Morgunblaðið - 03.10.1952, Side 5

Morgunblaðið - 03.10.1952, Side 5
Föstudagur 3. okt. 1952 MORGUNBLAÐIÐ Framh. af hi->. 1 frumvarpið verður að lögum, verður óheimilt að stofnsetja áfengisútsölu i kauptúni. Ákvæði laga nr. 26/1943 um héraðataönn hafa verið tekin upp í frumvarp- ið, enda hefur nefndin féngið Etaðfestingu utanríkisráðuneytis- ins á því,. að þessi ákvæði séu eigi andstæð neinum milliríkja- samningum, sem íeland er aðili að. VEITINGALEYFI í 12. gr. frumvarpsins eru fýr- irmæli varðandi leyfi veitinga- húsa til vínveitinga. Felst í þeim ákvæðum mikil tareyting fi’á gildandi lögum. Samkvæmt 11. gr. gildandi áfengislaga er dóms- málaráðherra heimilt að veita einu veitingahúsi í Reykjavík leyfi til veitinga á áfengum drykkjum, sem til landsins má flytja. í frumvarpinu felst að því leyti til rýmkun, að ekki er í því gert ráð fyrir, að heimildin sé eingöngu bundin við eitt veit- ingahús. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að í kaupstöðum, þar sem. áfengisútsala er, geti dómsmála- ráðherra veitt veitingahúsi eða veitingahúsum leyfi til vínveit- inga. þegar eftirtalin skilyrði eru fyrir hendi. a. Að veitingahúsið hafi á boð- stólum mat og fjölbreytta ó- áfenga drykki. b. Að veitingahúsið sé að dómi stjórnar S-ambands gisti- og veitingahúseigenda fyrsta flokks. Geta samkvæmt þessum fyrir- mælum aðeins komið til greina fullkomin og fyrsta flokks veit- ingahús. ÞJÓNUSTUGJALD AF ÁFENGISÖLI c. Að eigi sé greitt þjórfé (þjón- ustugjald) al sölu áfengra drykkja né veitingahúsið launi starfsfólk sitt með hundráðs- gjaldi af sölu þeirra. Þetta bann 'við þjórfé af áfeng- um drykkjum er hér algert ný- mæli. Er það í samræmi við það sjónarmið áfengislöggjafarinnar, sem nefndin vill fyrir sitt leyti undirstrika, að útiloka sem mest má verða einkagróða af áfengi. Með þessu ákvæði ætti að vera loku skotið fyrir það, að þjón- ustumenn geti haft nokkurra hagsmuna að gæta í sambandi við áfengisveitingar. Þeir geta því enga hvöt haft til þess að afgreiða áfenga drykki öðrum beina fremur, nema síður sé. -— Nefna má að svipað ákvæði er í frumvarpi til norskra áfengis- laga, sem sérstök nefnd, er haft hefur áfengislöggjöfina til end- urskoðunar, hefur samið. ÁFENGISVARNARÁD HAFI HÖND í BAGGA Loks er það skilyrði, að leitað sé Umsagnar áfengisvarnaráðs, bæjarstjórnar og áfengisvarna- nefndar í þeim kaupstað, sem í hlut á, áður en veitingahúsi er veitt leyfi til vínveitinga. Vildu sumir nefndarmenn ganga enn lengra og beinlínis binda leyfis- veitingu því skilyrði, að áfengis- varnaráð samþykkti hana, en meiri hluti nefndarinnar taldi ráðherra skapað nægilega mikið aðhald með því að leita umsagn- ar fyrrnefndra þriggja aðila og mundi hann naumast veita leyfi gegn rökstuddu áliti þeirra. Skv. frumv. er aðalreglan sú, yð leyfi til vínveitinga verði ekki veitt veitingahúsum utan kaup- staða. Frá þeirri meginreglu er þó gert ráð fyrir undantekning.u. Þegar telja má að veitingahús- rekstur utan kaupstaða sé aðal- lega vegna eriendra ferðémanna, er dómsmálaráðherra að fengnu samþykki áfengisvarnaráðs, og að uppfylltum öðrum framan- greindum skilyrðum, heimilt að yeita slíkum veitingastað leyfi til yínveitinga. Slíkar leyfisveiting- ar eru jafnán bundnar sam- þykki áfengisvarnaráðs. Samkvæmt frumvarpinu eru leyfi veitingahúsa til vínveitinga Joundin tímatakmörkunum.*Verða þau éigi veitt til lengri tíma> en fjögurra ára í senn. Vérði áfengisútsala lögð niður í kaupstað samkv. fyrirmælum 10. gr. frumvarpsins verðdr vín- veitingaleyfi veitingahúss í þeim kaupstað ekki framlengt að gild- istíma loknum. Leyfi skal bundið við nafn og veitir leyfishafa að- eins rétt til veitinga í því hús- næði, er hann hefur þegar honum er veitt leyfið. MÁ TAKMARKA LEYFI Víf) LÉTT VÍN Þá má binda vínveitingaleyfi þeim skilyrðum, sem dómsmála- ráðherra cg áfengisvarnaráð telja nauðsynleg, m. n. er heimilt að binda leyfið eingöngu við veit- ingu léttra vína. Ennfremur má kveða svo á, að dans megi ekki fara fram í þeim salarkynnum vínveitingahúsa, þar sem vin er veitt. Er ráðherra með ákvæði þessu veitt færi á að binda leyfi hvers konar skilyrðum, sem nauð' synleg eru eða reynslan sýnir að til bóta horfa. SKORÐUR VID EINKAGRÓÐA Nánari fyrirmæii um vinveit- ingar, þ. á. m. um veitingatíma, eftirlit. á veitingastað og. álagn- ingu ber að setja í reglugerð. Telur nefndin það sérstaklega nauðsynlegt, að það sé ófrávíkj- anlegt skilyrði, að á hvérjum veitingastað sé jafnan eftirlits- maður, skipaður af hinu opin- bera, en laun hans séu greidd af veitingahúsinu. Álagningu ber að stilla svo í hóf, að skorður verði reistar við einkagróða af vínveit- ingum. Urn þessi atriði öll hefur áfengisvarnaráð tillögurétt. EKKI PÓSTKRÖFUSEND- INGAR I 13. gr. frumvarpsins er það nýmæli, að bannað er að senda Vín gegn póstkröfu. Þar er og mælt svo fyrir að áfengi megi einungis selja gegn staðgreiðslu, en eftir gildandi lögum skal það ákveðið í reglugerð. VEGABRÉF TIL SANNINDA- MERKIS UM ALDUR I 16. gr. er það nýmæli upp tekið, að kaupandi áfengis skuli jafnan sanna aldur sinn rrieð vegabréfi eða á annan fullnægj- andi hátt, en haldið er reglu gildandi laga, að óheimilt sé að afhenda eða veita yngri mönnum en 21 árs áfengi. Nýmæli er það og í sömu gr. að skylt skal að tilkynna útsölustöðum Áfengis- verzlunarinnar jafnóðum, hverjir gerzt hafi brotlégir samkyæmt. þeirri grein, en óheimilt er að selja slíkum mönnum áfengi. VÍNVEITINGALEYFUM FÆKKAR í 20. gr. frumvarpsins eru sett ný og þrengri ákvæði um vín- jveitingaleyfi, sem lögreglustjóri getur gefið. Samkvæmt þeirri grein getur lögreglustjóri aðeins gefið leyfi til vínveitinga, nema í veizlum, samsætum og öðrum slíkum samkvæmum, innanfélags manna og félagsgesta, þar sem sýnt er, að félagsskapurinn í heild eða einstakir þátttakendur í honum hafa ekki hagnað af. Skemmtifélögum má alls- ekki gefa slík leyfi. Ekki má heldur veita slík leyfi til vínneyzlu í samkvæmum,. sem haldin eru á veitingastöðum, ef ætla má, að til þeirra sé stofnað í tekjuskyni fyrir veitingabúsið. Meö. þessum fyrirmælum, sem eru að nokkru leyti sniðin eftir 16. gr. reglug. nr. 126/1945 en að nokkru ný- mæli, ætti að vera nokkurn veg- inn tryggt, að vínveitingaleyfum fækki. Þyngd er nokkuð viðurlög að því ef opinberir starfsmenn, starfandi læknar, lyfsalar eða þjónar þeirra eru ölvaðir við störf sín sbr. 22. og 23. gr. AUKNAR ÁFENGISVARNIR í frumvarpinu er lagt til að áfengisvarnir séu stórauknar. — Samkv. 26. gr. skal starf áfengig- varnáráðunauts -gert að aðal- starfi, en fram til þessa hefur það verið aukastarf. Er áfengis- varnaráðunaut ætlað að vera íormaður og' framkvæmdarstjóri áfengisvarnaráðs. En áíengis- varnaráði er ætlað að fara með yfirstjórn allra áfengisvarna í landinu, stuðla að bindindissemi og vinna gegn ofnautn áfengra drykkja og reyna að afstýra skað- legum áhrifum áfengisneyzlu. Et' það ný stofnun. Skal það skip- að 5’mönnum. Áfengisvarnaráðu- nautur er formaður, eins og áður segir. Hinir neíndarmennirnir skulu kjörnir hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi, að afstöðn- um hverjum almennum alþingis- kosningum. Þykir heppilegt, að leggja yfirstjórn áfengisvarna í hendur fjölskipaðs stjórnvaids, sem ætla má að allir aðal s-tjórn- málaflok-kar eigi hlut að. Aðstaða þessarar stofnunar ætti því að vera sterk, og jafnframt er gerð tilraun til að útiloka tortryggni. ÁFENGISVARNASJÖÐUR Þá er það og nýmæli að stofna skal sérstakan sjóð, áfengisvarna- sjöð, til að standa straum af öll- um kostnaði við áfengisvarnir. j Skulu í sjóð þann renna 3% af : rekstrarhagnaði Áfengisverzlun- ar ríkisins. Virðist sanngjarnt og ' eðlilegt að einhverju af þeim hagnaði, sem verður af áfengis- ■ verzlun sé einmitt varið til þess | aö girða fyrir skaðlegar afleið- j ingar áfengisnautnar. Loks er aigert nýmæli í 33. ! gr. frumvarpsins. Samkvæmt því ákvæði skal á næstu 5 árum leggja árlega til hliðar 6% af hreinum ágóða Áfengisverzlunar ríkisins. Skal helmingi þeirrar upphæðar varið til byggingar drykkjumannahæla og lækn- ingastöðva handa drykkjumönn- um, sjúkrahúsa og eiliheimila eftir nánari ákvörðun heilbrigð- ismálaráðherra. Hinum helmingi upphæðarinnar skal varið að jöfnu til þess að veita féiags-' heimilum og hótelum vaxtalaus ián, og skulu þau hótel, sem ekki hafa vínveitingaleyfi ganga fýrir. Nýmæli þetta.byggist á því sjón- armiði nefndarinnar að gera eigi ríkissjóð smátt og smátt óháðan áfengisgróða. SEKTIR FJÓRFALDAST Sektir ailar samkvæmt frum- varpinu eru fjórfaldaðar frá því sem er í núgildandi lögum, en lítragjald er tífaldað. Auk þess, sem nú hefur verið talið, eru nokkrar smærri breyt- ingar, sem ekki þykir ástæða til jað rekja. Þess skal að lokum getið, að um sum nýmæla þeirra er hér hafa verið greind hefur verið á- greiningur innan nefndarinnar og hafa nefndarmenn gert grein fyrir afstöðu sinni í athugasemd- um við frumvarpið. STULKA vön heimilisstörfum óskast. Miklubraut 6f>, vinstri dyr. með svölum, til leigu. Miklu braut 66, vinstri dyr. Reglusöm STUIKA óskar eftir einhvers konar atvinnu húlfan dagiim (ekki vist). Upþi. í aíma 7318. STÉLKA óskast í vfst. Ujrpiýsingar f síma 98-94. Vill ekki einhver lána mér í stuttan tíma. H'áir vextir. Tilboð sendis-t afgr. Mbl. fyrir kl. 6 í kvöld, merkt: „Fljótt — 724“. Jl Trovatore" frum- sýnd í Nýja bíói á morgun NÝJA BÍÓ frumsýnir á morgun ítalska óperukvikmynd, II Trova- tore, byggða á samnefndri óperu með hljómlist eftir G. Verdi. — Hljómsveit og kór frá óperunni í Róm aðstoða við sýninguna. í hlutverkaskrá leikara getur ;að iíta eftirfarandi nöfn: Enzo Mascherini, Gino Sinimberghi, Vittoria Collonello, Gianna Peder zini. En aðalsöngvararnir eru Gianna Pederzini. ’.nezzó i ópran, Franca Sacchi sópr.an, Antonio Salverezza tenór, Enzo Mascher- ini baritón, Enrico Formicchi bassi. Hljómurinn í myndinni er frá- munalega góður og myndin í alla staði prýðileg og þess sannar- lega virði að sjá hana. — A. IiEZT AÐ AUGLÝSA t MOKGUISBL4ÐINU ibúð ésktBsl í bænum eða utan við bæ- inn. Mikil _fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar í síma 80943 kl. 1—5 e.h. IIERBERGI til leigu á hitaveitusvæði í Vesturbænum. Uppl. gefur: Siguiður Steindórswin Bifrt'iðasiöS Steindórs. Get tekið Fermingarkjóla til að sauma. Sníð einnig og máta. — Sara Finnljogadóttir Lækjargötu 8, gengið inn frá Skólabrú. 11L LEiGU Góð stofa til leigu, aðgang- ur að baði og síma. Uppl. i síma 6201 eða á Kvisthaga 18, II. hæð. 2|a herb. íbúð með húsgögnum óskast sem fyrst fyrir starfsmann hjá ameríska sendiráðinu. Sími 1084. — 6»ð stúikeb óskast í létta vist. Upplýs- ingar á Vésturgötu 19. ■— S-ími 3442. — Vörubifreið Til sölu er 5 tn. Austin. ■— Smíðaár 1946. Hagstætt vefð. Mikið af varahlutum. Uppl. í síma 80258 milli kl. 6 og 8 í kvöld og næstu kvöld. — tiÞ sölu. Upplýsingar í síma 2842. Opna í dag nýja fiskbúð að Hverfisgötu 74. Jólusnn Guðjónsson 5 manna Armstrong Sid- denly, model 1946, til sölu. Bíllinn er í ágætu iagi. — Skipti á minni bíl hugsan- leg. Til sýnis á Snorrabraut 32 kl. 4—7 í dag. Sími 5517. G ó ð Forstofusfofa á fyrstu hæð, til leig.u strax. Sá, sem hefur s-íma, gengur fyrir. Kvisthaga 14. 4ra msnHœr ný sprautuð, í góðu lagi og á góðum gúmmíum, til sölu. Upplýsingar í síma 81404. TIL SOLU Barnavagn og stígin sauma vél í hnotuskáp, sels! mjög ódýrt. Upplýsingar Reyni- mel 22, kjallara, sími 80862 STULK4 Rösk og vön s-túlka óskar eftir vinnu við afgreiðslu- störf eða á matsöluhúsi, strax. Upplýsingar i síma í 3912. — TIL SOLU fermingarkjóll og barna- kerra. Snorrabraut 48, 3. hæð til vinstri. tiuglingsstúlka getur fengið atvinnu í tó- baks- og sælgætisverzlun frá hádegi. — UppL í Tó- baksbúðinni Austurstræti 1, milli kl. 6—7 í dag. RÓLEG stúlka getur fengið afhot af Siofu gegn húshjálp 2—3 kvöld í viku. Fæði gæti komið til greina. Upplýsingár Efsta- sund 28. — 11L SOLU ljósakróna (3ja arma); rúm fatakassi; harmonikubeddi; skíðabuxur og peysa (12 ára dreng). Reynimel 54, (kjallara), eftir kl. 18.00. Ísskáfnis* Norge-ísskápur til sölu. — Verð 3.500 kr. Upplýsingar á Laugaveg 8, uppi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.