Morgunblaðið - 03.05.1953, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.05.1953, Qupperneq 8
8 M O KO IJ JV B LA v i t) Sunnudagur 3. maí 1953 ov&ftttMa&td Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. ' Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. •— Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. t lausasölu 1 krónu eintakið. ^ UR DAGLEGA LIFINU f A réttri leið FYRIR síðustu Alþingiskosning- ar sem fram fóru haustið 1949 benti Sjálfstæðisflokkurinn á það í stefnuskrá sinni, að mikilvæg- ur þáttur í því, að koma á jafn- vægi í þjóðarbúskapnum væri að rýmkva um innflutningshöftin og gera verzlunina frjálsa. Á þess- um tíma ríkti hið ömurlegasta ástand i viðskiptamálum íslend- inga. Tilfinnanlegt vöruhungur var í landinu. Almenningur átti bess engan kost að fá brýnustu nauðsynjar, svo sem búsáhöld og fjölmarga hluti til fæðis og klæðis keypta í verzlunum. Svart ur markaður var áberandi og bakdyraverzlun og biðraðir mót- uðu svip viðskiptalífsins. Jafnframt var innflutningur byggingarefnis takmarkaður svo mjög að umbætur í húsnæðis- málum voru svo að segja stöðv- aðar. Það er afleiðing hinnar nýju stefnu í efnahagsmálum, er minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins markaði og núverandi stjórn hefur að töluverðu leyti framkvæmt, að í þessum efnum hefur orðið mikil breyting til bóta. Gerist þess ekki þörf að rekja í hverju hún er fólgin. Það er líka alþjóð kunnugt. 70% af iiinflutningnum til landsins s.l. ár voru á frílist- um. Almenningur gat í hverri verlzun fengið nauðsynjar sin- ar keyptar. Rýmkvað hefur verið verulega um hömlur á byggingarframkvæmdum, þannig að einstaklingar fá nú að byggja yfir sig íbúðir af hóflegri stærð nokkurn veginn óhindraðir. Þeir hurfa að vísu að sækja um leyfi til þess, en þau leyfi eru vfirleitt veitt. í ráði mun nú vera að afnema slíka umsóknarskyldu. Enn- fremur hefur viðskiptamála- ráðherra og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjóm lagt til, að gerðar verði víðtækar breytingar á starf- semi fiárhagsráðs. Leggja þeir til að hún verði mjög dregin saman og stefna bera að því, að afnema þessa stofnun og gefa allan innflutning frjáls- an, sem fyrst. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því vissulega staðið við það fyrir- heit sitt, er hann gaf fyrir síð- ustu kosningar, að vinna að frjálsari verzlunarháttum. Bar- átta hans í þeim efnum ,hefur þegar borið mikinn árangur. Sú breyting, sem orðið hefur með auknu verzlunarfrelsi, hefur ekki aðeins orðið þeim aðilum til hags bóta, einkaVerzlun og félags- verzlun, sem verzlun og viðskipti annast. Hún hefur jafnframt orð- ið öllum almenningi í landinu sem stundi undan vöruskortin- um og svartamarkaðnum, til hins mesta hagræðis. Því verður ekki neitað, að hinn aukni nnflutningur hafði fyrst í stað slæmar afleiðingar fyrir ýmsar greinar innlends iðnaðar, sem var illa undir það búinn að mæta samkeppni við erlendan iðnaðarvarning. Þess vegna varð nokkur samdráttur í einstökum iðngreinum. Allt bendir til þess að íslenzk- ur iðnaður sé nú að komast yfir þessa erfiðleika. Af hálfu ríkis- sjtjómarinnar hefur verið tekin upp náin samvinna við samtök iðnaðarins um fjölþættar ráðstaf- anir honum til aðstoðar. Eru nú fullar horfur á að framundan sé mikið vaxtar- og þroskaskeið hjá þéssari ungu atvinnugrein, sem þjóðarbúskapurinn sækir með hverju árinu sem líður meiri þrótt til. Að hinum miklu raf- vírkjunum sem nú standa yfir, loknum, skapast iðnaðinum í þeim landshlutum stórauknir möguleikar. Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram baráttunni fyrir þeirri stefnu, sem hann mark- aði haustið 1949 og hefur raun- ar jafnan barizt fyrir. Hann mun beita sér fyrir því, að verzlunin verði algerlega frjáls, allri þjóðinni til hags- bóta. Har.n mun stefna að því að allar byggingarfram- kvæmdir ; landinu verði gefn- ar frjálsar og öllum óeðlileg- um hömlum af heim létt. — Hann mun halda áfram að styðja og efla innlendan iðnað þannig, að bjóðin búi sem mest að eigin framleiðslu og hafi í heiðri hið gamla spak- mæli, að holt er heima hvað. í bessari baráttu þarfnast Sjálf stæðisflokkurinn liðsinnis allra frjálslyndra manna. Lækjartorgi, ÞAÐ var margt fólk samankomið á Lækjartorgi í góða veðrinu s.l. föstudag, hinn 1. maí. Margt af þessu fólki var að fagna hátíðis- degi verkaiýðsins, aðrir komu þangað til þess að sjá og heyra það sem fram skyldi fara. Það, sem einkenndi fyrst og fremst ræður kommúnista og krata á þessum stað var hinn f lokkspólitíski áróðurstónn í mál- flutningi þeirra. Þeir skömmuðu ríkisstjórnina og skoruðu á fólk að kjósa flokka sína í næstu kosn- ingum. í ræðu Sigurjóns Jónssonar, for manns félags Járniðnaðarmanna, var allt annar tónn. Hann ræddi fyrst og fremst um hagsmunamál launþega en sneyddi hjá pólitísk- um gífuryrðum. Á einum stað í ræðu sinni komst hann að orði á þessa leið: „Það er því áskorun mín á þess um degi til beggja þessara aðila, það er vinnuveitenda og laun- þega, að taka nú upp aðra og þá um leið heillaríkari stefnu til að ná samkomulagi um ágrein- ingsmál sín en verið hefur, en hún er að koma oftar saman til viðræðna en gert hefur verið og reyna með nægum fyrirvara að ræðast við um ágreiningsmálin, en geyma þau ekki alltaf til síð- ustu stundar og hafa þá varla tíma tíl að skiptast á skoðunum hvors annars. Eg tel, ef þessi leið yrði farin, að þá mætti komast hjá mörgum verkföllum, en slíkt yrði báðum aðilum til mikils sóma og þjóðinni allri til stór hagnaðar." m Þessi tillaga Sigurjóns Jóns sonar er fyllilega tímabær. Fyllsta ástæffa er til þess aff gefa henni gaum. Við íslend- i ingar höfum oft beffiff tjón að óþörfu í átökum um kaup og kjör. Viff þurfum aff koma í veg fyrir aff slíkt endurtaki sig. Það er ölium affiljum, | verkamönnum, vinnuveitend-1 um og þjóðfélaginu sjálfu til | hagsbóta. I Þegar draumurinn rættist hér „að fljúga á klæði“ FYRIR aldarfjórðungi síðan gerðust nýstárleg tíðindi í ís- lenzkum samgöngumáliim. Þann 1. maí 1928 var stofnað hér Flugfélag ís- mds“ með 20 júsund króna lutafé. Voru tofendurnir alls 5, en forgöngu- aaður félagsins •ar okkar ágæti náskólarektor. Alexander ! innan lands. Alexander Jó- hannesson er hafði þá um unnið að því, , að flugferðum hér SEGIR svo í Morgunblaðinu frá 2. maí aff stjórn hins nýstofn- aða flugfélags muni semja viff síjórn hins mikla þýzka flugfé- lags „Lufthanza" um aff reka hér flugferffir yfir sumartímann meff einni flugvél, er taki 5 farþega. Þaulæfður flugmaður, þýzkur V£ir kominn híngað, Walter að nafni, til að gerast milligöngu- maður milli Lufthanza og hins nýstofnaða flugfélags. En nokkur aðdragandi hafði verið að þessum ráðstöfunum er hófust með því að sumarið 1926, að þýzkur flugmaður, Siegert að nafni, var sér í sumarfríi í nokkr- ar vikur. Kom hann þá að máli við ýmsa menn hér er áhuga höfðu á flugmálum og skýrði frá ]hve honum fyndist tilvalið fyrir íslendinga að koma á innanJt: nds- flugi. Pétur VeU andi áhripar: Um Sinfóníuhljóm- sveitina. hefir skrifað mér á þessa V leið: „Kæri Velvakandi! Eftir að hafa lesið bréf frá tón- listarvini, sem birtist í dálkum þínum fyrir nokkrum dögum, langar mig til að bæta þar dálitlu við og ef til vill gera nokkrar at- hugasemdir. Ég er því vissulega samþ., að það er ómaklegt að fara niðrandi orðum um hina ungu sinfóníuhljómsveit okkar og um hinn ágæta tónlistarmann, Björn Olafsson. Auk þess sem hann er prýðisgóðum hæfileikum búinn hefir hann sýnt mikinn áhuga á tónlistarstarfsemi höfuðborgar- innar. T. d. hefir hann stofnað strengjahljómsveit með nemend- um Tónlistarskólans og lét sú hljómsveit m. a. til sin heyra á síðustu nemendahljómleikum skólans s.l. vetur. Hvað viðvíkur „uppbyggingar- starfsemi" hr. Olavs Kielland, þá álít ég villandi að taká þannig til orða. Allir, sem fylgzt hafa með tón- listarmálum höfuðstaðarins und- anfarin ár, vita að bæði Dr. Urbancic og Róbert.A. Ottósson hafa þar unnið mpsta brautryðj- endastarfið. Hr. Kielland tók við aðeins er erfiðasti hjallinn var klifinn. Nauffsynlegt aff skipta um stjórnanda. VITANLEGA er nauðsynlegt fyrir allar sinfóniuhljómsveit- ir að hafa bæði fastráðinn hljóm- sveitarstjóra og einnig að fá út- lenda hljómsveitarstjóra öðru hvoru til þess að stjórna. Hver stjórnandi hefir sinn ólíka hátt á að túlka verk meistaranna. Þess vegna er alltaf ávinningur að skipta um stjórnanda öðru hvoru, enda mun það vera siður allsstað- ar erlendis. Hvað sem öllu líður verðum við sannarlega að gæta þess vel að kæfa ekki þann gróður, sem nú er að skjóta upp kollinum í lista- lífi okkar. Sundurlyndi það, sem ríkt hefir í tónlistarmálum okk- ar að undanförnu getur ekki orðið til annars en skaða og ætti for- ystumönnum þessara mála að vera það ljóst þannig að ekki verði sú raunin á að starf þeirra reynist unnið fyrir gýg. — G. G.“ hve allir gengu á gljáburstuðum skóm, svo að hægt var að spegla sig í þeim, jafnvel fólk, sem var allt að því trötralega til fara. Islendingar eru yfirleitt vel og þokkalega klæddir, en það er til skammar, hve illa þeir hirða • skóna sína. — H1 A illa burstuffum skóm. EFIRÐU tekið eftir, hve íslendingar trassa að bursta skóna sína — sagði við mig kunningi minn fyrir nokkru, en hann er nýlega kominn heim eftir nokkurra mán. dvöl í Eng- landi. — Ég hefi, hélt hann áfram, sérstaklega tekið eftir þessu sið- an ég kom frá Englandi — þar varð mér nefnilega starsýnt á, Nú — jæja, hugsaði ég og gjó- aði augunum í laumi niðtrr á min- ár eigin tær — það hafði víst fall- ið á spegilinn í bili! Ef til vill var nokkuð til í þessu hjá manninum. Vel hirtir og gljáburstaðir skór bera vott um hreinlæti og snyrti- mennsku, sem í sjálfu sér eru kostir á hverjum manni, svo lengi sem þeir ekki ganga út í öfgar og snúast upp i nostur og „snurfus" — það er jafn afleitt og trassa- skapurinn á hinn bóginn. — Þykjast ekki of fínar. HÉR er bréf frá tveimur gagn- fræðaskólastúlkum, sem mér þótti vænt um að fá; „Kæri Velvakandi! | Víðvíkjandi grein, sem J. P. skrifaði í dálkum þínum um dag- inn langar okkur til að segja, að við myndum fyrirlita hvern þann íslending, sem þættist of fínn til að ganga i fiskivinnu. Þessi J. P. er líklega einn af þeim, sem vilja vera „fínir menn“, sem vildu helzt aldrei drepa hendi í kalt vatn en láta aðra púla fyrir sig. A það má benda, að árið 1950 námu fiskur og sjávarafurðir 92% af útflutningi okkar. Hvernig færi því fyrir íslenzku þjóðinni, ef hún þættist allt i einu vera orðin of fín til að vinna fiski- vinnu? Og viðvíkjandi skólatímanum, þá finnst okkur nemendunum meira en nógu langt að sitja á skólabekkjunum 8 mánuði úr ár- inu. Með þökk fyrir birtinguna. — Tvær gagnfræðaskólastúlkur.“ . ----------- Hygginn. m.ið- ur er svipaðúr títuprjóni, höf- uðiff kemur í veg fyrir að bann farl of langt. Síðan leitaði dr. Alexander til „Lufthanza" um aðstoð í þessu efni, og fékk! inar beztu und- tektir. Naut ann stuðnings- msra mætra aanna hér í æykjavík, eínk- n Péturs Hall- órssonar, síðar orgarstjóra, er j. greinilega hve .nikils virði það tyrir Islend inga að sitja ekki lengi aðgerðarlausir í flugmálun- vim, heldur nota iyrsta tækifærið er gæfist, til þess að skipuleggja flugferðir hér innanlands. FLUGVÉL sú sem „Lufthanza" léigði hinu nýstofnaða félagi og var hér í ferðum þetta sumar, gat tekið 5 farþega fyrir utan flugmann og vélamann, auk nokk urs farangurs. Vélin var þannig útbúin að hægt var að setja á hana jafn flotholt sem hjól, eftir því hvort setjast átti á vatn eða land. En flughraðinn var 150—170 km á klukkustund þegar ekki var andbyr. Að sjálfsögðu vakti þessi nýung geisimikla athygli enda var það mikill viðburður á þeim dögum, að geta flogið milli Reykjavíkur og Akureyrar og til baka aftur með nokkurra klukkustunda við- stöðu á Akureyri á einum degi. Að vísu var orðið bílfært að kalla til Akureyrar á þessum árum með því móti að leggja leið sína um Kaldadal, en Hvalfjarðarvegur- inn var þá með öllu ófær bílum. Með þessu móti gátu menn um hásumarið komizt aðra leiðina á bíl á einum degi. ALÞINGI veitti fé á þessu ári til þess aff styrkja einn ungan mann til flug- ims. Er sá rkur var aug- stur, komu 25 isóknir. Sýnir :ff bezt, hve kimikií áhngi r í öndverfftt, effal ungra anna, aff und- búa sig til þess uff stunda flug. Þennan eina styrk hlaut Síg- urður Jónsson, hinn alkunni flug maður, sem strax varð þjóðkunn- ur maður, sem fyrsti íslenzki flug maðurinn. Hann sigldi til Þýzkalands til náms haustið 1928 og hafði lokið námi svo snemma á árinu 1930 að hann gat sem fullnuma flugmað- ur ráðið sig i þjónustu Flugfélags íslands það sumar, áður en flug- ferðir hófust hér að því sinni. En á þessum byrjendaárum innanlandsflupsins var ekki hugs að um að halda uppi flugferðum nema rétt yfir sumarið. SAMA árið 1928 voru veittir : styrkir til þriggja manna, er vildu fullnuma sig í flugvélavíð- gerðum. Þessir þrír menn fengu styrkina: Björn heitinn Olsen, Gunnar Jónasson, forstöðumaður fyrir h.f. Stálhúsgögn, og Jóhann Þorláksson, vélsmiður, sá sem smíðaði fyrsta díselhreyfilinn er smíðaður hefur ve'ið hér á landi, og sýndur var á Iðnsýningunni I haust. HIN þýzka flugvél er Flugfélag- ið hafði á leigu þetta sumar frá „Lufthanza“, var kölluð „Súl- an“. Hún var af vönduðustu og fullkomnustu gerð, eins og flug- tækninni var þá komið. Var hún aí þeirri gerð flugvéla, sem einna fyrst voru smíðaðar algerlega úr málmi. S’i’amh. á bls. 12 Sigurffur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.