Morgunblaðið - 12.12.1952, Side 16
VeðurúfHl í dag:
NA-kaldi. Skýjað.
285. tbl. — Föstudagur 12. dcsember 1952
13
dagar
til
jÓlCL
i Herki árnesafns seldus!
fyrir 60 þúsund í Reykjavík
I Mðrgum cr þella mikið áhugamál.
FJÁRSÖFNUNIN til Árnasafns gengur vel um þessar mundir.
Efnt var til merkjasölu víða um land 1. des. og hafa merkin selzt
vel. Þá hefur stöðugt verið að fjölga þeim gjöfum, sem einstakling-
ar og félög senda t;T Árnasafns.
SALAN I REYKJAVIK 60 ÞUS.
Merkjasalan 1. des. gekk mjög
vel, enda hefur almenningur mik-
inn áhuga á að styðja þetta mál.
I Reykjavík einni seidist fvrir um
60 þús. kr. en skil er eftir að gera
utan af landi. Merkin voru seld
m. a. af nemendum í framhalds-
skólum.
Gjöfum til Árnasafnsbyggmg-
ar hefur fjolgað mjög á síðari
tímum. AIls konar félagssamtök
hafa sent gjafir, búnaðarfélög,
kvenfélög, ungmennafélög, íyj'ir-
taeki margs konar o. s. frv.
UNGMENNAFÉLÖG
Til dæmis um ungmennafélög,
sem sent hafa gjafir má nefna:
Umf. Æskan, Staðarsveit 470 kr.,
Umf. Árvakur, ísafirði 1000 kr.,
Umf. Afturelding 500 kr. Umf.
Neisti, Sléttur, 785 kr.
KVENFÉLÖG
Þessi kvenfélög t. d.' hafá sent
gjafir: Thorvaldsenfélagið 1000
kr., Kvenfélagið'Framtíðin, Ak-
ureyri 500 kr., Kvenfélag Lága-
fellssóknar 1260 kr., Kvenfélag
Biskupstungna 300 kr., Kvenfélag
Njarðvíkur 1650 kr , Kvenfélagið
Ársól, Súgandafírði 500 kr., Kven
félag Stafholtstungna 425 kr.
BÚNAÐARFÉLÖG
Mörg búnaðarfélög hafa sent
gjafir og má nefna sem dæmi.
JBúnaðarfélgg Háisasveitar 500 kr.
Búnaðarfélag Helgafellssveitar
320 kr., Búnaðarfélag Lundar-
revkjadals 500 kr., Búnáðarfélag
Ölfuss 400 kr„ Búnaðarfélag Hvít
ársíðuhrepps 500 kr., Búnaðar-
félag Landmanna 545 kr.
HREPPA- OG SVEÍTAFÉLÖG
Sveitarfélög, bæði sýslu og
kreppsfélög hafa lagt sinn skerf
til byggingar Árnasafns. T. d gaf
Hafnarfjörður 10 þúsund krónur,1
Vopnafjarðarhreppur 1000 kr., V.
Evjafjallahreppur 700 kr., Barða
strandarsýsla 1000 kr., Rangár-
vallahreppur 500 kr., Selfoss-
hreppur 2068 kr. og Lundarreykja
dalshreppur 500 kr..
Sjómenn á togaranum Ingólfi
Arnarsyni gáfu 3150 kr. og sjó-
menn á togaranum Austfirðingi
3500, Skipverjar á varðskipinu
Þór 580 kr. Starfsmenn á Toll-
stjóraskrifstofunni 420 kr. Nýj-
asta gjöfin var að Rithöfunda-
félag fslands gaf 1000 kr.
eru aðeins lítill hluti af þeim
fjölda gjafa sem nú streyma inn
tíl Árnasafns. En bygging Árna-
safns er mörgum Isler.dingí hjart
fólgið áhugamál. Fjársöfnun til
byggingarinnar hófst með því að
nafnlaust bréf barst til þjóðminja
varðar með peningagjöf til slíkr-
ar byggingar. Nú hafa 16 stærstu
félagssamtök sameinast um fjár-
söfnunarframkvæmdir. Er skrif-
stofa fjársöfnunarnefndar í llá-
skólanum. •
Dlafur Thors ræddi
við Eden í Lundúnufli
Á LEIÐ sinni til Parísar ræc/i
Ólafur Thors atvinnumálaráð-
herra í gær í London við
Anthony Eden, utanríkisráð-
herra Bretlands um vandamái
þau, sem risið hafa á milli
landanna í sambandi við
stækkun landhelgi íslands.
(Fréttatilkynning frá utanrík-
isráðuneytinu).
Hæll við
samúðarverkiail ]
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ í
Grafarnesi við Grundarfjörð
samþykkti á fundi sínum s.I.
þriðjudag að hefja ekki sam-^
úðarverkfall, cins og áður
hafði verið ákveðið.
Við atkvæðagreiðslu um mál
ið greiddu 34 atkvæði með því
að hætta við samúðarverkíall-
ið, en 14 vildu vinnustöðvun.
HEIMIR, félag ungra Sjálf-
stæðismanna í Keflavík efnir
til fræðslufundar í Sjáifstæðis
húsinu í Keflavík í kvöld kl. 9.
Á fundinum flytja crindi for-
seti Sameinaðs Alþingis, Jón
Pálmason, um fundastjórn og
fundasköp, og Magnús Jónsson
frá Me), aiþm., um ræðu-
mennsku.
Sjálfstæðismcnn í Keflavík
og nágrenni eru hvattir til að
mæta á þessum fundi.
Vélgæilumenn
fryilihúsðtma
boSa verfrfaíl
STJÓRN verkamannafélagsins
„Dagsbrúnar ‘ boðaði í gær, að
vélgæzlumenn í frystihúsun-
um hér í bæ myndu leggja nið
ur vinnu hinn 19. þ.m. hefðu
samningar ekki tekizt þá, en
félag vélgæzlumanna er deiid
í Dagsbrún.
í hraðfrystihúsunum eru
geymd verðmæti, scm nema
milijónum. Ef vélar þeirra
stöðvuðust, mundi allt, sem
þar er, eyðileggjast á skömm-
um tíma._________
LSnaSarmemi
í Keflavík neila að
(ara í verkfall
KEFLAVÍK, 11. des.: — í dag
var haldinn fundur í iðnaðar-
mannafélaginu. Þar kom tillaga
um að segja upp samningum og
boða til verkfalls.
Er tillagan var borin undir at-
kvæði fundarmanna, var hún kol-
felld, þannig að aðeins tveir
greiddu henni atkvæði sitt, en
hinir fundarmennirnir allir
greiddu atkvæði gegn henni.
Sameiginlegur
fundur í gær
SÁTTANEFND rikisins hélt sam-
eiginlegan fund með samninga-
nefndum deiluaðila í gærkvöldi.
— Fundur þessi stóð enn yfir. er
blaðið fór í prentun og engar
fréttir borist af honum.
ALDA SEM UPPHOFST AF
NAFNLACSRI GJÖF
Gjafirnar, sem Mbl. nefnir hér
VerkfaJkstjórnin bannar
afgreiðsln á póstsendingum
álger lögleysa, sem vekur megna gremju.
Lík konunnar fannst
í gærmorgun
ÁRDEGIS í gær fannst lík af
konu í fjörunni skammt frá bæn-
PÓSTBANN verkfallsstjórnarinnar í Reykjavík, sem sett hefur
verið á póst til og frá landinu er alger lögleysa, sem almenningur
undrast að skuli látin viðgangast. Verkfallsstjórnin hefur bannað
starfsmönnum póstsins að taka póst úr póstskipum og póstflugum.
12 TONN AF PÖSTI FLUGPOSTUR INNSIGLADUR
í GULLFOSSI [Á VELLINUM
í Gullfossi liggja nú rúmlega I Póstur sem kom með flúgvél-
12 tonn af pósti, 463 póstpokar og inni Heklu nýlega til Reykjavík-
iBnrr.„ , . . nokkuð af lausum bögglum. Er ur hefur ekki heldur fengizt af-
AKDEGib i gær fannst lik af þetta póstur af Norðurlöndum, greiddur. Hann var tekinn úr
unni skammi. frá bæn- Bretian(}i Gg Evrónulöndunum. flugvélinni, en hefur verið inn-
t*m Holmi í Leiru, fyrir norðan ^ikið af því er blaðapóstur. I siglaður og geymdur á flugvell-
Keflavík. 1 - --- -
Dettifoss liggur á höfninni inum. Gullfaxi var vnætanlegur
Fulitrúi sýslumanr.sins I Gull- jj-gg Ameríkupóst, sem er nokkru í gærkveldí og Hekla í dag.
wríngusýslu gerði rannsóknarlög-1 mmm en Evrópupósturinn. Hefur |
reglunni hér í Reykjavík aðvart. stsrfsmönnum póstsins verið FURÐULEGT RÁÐSLAG
Var líkið flutt hingað. Við athug- bannað af vei’kfallsstjórninní að J Þetta póstbann verkfalls-
ttn kom í ljós að hér var um að hreyfa við póstinum sem í skip- stjórnarinnar er algerlega ein-
ræða lík Ingibjargar Jónsdóttur,! um þessum liggur. Jstskt í sinni röð. Slíkar aðfarir
Vesturgötu 52, Hún hvarf hér í Þá er Drottningin væntanleg þekkjast alls ekki í verkföllum
bænura á sunnudagskvöld síðastl. til Reykjavíkur á mánudag og ems og ljóst má vera engin áhrif
Ingibjörg átti við vanheilsu að mun hafa meðferðis aðallega j í öðrum löndum. Bannið getur
fcúa. _ ■ __ I jólapóstinn, jólakort o. s. frv. Ihaft á verkfallskröfurnar.
Isfisksölur logaranna erlend-
i
is í ár nam 54,1 millj. kr.
i
Söluhæstur í álla ferðum er Jcn Forseti.
UM FREKARI isfisksölur íslenzkra togara á eríenda markaði verð-
ur ekki að ræða á þessu ári. — Félag isl. hotnvörpuskipaeigenda
skýrði blaðinu svo frá í gær, að togarafiotinn hefði farið 136 sölu-
ferðir til Bretlands og Þýzkalands á árinu. Alls lönduðu togar-
arnir tæpum 29.000 tonnum af fiski og nam söluverð hans alls
54.1 miBj. kr. brúttó. Togarjnn Jón forseti, skipstjóri Markús
Guðmundsson, varð söluhæstur. í átta söiuferðum seldi hann
fyrir 3,8 millj. kr.
70 hjálparbeiönlr til
Vefrarhjálparinnar
VETRARHJÁLPINNI höfðu
þegar í jær borizt 70 hjálpar-
beiðnir frá bágstöddu tolk'i,
en gjafir höfðu hjálpinni
sáralitlar borizt eða kr. 250.00.
Er þess að vænta, að Reyk-
vikingar bregðist nú sem fyrr
vel við og rétti þeim, sem
bágast eiga, hjálparhönd um
jólin.
Skrifstofa Vetrarhjálpar-
innar er opin daglega kl. 10
—12 f. h. og 2—6 e. h. —
Simi 80785.
♦42 TOGARAR SIGLDU
Af 45 togurum, sem í flotanúm
eru, fóru 42 í eina eða fleiri sölu-
ferðir út, en aðeins einn fór átta
söluferðir, þrír fóru 7 ferðir og
fimm fœru 5 ferðir.
Togararnir fóru 100 söluferðir
til Bretlands.
Að sjálfsögðu á löndunarbann-
ið sinn þátt í þessu, en einnig,
að yfir sumarmánuðina og fram
á haustið, voru margir togarar
við saltfiskveiðar og aðrar veið-
ar.
Háreysti við þlnghúsið
AÐ LOKNUM Dagsbrúnarfundi i
gærdag hópuðust nokkrir tugir
unglinga úr félaginu niður á Aust
urvöll og höfðu í frammi hárevsti
fyrir framan þinghúsið, hrópuðu
til bingmanna, sem voru að ganga
af þingfundi. Allt fór þó friðsam-
lega fram og tireifðist hópurinn
eftir skamma dvöl.
MEÐALSALA FLOTANS
Isfisksölurnar erlendis voru
yfirleitt allhagstæðar fyrst fráin-
an af árinu, en fiskmarkaðurinn
fór failazidi eftir því sem á leið.
Meðalsala togaranna varð 3.734
steriingspund. — Hæsta meðal-
sölu í ferð hafði Austfirðingur,
12.536 sterllngspund. Söluhæstur
þeirra togara, sem fóru sjö sölu-
ferðir, var Isólfur, er seldi íyrir
tæpar 2,9 milljónir kr. brúttó.
Á öðrum stað í blaðinu er birt
skýsla um ísfisksölurnar.
Þungfært orðlð
lil Akureyrar
SNJÓKOMA var um allt
norðanvert landið í gær og
fyrradag, þannig að færð á
vegum hefir mjög spillzt og
búast má við að leiðin norð-
ur teppist alveg, ef svo held-
ur áfram.
Áætlunarbíll, scm fór frá
Akureyri í fyrrakvöid, kom
ekki að Fornalivammi fyrr en
kl. 6 í gærkveldi og hingað til
bæjarins seint um kvöldið. —
Svo þung var færðin orðin.
Breiðdalsheiði á Vestfjörð-
um er þegar orðin ófær og
sama mun vera um Þorska-
f jarðarheiði.
Vinningarnir verða
birfir á morgun
VINNINGAR í 12. fl Happdrætt-
isins verða væntanlega birtir í
blaðinu á morgun. Óvenjumikil
vinna fer í að búa handritið til
prentunar, þar sem vinningarnir
eru ekki færri en 2300.
Blindum til hjálpar
NEW YÖRK, 11. des.: — Banda-
rískur vísindamaður við Kólóm-
bíaháskólann hefur fundið upp
aðferð, sem veitt hefur nálega
blindu fólki talsverða sjón. Er
hér um að ræða nýtt sjóngler,
sem hjálpar hinu blinda auga til
að öðlast talsverða sjón. — Dr.
William Feinbloom, en svo nefn-
ist vísindamaðurinn, hefur látið
þau orð falla, að með þessu nýja
sjóngleri geti nálega blint fólk
öðlazt nægilega sjón til þess að
vinna öll algengustu störf þjóð-
félagsins án hjálpar.
Pósfkðsl Beyhvík- j
ingafélagsins
REYKVÍKINGAFÉLAGIÐ hefir
gefið út mjög smekkleg tækifæris
kort, tvöíöld, með mynd af Árbæ
á forstíðu—hinum forna áningar-
stað Reykvíkinga. Á þriðju síðu
kortsins er hið gullfallega kvæði
Guðmundar Guðmundssonar,
skáids, um Reykjavík. Gnnur
! siða kortsins er ætluð til áskrift-
ar minninga og óska frá vinum
og vandamönnum. — Samtímis
gefur félagið út póstkort með
ARBÆ á forsíðu, en baksíðan
1 er ætluð fyrir nöfn viðtakanda og
j lesmál. Má nota kort bessi við
flest tækifæri, á hvaða tíma árs
' sem er. Kortunumfylgja umslög.
Er það ósk Reykvíkingafélags-
ins, að Reykvíkingar notfæri sér
kort þessi, öðrum kortum frem-
ur, þá er þeir þurfa á slíku að
halda og styrki með því viðleitni
félagsins til viðvalds þessa forna,
merka o& mörgum minnisstæða
áningarstaðar, fyrr og síðar. Er
ósk þessarí, ekki hvað sízt, beint
til meðlima Reykvíkingafélags-
ins.
Kortin fást í flestum bófea- og
ritfangaverzlimum bæjarms.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Hjörtur Hansson, Bankastræti 11
símar 4361 og 82024.
Keppa um heims- j
meistaralitilinn 1
LUNDUNUM, 11. des.: — í dag
voru undirritaðir samningar milli
Ray Kobinsons og Randolph
Turbins þess efnis, að þeir keppi
um heímsmeistaratitilínn í milli-
vigt á næsta ári. — Er gert ráð
fyrir, að keppnin fari fram hinn
19. júni næstkomandi.
— NTB-Reuter. j