Morgunblaðið - 05.06.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.06.1953, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. júni 1953 MORGUNBLAÐIÐ Fisksalan í Grimsby virðisf Nemendur braul vera í hinum mesta ólesfri Þýzkur skipstjóri segir frá söluferð AKUREYRI, 28. maí: Á annan í hvítasunnu kom hingað til Ak- lireyrar, vegna bilunar, þýzki togarinn Otto Bertram frá Cux- haven. Þessi þýzkí togari var fyrir nokkru í Grímsby og sagði skipstjórinn mér, að sér virtist fisksölur þar vera í hinum mesta ólestri og var hann mjög óánægð- ur með söluferð sína þangað. 5000 STP. LAGMARKSVERÐ Togarinn var í Grimsby þ. 25. apríl. Hafði hann verið á veið- um hér við land og var með afla á útleið, er skípstjóranum bárust fyrirmæli um að selja í Grimsby. Þar var okkur tryggt lágmarksverð fyrir fiskinn, sagði skipstjórinn 5000 pund, en ég hafði þá gefið upp magn og fisk- íegundir. RÚM 2000 KIT f FISKIMJÖL Þegar komið var á sölumark- aðinn, var landað úr þýzka tog- aranum 3360 kittum af fiski. Af því seldust til neyzlu 1060 kit fyrir 2218 pund, en afgangurinn fór allur í fiskimjöi, 2200 kit fyrir 705 sterlingspund. Sýndi skip- stjórinn mér reikninginn yfir söluna, og að fiskurinn hefði verið í prýðis ásigkomulagi og allt góðfiskur. Skipstjórinn sagði, að heima í Þýzkalandi myndi hann hafa fengið um 40% hærra verð fyrir þennan afla. Lét hann mjög illa yfir þessari söluferð og viðskipt- um sínum við hina brezku fisk- kaupmenn. —Vignir. Fréttir frá í. s. í. ÍÞRÓTTARÁÐSTEFNA Rikis- íþróttasambanda Norðurlanda, verður haldin í Reykjavík 23. og 24. júlí n.k. Þar mæta fulltrúar frá öllum Norðuriöndunum. — Um 35 ára skeið hafa slíkar ráðstefnur ver- ið haldnar og þá til skiptis í höf- uðborgum Norðurlanda. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefna Ríkis- íþróttasambanda Norðurlanda er haldin hér á landi. ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ verður hald- ið á Akranesi 4. og 5. júlí n.k. GULLMERKI ÍSÍ hafa þessi ver- ið sæmd: Frú Katrín Viðar, Reykjavík, Hermann Stefánsson, íþróttakennari, Akureyri. Guð- mundur Hofdal, íþróttaþj., Rvík. NORRÆNT skautamót í list- i hlaupi verður haldið á Grænlandi | í febr. 1954. í sambandi við þetta j mót er gert ráð fyrir að þátttak- | endur frá Norðurlöndunum komi við hér í Reykjavík og hér verði j sýnt listhlaup. Straumur flóttafólks BERLÍNARBORG — í flótta- mannabúðunum í Vestur-Berlín eru í svip 30 þús. flóttamenn. S. 1. mánuð flýðu um 40 þúsund manns til borgarinnar undan stjórn kommúnista. Jóhonn Sigurðsson ÚHsstoðum sjötufur í DAG er heiðursbóndinn Jóhann Sigurðsson, Úlfsstöðum, Skaga- firði, sjötugur. Jóbann er fæddur á Bjarnastöðum í Blönduhlíð, son ur hjónanna Sigurlaugar Sveins- dóttur frá Minni-Ökrum og Sig- urðar Jónssonar bónda á Bjarna- .stöðum og Yztu-Grund. Árið 1908, 28/4., giftist Jóhann Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur frá Miðgrund og hófu þau búskap sama ár að Borgargerði í Norður árdal, en fluttust að Úlfsstöðum 1917 og bjuggu þar til ársins 1943, en þá tók við jörðinni sonur þeirra hjóna Sigurður, og jörð- in gerð að ættaróðali. Þegar þau hjón fluttu að Úlfsstöðum mun sú jörð hafa verið talin með lé- legri býlum í Blönduhlíð, en nú þarf ekki glöggan mann til að sjá áð þar hefir hugur og hönd verið að verki, þrotlaust starf til að. fegra og bæta, rækta og græða, enda mun óhætt að fullyrða að Úlfsstaðir er nú ein af byggileg- ustu jörðum Blönduhlíðar og ber húsbændunum glöggt vitni. Jó- hann er maður greindur og i gjörfulegur enda verið falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit sína. j Hreppsnefndarmaður í 11 ár, for maður búnaðarfél. Akrahrepps í j 15 ár, í stjórn rekstrarlánafél. j \krahrepps. í stjórn Verzlunar- j fél. Skagfirðina, í skólanefnd, '■ ’áttanefnd. í Hólanefnd, (er starf iði að uppsetningu Jóns Ara- ■onar turnsins), svo að eitthvað é nefnt. Árið 1935 hlaut hann æiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 10. Jóhann er naður höfðingí í lund enda er Ýlfsstaðaheimilíð römað fyrir ■'estrisni og myndarskap. Jóhann t orðlagður dugnaðar- og ráð- . ieildarmaður, enda notið stuðn- ngs sinnar framúrskarandi vel erðu og glæsilegu konu. Sá er ’etta ritar hefir átt því láni að agna að þekkja Jöhann um langt vrabil og veit að fátt er honum óljúfara en að borið sé á hann hól, enda tilgangur minn að eins sá að þakka þér Jóhann alla tryggðina og vináttuna gegnum árin, um leið og ég flyt þér inni- legustu hamingjuóskir á þessum merku tímamótum ævi þinnar. Ég veit að gestkvæmt verður á Úlfsstöðum i dag og margir fjar- staddir vinir og kunningjar munu senda þér í huganum árnaðar- óskir um leið og minnst er lið- j inna gieðistunda. Ég óska þér og fjölskyldu gæfu j og gengis á ókomnum árum með kærri þökk fyrir það liðna. Vinur. skréðir úr Kennara- skólanum KENNARASKÓLANUM var slit ið 29. maí eins og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu. Þessir brautskráðust: ÚR 4. BEKK: Arnaldur Árnason, Akureyri, Árni Gunnarsson, Reykjavík, Bjarni Rögnvaldsson, Reykjavík, Emil Emilsson, Seyðisfirði Eyjóifur Jónsson, Keflavík Guðjón Jónsson, Hólmum í Reyð- arfirði Guðlaugur Torfason, Hvammi í Hvítársíðu Hákon Magnússon, Reykjarfirði. Heimir Gíslason, Selnesi í Breið- daisvík Helgi Seljan, Seljateigi, Reyðar- firði Indriði Úlfsson, Héðinshöfða á Tjörnesi Ingi Bergmann, Reykjavík Kjartan Bjarnason, Reykjavík Kristinn Einarsson, Reykjavík Magnús Þorsteinsson, Akranesi Ólafur Einarsson, Reyðarfirði Ólafur Jónsson, Árósum í Fljót- um Páll Guðmundsson, Borgarnesi Ragnheiður Guðmundsdóttir, Glæsibæ í Eyjafirði Sigfús Johnsen Vestmannaeyjum Sigrún Gunnlaugsdóttir, Sunnu- hvoli í Bárðardal Sigurður Flosason, Hrafnsstöðum í Ljósavatnshr. Sæmundur Guðmundsson, Stykk ishólmi Úlfljótur Jónsson, Ólafsvík. ÚR STÚDENTSDEILD BRAUTSKRÁÐUST: Aðalsteinn Kjartansson, Reykja- vík Ása Hauksdóttir, Akureyri Elís Guðnason, Berserkseyri, Snæf. Erla Adamsdóttir, Akureyri Eria Emilsdóttir, Reykjavík Herdís Egilsdóttir, Húsavík Hildur Þórisdóttir, Húsavík Jón Friðriksson, Hofsósi Kristmundur Breiðfjörð, Rvík Margrét Sigþórsdóttir, Rvík Sigríður Jónsdóttir, Akureyri Þorsteinn Jónsson, Vatnsholti, Staðarsveit Þórarinn Guðmundsson, Akur- eyri Þórir Einarsson, Höfðakaupstað. ÚR HANDAVINNUDEILD SKÓLANS Stúlkur: Aldís Bjarnadóttir, Selfossi Anna Hallgrímsdóttir, Grafargili V-ísaf. Anna Jónsdóttir, Sólgarði í Vopnafirði Erla Ásgeirsdóttir, Reykjavík Gerður Sigurðardóttir, Árgerði í Ólafsfirði Hallfríður Pétursdóttir, Sigluf. Ingíbjörg Sigurðardóttir, Hafnar firði Ingileif Zoega, Reykjavík Ingunn Arnórsdóttir, Reykjavík Ólöf Þórarinsdóttir, Hlíð í Mos- fellssveit Ragnheiður Gunnarsdóttir, Tungu í Fáskrúðsfirði Rósa Árnadóttir, Jódísarstöðum í Eyjafirði Sigriður Guðjónsdóttir, Eyrar- bakka Sólveig Jónsdóttir, Akureyri Vilborg Björgvinsdóttir, Rvík Vilborg Vilmundardóttir, Króki í Gai'ðahreppi. Piltar: Erlingur Jónsson, Hafnarfirði Halldór Sigurðsson, Eiðum Hróar Bjarnason, Brún í Reykja dal Ingimundur Magnússon, Bæ í Króksfirði J.ónas Tómasson, Sólheimatungu Sigúrjón Hilaríusson, ísafirði Tryggvi Eyjólfsson, Lambavatni á Rauðasandi. SÖNGKENNARAPRÓFI LUKU: Ástríður Björnsdóttir og Jón Þórarinsson. lií. Lindgren í hlutverki Violettu í „Ln Truviuta UNGFRÚ Dóra Lindgren syngur nú hlutverk Violettu í „La Tra- viata“ í stað Hjördísar Sehym- berg, sem skrapp til Stokkhólms í nokkra daga. Vekur söngur ungfrú Dóru Lindgreen miklá athygli. — Röddin er ekki ýkja mikil, en skær og mjög fögur og glitrandi á háu tónúnum og beit- ir ungfrúin henni af mikilli list og smekkvísi. Er píanó-söngur hennar sérstáklega töfrandi, mildur og þýður. Leysti ungfrúin hlutverk Violettu glæsilega af hendi, þó bezt nyti hún sín í síð- asta þættinum. Mun ungfrúin syngja enn í nokkur skipti, eða þar til Hjördís Schymberg kem- ur aftur. Er fróðlegt að bera sam- an hvernig tveir ágætir söngvar- ar móta sama hlutverk, að ýmsu leyti á ólíkan hátt, en þó báðir framúrskarandi vei. P. í. ★ SVO virðist sem vorkvöldin ís- lenzku og hinar gömlu og góðu óperur fari sérstaklega vel sam- an. Þegar komið er fram í júní- mánuð og farið er að draga úr aðsókn að venjulegum leiksýn- ingum, bregzt það ekki, að óperu sýningar fylla Þjóðleikhúsið á ný Dora Lindgren og Einar Kristjánsson kvöld eftir kvöld jafnvel þó að veðrið sé eins fagurt og verið getur. Þannig hefur reynslan ver- ið um óperurnar tvær, Brúðkaup Figaros og Rigolettó og óperett- una Leðurblökuna, sem sýndar hafa verið í Þjóðleikhúsinu og svo mun einnig verða um La Traviata nú. Atvikin hafa hagað því til svo skemmtilega, að Reykvíkingum gefst nú kostur á að sjá tvær af fremstu óperusöngkonum Svía fara með aðalhlutverkið, Violettu í La Traviata. Hef ég áður getið að nokkru frábæi’s leiks Hjör- dísar Schymberg í hlutverki þessu á frumsýningunni. — Hún hefur nú orðið frá að hverfa í bili, vegna Stokkhólmshátiðar- innar, en í hennar stað er hingað komin Dora Lindgren, hin mikil- hæfasta söng- og leikkona. Hér verður vitanlega ekki farið í neinn mannjöfnuð milli þessara ágætu listakvenna, en þó er fróð- legt og skemmtilegt að bera sam- an túlkun þeirra á hlutverkinu, sem er næsta ólík að mörgu leyti. Dóra Lindgren leysir af hendi hlutverk sitt, að því er leik snert- ir, af frábærri snilld. Hún er létt og mjúk í hreyfingum og vöxtur hennar fellur einkar vel við hlut- verkið. Mesta hrifningu manna vekur þó hinn næmi skilningur hennar á hlutverkinu, hin sterka innlifun, sem kemur svo átakan- lega í ljós bæði í söng hennar og leik. — Leyndi sér ekki að söngkonan hafði þegar eftir fyrsta atriði ieiksins unnið huga og hjarta allra leikhúsgesta, ei' fögnuðu henni ákaft eftir hverja aríu, sem hún söng og hvern þátt. — Að leikslokun var hún, kölluð . fram hvað eftir annað og hyllt með langvarandi lóftaki og fögr- um blómum. Misfellur þær sem á sýning • unni voru í fyrstu, eru nú horfn - ar að mestu og heildarsvipur hennar er nú aiiur írjajs'legri óg öruggari. Sigurður Grímssor'. Húsmæðraskóli Suðurlands að Laugarvatni tíu éra 10 ÁR eru nú liðin síðan hús- mæðraskóli tók til starfa á Laug ■ arvatni. Skólinn er til húsa i, stóru og viðkunnanlegu húsi t gróðrarstöðinni á Laugarvatni Hafa húsakynni skólans ■ verið aukin og endurbætt á undanförn • um árum, svo að þau svara fylli- lega þeim kröfum, sem nú ef.tr- gerðar til skólahúsnæðis. Nemendur voru færri í vetu.r en venjulega eða aðeins 14. E.n auk þess nutu 45 stúlkur úr hér- aðskólanum að Laugarvatni til- ■ sagnar í matargerð, þvotti og ræstingu og hannyrðuni. Naut hver bekkjardeild 3ja stunda 'kennslu vikulega. Hæstu einkunn við vorpróí hlaut Guðrún Jósafatsdóttir frá Sauðárkróki, fyrstu einkunn 9.27. Sýning á handavinnu nem- enda stóð yfir í 2 daga, 27. og 28. maí. Fjöldi manns sótti sýn- inguna víðsvegar að og lauk lofs • orði á vinnu og afköst nemendp Meðal gesta á miðvikudagmn voru kennarar og nemendur Húsmæðraskóla Reykjavíkur og Húsmæðraskólans á Hverabökk- um. Skólanum var slitið s. L föstu- dag. Forstöðukona skólans, Jen ■ sína Halldórsdóttir, flutti aðal ræðuna. Rakti hún starfsferil skólans í stórum dráttum s. T,- 10 ár og flutti skýrslu um skóla C starfið á nýliðnum vetri. Að lokum þakkaði hún náros-í meyjum ánægjulegt samstarf ;i skólaárinu og árnaði þeim heilla, Auk forstöðukonu tóku til máls Halldóra Eggertsdóttix- námstjóri, Bjarni Bjarnasori skólastjóri og Vilborg Björna dóttir, húsmæðrakennari. Talaðr hún fyrir hönd námsmeyýa- brautskráðra 1943, en þær fjöt-, menntu við skólaslit. og færðiC' skólanum gjafir, Fjölmennt var við skólaupf . sögn og þágu allir gestir veit-’ ingar. Við brottför sunnudaginn 3) maí heimsóttu kennarar og námu-j mejrjar Húsmæðraskólann Hverabökkum. Nú hefur Húsmæðrakennara- j skóli íslands setzt að í skólahús-1 inu, en hann hefur skólann. .ij leigu annað hvort sumar, vegnnl sumarstarfsemi sinnar. v Góðir gestir á Selfossi SELFOSSI, 31. maí — Karlakór Reykjavíkur, söngstjóri Sigurður, Þórðarson, hélt söngskemmtun ,<s Selfossbió í dag við ágæta að- sókn. Einsöngvari var Guðmund-. ur Jónsson, óperusöngvari, við hljóðfærið Fritz Weisshappel. Áheyrendur tóku kór og ein- j söngvara með miklum fögnuði? og hrifningu. Nokkur lög vardj kórinn að endurtaka og syngja i mörg aukalög. Söngstjóranum: barst blómvöndur. Hafi þessir góðu gestir þök fyrir komuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.