Morgunblaðið - 05.06.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.06.1953, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. júní 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 ,.TÍM1NN“ er alltaf að spvrja-urn hvar séu niðurkomnar einhverj- ár 120 milljónir króna, sem „Tím anum“ þóknast að reikna út með sínum aðferðum að sé hagnaður kaupmanna af verzlun á öllu landinu á sem næst einum ára- tug. Mbí. er búið að fullsvara því hvert slíkur hagnaður einkaverzlananna hefur runn- ið. Einkaverzlanir landsins hafa greitt 120 milijónir króna og meira til í skatta og skyld- ur til opinberra aðila á síð- asta áratug svo það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um þaff hvaff orffið hafi af sam- svarandi fjárhæff og þeirri, sem „Tíminn" tiltekur. EINKAREKSTURINN BER FULLAR BYRÐAR „Tíminn“ gerir sig ekki ánægð- an með þetta svar af því sann- ieikurinn er blaðinu þarna ekki hagstæður fremur en svo oftsinn- is, bæði fyrr og síðar. Tíminn seg- ir, að samvinnuverzlanir hafi á sama áratug greitt 38 milljónir króna í arð til félaga en séu samt „langstærstu skattgreiðendurnir í flestum kaupstöðum landsins“. Þarna hagræðir Tíminn sannleik- anum á þann hátt, sem blaðið hefur alltaf tamið sér. Þó svo kunni að að vera að samvinnu- verzlanir séu hæstu, einstakir, skattgreiðendur á sumum stöð- um, vegna þess að slíkur rekst- ur hefur, „með sinu lagi“, náð undir sig miklu af rekstri þess- ara staða, þá er það þó fullvíst og getur enginn á móti mælt að einkaverzlanir í landinu eru miklu hærri skattgreiðendur en samvinnuverzlanirnar, þegar lit- iff er á heildina. Þetta er líka of- ureðlilegt því samvinnurekstur- inn hefur í rösk 30 ár búið við skattfríðindi, sem með núverandi skattfyrirkomulagi nema mörg- um milljónum árlega. Munurinn á aðstöðu einkarekst ursins og samvinnurekstursins er sá að einkareksturinn verður að greiða alla skatta og skyldur að fullu en samvínnureksturinn að- eins að hluta. Þær 38 milljónir, sem „Tím- inn“ segir aff samvinnuverzl- anir hafi endurgreitt til félags manna á einum áratug er án alls vafa aðeins lítill hluti af þeim hagnaði, sem þessi rekst ur hefur haft af skatta og út- svarsfríðindum sínum á sama tíma. HVERJIR BORGA FYRIR SAMVINNUREKSTURINN? En hver er afleiðingin af þvi að stærsta samsteypa landsins, eins og samvinnureksturinn er, nýt- ur slíkra fríðinda? Hvar eru þeir skattar teknir, sem samvinnu- reksturinn kemur sér undan að greiða í skjóli hinna 30 ára gömlu fríðinda? Þessu er auð- svarað því það liggur i augum uppi að aðrir skattgreiðendur, hvort sem það eru einstaklingar eða einkarekstur borgar fyrir samvinnureksturinn. AÐEINS „ENDURGRE1ÐSLA“ Fríðindi samvinnureksturs- ins eru þannig borguff af hverjum einasta skattgreið- anda landsins. Þegar því aff samvinnuverzlanir úthluta arffi eru þær aff endurgreiffa svolitinn hluta til baka af því, sem almenningur greiffir fyr- ir þær. Nýfengin reynsla af „endur- greiðslum" samvinnurekstursins í sambandi við olíumálin sýnir að þessi rekstur „endurgreiðir" ekki fyrr en hann þarf og eins lítið og hann þarf. Skyldi það ekki vera eins með hinar endurgreiðsl urnar? TÍMINN NEITAR STAÐREYNDUM „Timinn'* hefui- það fyrir vana að harðneita því að samvinnu- reksturinn hafi notið eða nióti nokkurra friðinda. Þetta er gert til huggunar auðtrúa Tímasálum. Raunar gæti „Tíminn" alveg eins neitað því að samvinnulögin eða lög um skatta og útsvör væru til í landinu. Hinsvegar tala skatt- skrárnar sínu máli. Ef litið er til dæmis á útsvar S.Í.S. i Reykjavík á s.l. ári, sem „Tíminn" hefur raunar gumað af hvað væri hátt, þá þarf ekki nema nokkur útsvör kaupmannaverzlana til að fylla þá upphæð, sem þetta stærsta fyr irtæki landsins þarf að borga. Þetta er aðeins eitt einsjakt dæmi en svona er þetta allstaðar og á öllum sviðum opinberra gjalda ef einkarekstur og samvinnurekstur er, að þessu leyti, borinn saman. in nýskipaðti Iræðslunefnð ákveði námsskrá skólnnnft Arkitektiiui teikni aðeiiis skólahúsin Á FUNDI fræðsluráðs, er hald- inn var fyrir skömmu, var rætt um skólabyggingarmál bæjarins og gerði fræðsluráðið í því sam- bandi svohljóðandi ályktun: „Fræðsluráð hefur um skeið haft til meðferðar tillögur skóla- bygginganefndaij. Að vandlega i athuguðu máli þykir einsætt, að ! eigi megi hraða skólabygging- ' um minna en þar er gert ráð I fyrir. Með tilliti til hinna geysi- ! legu verkefna, sem fyrir hendi eru í þessum efnum, telur fræðsluráð nauðsynlegt, að sá arkitekt, sem teiknar þessi skóla- hús, hafi tækifæri til að helga sig þeim málum eingöngu, og hafi ekki önnur verkefni með hönd- um samtímis". Yfirlýsing frá Saut- vínnufélagi ótgerð- armanna í kaupsfað V E G N A blaðaummæla um ! skemmdir í freðfiski, þar sem lát- ið er lítá svo út sem eingöngu hafi komið skemmdur og gallað- ur fiskur frá oss, viljum vér taka fram eftirfarandi: 1. Samvinnufélag útgerðar- manna átti ásamt mörgum fleir- um í fiski þeim, sem fór til Aust- urríkis í októbermánuði s.l. Kvart anir um galla og skemmdir í þeim fiski voru rannsakaðir eftir 5 mánuði frá því fiskurinn var af- skipaður hér og var kvartað yiír fiski frá fleirum úr þessu ,,partíi“. 2. S.Ú.N. átti ekki einn einasta kassa í fiski þeim sem fór til Tékkóslóvakíu í janúarmánuði sl.. Kvartanir um þann fisk bár- ust ekki síður en á Austurríkis- fiskinn. Var þessi fiskur mest frá Suðurlandi. 3. S.Ú.N. átti ekki einn einasta kassa í fiski þeim sem fór til Eng lands í marzmánuði s.l. og reynd- ist ekki betur en Austurríkisfisk- urinn, en kvartanir bárust um strax og hann kom til Englands. Þessi fiskur var úr mörgum hús- um á Suður- og Vesturlandi. Vér mótmælum þeim staðhæf- ingum sumra Reykjavíkurblað- anna að skemmdur fiskur hafi | eingöngu verið frá Norðfirði, en eins og framanritað sýnir, átti Samvinnufélagið ekkert í þeim (fiski til F.nglands og Tékkó- slóvakíu, sem kvartanir bárust , um. Þá skal það tekið fram að frystihús vort hefir ágætar frysti vélar, frystitæki og geymsluklefa sem geymir ágætlega. Neskaupstað 10. maí 1953. Stjórn Samvinnutélags út- gerffarmanna, Neskaupstaff 1 • ’ i i 1 ' i 11;> v ’ , MENNTAMÁLARAÐHERRA Björn Ólafsson, hefur sem kunn- ugt er skipað 7 manna nefnd til þess að endurskoða mikilvægan þátt núgildandi fræðslulaga, en þau lög eru frá árinu 1946. Með lögum þessum voru gerð- ar mjög viðtækar breytingar á fræðslukerfi landsins, og þess vænst, að þær tilraunir er þar var efnt til, gætu komið þjóð- inni að verulegu og varanlegu gagni, svo hin uppvaxandi kyn- slóð í landinu gæti í skjóli þess- arra laga orðið hæfari og þetur undirbúin til þess að erfa landið og leiða þjóðina til vaxandi hag- sældar. En því er ekki að leyna að hið nýja fyrirkomulag hefur sætt- talsverðri gagnrýni. Má óhætt fullyrða að óánægju raddirnar fari vaxandi um árangur hins nýja fyrirkomulags. Frumkvaeffi menntamálaráðherra, Björns Ól- afssonar, um að skipa nefnd fróð ustu og hæfustu manna, til aff athuga námstilhögunina og gera tillögur um námsefni og náms- tíma í barna-, gagnfræða- og menntaskólum, hefur verið vel tekið. SKÓLARNIR ÞURFA FASTAR NÁMSSKRÁR Morgunblaðið átti stutt sam- tal við menntamálaráðherrann í gær, um nefndarskipun þessa og verkefni það, sem nefndinni er falið á hendur. Komst ráðherr- ann að orði á þessa leið: — Mér er það ánægjuefni, hve margir hafa látið í ljós ánægju sína yfir því, að nú skuli vera efnt til athugunar á námsefni og námstíma i skólum, enda er það eðlilegt, að almenningi sé ekki sama um, hvernig því mikla fé og þeirri miklu fyrirWöfn sé varið, sem ier í skólahaldið. Menn viija geta trevst því að skólaganga unglinganna komi að sem fyllstu gagni og skolarnir reynist á allan hátt vera starfi sínu vaxnir. — Verður hér um að ræða endurskoðun fræðslulaganna að verulegu leyti? — Þannig hef ég ekki hugsað mér störf nefndarinnar, að hún eigi að undirbúa gagngerðar breytingar á lögunum. En hún á m. a. að athuga, hvort hægt er að stytta skólatímann án þess að draga úr nauðsynlegri og æskilegri fræðsiu. Hún á að und- irbúa það, að skólarnir fái fastar sundurliðaðar námsskrár, svo ákveðið verði til fullnustu fvrir hvert fræðslustig og aldursflokk, hvað á að nema i hverju fagi. — Allt hefur þetta síðan fræðslu- lögin voru sett verið laust í reip- ura. Enda eru þær námsskrár, sem skólarnir hafa fengið, aðeins „drög að námsskrám". Ætlast var til, að fastar ákvarðanir yrðu teknar um þetta efni að fenginni nokkurri reynslu. Nú tel ég að reynslutíminn sé oiðinn það langur, frá árinu 1946, að hsegt sé að láta til skarar skríða og ákveða fastar náms- skrár. — En því er ekki að leyna, að þær kennslubækur sumar hverjar er hafa verið not- aðar i skólunum, sæta misjöfn- um dómum, bæði nemendanna og foreldranna. En þetta verður að sjálfsögðú nefndin að kynna sér sérstaklega. HINN LANGI SKÓLATÍMI Nefndin verður að taka til nákvæmrar athugunar hvernig námsbækurnar, sem notaðar eru nú samsvara þeim kröfum, sem gera verður til hverrar náms- greinar á viðkomandi fræðslu- stigi. Og svo kemur heilsuíræðin til greina. Ýmsir læknar hafa látiff þá skoffun í Ijós, aff skólasetan í barnaskólunum sé of löng og Er kennsltitímiiiii ekki óþarflega Eangur og erfiður ungtingunum? Samfal við Björn Ófafsson, mennfamáíaráðherra Björn Ólafsson. ströng fyrir heilsu og þroska barnanna. Ég tel t.d. að nauð- synlegt sé að athuga hvort ekki sé hægt að stytta hinn árlega starfstíma skólanna, án þess að dregið sé úr nauðsynlegri og æskilegri fræðslu unglinganna. NÁMSÁHUGINN ÞÝDINGARMIKILL Menn verða að vera minnugir þess, hvað ísienzku þjóðinni tókst vel, meðan minna var af skólum og skólagöngu, en nú er, að miðla unglingunum tiltölu- lega mikillar fræðslu á miklu styttri tíma, en skólarnir hafa nú til kennslunnar. Enda er þaff vitaff og viður- kennt að meff núverandi langri skólagöngu er hætt við aff náms- áhuginn dofni, en sá dofi getur orðiff til varanlegs hnekkis fyrir dugnað og áhuga kynslóðarinnar sem skólana sækir. — Hafa nefndinni verið sett nokkur tímatakmörk til starfs- — Hér er um að ræða mikiíí verk og vandasamt. Að vísu éf það orðið mjög aðkallandú Barna- og gagnfræðaskóláv verða sem fyrst að fá fasta námáS0)' skrá samkvæmt hinum nýjúr fræðslulögum. Menn verða af)- gera sér það ljóst, hvort sú tiflð högun, sem nú er höfð á náminVé!’ sé ekki of erfið að ýmsu leyt'E' fyrir aldur og þroska barnanná! Talsvert hefur verið rætt uÚV hinn árlega kennslutíma skóÚ'1' anna og eru um það skiptar skótí' anir. Þó skólarnir kosti nú 96* milljónir króna á ári, fer skólátt‘ kostnaðurinn sífellt vaxandi. E!é*' því hin fyllsta ástæða til að at1’ huga hvort hægt sé að miðlít1 nemendunum hinni sömu eðtV jafnvel betri og hagnýtari þekk • ingu, enda þótt skólatíminn sé að einhverju leyti styttur. S<; 3Í<- TVÆR KONUR TIL VIÐBÓTAB, f NEFNDINA Störf nefndarinnar geta haft grundvallar þýðingu fyrir alla fræðslustarfsemi í landinu á næstu árum, sagði ráðherra. Og hefui' nefndinni því ekki ver- ið sett neitt ákveðið tímatak- mark, þótt þess sé vænst, vegna þess hvað verkefnið er aðkall- andi, að hún Ijúki störfum sen» fyrst. Ég ber fullt traust til allra þeirra manna, sem í nefndina hafa verið skipaðir, að vinna verk sitt með hliðsjón af al- menningsheill eingöngu. Og ekki . mun það gera árangurinn lak-f ‘ ari, að ákveðið hefur verið að- bæta tveim konum í nefndina, þeim Láru Sigurbjörnsdóttur i Ási og Val’oorgu Sigurðardóttur, er með miklum dugnaði og ár- vekni hefur stjórnað skóla Reykjavikurbæjar fyrir barn- fóstrur. Fyrsta kastmót staiMfaveiiiimmna STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja- víkur hefur undanfarin ár gefið félagsmönnum kost á nokkurri tilsögn í að kasta með veiðistöng. Áhugamenn innan félagsins hafa einnig um skeið haft hug á, að efnt verði til keppni í þessum greinum, eins og altítt er erlend- is og varð það úr að stofnað var. til fyrsta mótsins, laugardaginn 29. maí kl. 2 e. m. Keppendur voru 16 talsins og fór keppni fram við Elliðaárnar. Kastað var af smábryggju, sem gerð hafði verið við Ártaæjarlón- ið, en merki lágu þannig, að ekki var hægt að kasta nema í tvær áttir. Var vindur hvass og vind- staðan þannig, að annaðhvort varð að kasta með eða á móti vindi, og var hvorugur kostur- inn góður, ef fá átti rétta mynd af getu keppenda. •— Sá kostur var valinn að kasta á móti vindi, og varð árangur, hvað lengd kastanna snerti ekki lakari en við mátti búast. Lengsta kast er náðist með tví- hendis flugustöng var 25 metrar og lengsta kast með einhendis. flugustöng um 17 metrar. Með einhendis spónstöng varð bezta kast 3112 metri og tvíhendis- spónstöng (30 gr þyngd) 52% metri. i,- Á æfingum mun hafa náðst. ólíkt betri árangur og þeir beztu kastað þar frá 30—40 metra með tvíhendis flugustöngum og 60 til 80 metra með spónstöngum. Hæfnisköst áttu einnig að farja fram, en þau féllu niður vegnat veðurfarsins. Til gamans má geta þess, ao^ „amatörmet" i þessari íþrótl munu vera 45—50 metrar fyrir' tvíhendisstengur, en 30—40 metr- ar fyrir einhendisstengur. Metin fyrir spónstengur með' 30 gr faeituþyngd, í kringum 12ft metrar og 45 gr þyngd um 150 metrar. Á erlendum kastmótum eru stengur og þyngd beitu flokkaS mjög nákvæmlega, svo þessar tölur gefa aðeins litla hugmynd um fjölbreytni íþröttarinnar. ÍBUÐ 4i:.a herbei’gja, óskast hið fyrsta. Tvennt i heimili. — Fj’rirframgreiðsla ef óskað er. — Tilboð merkt: „Hús- næði —.560“, sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. i ’ M 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.