Morgunblaðið - 03.05.1953, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.05.1953, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. maí 1953 — Úr daglega lífinu Framhald af bls. 8. Það tók „Súluna“ tvær og hálfa klukkustund að fljúga á milli Reykjavíkur og Akureyrar >n þá voru þessir viðkomustaðir á leið- inni héðan: Stykkishólmur, sem þá var í engu akvegasambandi, suður um Kerlingarskarð. Frá Stykkishólmi var flogið til Siglu- fjarðar og þaðan til Akureyrar. Gekk allt þetta flug stórslysa- laust næstu sumrin. Lufthanza greiddi reksturshallann og hefur að sjálfsögðu fengið not af þeirri reynslu er hér fékkst. Flugmaðurinn á Súlunni hét Símon. Næstu ár voru flugvél- arnar frá Lufthanza tvær hér á landi af sömu gerð. Hét hin síð- ari „Veiðibjallan“ með tilliti til þess að þá gekkst dr. Alexander fyrir því, að reynd var síldarleit úr lofti. Eftir þrjú ár eða svo, féll þetta tilraunaflug niður. Sást þá um skeið engin flugvél á lofti hér á landi nema einstaka sinum, þeg- ar erlendir flugmenn komu hér við á tilraunaflugi sínu yfir At- lantshaf. NEISTAR Matreiðslukonan: Sögðu gest- irnir ekkert um matinn? Frammistöðustúlkan: Ég get ekki beinlínis sagt það. En þeir báðu allir borðbæn, áður en þeir byrjuðu. Haft er eftir ítölsku kvikmynda stjörnunni Miranda: „Ég vildi óska, að allt kvenfólk væri gift og allir karlmenn pipar- sveinar". — Minningarorð Framhald af bls 11 snemma á fætur, ljúka fljótt við verk sín, hika ekki við veður né færð, en leggja í sína hinstu för vongóður á klárnum sínum vinn- andi að því sem hann átti og unni. Að endingu vil ég svo þakka Oddi fyrir öll samveruárin í ná- grenninu, alla hjálp og góðvild við mig og mitt heimili fyrr og síðar. Jónas Magnússon. Eftir Oskar Braaten | Sýning þriðjudagskv. kl. 8.30 j Aðgöngumiðasala í Bæiarbíói $ á mánudag frá kl. 4 e.h. — j Sími 9184. — j S-2 herb. íbúð óskast til leigu í Vesturb. Tilb. sendist Mbl. fyrir miðv.d.kvöld, merkt: „Ein- hleyp — 939“. LILLU- kjGimadrykkjaí* duft Bezti og ódýrasti gosdrykkurirm. H.f. EfnagerS Reykjavíkiif’ Tveir Arabakon- ungar krýndir LUNDÚNUM, 2. maí: — Tveir ungir Arabakonungar voru í dag krýndil’ til konungs. Eru það þeir Feisal 2. konungur íraks og Hussein, konungur Jórdaníu. Þeir urðu báðir 18 ára nýlega, og er afi þeirra beggja Hussein, kon- ungur.af Hadjas. Hinir ungu kon ungar hafa báðir hlotið menntun sína í Englandi. —- Reuter. íveggja farþega flugvéia saknað LUNDÚNUM, 2. maí: — Brezkrar kómet-þrýstiloftsfar- þegaflugu, sem í dag lagði af stað í Kaikútta með 43 farþega — þar af 10 konur — er saknað. Hef ur ekkert til hennar spurzt síðan hún lagði af stað frá Kalkútta, en vonazt er til, að flugmönnunum hafi tekizt að nauðlenda henni. — Flugan var á leið til Delhí. Vjh í dag hrapaði grísk Dakóta- farþegafluga í sjóinn suður af Aþenu. Ekki er vitað til hess, að neinn hafi bjargast. —Reuter. Lffprentuð lisfaverk í LISTVINASALNUM við Freyjugötu hefur undanfarna daga verið sýning á litprentuðum listaverkum, eftir ýmsa fræga listmálara. Hefur aðsókn að sýn- ingunni verið góð og rúmlega 30 prentmyndir hafa selzt. Sýning- unni lýkur í kvöld. Geislavirkt benzíni eykur aksturs- hraðann LOS ANGELES: — Tveir iðn- efnafræðingar skýrðu svo frá í síðastliðinni viku, að þeir hefðu með höndum athuganir á notkun geislavirks benzíns, sem auka mundi aksturshraða bifreiða. At- hílganir þessar eru fólgnar í notkun benzíns, sem inniheldur ,,tetraethyl“ blývökva og hefur geislaverkandi áhrif. „Gullfaxi" á annríkt Á laugardag fór ,,Gullfaxi“ frá Khöfn til Madrid og sækir þang- að Spánarfara Ferðaskrjfstof- unnar, sem hann flutti til Par- ísar og Barcelóna um miðjan apríl. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur úr þeirri ferð á sunnudagskvöld. N.k. þriðjudag fer „Gullfaxi" í áætlunarferð til Prestvíkur og Kaupmannahafnar og er það síð- asta ferð flugvélarinnar samkv. vetraráætluninni. Að þeirri ferð lokinni verður flogið beint til Khafnar á hverjum laugardegi og til baka til Reykjvíkur á sunnu dögum. Á þriðjudögum verður flogið til Lunúna og til baka samdægurs. Auk þessara ferða fer „Gullfaxi" þrjár aukaferðir til Kaupmannahafnar í maímán- uði, þann 13., 20. og 27. maí. Svifknatíleiksmótinu lýkur í dag FYRRI dagur íslandsmeistara- mótsins í badminton fór fram í gær í íþróttahúsinu að Háloga- landi. Mótið hófst með því að for- seti íþróttasambands íslands flutti stutt ávarp. Keppendur, sem eru eingöngu úr Stykkis- hólmi og Reykjavík, Þessu næst hófs mótið, og var leikið í tvíliðakeppni karla og kvenna. einliðaleik karla og kvenna og loks tvenndarkeppni. Þessir keppendur komust í úr- slit og fara þeir fram kl. 2 í dag að Hálogalandi. Einliðaleikur kvenna: Ebba Lárusdóttir og Ragna Hansen, báðar úr Stykkishólmi. Tvíliðaleikur kvenna: Ebba Lárusdóttir og Ingveldur Ólafs- dóttir gegn þeim Júlíönu Isebarn og Jakobínu Jósefsdóttur. Einliðaleikur karla: Ólafur Guðmundsson Sth. og Wagner Walbóm, Rvík. Tvíliðaleikur karla: Ágúst Bjartmarz Sth. og Ólafur Guð- mundsson, Stykkishólmi gegn Reykvíkingunum Wagner Wal- bóm og Einari Jónssyni. Tvenndarkeppni: Ebba Lárus- dóttir og Geir Oddsson, Stykkis- hólmi gegn Unni Bríem og Wagn- er Walbóm. Ný lyf við berklaveiki NEW YORK, 2. maí: — Nýlega eru hafnar tilraunir með nýjan flokk lyfja gegn berklaveiki, og er þetta í fyrsta skipti, sem lyf þessi eru reynd á mönnum. Til- raunum þessum stjórna 7 efna- fræðingar við tilraunastofu Ciba lyffræðifélagsins. Lyf þessi hafa borið góðan árangur við tilraun- ir á dýrum, og veittu berklasýkl- arnir ekki viðnám. í nýútkomnu tímariti amerískra efnafræðinga skýra efnafræðingarnir 7 svo frá að 6 skyld lyf, þ. e. „thiocarbanil- ides“, hafi við tilraunir reynzt áhrifamikil við berklasýklum í músum. - Skálholt Framh. á bls. 19 mótaárið. Giftist 2 árum síðar Árna Pálssyni frá Setbergi í Borgarfirði eystra og hafa þau lengstum búið nálægt Reykjavík- urpósthúsi norðarlega í Mani- toba, en eru nú hætt búskap og sezt að í Lundar. Séra Valdimar segir í bréfi sínu til biskups: „Kona þessi hafði séð þess getið í blöðunum, að viðleitni væri hafin á íslandi til fjársöfnunar í því skyni að endurreisa Skálholtsstað, og þessi gjöf hennar er þannig vottur um ræktarsemi hennar gagnvart fæðing^fbæ sínum og ættlandi“. Gjöfin nemur 8280,00 ísl. kr. og er viðtaka hennar hér með viðurkennd f. h.e Skálholtsfélags- ins með hjartanlegu þakklæti. Sigurbjörn Einarsson. Herjeppi ekur átvo bíla og stórskemmir þá háða HAFNARFIRÐI — Á þriðja timanum í fyrrinótt varð árekstur rétt innan við bæinn Hvassahraun fyrir sunnan Hafnarfjörð. Her- jeppi, VL-1674, keyrði á tvær bifreiðir, sem voru á leið til Hafn- arfjarðar. ^SKEMMDUST MIKIB - Bikarkeppnin Frh. af bls. 1. Aðeins 4 mín. síðar tók Bolton forustuna á ný, er h.inherjinn, Moir, skallaði inn. Stóðu leikar því 2—1 fyrir Bolton í hléi. Síðari hálfleikurinn hafði ekki staðið yfir nema 10 mín. er Bell skoraði fyrir Bolton með skalla, 3—-1. Virtist útséð um hvernig fara mundi. En Blackpool, sem lék alltaf betri knattspyrnu en Bolton, hafði náð undirtökum í leiknum og eftir því sem á leið, dró af Bolton. Þegar 10 mín. voru eftir, skoraði Morensen fyr- ir Blackpool, 3—2, eftir að markv hafði varið skot frá Matthews. Enn jókst sóknarþungi Black- pool. Var Matthews sérstaklega virkur. Þegar 3 mín. voru eftir af leikn um, fékk Blackpool aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Skoraði Mortensen rakleitt úr henni, 3—3. Enn sótti Blackpool á og er 90 sek. voru eftir af úrslita- leik þessum, komst Matthews enn einu sinni inn fyrir og inn að stöng. Skaut hann fram fyrir markið og þaðan skoraði v.úth. Perry af 4 m færi. Þar með hafði Blackpool sigrað í fyrsta sinn í Bikarkcppninni. Elísahet Bretadrottning af- henti sigurvegurunum bikarinn, og voru þeir fyrirliði Blackpool og Matthews bornir út á gullstól af veílinum og hylltir mjög af mannfjöldanum. - Nessiendamot Fr:'TT'Vi^1d af bls 7 er letrað þetta ljóð Einars Bene- diktssonar. Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast. Perlan ódauðlega í hugans hafi, hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi hel og kasti mold og grafi, kvistist lífsins' tré á dauðans arin, sökkvi jarðarknör í myrkva marinn, myndasmíðar andans skulu standa. Vilhjálmur Þ. Gíslason flutti að lokum þakkir fyrir gjöfina og þann vinarhug, sem Verzlunar- skólanemendur sýndu honum með henni. Rifjaði hann síðan upp nokkrar minmngar frá skóla- stjórastarfi sinu fyrr og síðar, drap á núverandi störf sín og framtíðina. Var mjög góður rómur gerður að ræðu hans. Loks voru borð upp tekin og dans stiginn fram eftir nóttu. Fyrst keyrði jeppinn utan í G-1480, sem er stöðvarbíll, með þeim afleiðingum, að hliðin rifnaði úr þeim síðar- nefnda. Skömmu seinna rakst hann á G-98, sem er Station fólksbifreið. Hún skemmdist einn ig mjög mikið. Þegar jeppinn nálgaðist G-98, veitti bifreiðarstjórinn á þeim síðarnefnda því athygli, að ann- að framhjól jeppans virtist laust, og hægði hann þá ferðina. En þrátt fyrir það keyrði jeppinn utan í bifreiðina, eins og fyrr segir. Þegar bifreiðarstjórinn fór að huga að jeppanum, var hann mannlaus og annað hjólið farið af honum. Höfðu þeir, sem í jeppanum voru, hlaupið út í hraun. Engin meiðsl urðu á mönnum í árekstrinum. Málið er í rann- sókn. — G. 1 — 2 ÚRSLIT leikjanna á getrauna- seðlinum urðu þessi: Víkingur — Fram (frestað) Þróttur — KR (frestað) Blackpool 4 —Bolton 3 1 Arsenal 3 — Burnley 2 1 Aston Villa 0 — Newcastle 1 2 Chelsea ■—- Manch. C. fellur niður Derby — Preston fellur niður Sunderl. — Cardiff fellur niður Brentford 1 — Birmingham 2 2 Doncaster 1 — Luton 0 1 Hull — Leicester fellur niður Lincoln 4 — West Ilam 0 1 „Vesalingarnir66 LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir „Vesalingar,a“ í rúunda sinn í kvöld. Þorsteinn Ö. Stephensen og Brynjólfur Jóhannesson leik.i að- allilutverlcin, Jean Varjean og .Tavert löggæzlustjóra, og liafa enn sýnt, hvílíkir afburðamenn þeir ern á leiksviðinu. Mvnöin er af þeisn í þessurn hlutverkum. M A R K tl S Eftir Ed Dodd “...AND WHCN I GOT TO TH£ j HOSPITAL eOOM HE TOLD ME HE HAD TAKEN AN OVEZDOSE Of> STRVCHNINE. HB DtED BEFORB T COULD APMINI5TCR MeANWMILE, rPANKLIN MSERS', HIS HANDS TCcMBLING VICLENTLý TAKE5 A FCLDED PAPER FROM. THF POUCH... 1) — Orðsendingin í leður- hylkinu hlýtur að hafa verið mjög þýðingarmikil. 2) — Þáð er eins og hér hafi ------------ verið um líf og dauða að tefla. 3) Franklín opnar leður- hylkið með titrandi höndum. Út úr því tekur hann saman- brotið bréf. 4) Hann les upp úr bréfinu: .... og þegar ég kom í sjúk.ra herbergið, þá sagðist hann hafa tekið inn stóran skammt af eitri. Hann dó áður en mér gafst tími til að gefa honum inn móteitur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.