur um þá í litum, handhægum lútgárum. í Bandaríkjunum, og hafa þær verið seldar gífurloga þar í landi. — í ráði er nú að gera 'fjórar víkingakvikmyndir 1 j Bandaríkjunum og verður ein 'þeirra fullgerð á þessu ári, The l'Viking Raiders. Rótaryklúbbur Húsa- víkur heimsótti 1 Sauðárkrék ! SAUÐÁRKRÓKI, 25. ágúst — Síðastliðfnn laugardag heimsótti rótaryklúbbur Húsavíkur rótary- klúbb Sauðárkróks, og er það í fyrsta skiptið, sem þessi klúbbur heimsækir Sauðárkrók. Um kl. 21,00 hófst sameiginleg- ur fundur félaga og gesta þeirra, Ræður fluttu umdæmisstjóri, sr, Friðrik Friðriksson, Einar J. Reynis, Jón Þ. Björnsson og Sig- urður Sigurðsson bæjarfógeti. Ennfremur fluttu forsetar beggja klúbbanna ávörp. Á sunnudagsmorgun söfiiuðust klúbbfélagar saman að nýju ög var Húsvíkingum sýnt hið mark- verðasta í bænum og kringumí hann. — Klúbburinn lagði af stað heimleiðis upp úr hádegi sama dag með viðkomu að Hólum | Iljaltadal. —Jón.__ t Sjóflvarpað frá ræðu WASHINGTON. — Eisenhowet! ætlar að hefja kosningabaráttuna í fullum krafti hinn 4. sept. — Ætlar hann þá að halda mikla ræðu í Fíladelfíu og verður bæði sjónvarpað og útvarpað frú henni. Síðan rekur hver stórræð- an aðra. Enn liggur ekkert fyrir um, hvð nær Adlai Stevenson æltar að hleypa úr hlaði. Sagt er, að hanni ætli að ferðast um gervallt land-< ið í járnbrautarlest og vélflugu*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.