Morgunblaðið - 03.10.1952, Side 14

Morgunblaðið - 03.10.1952, Side 14
t 14 MORGUNBLAÐ19 Föstudagur 3. okt. 1952 iiHimiHiiniiKinmni Skdldsaga eftir MARGERY SHARP FramHaldssagan 23 l>að var nóg til að gera hvaða eiginkonu sem var gramt í geði. „Ég verð auðvitað að taka þessu með léttlyndi", hugsaði Adela- ide, „því þetta er blátt áfram barnalegt". Þegar hún kom aftur inn í stof- una, var Henry horfinn. En stof- an var ekki mannlaus. Hún var full af litlu fólki. Hann hafði tek- ið allar brúðurnar upp og stillt J>eim upp á stóla og borð, og á arinhilluna, svo að allt í kring fanrst henni þær horfa á sig undarlega starandi augnaráði. —■ Adelaide þreif hverja á fætur annarri, fleygði þeim niður í körf una og skellti lokinu yfir. Karfan var kyrr þar sem hún var komin og hvorki Adelaide né Henry minntust á hana einu orði. Adelaide varð að viðurkenna með sjálfri sér að betra hefði verið að hún hefði aldrei hreift við henni. TJmhugsunin um stúlkuna, sem hafði saumað búningana olli henni áhyggjum, og það varð til þess að hún fórnaði meiru af sjálfri sér til að geðjast Henry og fallast á lifnaðarháttu hans. Þau fóru út r.æstum á hverju kvöldi og fóru seinna á fætur á morgn- ana. Þau óku í vögnum og voru kát og glöð. Adelaide féllst meira að segja á að taka tíu pund úr bankanum handa Henry. Hún hugsaði með sjálfri sér, að eyðslu semi hans yrði þeim skaðlaus þegar þau væru orðin rík .... og það væri einmitt fullvissa hans um að þau yrðu brátt rík, sem væri orsökin að þessari eyðslu- semi hans. Það eina, sem mætti því finna að eyðsluseminni-var að hún var ekki alveg tímabær. „Ertu ánægð?“ spurði Henry kvöld eitt er þau óku heim í leigu vagri. Adelaifle þrýsti höfðinu við öxl hans. Hún var næstum í fangi hans. Það var notarlegt að sitja þarna í .vagninum. En Ade- laide gat ekki að því gert, að henni fannst kjánalegt að leigja sér vagn þessa leið, sem þau gátu géngið á tuttugu mínútum. „Fullkomlega ánægð“. „Ég líka“, sagði Henry. Þau voru því bæði ánægð. En einum eða tveimur dögum síðar kom aftur hnútur á bandið og það var þegar Adelaide komst að því að hún var ekki eina fýrir- mynd eiginmanr.s síns. 4. Þegar hún kom úr verzlunar- erindum um morguninn, heyrði hún raddir úr vinnustofunni. — Þegar hún rak mn höfuðið þögn- uðu raddirnar. Henry stóð fyrir framan léreítið og yfir pinklin- um, sem átti að vera Móses í körf- unni, stóð rauðhærða stelpukind- in á númer 8. „Komdu inn“, sagði Henry strax. „Þetta er þernan þín, hún sem þjónar dóttur Faraós. Má ég kynna ykkur — konan mín. ...“ Hann þagnaði. Var auðsjáan- lega að reyna að muna hið rétta nafn „Logans“. Hún kom honum til hjálpar. „Ilarriet O’Keefe", sagði hún drafandi rcddu. Konurnar tvær horfðust í augu. Adelaide virti hana fyrir sér frá hvirfli til ilja. Hún var sprengi- lega vaxin, hörundið hvítt og hár- ið þykkt og hrokkið. Hún sagði með kuldalegri röddu, eins og móðir hengar notaði við eldhús- stúlkurnar: „Það er vel gert af þ^r Harriet að aðstoða mann |nn. Ég vona að þú verðir ekki eytt á að standa kyrr svona joginn rétti úr bakinu. Það var } ið. Það átti að vera nóg svar við tóni Adelaide. Sú síðarnefnda sneri sér við og gekk upp. Klukku | tíma síðar kom Henry upp. „Hvað borgar þú þessum kennmanni?“ spurði Adelaide ' strax. ! „Ég borga henni ekkert. Það þjónar hégómagirnd hennar að j vera fenginn til að vera fyrir- mynd listamanns. Henni þykir bara gaman að því“. „Mér finnst að þú eigir að borga henni fyrir“, sagði Adela- ide. „Höfum við nokkur ráð á því að eyða peningum í slíkt?“ „Ef við borgum henni ekki, erum við að þiggja af henni greiða", sagði Adelaide. Henry brosti. „Harriet tekur það ekki nærri sér að gera fólki greiða. Ég get gefið henni vínglas á veitinga- stofunni". ,,Ég vil heldur borga henni sjálf. Ég borga henni venjulegt tímakaup". „Þá skuldar þú henni þrjá shillinga og sex pence“. Adelaide tók buddu sína og fór niður. „Loginn“ var einmitt að hverfa inn í veitingastofuna. Um leið og hún kom að dyrunum sneri hún sér við og leit upp í gluggana hjá Lamberts-hjónun- um. Þá kom hún auga á Adela- ide. Þær horfðust í augu dálitla stund og um leið datt Adalaide í hug atvik, sem skeð hafði fyrir tólf árum, þegar hún hafði stol- izt út í Britannia Mews á meðan Treff og ungfrú Bryant höfðu beðið eftir henni. Hún hafði gefið fátækri telpu pening. Hún fálm- aði með hendinni niður í buddu sína eins og hún hafði gert þá. Og hún fann til sömu andúðar- i innar annað hvort gagnvart | stúlkunni eða öllu umhverfinu. Var þessi stúlka sama manneskj- 1 an? Það gat vel verið. Það var meira að segja sennilegt. Mundi | hún líka eftir atburðinum? Ade- laide vissi það ekki. Hún gat 'ekki lesið neitt úr augum stúlk- unnar nema megnustu andúð. „Harriet, hérna eru penirig- arnir þír.ir“. í þetta sinn svaraði hún. „Ég hef ekki gert neitt fyrir þig“- „Þú hefur staðið sem fyrir- mynd fyrir manninn minn“, sagði Adelaide kuldalega. „Láttu hann þá borga mér“. Nú var það Adelaide, sem gekk til hennar. Hún gekk hratt og þrýsti peningunum í lófa henn- ar. En hún vissi betur en svo, að hún ætti von á þakklæti. „Taktu þá“, sagði hún stutt í spuna, og sneri við aftur. I þetta sinn flugu engir steinar á eftir henni. Adelaide hugsaði með sér að hjónabandið hefði að minnsta kosti kennt sér eitt og það var, hvernig átti að koma fram við götustelpur. 5. Henry Lambert hafði ekki bragðað vín í nærri heilan mán- uð. Nýjabrumið á hjónabandinu og stöðug nærvera Adelaide hafði haft þessi áhrif á hann. f nærri heilan mánuð átti íraust hennar fulian rétt á sér. En á laugardagskvöldið hvarf hann eftir kvöldverðinn og kom ekki aftur fyrr en búið- var að loka veitingahúsinu. Adelaide varð það ekki ljóst strax hvað var að. Hún hafði set- ið uppi í rúminu full af angist og kvíða og þegar hún heyrði að hann kom upp tröppurnar hijóp hún á móti honum, fullviss um að heyra frásögn af einhverju slysi, sem hefði komið fyrir hann. Þegar hann bægði henni frá sér, bjóst hún við að sjá hann blóðugan og þegar hún sá að hann var óstöðugur á fótunum,1 ýtti hún honum niður í stól. En þá fann hún vínlyktina af hon- um og áttaði sig. „Henry, þú hefur verið að drekka“. „Laugardagskvöld“, tautaði Henry afsakandi. Adelaide starði á hann sem þrúmu Jostin. Hann var eins og annar maður. Allir drætti i and- liti hans voru dofnaðir og það var eitthvað undarlegt í augum hans, sem hún þekkti ekki. Það var einhver annar maður, sem Hrói hötfur srsýr aftur eítir John O. Ericsson 17. 1 — Þú skalt vita, að ég er í kröggum vegna Frakkakonungs, og að gullið þitt kemur eins og gjöf af himnum. Sendimaður kallaði á þjón, sem stóð úti við dyr. Hann fiýtti sér til konungs með böggul í hendinni, og leysti bögg- ulinn í sundur. Síðan lagði hann dýrgripi úr skýru gulli á borðið fyrir framan Liónshjarta. Borðið var sett beinum hornréttum línum þvers og endi- langs, sem skiptu því í allmarga jafnstóra reiti eða tígla. Híkarður sagði, að það væri þess háttar tafl, sem Serkja- konungar nota til að skemmta sér við í höllum sínum. | — En, sagði hann við sendimanninn, taflborði þessu fylgja smágripir þeir, sem á að færa af einum reit á annan. Fann . bóndinn ekki þess háttar gripi líka? ' — Jú, svaraði sendimaður, en herrann, sem ég þjóna, , áleit, að það væri aðeins sanngjarnt, að hann fengi helming gripanna, úr því að þeir fundust á landareign hans. Hann sendir yður því þetta borð og fullvissar yður um hollustu sína gegnum mig, fátækan þjón sinn. I — Heldur þú, gráskeggur, að herra þinn ætli sér að skipta gripunum milli sín og mín án þess svo mikið sem spyrja um alit mitt? spurði Ríkarður byrstur. i — Hann biður yður að reiðast ekki, þó að hann haldi því eítir, sem hann telur skýlausan rétt sinn. | Nú gat Ríkarður ekki stjórnað sér lengur. Hann spratt upp af stólnum, svo að hann valt um koll, og staup og bikarar I dönsuðu á borðinu. — Eg skal fræða herrann í Chalus um það, hver hafi æðsta . réttinn. hann eða konungurinn, sagði hann í gálausri IHttlilillilHiHHiliiiíi - ti :: !- ’ 'fl 10 r ■ r* ...................S. Hé.U/ !í / ! i 'taOciá i“)lf f Bná h n h H 5j iov/1 .hlóvjl i ih S r komnir í fjölbreyttu úrvali. Skemabúðin Langavegi 15 Diesel-rafstöð Til sölu ný Diesel-rafstöð fyrir rakstraum, 5 kw. 220 V., 1.000 snún. með „Shunt“ viðnámi, ásamt tilheyr- andi mælaborði, einnig fylgir stálgrind til að bera uppi samstæðuna. Setjarn í dag smávegis gölluð kvenundirföt á mjög lágu vcrði. ■ •4 Verzlunarstjórastaða Ungur, reglusamur maður með verzslunarmenntun óskast til að veita forstöðu verzlun úti a landi. Tilboð merkt: ,,Verzlunarstjóri“ —722, leggist inn á afgr. Morgunblaðsins fyrir 10. þ.m. íbúð éskæst ti! leip | ■ Maður í fastri atvinnu óskar eftir að taka á leigu 5 „ ■ 2ja—3ja herbergja íbúð sem fyrst. — Arsfyrirfram- S greiðsla. — Uppl. í síma 3234 á venjulegum skrifstofu- ■ tíma. ; Orðabækur fjölbreytt úrval, Kennslubækur og Stílabækur, Skrif- blokkir stórar og smáar, Sjálfblekungar sérstaklega hentugir fyrir skólafólk (Watermann, Parker o. fl. teg.) Kúlupennar, Skrúfblýantar (Autopoint) og venjulegir blýantar, Strokleður, Reglustrikur, Teikniblokkir, Kalkipappír mjög ódýr. Stórt úrval af ódýrum enskum skáJdritum. — Allar fáanlegar enskar bækur útvegaðar. Síiæbjöm Jónsson & Co. Bókaverzlun. (f ýVusturstræti 4. Sími 1936. 1 1 ' ’ ' '..,......4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.