Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 16
„Ungfríi Reykjavík-19í>3“ verður valin 16. ágúst n.k. Rausnarleg verðlaun III hinnar útvöldu Fundyr fdiagsmálaráðherra Horðurlanda FEGRUNARFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til fegur'ð- arsamkeppni í sambandi við 166 ára afmæli Reykjavíkur, sem cr 18. ágúst n.k. — Samkeppnin fer fram í samvinnu við Tívolí, og verður í skemmtigarðinum sunnudaginn 16. ágúst. — Sveinn As- geirsson, hagfr., ræddi við blaðamenn í gær f. h. stjórnar Fegrun- arfélagsins. FYRRI FEGURÐAR- DROTTNINGAR Þetta verður í 3ja sinn, sem fegurðarsamkeppni fer fram hér í Reykjavík. — Sú fyrsta var ár- ið 1950, og var frú Kolbrún Jóns dóttir kjörin fegurðardrottnir.g þá, en ungfrú Elín Sæbjörnsdótt,- ir 1951. RAUSNARLEG VERÐLAUN TÍL IIÍNNA ÚTVÖLDU Að þessu sinni verða verðlaun- in til hinna 10 útvöldu stúlkna, sem koma fram í Tívolí 16. ágúst rausnarlegri en nokkru sinni fyrr. Fær hver þeirra kr. 500 0T) í viðurkenningarskyni fyrir að vera ein af 10 fallegustu stúlkum í Reykjavík. — Sú, sem verður svo lánssöm að hljóta titilinn „Ungfrú Reykjavík 1953“ fær i verðlaun ferð til Norðurlanda og heim aftur og hálfs mánaðar dvöl þar. Einnig hlýtur hún al- fatnað frá hvirfli til ilja, og allan ferðaútbúnað. Þá hafa ýmis fy-- irtæki hér í bænum óskað eftir að mega heiðra fegurðardrottn- inguna á einhvern hátt. Frumskilyrðin til þess að geta tekið þátt í samkeppninni eru þau, að fegurðardísin sé ógift, og á aldrinum 18—24 ára. ENGINN ÍSLENZKUR FULLTRÚI í ALHEIMS- FEGURÐARKEPPNUM Ekki hafa íslenzkar stúlkur ennþá tekið þátt í alheimsfegurð- arsamkeppnum, enda þótt boð um þátttöku hafi borizt. En nú er í ráði að reyna að senda ís- lenzkan fulltrúa á alhéimsfegurð arsamkeppni, sem fer fram í júlí næsta ár í Bandaríkjunum. Feg- urðarsamkeppnin 16. ágúst verð- ur því nokkurs konar undanrás fyrir þá keppni, því að sjálfsögðu verða þessar 10, sem koma til greina í ár ofarlega á blaði dóm- nefndarinnar næsta ár. Er það Universal Films Co. sem sér um keppnina um titilinn „Miss Uni- verse“. Það er geysimikil landkynning fyrir hvert það land, sem fær dóttur sína kjörna sem fegurstu stúlku heimsins. SKORAÐ Á ALLA AÐ BENDA Á FALLEGAR STÚLKUR Fegrunarfélag Reykjavíkur vill eindregið skora á alla Reykvík- inga að bregðast ekki, og benda nú á fallegar stúlkur, sem til greina gætu komið að keppa um titilinn „Ungfrú Reykjavík 1953“. Einnig vill félagið biðja falleg- ar reykvískar stúlkur að gefa sig fram við félagið. Tilkynna skal um væntanlega þátttakendur í síma 6610 eftir kl. 5, og í pósthólf 13. Æskilegast er að þátttakendur séu í baðfötum, en vitanlega verður leitað samþykkis og álits þátttakendanna sjálfra um það atriði. FJÁRHAGSLEGT ATRIÐI Fegurðarsamkeppnin er mikið fjárhagslegt atriði fyrir Fegrun- aifélag Reykjavíkur, því fjár-j skortur háir nú mjög starfsemi íélagsins. — Er nú unnið að fjöl- mörgum framkvæmdum, svo sem að setja upp minnisvarða og fl. Félagið mun kappkosta að hafa komið því í framkvæmd fyrir af- inælisdag Reykjavíkur: Stjórn Fegrunarfélags Reykja- víkur skipa nú: Vílhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstj., formaður. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, varaformaður, Ragnar Jónsson, forstj., ritari, Björn Þórðarson, forstj., gjaldkeri og Sveinn Ás- geirsson, hagfr. SaffsiSdin yfir 51 Frá setningu fundar félagsmáiaráðherra Norðurla nda í neðri deildarsal Alþingis í gær. Steingrímur Steinþórsson, forsætis- og félagsmálaráðherra, flytur setningarræðuna. — Ljósm.: R. Vignir. Á MIÐNÆTTI í fyrrinótt höfðu alls verið saltaðar 51.271 tunna síldar á öllu landinu ó þessari vertíð, en á sama tíma í fyrra hafði aðeins verið saltað í 633 tunnur, cn 1951 í 19.283. Langmest hefir veri-5 saltað á Siglufirði, eða rúmlega 28 þús. tunnur. Er það mun meira en í allt fyrrasumar, en þá var saltað í 15.128 tunnur á Siglu- firði á allri vertíðinni. skipað um borð NEW YORK, 16. júlí — í dag byrjuðu tvö hundruð verka- menn að umskipa mjöli, kaffi, þurkkuðum fiski og kakói, sem fara á að landamærum Austur- Þýzkalands og gefast matarlitl- um íbúum austan járntjalds. — NTB-Reuter. ÁRDEGIS á föstudag voru dönsku knattspyrnumennirnir væntanleg- ir til landsins með skipi Samein- aða gufuskipafélagsins. — í kvöld leika þeir sinn fyrsta leik. hér á landi og mæta úrvalsliði Reykja- víkurfélaganna, sem KRR hefur valið. Hefst leikurinn kl. 9 síð- degis. Myndin hér að ofan er af inn- herja liðsins Vagn Birkeland, hættulegum sóknarleikmanni. — Hann var í úrvalsliði Kaupmanna hafnar er lék gegn „öðrum lands- hlutum“ og gat sér þá góðs oi'ð- stís. — RAUFARHCFN, 16. júlí: —- I dag var landað hér í bræðslu: Garðar Rauðuvík 120 hektólítriun, Pálm- ar Seyðisfirði 63, Guðbjörg NK 18, Stígandi, Ólafsfirði 558, Hólmaborg, Eskifirði 27. Helga RE 90, Kunóifur, Grundarfirði 63, Dagur RE 57 og Björg 267. Eftirtalin skip lönduðu til söít- unar: Dagur 300, Flosi 130, Helga 300, Reykjaröst 80, Snæ- fell 204, Mímir 75, ílólmaborg 60 og Björg NK 70. Slðari hluta dagsins var kornin þoka á austurmiSin. Lítið sem ekk ert var aflað í dag, og er þetta fyrsti dagurinn, sem baft hefir verið undan með söltun, enda kom ið margt aðkomufólk. — Einar. 1370 KR. Á 3 DÖGUM Sem dæmi um það, hve mikil vinna hefir verið við síldarsölt- un á Raufarhöfn undanfarið, má geta þess að stúlka úr Reykja- vík hafði eftir þrjá daga 1370 kr. tekjur (söltunarlaun og orlof). líafði hún þá saltað í 73 tunnur. -A- SIGLUFIRÐI, 16. júlí: — Lítil síld hefir borizt til Siglufjarðar í. da;‘. Aðeins þrjú skip hafa komið með 70—100 tunnur hvert. Meiri hluti flotans er nú á vestur-svæðinu. Komu skipin þangað í gær og nótt. Veður var ekki sem hagstæðast á djúpmið- um í dag. Nokkur skip, sem komu að austan, eru hér inni og losa smá- slatta til verksmiðjanna. —Guðjón. ★ Síld var byrjuð að koma upp á austursvæðinu á 11. tím- anum í gærkvöldi. Panno vann Ivkov. forseti Isiands kom hm § gær ÍSAFIRÐI, 16. júlí: — Forseti hingað til ísafjarðar í dag ásamt hann gist á Holti í Önundarfirði Við Tunguá, sem er á mótum Eyrarhrepps og lögsögu ísafjarð arkaupstaðar, tók bæjarfógeti, bæjarstjóri, þingmaður kaupstað arins, bæjarráð og fleiri á móti forsetanum. Lítil stúlka færði forsetafrúnni blómvönd. OPINBER MÓTTÖKUHÁTÍÐ Opinber móttökuhátíð fór síð- an fram hér síðdegis og hófst kl. 4 við Alþýðuhúsið. Ræður fluttu af svölum hússins Jóhann Gunn- ar Ólafsson bæjarfógeti, sem bauð forsetann velkominn og fðrseti bæjarstjórnar, Birgir Finnsson, en síðan talaði forseti I íslands. Á undan og eftir ræðu i hans söng Sunnukórinn undir stjórn .Jónasar Tómassonar. i í ALÞÝÐUHÚSINU Síðan var boð inni 1 Alþýðu- húsinu. Er forsetahjónin gengu inn í húsið, stóðu 40 ungar stúlk- ur heiðursvörð á tröppunum og færðu þeim blóm. í Alþýðuhús- inu fluttu ræður: Arndís Árna- dóttir, sem færði forsetafrúnni gjöf frá ísfirzkum konum. Var það forkunnarfagurt herðasjal, | gert af hagleikskonunni frú Þór- dísi Egilsdóttur. Er það unnið úr íslenzkri ull og litað með íslenzk- um jurtalitum. Þakkaði frúin gjöf ina með stuttri ræðu og árnaðar- íslands, Ásgeir Ásgeirsson, kom frú sinni og öðru föruneyti. Haíði í nótt. ♦>- óskum. Þá talaði Kjartan J. Jó- hannsson, þingmaður ísfirðinga, og að lokum forsetinn. Á milli ræðanna var almenn- ur söngur og Sunnukórinn söng. Að endingu sungu allir þjóð- sönginn. '•* ; ÍSAFJÖRDUR í HÁTÍÐARSKRÚÐA ísafjörður var í hátíðarbúningi í dag. Bærinn var allur skreytt- ur og veður var hið bezta, sól- skin og logn. Verzlunum var lok- að kl. 3 e.h. og öll vinna féll niður. Forsetinn gistir á heimili bæjar fógeta í nótt, en í fyrramálið leggur hann af stað með Maríu Júlíu til Bíldudals. ■— J. fyrir Penrose KAUPMANNAHÖFN, 16. júlí. — í annarri umferð heimsmeistara- kepprii unglinga í skák vann Bretinn Penrose Friðrik Ólafs- son. í þessari umferð sigraði Arg- entíumaðurinn Panno Júgóslaf- ann Ivkov, en Ivkov, sem er nú- verandi heimsmeistari, tapaði einnig fyrir honum í forkeppn- inni. Darga, Vestur-Þýzkalandi, vann Keller, Austurríki og Sher- win, Bandaríkjunum, vann Lar- sen, Danmörku. Staðan er nú þannig, að Panno og Darga cru með 2 vinninga hvor, Ivkov, Larsen, Penrose og Sherwin einn hver og Friðrik Og Keller engan. ísL mé \ 2009 m AKRANESI, 16. júlí: — Á morg- un fer héðan norður til síldveiða vélbáturinn Fram, skipstjóri Ragnar Friðriksson. —• Þetta er níundi báturinn, sem héðan fer og verður hann með hringnót. I gær, miðvikudag, kom trillu- bátaflotinn með góðan afla, er var mestmegnis þorskur og var landað úr bátunum samtals 21 tonni. Var fiskurinn stór og vænn. Hingað kom Lagarfoss í morg un og lestaði hér lítilsháttar af freðfiski til Bandaríkjanna. Einn- ig kom hingað í dag Arnarfell með sement og timbur. — Oddur. í GÆRKVELDI fór fram á I- þróttavellinum frjálsíþróttamót. Setti þá Kristján .Jóhannsson ÍR, ísl. met í 2000 metra hlaupi. — | Hljóp hann vegalengdina á 5:38.8 mín. Gamla metið var 5:42.6 og átti Öskar Jónsson það. | í 100 m. hlaupi sigraði Hörður Haraldsson Á, á 10.9 sek. | iStrandlí átti að keppa á móti ! þessu í sleggjukasti. Hann fór í gærdag í boði Bæjarstjómar til Gullfoss og Geysis. Beið hann lengi eftir gosi, en fékk það að ! lokum — en varð of seinn til keppriinnar. j í dag sýnir hann hinsvegar á- samt nokkrum öðrum. Verður sýn ingin á íþfóttdvellinrim frá ftl. 1 t__19 f ■ ^lo<v SIBS fær ágóða af skemmlun Hjördísar Schymbergs ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI hefur fært SÍBS álitlega upphæð sem inn kom á söngskemmtun þeirri, er óperusöngkonan Hjördis Schymberg, hélt í Þjóðleikhús- inu 2. júlí s.l. til ágóða fyrir Reykjalund. Færir SIBS söngkonunni alúð- arþakkir fyrir þessa hugulsemi. Ennfremur færum við Þjóðleik- hússtjóra og starfsfólki Þjóðleik- hússins innilegt þakklæti fyrir þann ágæta skerf, er það lagði fram, en þjóðleikhússtjóri lánaði húsið endúrgjaldslaúst og starfs- fólkið gaf vinnu sína. & 158. tbl. — Föstudagur 17. júlí 1953 Sjá grein jánssonar Ornetni sr. Benjamíns Krist- á blaðsiðu 7. Veðurútii! í dag: V og SV gola. Víða úrkomulaust, en skýjað. ____

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.