Morgunblaðið - 12.12.1952, Side 2
s i
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 12. des. 1952 ~J
IMýting auðlinda landsins tryggir efnahags-
ÞESSAR elhúsd?.gsumraeSur eru
nú á enda, Stjórnarflokkarnir
liafa eftir ‘því, sem efni hafa stað-
Sð til, skýrt starf sitt og stefnu
íyrie þjóðinni, sem er sá dómari,
endanlega dæmir verk þeírra
Og úrskurðar á lýðræðislegan
tiátt, hverjum hún treystir bezt til
J>ess að stjórna málum sínum. Sá
•dómur verður senn upp kveðinn.
«>g þá er mikils um vert, að þjóð-
in láti rólega yfirvegun og rétt
«nat staðreynda ráða afstöðu
sinni, en láti ekki blekkjast af
kjassmælgi þeirra manna, sem
telja vænlegast til kjörfylgis að
fcyggja fallegar skýjaborgir fyrir
íólkið, en hylja veruleikann í
tnoldviðri rakalausra fullyrðinga.
Á svo stuttum tíma, sem ég hef
yfir að ráða, get ég ekki svarað,
eema litlu einu af því, sem fram
•Iiefur komið hér, enda gerist þess
•okki þörf.
■GEFUR RÁÐ, EN FLÝR
ÁBYRGÐINA
Hv. siðasti ræðumaður, 8.
landsk., var hér með margar ráð-
leggingar til hæstv. núverandi
ríkisstjórnar. Ég vil leyfa mér að
•vísa þeim ráðleggingum að
"verulegu leyti heim til föðurhús-
«nna. Það fer ekki vel á því, að
flokkur, sem hefur hlaupizt und-
an merkjum ábyrgðar og ekki
J>orað að taka afleiðingum sinna
"Verka, sé að gefa þeim ráðlegg-
ingar, sem hafa tekið merkið upp
■og haldið baráttunni áfram til
J>ess að reyna að leysa vanda-
inálin.
Hv. 2. landsk. þm., Lúðvík Jós-
■efsson, ræddi hér um í sinni
ræðu erfiðleikana á því að fá að
•verzla við löndin austan járn-
tjalds. Ég vil leyfa mér að upp-
lýsa hér, að þessi hv. þm. hefur
tvisvar sinnum sjálfur eða fyrir-
fæki hans fengið leyfi' til við-
skipta austur fyrir járntjald, en
jþað hefur reynzt árangurslaust.
Hann hefur ekki náð þeim við-
skiptasamningum, sem hann
stefndi til.
Hv. 2. þm. Reykvíkinga spurði
hér, hvernig stæði á því, að ríkis-
stjórnin hefði haft varðskipin
biluð 1. desember, og væri ekki
nema eftir öðru, að þessi hv. þm.
héldi þvi fram, að stjórnin hefði
Ækemmt varðskipin til þess, að
J>au gætu verið biluð þennan dag.
Hv. þm. ísfirðinga, Hanníbal
Valdimarsson, sagði, að það hefði
verið gert við varðskiptin og þau
liefðu ekki verið látin stöðvast.
Sannleikurinn er sá, að
það hefur aðeins verið gert
við 1 varðskip. 1 varðskip
1 Bggur í slipp og fær ekki við-
gerð. 2 eru í gangi enn. Þau
eru sjófær, en þurfa viðgerðar
r og fá þá viðgerð ekki.
Ég ætla hér ekki að fara að
■eyða orðum að ummælum hv. 2.
J>m. Reykvikinga, Einars Olgeirs-
«onar, um dómsmálastjórnina;
rakalausar staðhæfingar hans um
misnotkun hennar og ásakanir
Iians á ráðherra og aðra starfs-
menn, í stjórnarráðinu fyrir að
vera þjófar.
legf sjálfstæði þjóðarinnar
Nýtf dýrtíðarflóð leiðir til öng-
þveitis og versnandi ai
komu fyrir ísL alþýðu
Útvarpsræða Magnúsar Jónssonar.
REIKNINGSVILLUR
GYLFA Þ. GÍSLASONAR
Þá vék hv. 3. landsk., Gylfi Þ.
Gíslason, að því, að það væri sann
anlegt, að á tímabilinu frá 1939
til 1950 hefði kaupmáttur verka-
snannslauna aukizt aðeins um 130
stig. Hann vildi halda því fram,
að þetta væri að kenna óstjórn
iiúverandi ríkisstjórnar, að
*nanni skildist. Nú er það stað-
reynd málsins, að núverandi rík-
isstjórn hafði aðeins verið við
völd í Vz ár, í árslnk 1950. Allan
Jiennan tíma, frá 1939 til 1949,
haíði Alþýðuflokkurinn verið í
Mjórn að undanskildnm tveim
árum. Hafi verið illa haldið á
Jcjaramálum verkalýðsins á þessu
tímabili, þá lendir sökin á því
eigi að siður á hans eigm mönn-
um, sem þykjast jafnan vera að
springa af umhyggju fyrir verka-
iýðnum. Reyndar er sannleikur
málsins sá, að hér er um villandi
upplýsingar að ræða eins og sýnt
heíur verið fram á hér í umræð-
unum. Raunveruleg hækkun
kaupmáttar vísitölunnar var 141
stig á þessu tímabili og hækkun
neyzluvítitölunnar var 143 stig
þannig að þarna er um eðlilegt
hlutfall að ræða á milli. Enda
þótt þessar rakalausu staðhæfing-
ar hv. 3. landskj. hafi verið tætt-
ar í sundur, hefur þó hv. þm. fs-
firðinga endurtekið fjarstæðurn-
ar og talið þær „vísindalegar".
En þessir útreikningar hv. þm.,
Gylfa Þ. Gíslasonar, snerta ekki
núverandi ríkisstjórn.
AUKNING KAUPMÁTTAR
í TÍÐ NÚVERANDI STJÓRNAR
Útreikningar G. Þ. G. snerta
ekki núverandi ríkisstjórn. Hins-
vegar má minna hann á það, að
útreikmngar Ólafs Björnssonar
ná lengra en til 1950, og þeir út-
reikningar ættu ekki síður að
vera réttir, en þeir, sem G. Þ. G.
virtist ætla að fella ríkisstjórnina
á. Samkvæmt útreikningum próf.
Ólafs var kaupmáttar vísitalan
137 stig 1. des. 1951, og sé tekið
til.lit til þess, að árið 1949 var
vöruskortur og margar vörur að-
eins fáanlegar á svörtum mark-
aði með margföldu verði, en nú er
nóg vöruframboð, þá telur próf.
Ólafur, að í stjórnartíð núverandi
ríkisstjórnar haii kaupmáttarvisi
talan hækkað um 10 stig. Hiuti
láglaunafólks hefir vaxið enn
meir fyrir þá sök, að nú er aðeins
greidd full vísitöluuppbót á hluta
launa.
Það sannast því hér sem oftar,
að oft verður lítið úr því höggi,
scy.n hátt er reitt. En hv. 3. landkj.
minntist ekki á aðrar tölur, sem
g.innig eru fróðlegar. Á tímabilinu
'1939 til 1949 hækkaoi kaup Dags-
brúnarverkamanna um hvorki
meira né minna en 1000 prósent,
þótt kaupmáttarvísitala launa
hækkaði aðeins um 30 prósent.
Þetta er staðreynd, sem almenn-
ingi er gott að gera sér ljósa, þótt
foringjar kommúnista og Alþýðu-
flokksins kæri sig ekki um að
halda þeirri staðreynd á lofti.
Þrátt fyrii það, að þótt Alþýðu-
flokksmenn væru í ríkisstjórn
næstum allt þetta tímabil, þráít
fyrir aðgerðir fyrstu stjórnar Al-
þýðuflokksins, þrátt fyrir tveggja
ára .stjórnarþátttöku kommún-
ista, þrátt fyrir allt verðlagseftir-
lit, höft og bönn og þrátt fyrir
öll verlcföll, þá er kaupmáttur
launa, eftir orðum sjálfs G. Þ. G.
talinn hafa aukizt um 30 prósent
meðan launin jukust að krónu-
tölu um 1000 prósent. En í stjórn-
artíð núverandi ríkisstjórnar, sem
stjórnarandstæðingar telja fjand-
samlegasta íslenzkri alþýðu af öll
um stjórnum hefir kaupmáttur
launanna aukizt um 10 stig. Það
er bágt að falla svo gersamlega
á eigin bragði eins og hv. 3. land.
kjörinn gerði í þetta sinn,
Megininnihald í ræðum hv.
stjórnarandstæðinga var um
nauðsyn aukinna kjarabóta
fyrir verkalýðinn. Ég skal fús-
lega taka undir það, og veit
rnig mæla þar fyrir munn alls
Sjálfstæðisflokksins, að s.jálf-
sagt er að vinna með öllum
Magnús Jónsson
ráðum að því að bæta afkomu
þjóðarinnar og þá fyrst og
fremst þeirra, sem minnst
bcra úr býtum. Sjálfstæðis-
flokkurinn telur sig hafa sýnt
það með baráttu sinni fyrir
eflingu atvinnuveganna og
auknum lífsþægindum almenn
ings, að hann stefni að því að
veita bæði verkalýðnum og
óðrum þjóðfélagsstéttum raun
verulegar kjarabætur. Hitt er
illt verk að villa þjóðínni sýn
um raunverulega afkomu sína.
Hv. stjórnarandstæðingar hafa
nú att verkalýðsfélögum lands-
ins út í allsherjarverkfall. Verk-
fall er alvarlegt vopn. Þjóðfélag-
ið hefir með lögum viðurkennt
rétt verkalýðssamtakanna til að
beita því vopni, en aðeins sem
algerri nauðvörn, þegar önnur
úrræði eru ekki fyrir hendi til
þess að fá sanngjarnar kjarabæt-
ur. Það hefir skýrt komið fram i
ræðum forustumanna verkfalls-
íns sjálfs í þessum umræðum,
að lagt hefir verið út í verkfall
nú af fullkomnu ábyrgðarleysi,
sem þjóðfélagið og hver einstak-
ur verkamaður hlýtur að harma.
Aðalkrafan í verkfallinu er sú, að
fá sem nemur 30 prósent launa-
hækkun. Ekki verður betur séð af
ummælum hv. stjórnarandstæð-
inga í þessum umræðum, en þeir
viðurkenni það sjónarmið at-
vinnurekenda, að atvinnuvegirn-
ir beri ekki slíka kauphækkun.
Hv. 3. landkj. segir, að aðal-
áherzluna eigi ekki að leggja á
hækkun launanna og hv. þm. ís-
firðinga, aðalforingi verkfalls-
manna, hefir einnig tekið í sama
streng og aðallega rætt um ýmsar
leiðir til þess að létta opinberar
álögur á borgarana. Bæði komm-
únistar og Alþýðuflokksmenn
hafa I þessum umræðum blátt
áfram skorað á atvinnurekendur
að samfylkja sér með kröfur á
hendur ríkisstjórninni. Hv. þm.
ísfirðinga hét jafnvel á bænd-
urna til fylgis, sem hann lætur
nú hella niður mjólkinni fyrir og
vill láta hjálpa með eintómum
ríkisskuldabréfum í þrengingum
þeirra vegna fjársjúkdómanna.
í alvöru sinni er málið komið á
það broslega stig, að ríkisstjórnin
er talin ofsækja atvinnurekend-
urna jafnt og verkalýðinn, svo að
það fer víst ekki að verða ofsög-
um sagt af mannvonsku hennar.
VILJA VERKFALI.SFORINGJ-
ARNIR HVERFA FRÁ FRJÁLS-
UM SAMNINGUM VERKA-
MANNA OG VINNUVEITENDA?
Það er mikil nauðsyn fyrir
þjóðina alla, og þá ekki sízt
verkalýðinn að gera sér l.ióst,
hvað hér er að gerast. Það er lagt
út í allsherjarverkfall til þess að
krefjast kauphækkunar, sem
forsprakkar verkfallsins játa
strax opinberlega, að hvorki sé
hægt að fá framgengt né muni
leiða til kjarabóta. Það viiðist
því hafa verið efst í huga verk-
fallsforsprakkanna, áður en
verkfall hófst, að raunverulegar
kjarabætur yrðu ekki fengnar
nema eftir einhverjum löggjafar-
leiðum. Þessi skoðun verkfalls-
foringjanna hefur greinilega
kcmið fram í þessum umræðum.
En einmitt þessi staðreynd er
ljósust sönnun þess, hversu fá-
ránlega hefur verið á málum
haldið og hvílíkt tjón er nú unn-
ið þeim þúsundum alþýðuheim-
ila, sem svipt eru brýnum
tfckjum rétt fyrir jólahátíðina,
auk allra þeirra miklu óþæginda,
sem allir aðrir verða við að búa
af völdum verkfallsins. Eins og
málin liggja fyrir hlýtur sú
spurning að vakna hjá öllum:
Hvers vegna lögðu ekki forustu-
menn verklýðsfélaganna ein-
hverjar tillögur fyrir ríkisstjórn
eða Alþingi, úr því að þeim varð
ljóst, að þá leið yrði að fara til
kjarabóta? Hvernig í ósköpunum
er hægt að ætlast til þess, að
ríkisstjórnin gerði fyrst boð fyrir
fulltrúa verkamanna og biði
þeim að snúa kröfum sínum á
hendur ríkisvaldinu. Hingað til
hefur það þó verið höfuðkrafa
verkalýðssamtaka bæði hér og í
öllum öðrum lýðræðislöndum, að
rikisstjórnin hefði ekki afskipti
af kjaradeilum vinnuveitenda og
launþega, nema afskipta ríkis-
stjórnarinnar væri sérstaklega
óskað.
ÁBYRGÐARLEYSI
GAGNVART VERKALÝÐNUM
Hv. þm. ísfirðinga og fleiri
stjórnarandstæðingar hafa hér í
umræðunum drepið á ótalmörg
úrræði, sem til greina kæmu af
hálfu ríkisvaldsins til lausnar
deilunni. Hver heilvita maður
skilur, að jafnvel þótt verkfalls-
menn sjálfir hefðu ráðið ríkis-
stjórninni, þá hefðu þeir þurft
lengri tíma en 3 eða 4 daga til
þess að rannsaka, hverjar af
þeim leiðum væru færar án þess
að skerða um leið lífskjör þjóð-
arinnar á öðrum sviðum. Ef
nokkur fyrirhyggja hefði ráðið
gerðum verkfallsforingjanna,
hefðu þeir því farið þá sjálfsögðu
leið að hafa samningana lausa
frá 1. desember, en frestað að
láta verkfallið koma til fram-
k\ æmda fyrr en útséð væri hvort
fáanlegar væru eftir löggjafar-
lfciðum skynsamlegar kjarabæt-
ur. Verkfallinu mátti svo alltaf
skella á, ef ekki var sinrit sann-
gjörnum tillögum. Slík vinnu-
brögð hefðu verið ólíkt gæfu-
samlegri fyrir verkalýðinn held-
ur en skipa honum í verkfall
þegar einna bezt stóð á fyrir at-
vinnurekendum. Manni kynr^,
jafnvel að koma til hugar, að hv.
þm. ísfirðinga o. fl. hefðu frem-
ur horft á sjónarmið vinnuveit-
er.da. Fleira bendir í þá átt, að
hagsmunir alþýðunnar séu auka-
atriði svo sem það, að hv. 3.
landkj. fann ríkisstjórninni það
sérstaklega til foráttu, að hún
hefði látið tollaálögur og báta-
gjaldeyri aðallega lenda á vörum
utan vísitölunnar, en utan vísi-
tölunnar eru fyrst og fremst þær
vórur, sem síður eru taldar nauð-
Si’njavörur.
LÝÐRÆÐISSKIPULAG
— ÞJÓÐFÉLAGSÞROSKI
Vandamál íslenzku þjóðarinn-
ai verða aldrei leyst með lýð-
skrumi, heldur samhentum átök-
um hugsandi þjóðfélagsborgara.
Sú er hætta við lýðræðisskipu-
lagið, að stjórnmálaflokkar freist-
ist til þess, að láta stundarmögu-
leika á öfiun kjörfylgis ráða af-
stöðu sinni í stað þess að miða
afstöðu sína við þa<5, sem þjóð-
inni er fyrir beztu í framtíðinni.
Lýðræðisskipulagið krefst því
þess, að þjóðfélagsborgararnir,
kjósendurnir, séu þroskað fólk
rreð heilbrigða dómgreind, sem
geri fyrst og fremst þá kröfu til
forustumanna sinna, að þeir hagi
stjórn þjóðmálanna, sem skyn-
samir og framsýnir bændur, sem
fremur reyna að þrauka um
skeið kartöflulausir heldur en
éta upp útsæðið.
Hv. stjórnarandstæðingar hafa
i þessum umræðum treyst á
skammsýni þjóðarinnar og dóm-
gi eindarleysi. Stjórnarflokkarnir
skírskota til heilbrigðrar skyn-
semi og þroska hugsandi þjóð-
félagsborgara. Senn mun í ljós
koma, hvor aðferðin er réttari.
íslenzka þjóðin hefir á fáum
áratugum orðið að framkvæma
það, sem aðrar fjölmennari og
ríkari þjóðir hafa gert á mörgum
öldum. Af miklum dugnaði og
trú á framtíðina hefir tekizt að
skapa hér menningarþjóðfélag,
scm stendur að flestu jafnfætis
öðrum menningarþjóðum. Með
stofnun lýðveldisins færðist nýtt
líf í þjóðina og síðan hafa fram-
farir á sviði atvinnumála, félags-
mála og menningarmála verið
stórstígari en nokkru sinni fyrr.
Enn er fjölmargt ógert, sem
krefst starfandi handa og sam-
einaðra átaka. Með hinni miklu
eflingu atvinnuveganna síðustu 7
árin hefir þjóðin stigið stærsta
sporið að því marki að tryggja
efnahagslega afkomu sína í fram
tíðinni. Síðustu árin hafa erfið-
leikar dýrtíðar og verðbólgu háð
okkur mjög við uppbyggingar-
starfið. Með lækkandi verðlagi
á erlendum nauðsynjavörum er
nú fyrst von til þess, að hægt
sé að sporna fótum gegn verð-
bólgunni. Því sorglegra er það,
ef með vanhugsuðum aðgerðum
er komið í veg fyrir það, að hægt
sé að spyrna við fótum. Komm-
únistar hafa hvað eftir annað
lagt á það mikla áherzlu, að dýr-
tíðin gerði þá ríku ríkari en þá
fátæku fátækari. Nú virðast þeir
því komnir á mála hjá þeim ríku
í bróðurlegri samfylkingu við
Alþýðuflokkinn.
Þjóðin stendur því nú á
mjög mikilvægum vegamót-
um. Annars vegar er leið vax-
andi dýrtíðar, upplausnar og
örbirgðar. Þá leið vill stjórn-
arandstaðan fara. Hins vegar
er leið áframhaldandi upp-
byggingar atvinnuveganna,
sem í bili krefst nokkurra
fórna, en mun með sameinuð-
um átökum þjóðhollra íslend-
inga ein leiða hana til efna-
hagslegs sjálfstæðis og bættra
lifskjara. Því má ekki loka
augum fyrir, að mörg alþýðu-
heimili búa við kröpp kjör,
og það er sjálfsagt að leita
allra skynsamlegra ráða til
þess að létta því fólki lífsbar-
áttuna. Verst er þó það fólk
statt, sem býr við atvinnu-
leysi, og fyrir það fólk er
hækkað kaup með aukinni
dýrtíð lítil hjálp.
j
NÝTA ÞARF ALLAR
AUÐLINDIR LANDSINS
íslenzkur æskulýður á mest i
húfi ef illa fer. Æskan verður
því að mynda skjaldborg um
þær umbætur, sem gerðar hafa
verið og koma í veg fyrir að
þær ráðstafanir, sem gerðar hafa
verið til að tryggja framtíð henn-
ar verði ekki eyðilagðar af
skammsýni 0g skilningsleysi. —
Æskulýðurinn þarf að halda
uppbyggingarstarfinu áfram. Það
þarf að margfalda ræktun lands-
ins, leiða raforkuna um allag
Framhald á bls. 5