Morgunblaðið - 26.08.1952, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. ágúst 1952
10
Matthias Þórðarson rithölundur
Gott hjól
með hjálparmótor, óskast
til ■ kaups. Upplýsingar í
síma 1186.
h.
ÍBIJÐ
óskast til leigu. — Má vera
lítil. — Sími 80047.
TIL SÖLU
góð bújörð á Suðurlandi,
raflýst, hvort sem vill með
eða án áhafnar. Uppl. Berg
staðastræti 9, Reykjavík
(kjallara) frá 1—12 og eft-
ir kl. 6 næstu daga.
Eitt herbergi
óskast til leigu í Voga-
hverfi, helzt sem næst Lang
holtsveg 198. Uppl. í síma
80684.
Leiguíbúð óskast
3—4 herbergja. Má vera í
úthverfi bæjarins. Engin
fyrirframgreiðsla, en góð
leiga í boði. Tilboð merkt:
„Húsnæði — 75“. sendist á
afgr. Mbl. fyrir föstudags-
kvöld.
Dömur — Herrar
Ef þér hafið í huga að
festa ráð yðar, þá mun ég
hjálpa yður til að finna yð-
ar rétta maka. Tilboð send-
ist afgr. Mbl. merkt: —
„Gamall — 32“.
TORGSALAIV
Eiríksgötu og Barónsstíg
og Vitatorgi við Bjarna-
borg í dag, selur aljs konar
blóm og grænmeti, tómata,
hálft kíló kr. 4.50; gúrkur
frá 2.50 til 4.50 stykkið;
blómkál frá kr. 1 til 5.00
stykkið; gulrætur frá kr.
4.00 til 6.00 búntið, toppkál
frá kr. 3.00 til 4.00 stk.;
hvítkál frá kr. 6—7 kílóið;
krækiber 10 kr. kílóið; alls
konar blóm í búntum frá
3.50 til 5.00 búntið. — Enit
fremur rósir, nellikkur og
brúðarslör I stykkjatali. —
Viðskiptamenn minir eru
beðnir að athuga, að sala
fer aðeins fram á þriðju-
dögum, fimmtudögum og
laugardögum.
HERBERGI
óskast
Reglusamur maður óskar
eftir herbergi. Tilboð send-
ist blaðinu merkt: „77“.
Dönsk kona óskar eftir
stóru
HERBERGI
strax. Húshjálp kemur til
greina. Upplýsingar í síma
3179.
Kápufau
Slæður
Nylonsokkar
Verzlunin ÞJÓRSÁ
Laugaveg 11.
íbúð óskast
3 fullorðnir í heimili. Allt
reglusamt fólk með fasta
atvinnu. Upplýsingar í síma
3159 eða 3980.
4ra mariUia bíll
Austin til sýnis og sölu á ^
járnsmíðaverkstæðinu Faxa
götu 1. Skipti á sendiferða- I
bíl eða Iitlum vörubíl æski- |
leg. Sími 80113.
Bönsk kor&a
óskar eftir 2ja til 3ja herb.
íbúð strax. Húshjálp kem-
ur til greina. Upplýsingar
í síma 3179.
Grá Silver-Cross
harnakerra
í 1. fl. standi til sölu. —
Uppl. á Grundarstíg 6,
neðri hæð, kl. 5—8 í dag.
STANDARD
Fjölritarar komnir aftur.-
Sérlega hentugir fyrir skóla
Hagkvæmt verð.
Erl. Blandon & Co.
Hamarehúsinu.
Húseign til sölu
í útjaðri bæjarins. Landið
er einn hektari af erfða-
festulandi. í húsinu eru 8
stofur og 2 eldhús. Allt
laust til ibúðar nú þegar.
Einnig útihús. Uppl. gefur:
Hannes Einarsson
fasteignasali. Óðinsg. 14B.
Sími 1873.
HINN 1. júlí s.l. átti hann 80 ára
afmæli. Var hann þá heima hjá
sér í Charlottenlund, en þar hefur
hann búið í fjölda ára.
í tilefni dagsins höfðu vanda-
menn hans og vinir safnast sam-
an og héldu þeir honum samsæti,
til he^ðurs afmælisbarninu áttr-
æða.
Matthías Þórðarson er löngu
þjóðkunnur maður, svo það væri
að bera í bakkafullan læk pð rita
um hann langt mál hér. Skal því
aðeins stiklað hér á nokkrum
dráttum úr hinni löngu æfi hans.
Hann er óvenju margþættum gáf-
um gæddur, enda fjölfróður um
marga hluti, hefur hann og víða
við komið í sínu langa lifi.
Hann ólst upp við sveitavinnu j
á heimili foreldra sinna að Móum
á Kjalarnesi. Byrjaður var hann
menntaskólanám, cn crfiðar
ástæður foreldra hans ollu því að
hann varð að yfirgefa nám og
hverfa heim til starfa fyrir heim-
ili foreldra sinna. Nokkru síðar
snýr Matthías sér að sjónum, og
gerist sjómaður, máske fyrst og
fremst til þess að afla fjár i fá-
tækt bú foreldra sinna. Tók hann
kornungur skipstjórapróf við
Stýrimannaskólann í Reykjavík,
og gerðist þegar skipstjóri um
nokkur ár á ýmsum fiskiskútum
og flutningaskipum, sem í þá
daga ekki voru fullkomnari en
svo, að enginn núlifandi íslenzk-
ur sjómaður myndi vilja stíga um
borð í slík skip.
Nokkru siðar gerðist hann leið-
sögumaður dönsku varðskipanna
og mælingaskipanna sem þá
sigldu við ísland. Var hann v.ið
það starf í 10 ár, og vann sér við
það starf óskerta virðingu yfir-
manna sinna, og eignaðist meðal
þeirra lífstíðar vini. í þakklætis-
skyni fyrir störf sín í þeirri stöðu
var Matthías sæmdur hinni
dönsku dannebrogsorðu. —
Enn er Matthías kornungur
maður, og starfsþrotturinn og
framkvæmdaþráin á hápunkti.
Gerist hann nú umsvifamikill út-
gerðarmaður. Var hann t. d. einn
af eigendum eins elzta íogara-
félags íslands ásamt Thor Jensen,
Jóni Ólafssyni, o. fl.
Árið 1910 byrjar hann útgerð
í Sandgerði, reisir þar stór hús,
og önnur mannvirki og gerir út
marga báta. Má hann því teljast
frumbyggi Sandgerðis^Eftir nokk
urra ára rekstur selur hann svo
allar eignir sínar i Sandgerði —
ekki til þess að leggja árar í bát,
heldur til að færa út kvíarnar,
stækka sjóndeildarhring sinn og
vinna fyrir þjóð sína. Er hann nú
1913 skipaður fiskierindreki ís-
lands í Englandi, og flytur bú-
ferlum þangað. Sýnir slíkt hve
mikils trausts Matthías þá þegar
hefur notið.
Árið 1916 var orðið svo erfitt
um viðskipti milli íslands og Eng
lands vegna fyrra stríðsins sem
þá geysaði sem harðast, að störf
Matthíasar komu ekki að gagni.
Lét hann því af starfinu sem fiski
erindreki, og fluttist búferlum til
Danmerkur. Var hann þá fyrir
alvöru byrjaður á ritstörfum sín-
um og urðu þau nú aðalstarf hans
Enn átti samt Matthías eftir að
komast í tæri við íslenzka útgerð.
Árið 1920 flytur hann upp til ís-
lands, kaupir stóreignir í Kefla-
vík, og gerist þar útgerðarmaður
og stór fiskikaupmaður. Var hann
nú næstu árin kóngurinn í Kefla-
vík. — En útaf útgerð sinni, og
viðskiptum við þorskinn mun
Matthías hafa sömu sögu að segja
eins og margir aðrir djarfir og
framgjarnir útgerðar-menn heima,
.að slík atvinnugrein hefur reynst
fádæma áhættusöm, klórað og fé-
flett, í stað þess að gefa eðlilegan
arð. Matthías seldi því eignir sín-
ar í Keflavík og hætti útgerð.
Nú höfðu ritstörfin tekið allan
hug hans, hann flutti til Kaup-
mannahafnar með fjölskyldu sína
áttræðui
• ■■ ■■r ■ . -. - -
1923, og hefur síðan verið búsett-
ur þar.
Auk aðalstarfa sinna hefur
Matthías fyrr og siðar unnið mjög
mikið og óeigingjarnt starf fyrir
ýms þjóðþrifamál ættjarðar sinn-
ar.
Má meðal annars nefna að hann
var einn af stofnendum Fiskifé-
lags íslands, og í stjórn þess lengi.
Var hann og fyrsti ritstjóri tíma-
rits félagsins ,,Ægis“. Mun það
vera upphaf rithöfundarstarfsemi
hans er hann gerðist ritstjóri
Ægis.
Eftir að Matthías xluttist síðast
til Kaupmannahafnar urðu rit-
störfin aðalstarf hans, og eru enn
í dag. Hefur hann gefið út marg-
ar bækur og tímarit ritað bæði á
íslenzku og sumar á erlendum
málum. Fjalla margar af bókum
þessum um málefni á sviði fiski-
veiða, hafrannsókna, landhelgis-
mála íslands o. fl. Má af þessum
bókum nefna „Havets rigdomme"
sem er hin merkilegasta bók á
sínu sviði, „Síldarsaga íslands",
„Dansk islandsk samhandel", er
fiallar um sameiginleg viðskipti
íslendinga og Dana fyrir og eftir
aldamótin.
Árin 1927—1935 gaf hann út
„Nordisk Havfiskeritidende“, sem
kom út í heftum. Árin 1935-—38
gaf hann út tímarit í heftum, sem
hann nefndi „Yearbook of the
fishing industry". Kemur betta
tímarit út í London enn í dag.
„Síld og sildarverzlun“ gaf hann
út 1930, og 1935 skrifaði hann
stutta bók um „Skipskaða og
drukknanir við ísland". „Þröngt
fyrir dyrum“ heitir ádrepa sem
hann gaf út um íslenzk landhelgis
mál árið 1946. Auk þessa hefur
hann gefið út fjölda smærri rita,
og skrifað margar blaðagreinar í
ýms blöð landsins fyrr og síðar.
Síðasta og stærsta verk hans
enn er „Litið til baka“, sem er
æfisaga hans. Eru þegar komin
út af henni 2 bindi, sem lands-
mönnum þegar eru kunn, en um
þessar mundir vinnur hann að út
gáfu þriðja bindisins.
Má af þessu litla yfirliti sjá, að
ekki hefur Matthías . alltaf setið
auðum höndum hin síðustu árin,
einmitt á þeim aldri er meirihluti
manna eru hættir störfum, upp-
gefnir, ónýtir til starfá, eða dauð-
ir.
Slysavárnafélag Islands hefur
frá byrjun verið Matthíasi hjart-
fólgið. Hefur hann unnið íyrir
félagið óslitið frá stofnun þess,
og er enn í dag umboðsmaður
þess í Danmörku. Mun félaginu
hafa áskotnast :njög veruiegar
fjárupphæðir íyrir ctbeir.a hans
fyrr og síðar.
Kemur glöggt í Ijós í störfum
hans fyrir Slysavarnarfélagið
yndi hans af að vinna óeigin-
gjarnt starf í þágu góðs málefnis,
og hyggindi hans við að ná
árangri á hinn smekkvisasta og
kyrrlátasta hátt.
Síðustu árin hafði Matthías
kennt sjúkdóms, sém ágerðist. í
fyrra réðist hann í að láta skera
sig upp. Tókst það vel, en síðar
kom i ljós að aðra stærri aðgerð
þyrfti til þess hann gæti náð var-
anlegri heilsu vegna sjúkdómsins.
Ekki brast Matthías kjarkinn þá
þótt 79 væri. Lagði hann sig á
skurðarborðið að nýju. Eftir síð-
ari uppskurðinn var talsvert dreg
: ið af kröftum hans, sem ekki var
i undarlegt. Matthías komst samt
i yfir allt þetta, er nú hinn hraust-
asti, tíu árum yngri en áður, og
leikur við hvern sinn fingur.
Út af Matthíasi og konu hans
er þegar kominn stór og myndar-
legur ættbálkur, barnabörn, og
barna, barnabörn. Langt líf er
sjaldan tómir sólskinsdagar, svo
hefur það einnig verið um æfi
Matthíasar. Myrkir skýjadagar
ástvinamissis og íjárhagsörðug-
leika hafa einnig fallið honum í
skaut, en allt það hefur hann bor-
ið með sérstakri hugprýði, karl-
mennsku og göfugmannlegri still
ingu. Hinn myndarlegi afkom-
endahópur hans keppist nú um að
gleðja hinn aldna ættarhöfðingja,
og togast á um að hafa hann hjá
sér, þó ekki sé nema stuttan tíma
í senn.
Matthíasi er margt til listar lagt
og er hann gæddur fjölhæfum
gáfum, endar er ekki djúpt á
þeim í ætt hans, þar sem hann er
systursonur skáldjöfursins Matt-
híasar Jochumssonar. Ritfær er
hann í bezta lagi, svo sem bækur
hans bera með sér. Skrifar hann
rithönd svo fagra, að yndi er á
að horfa enn í dag. Skýtur þar
skökku við um hina yngri menn
flesta sem keppast um að skrifa
svo illa að ólæsilegt er með öllu.
Matthías er snilldarvel hagmælt-
ur, en svo hefur hann leynt því,
að fáir munu af vita. — Hann er
gleðimaður í vinahóp, en flestum
mönnum kurteisari og hógværari,
skapstilltur en skapfastur, hrein-
skilinn og göfuglyndur. Sálin við-
kvæm, og vinátta hans trygg.
Sökum þessarra mannkosta
sinna hefur Matthias eignast
marga góða vini á lífsleiðinni.
Kemur það og skýrt fram í þeim
tveim bindum sem þegar eru
komin út af ævisögu hans. Heima
á hann enn fjölda vina, þótt marg
ir séu þegar farnir á undan hon-
um yfir á eylífðarlandið. Einnig í
Danmörku hefur hann um langan.
aldur átt marga Aollvini meðal
mætustu manna Dana, og íslend-
inga búsettra í Danmörku, lifa all
margir af þeim enn.
Manni verður á að finnast að
Matthías geti nú — með áttatíu
ár að baki — með hlýjum huga,
og bros á brá, „litið til baka“ yfir
farinn veg, minnst hinna :narg-
þættu verka og mörgu starfsdaga,
sólskinsblettanna og skýjaklakk-
anna og glaðst yfir hinum langa
lífsins skóla, sem hann mörgum
öðrum fremur hefur kunnað að
notfæra sér til þess að nema þar
lífsins fræði, og auðga anda sinn
að víðsýni og eilífðar verðmæt-
um.
Á sjötíu og fimm ára afmæli
.sínu var Matthías staddur í
Reykjavík, og var hann þá sæmd-
úr stórriddarakrossi hinnar ís-
lenzku fálkaorðu.
P. ÓI.
POMTIAC
Bíll í góðu lagi til sýnis og
sölu við Leifsstyttuua kl. 5
—7 í kvöld.
GÆFA FYEGIR
trúlofunarhring
unum frá
SIGURÞÓR
Hafnarstræti 4
— Sendir gegn
póstkröfu —
— Sendið ná-
kvæmt mál —