Morgunblaðið - 12.12.1952, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 12. des. 1952
^JJuenJojóIin oc^ ^JJeimiiiJ
gniöfiskól-
ennslastofnitn
FEÁ ÞVÍ hefur verið skýrt
hér í ’olaðinu, að mikið vant-
ar á, að Kennaraskólahúsið
rúmi alla þá starfsemi, sem
rekin er undir stjórn Kenn-
araskólastjórans. — Handa-
vinnudeildin er ein umfangs-
mesta starfsdeild skóians
sem rekin er utan skólahúss-
ins. Hefur Kennaraskólinn
leigt part úr hæð í hinu mikla
húsi Egils Viliijálrnssonar nr.
118 við Laugaveg.
Ég kom þarna í heimsókn á
dögunum og hitti kennslukon-
urnar að máli til að fræð-
ast um þá kennslu, sem þarna
fer fram, og hvernig henni er
h&gað.
Nemendur, 16 að tölu, sitja í
rúmgóðri stofu, allar önnum
kafnar við handavinnu sína.
Ekki skortir áhugann fyrir verk-
inu. Það er hverjum augljóst.
TVÆR FASTAK
KENNSLUKONUR
Fastir kennarar við deildina
eru aðeins tveir, þær Sigríður
Arnlaugsdóttir og Eiínborg Aðal-
bjarnardóttir.
Sigríður Arnlaugsdóttir kennir
línsaum ,fatasaum og sniðteikn-
ingu. Elinborg 'kennir útsaum,
drengjafatasaum, prjón, hekl og
föndur,- En auk þessa fer fram
kennsla í ýmsum öðrum grein- j
um( Uppeldisfræði kennir dr,
Broddi Jóhannesson, íslenzku
Bjárni Vilhjálmsson, efnisfræði
Els| Guðjónssón, listasögu Björn
Th. Björnsson og mynsturteikn-
ingu kennir Valgerður Briern.
HAFA VERIÐ í GAGNFRÆÐA-
OG HÚSMÆÐRASKÓLA
— Hver eru ppptökuskilyrðin?^
spyr ég Sigríði.
— Upptökuskilyrðin eru þau,
að stúlkan hafi gagnfræðapróf og
hafi verið á húsmæðraskóla. Auk
þess höfum við haft nokkrar
stúlkur hér með kennaraprófi,
sem hafa viljað bæta þessu námi
við sig.
— Hvað er námið latngt?
— Það er tveggja ára nám, en
nýir nemendur eru aðeins tekn-
ir annað hvert ár. Stúlkurnar sem
eru hér nú, útskriíast í vor. Og
að hausti kemur svo nýr hópur.
Kennslutiminn er frá klukkan 8
á morgnana til 3 á daginn, en auk
þess sækja þær aukatíma og
vinna oft til kvölds.
— Er aðsóknin mikil?
— Ég held, að óhætt sé að
segja, að hún sé rpjög mikil. Það
var aðeins % af umsækjendun-
um, sem komst að síðast.
KENNARARÉTTINBI í
frAmhaldsskólum
— Hvaða réttindi fá þær, sem
útskrifast?
• -
16 stáikur undfrbúa sig þar fil hartdavinnu-
í húsmsðra- og
Þvegillinn kemur fiúiméi
Inni að margvíslepm mkm
Náir.s,..eyjarnar við sauma í skólanum
— Þær fá réttindi til að kenna þannig, að nemendunum á þessu
handavinnu í barnaskólum og námskeiði er skipt í ílokka, sex
framhaldsskólum, enda hafa þær í hverjum flokk, þannig að hver
þá lært alla þá handavinnu, sem stúlka úr handavinnudeildinni
kemur fyrir í þeim skólum^Eyrri hefur sína sex nemendur.
VINNUBÆKUR
— Hvernig er handavinnu-
kennslunni háttað í aðalatrið-
um?
— í öllum námsgreinum, sem
hægt er að koma því við, eru
stúlkurnar látnar gera vinnu-
bækur. Til dæmis búa þær til
sýnishorn af öllum almennum
saum, og hverju sýnishorni í bók
inni fylgir lýsing á því, hvaða
aðferðir eru notaðar.
Framh. á bls. 12
Sigríóur Arnlaugsdóttir
kennslukona.
y
veturinn fá stúlkurnar kennslu-
æfingu í ænngaueildum Kenn-
araskólans, en þar eru þ.ír
barnasKólabekkir. Við kennar-
ernir erum viðstaddir æfinga-
kennsíuha.
> Seinni vefurinn kenna þær
sjóifsfætt * að óðru leýtí en þvi,
að við kennararnir undirbúum
tímana nieð þeim fyrirfiam. Við
höldum. námskeið fyrir almenn-
ing og höfum fyrirkomulagið
Ýmsir munir er nemendurnir hafa unnið við föndur sitt
IVfsmma giftlsi
öðru sinni
3G ER sautján ára og veit tals-
/ert um tilfinningar mannfólks-
ins yfirleitt. Ég hef reynt sitt af
hverju. Foreklrar mínir eru skil-
in fyrir nokkrum árum og nú
hefur móðir mín gifzt öðrum
manni. Og það get ég ekki sætt
mig við.
Ég hef lesið sálfræði og vin-
konur mínar líka, og þær segja
að ég sé á gelgjuskeiði og ég sé
afbrýðissöm gagnvart manninum,
sem hefur tekið móður mina frá
mér.
Mér finnst það léleg skýring.
Ef um föður minn hefði verið að
ræða, hefði ég skilið það betur,
en mér fellur vel við konuna
hans. Haldið þér að til sá önnur
skýring. Ég græt mig í svefn á
hverju kvöldi.
Ráðholl svarar: Það getur vel
verið að þér hafði reynt sitt af
hverju, þótt þér'séuð ekki eldri.
En flestir eiga það til á þessum
aldri, að „gráta sig í svefn", enda
þótt þeir viti ekki hvernig á því
stendur. Það er eðlilegt að þér
saknið móður yðar og þér séuð
lálítið afbrýðissamar gagnvart
manninum, sem hún hefur nú
valið sér fyrir lífsförunaut.
En enda þótt hún hafi fætt yð-
ur í þennan heim, verður hún að
"á að lifa sínu eigin lífi. Og þér
eigið að sýna þann þroska að þér
getið glaðst yfir hamingju henn-
nr. Reynið að beina huganum að
því að hugsa um yðar eigin ham-
ingju, sem áreiðanlega á eftir að
koma.
SVEINBJORN JONSSON, eig-
andi Ofnasmiðjunnar er hug-:
kvæmur maður, eins og allir vita, I
eins og oft hefur komið í ljós í
þeim nýjungum, sem hann hefui
haft á prjónunum.
Ein af þeim er þvegillinn, sem
margar íslenzkar húsmæður hafa
nú fengið í hendur. — Þetta er
mesta þægðaráhald og auk þess
innlend vinna, nema svampurinn
og skrúfurnar.
Er hver hluti hans smíðaður
af mestu nákvæmni. Haus og vind
ari úr ryðfríu stáli, sem aldrei
fellur á, skaftið úr völdum góð-
viði og þrílakkað með Hörpu-
gljálakki.
FULLKOMNARI
EN FYRIRRENNARINN
Þvegillinn léttir kvenfólkinu
innanhússræstingu og hjálpar til
við óvinsælasta verkið á öllum
heimilum. Fær hann því hlýhug
kvenþjóðarinnar. Úr öllum horn-
um strýkur hann hvert rykkorn
og skilur engar tægjur eftir eins
og fyrirrennara hans, gólfklútn-
um hættir til að gera.
Hann skaddar ekki fínu borð-
fæturna, því svampurinn stendur
alls staðar út fyrir hausinn. —
Hann nær auðveldlega ryki og ló
undan rúmum og legubekkjum
sé honum aðeins snúið við og
seilst með hann upp að veggn-
um. En aldrei verða óhreinindin
svo mikil í svampinum að þau
náist ekki auðveldlega burtu,
með því að vinda hann og skola
á víxl.
Á VEGGI OG TEPPI
Þegar hann er aftur orðinn
tandurhreinn er hægt að bregða
honum til þvotta upp á flísvegg
eða glugga.
En þá er bezt að hafa þvotta-
vatnið volgt.
Þá er elcki amalegt að strjúka
honum rökum yfir rósótt flos-
teppi í viðhafnarstofunni. Þá tek-
ur hann með sér hverja rykögn,
ló og smámusk, sem jafnvel ryk-
sugan hefur ekki náð.
Þannig hreinsað fær teppið
nýjan blæ og húsmóðirin leikur
sér að því að gera þetta sjálf.
Sópar muskinu upp í fægiskúffu
og skolar svampinn og vindrrr.
Ánægjulegast er það fyrir nús-
móðurina og alla, sem vinna að
ræstingu með þveglinum, að
geta unnið verkin frá byrjun til
enda án þess að þurfa nokkurn
tímann að dýfa hendi í þvotta-
vatnið. Allt þangað til þvegillinn
er hengdur á snaga í ræstingar-
skápnum, þar sem hann er geymd
ur þangað til hann er tekinn í
notkun.
VELDU þér þá einfalda umgjörð
og einfalda hárgreiðslu. Skraut-
legar gleraugnaumgerðir og mik-
ið hrokkið hár geta aldrei falið
gleraugun. Hins vegar geta gler-
augu verið mjög klæðileg.
HafrairiJöSskaka
og hrísgrjóna-
bú52ngur
ALGENGAST er það, að búnir
séu til grautar úr hafra- og
hrísgrjónum. En það má líka
gera úr þeim ljúffengar kökur
og ábætisrétti, með litlum til-
kostnaði:
Tunglskinskaka heitir þessi:
5 dl hafragrjón (175 gr)
100 gr smjörlíki
1 dl hveiti
4 matsk. sykur
5 matsk. mjólk
Vz teskeið ger
4 hakkaðar möndlur
Ávaxtamauk og vanillukrem.
Smjörlíkið brætt og því hellt
yfir grjónin. Látið standa í
nokkrar mínútur. Hveiti, ger,
mjólk og sykur sett út í og
deigið hnoðað. Möndlurnar hnoð-
aðar í. Deiginu skipt í þrjá parta,
hver partur flattur út á plötu í
ferhyrning. Bakað við jafnan
hita í 15 mín. Kakan verður að
kólna lítið eitt á plötunni áður
en hún er tekin af. Svo eru botn-
arnir lagðir saman með ávaxta-
maukinu og kreminu á milli.
Flórsykri stráð yfir.
HRÍSGRJÓNABÚÐINGUR
UPP Á GAMLA MÁTANN
y2 1 vatn
100 gr hrísgrjón
1 1 mjólk, 2 egg
Salt, 2 matsk. sykur,
4 matsk. rúsínur.
Suðan látin koma upp á grjón-
unum í vatninu. Mjólkinni hellt
út í og grjónin soðin við hæg-
an hita í tæpan klukkutíma. Rús-
ínurnar skolaðar í volgu vatni.
Eggin þeytt með sykrinum (og
gjarnan rifnum sítrónuberki).
Rúsínurnar settar í og öllu hellt
yfir hrisgrjónin. Þetta er svo lát-
ið í mót, sem smurt hefur verið
og borið raspi. Bakað við hægan
hita í 20 mínútur. Bragðbezt áð-
ur en það verður alveg kalt með
epla- eða vanillusósu.