Morgunblaðið - 12.12.1952, Blaðsíða 14
f
14
MORGUNBLADIÐ
Föstudagur 12. des. 1952
Fiamhaldssagan 85
kirkjusafnaðarins um rtarfsem-
ina í stórborginni. Við erum svo
mikið út úr öllu hérna og mér
finnst við ekki fylgjast nógu vel
með“.
„Mér þykir það mjög leitt“,
sagði Doao. „En ég hef ekki átt
einn einasta frídag í mörg ár og
«<
„Ó, drottinn minn, þér hljótið
að vera mjög þreyttar. En þetta
þkrf ekki að vera nema mjog
stutt frásögn. Eða ef þér vilduð
aðeins líta inn á varðstöðina hjá
okkur. Það þætti mér mjög vænt
um“.
Satt að segja hefði Dodo ekki
haft r.eitt á móti því, en þegar
hún sá svipinn, sem kominn var
á Richard, hætti hún við það.
„Þá ætla ég ekki að tefja ykkur
lengur ‘, sagði prestsfrúin og gat
ekki dulið vonbrigði sín. „En ef
ske kynni að þér ættuð leið fram
hjá á milli klukkan þrjú og fjög-
ur, þá munið eftir okkur....“
Þau losnuðu loks við hana.
„Elsku Dodo, mér þykir þetta
mjög leitt“, sagði Richard. „En
þetta var eins og hver önnur ó-
heppni. Þessi kona er alveg ó-
þolandi".
„Ég veit að það er erfitt að
halda uppi varðstöð, þegar ekk-
ert skeður“, sagði Dodo. „Ég skil
hana vel“.
Hann nam staðar og starði á
hana. „Þú átt þó ekki við að þig
langi til að fara?“
„Nei, auðvitað vil ég það ekki“.
Hún tók aftur um hönd hans
og þau héldu áfram göngunni.
Þau voru komin á mjóan stíg og
allt í einu blasti við þeim lítið
hús. Allt í kring um það uxu
aldintré og í kring um garðinn
var hvítmáluð girðing. Beggja
vegna við stíginn upp að húsinu
voru blómabeð með marglitum
biómum. Húsið sjálft var ekki
merkilegt, venjulegt verkamanns
hús, en allt var nýmálað og
hreint og vel hirt. Dodo rak upp
aðdáunaróp.
„Dick, það er alveg dásamlegt“.
„Það er ekki stórt“, sagði Ric-
hard og átti erfitt með að dylja
siolt sitt.
„Það er dásamlegt. Mig langar
til að sjá inn í það“.
Þau gengu upp stíginn og Dodo
tók til fótanna og hljóp. Richard
opnaði dyrnar og lét hana ganga
á undan inn. Inni var allt hreint
og þokkalegt eins og úti fyrir.
Húsgögr.in einföld en þægileg.
Dodo sá Richard fyrir sér við
gluggann eða við arininn eða
standanai í dyrunum, eða við
vaskinn við að þvo upp leir-
tau....
„Sjáðu“, sagði har.n.
Á legubekknum voru þrír bláir
koddar og b’ár dúkur á borðinu.
Hann sneri þeim öllum við og
hinum megin voru þeir rauðir.
f , Þetta nota ég á veturna ....
óg rauð gluggatjöld. Það breytir
stofunni alveg“.
Dodo vafði handleggjunum um
háls hans og kyssti hann Það
var i fyrsta sinn, sem hún hafði
gert nokkuð slíkt og hann horfði
hugfanginn á hana. ..Elsku Dodo.
Elsku hjartans Podo“, sagði hann.
„Þetta er svo ótrúlegt .... eftir
öll þessi ár. Ég hef ailtaf verið
að hiúa að þessum stað og ég
vissi það ekki fyrr en núna að
ég hcf gert það al't fyrir þig“.
„Sýncu mér alit“, sagði Dodo.
Hann sýndi henni upn á loftið
þar sem var iítið svefnherbergi
og brð og eldhúsið, þar sem vatn-
ið rann út en ekki inn. „Þegar ég
keypti það, var það eins og svína-
stía“, sagíj! hann. „Ég hef gert
allt sjá fur'1. Dodo hrósr.ði öllu,
ssm hú;. sá og henni fannst henni
þýkjá vádtm um hann með
hverri mínútu. Þegar þau settust
niður til að borða við litla borðið
í stofunni, hugsaði hún: „Þetta
er sæla heimilislífsins".
3.
Það var varla til dásamlegri
staður fyrir elskendur en Beech-
wood. Þau gengu hlið við hlið um
skóginn og leiddust og námu
staðar við og við til að kyssast
og rifja upp einhver atvik, sem
skeð höfðu þennan stutta tíma,
sem þau höfðu þekkzt. „Mér
finnst gaman að við skyldum
hafa hittst í Kensington-garðin-
um“, sagði Richard. ,,Ég er að
’ minnsta kosti fegin að Piccadilly
er fallegt nafn“, sagði Dodo. —
Bæði voru inniiega sammála um
að vera umburðarlynd gagnvarc
‘ öllum elskendum, hvar svo sem
þeir væru staddir. Og það var
víst að þau áttu miklu láni að
fagna, þar sem þau gátu gengið
um á þsssum fagra stað. Þegar
þau voru orðin þreytt á að ganga,
I fundu þau garð eða þúfu til að
sitja á, þegar þau voru orðin
þyrst, fóru þau inn í garð við hús
sem var í eyði. Og þar voru ein-
mitt stólar og borð. „Vissir þú af
þessum stað hérna?“ spurði Dodo
og tíndi grasstrá úr bollanum.
„Ég held að þessi staður sé
ekki hérna venjulega", sagði Ric-
hard. t
| Á leiðinni heim voru bau
þögulli. Sú staðreynd að þau
voru að fara heim saman, breytti
öllu viðhorfinu. Hingað til hafði
allt verið eins og á hverium öðr-
um hátíðisdegi. Húsið litla beið
þeirra. Enda þótt úti fyrir væri
bjartur dagur, var farið að
rökkva inni í stofunni. Richard
gekk hikandi að borðlampanum,
en hætti svo við að kveikja og
settist í gluggann hjá Dodo.
„Ertu ánægð og hamingjusöm
Dodo?“
„Já“, sagði hún.
4.
Hún vissi ekki nákvæmlega
hvenær það skeði. En skyndilega
var eins og hún sjálf, hugur henn
ar og hjarta væru komið til Brit-
anhia Mews. Eða öllu heldur ein-
Iðrói höttur
snýr aftur
eftir John O. Eiícssod
76.
hvers staðar á milli Britannia
Mews og varðstöðvarinnar, þar
sem annar sat nú fyrir hana.
„Nei, það er ekki fyrr en klukk-
an sjö“, hugsaði hún með sjálfri
sér“. Staðgengill hennar var full
traustur og henni var óhætt að
vera róleg þess vegna. Enda þótt
þetta yrði óróleg r.ótt, mundi eng
um detta í hug að álasa henni.
„Það er svo friðsælt hérna",
sagði Richard hljóðlega. „Ég
vildi gefa þér svolítinn frið“.
Dodo brosti. En hún gat ekki
svarað. Af einvherjúm ástæðum
var henni orðið órótt, en hún gat
ekki gert sér fulla grein fyrir
hvernig á því stóð. Snöggvast
heyrið hún ekki eitt einasta orð
af því sem Richard var að segja.
Hún hugsaði með sér, hvernig
mundi fara ef slys hefði orðið í
Britannia Mews. Auðvitað voru
engar sérstakar líkur til þess að
svo yrði. „Og því hef ég þá þessar
óþarfa áhyggjur", hugsaði hún.
„En það getur verið að eitthvað
hafi komið fyrir í dag og enginn
getur náð í mig í sima“.
Richard hallaði sér nær hcnrií
og um leið varð hún vör við að
hún hafði flutt sig ósjálfrátt fjær
honum. Hún hafði gleymt hon-
um þótt ekki væri nema um
stundarsakir. Richard var lengra
í burtu en Britannia Mews og
varðstöðin, enda þótt hann sæti
þarna við hlið hennar.
„Vegna þess að þetta er ekki
tómur raunveruleiki", hugsaði
Dodo. „Við erum að .... látast“.
Það var eins og henni létti
stórum. Nú vissi hún, hvað var
að.
„Mér þykir leitt, Dick, en ég
verð að fara“.
Hann stóð á fætur með undr-
unarsvip .... eða var það ekki
undrun. Var hann rannsakandi á
svip? Dodo líkaði ekki hvernig
hann tók orðum hennar. Hann
hefði átt að hlæja og kyssa hana
og reyna einhvern veginn að hafa
hana ofan af þessari skyndilegu
ákvörðun. En þegar hann bar
ekki fram neinar mótbárur, varð
hún alveg viss um að hún hafði
á réttu að standa.
Ný sending af
kápum og ðrögtum |
m
m
......................•mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ■ ■ ■«
m
Nýjur Norðrubækur I
m
Sjógarpurinn og bóndinn jj
SIGURÐUR í GÖRÐUNUM !
■
■
Endurminningar níræðs atorkumanns, sem lifað Z
hefir og starfað við Skerjafjörð alla sína ævi. — »
Skrásett hefir Vilhjálmur S. Vilhjáimsson. ■
■
Skipstjórinn og bóndinn, Sigurður í Görðunum, Z
hefir fylgzt með þróun og vexti Reykjavikur »
lengur en nokkur annar núlifandi maður. Saga ;
m
hans er að öðrum þræði alþýöleg saga Reykja- :
■
víkur og nágrennis, saga löngu horfinna manna ;
og atburða, slysfara og svaðilfara á sjó og landi. ;
■
Fjöldi manna koma hér við sögu, jafnt stórbrotn- ;
■
ir höfðingjar og athafnamenn sem umkomulausir j
sérvitringar og auðnuleysíngjar. »
Af mikilli skarpskyggni og mannviti segir Sig- :
■
urður í Görðunum sérstæða sögu samtíðar sinn- :
ar. En saga hans er stuttorð og kjarnyrt að hætti »
íslenzkrar málvenju. :
■
■
Jón Björnsson: ;
ELDRAUNIN !
■
gerist á 17. öld, þeirri öld, er vakið hefir ógn- ;
þrungna skelfingu margra kynslóða. •
Éidraunin lýsir daglegu lifi fólksins, baráttunni *
fyrir lífi og frelsi, drengskap og fómfúsri hetju- ;
lund. Margar sérkennilegar persónur eru leiddar :
fram. Frásögnin er áhrifarík og spennandi og »
dramatískur kraftur leikur um allt sögusviðið. ;
m
Sagan hrífur lesandann frá byrjun og leiðir hann j
inn í blámóðu horfinna alda, um leið og hún gef- j
ur honum ærið umhugsunarefni. ;
m
m
MAÐUR OG MOLD j
eftir Sóley í Hlíð. Nokkur eintök af þessari vin- j
sælu bók, sem hefir verið ófáanleg um tveggja ;
ára skeið, eru komin í bókaverzlanir.
BOKAUTGAFAINl
NORBRI
Ilópur riddara hljóp í áttina að austurhliðinu. Þeir ætluðu j
að varna þess, að útlagarnir kæmust að hliðinu. Það voru þó j
aðeins klókindi hiá Hróa, að látast, sem þeir myr.du fara j
út um austurhliðið. Þegar hann sá, að sýslumaðúrinn og ;
menn hans hlu.pu ailt hvað af tók að austurhliðinu, tók j
Hrói upp hornið og blés í það. * j
— Til vesturhliðsins, kallaði hann af öllum mætti. Brjótið :
ykkur leið, drengir og flýtið ykkur! j j
Bogskyttumar breyttu um stefnu og geystust áfram með j
sverðin á lofti. Hin skyndilega breyting, sem varð, ruglaði j
þaT-rnpnninq rpíkig. Qg svslumaðurin” var sá fvrsti, sem tók ;
eftir því, að Hrói og menn hans höfðu breytt um stefnu. 1 *
sömu andrá sendi Hrói honum ör, sem fór beint í gegnum j
hattinn hans. I j
— Forðið ykkur, hrópaði sýslumaðurinn, sem var náfölur
í c-dUfinu pf hrmðsiu. Hér bvðir ekki að vera lengur.
Hrói var nákvæmlega á sama máli.
Hermennirnir höíðu rétt snúið við, þegar Hrói og menn
hans hutu inn í hiiðargötu, sem lá í áttiha til vesturhliðs- j
ins. Hermennirnir sáu strax hvað það þýddi fyrir þá, og hófu :
hví ákafa örvahríð. En þeir voru alltof langt í burtu, svo "
örvarnar misstu algjörlega marks. Hermennirnir héidu þó j
áfram hlaupunum. Og þegar þeir komu fyrir horn eitt, urðu j
þeir fvrir gríðarlegri örvahríð. Hrói og tíu af beztu skytt- :
unum hans höfðu nefnilega stillt sér upp og hófu ákafa •
*skothfíð á hermennina þegar þeir birtust fyrir hornið. Her- "
mennirnir hörfuðu skellýaðir til baka. Þeir vissu hve þaðj
var hættulegt að fára ipn á áhrifasvaéði útlaganna.
Efri hæð og rishæð |
■
Hæðin 145 ferm. 5 herbergi, eldhús, bað og búr, en ris- :
■
hæðin 4 herbergi, eldhús og bað í nýlegu steinhúsi á hita- j
veitusvæðinu í austurbænum, — til sölu. — Góður bíl- ;
■
skúr fylgir. Rishæðin laus nú þegar, en hæðin fljótlega. ;
«
Til greina koma skipti á 3ja herbergja íbúðarhæð. j
■
NÝJA FASTEIGNASALAN j
Bankastræti 7. Símar 1518 og kl. 7,30-8,30 e.h. 81546 •
VERKSTJORI
Verstjóra vantar í hraðfrystihús. Reglusamur maður
kemur aðeins til greina. Umsóknir ásamt meðmælum og
upplýsingum um st.arfshæfni sendist blaðinu fyrir 20.
des. n. k. merkt: „Verkstjóri — 450“.
AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI -