Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. ágúst 1953 MORGUNBLAÐIÐ * Fimmfugur í dag: Sr. Signrður Hnukdnl BEKKJARBRÓÐIR minn og vin- ur, séra Sigurður Haukdal á Bergþórshvoli, fyllir fimmta ára- tuginn í dag. Ljúft er mér og skylt að minnast þessa vinar míns á merkum tímamótum í æfi hans, en erfitt er um vik, þar sem stutt stund er til umráða. Séra Sigurður Haukdal er Reykvíkingur, fæddur 7. ágúst 1903. Föðurætt hans er úr Ár- nesþingi, en faðir hans var Sig- urður ráðuhautur Sigurðsson, merkur maður og landskunnur um sína daga. Móðir séra Sig- urðar var ættuð úr Haukadal í Dýrafirði. Á séra Sigurður þann- jg til góðra og traustra bænda- ætta að telja á báða vegu. Séra Sigurður lauk embættis- prófi 1928 og vígðist sama ár, 11 nóvember, prestur til Flateyj- ar á Breiðafirði og var þar prest- ur til ársins 1945, er honum voru veitt Landeyjaþing. Hann gegndi aukaþjónustu lengri eða skemmri tíma í þrem prestaköllum frá Flatey, og prófastur í Barða- strandarprófastsdæmi var hann frá 1931 til 1945. Meðan séra Sigurður var í Flatey vann hann fjölda trúnað- arstarfa fyrir byggðarlag sitt. — Hann var hreppsnefndaroddviti, sýslunefndarmaður um skeið og formaður Flateyjar-framfara- stiftunar í 16 ár. Lét hann sér mjög annt um þá gömlu og stór- merku stofnun þar í Flatey. Séra Sigurður hefur setið Bergþórshvol með rausn og prýði og rekur þar gott bú. Einnig þar austur hafa honum verið falin ýmis trúnaðarstörf, en hvert það starf, er hann tekur að sér, rækir hann af dugnaði og kostgæfni. Lætur hann sig miklu skipta framþróun iandbúnaðarins og stendur í forustusveit bænda í sinni sveit. Söfnuðir séra Sigurðar Hauk- dal hafa vel kunnað að meta at- orku og góða forsjá hans í menn- ingar- og atvinnumálum. En þeir hafa ekki síður fundið hvílíkur drengskaparmaður séra Sigurður er í hvívetna. Það er því sízt að furða, þó að hann hafi jafnanj notið óskoraðs trausts þeirra og virðingar. Ég ætla, að séra Sigurði Hauk- 1 dal hafi alltaf vaxið heill með ár- um, og mun okkur skólabræðr- um hans finnast það eðlilegt. Hann hefur verið maður gróand- ans, enda unað sér bezt við þjóð- nýt störf, ræktun lands og lýðs. Og margir hafa átt hauk í horni, þar sem séra Sigurður Haukdal er, ekki aðeins söfnuðir hans, heldur vinir hans allir. Liðnir eru nú gamlir, góðir dagar námsáranna, en minning- arnar fyrnast ekki, og bjart er yfir fornum kynnum. Þeir verða margir, sem senda hlýjar kveðjur heim að Berg- þórshvoli í dag. Meðal þeirra verðum við skólasystkinin. Við i minnumst þín með þakkarhug og sendum þér og fjölskyldu þinni hamingjuóskir. i Heiil þér vinur gróandans. Vaxi þér ávait heiil með árum. Kristinn Stefánsson. Hilinar Andreasen SKIPT hefur verið um yfirfor- ingja Hjálpræðishersins íyrir ís- land og Færeyjadeild. Hinn ný- skipaði deildarstjóri er majór Hilmar Andreasen, sem hefur starfað hér áður og er vel kunn- ur á íslandi. Hann er færeyskur að ætt, kona hans Hedvig, er einnig færeysk og starfar einnig í Hjálpræðishernum. Brigadier Bárnes, sem nú lætur af starfi hér eftir tveggja ára dvöl, heldur til Noregs. Hjálpræðisherinn hefur fagnaðarsamkomu í kvöld í samkomusal Hjálræðishersins til þess að bjóða Andreasen vel- kominn. Morgunblaðið er stærsla og fjölbreyttasta blað landsins. h o með húfu og tösku nýkomnar. Vcrð frá kr. 75.50. nifkaiurinti Templarasundi 3. Einhleyp kona, með 11 ára dreng, óskar eftir einu eða tvei mur herbergjum og eldhúsi Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Góð umgengni og reglu- semi. Upplýsingar í síma 3841. (Geir Thorsteinsson). óskast til að gæta barns. Bryndts Þorsteinsdóttir Laugarásvegi 53 eða í síma 3680. — HannBaus h|ón óska eftir 1-—2 herbergja íbúð strax. Tilboð sendist afgr. MbL, merkt: „Regiu- fólk — 386“, fyrir 15. þ.m. AUGLYS8MGAR sem birtast eiga i Sunnudagsblaðinu þurfa að hafa borizt fyrir ki. 6 á íösiudag orcfUHDíaöi Glæsileg íbúð til söíu - Fyrsta hæð, með sérinngangi í nýlegu steinhúsi í Aust-, urbænum. Hæðin er 200 ferm. Tvær stórar ptofur, skáli, tvö svefnherbergi, eldhús með borðkrók, baðherbergi, herbergi með handlaug og salerni og nýtízku þvottahús, ásamt einu herbergi og geymslu í kjallara, og stórum inn- .. byggðum bílskúr. — Ræktuð og girt lóð. d Eign þessi er sérstakiega vönduð. e4 í = d 2 rf l Nýja fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546 Z m .............r. inad ð'íö ....................‘"rf aslí m-l 1 S il9« ■rW* 9v5 nö3 S S lllfi Fiskbollur og Fiskbúðingur, reynast ávallt beztu matarkaupin. Heildsölubirgðir é^-aaert tjánóóon (JJ> (Jo. L.f. :nöí B ■túSI 91S (114 Bni o H E tö! 2 ' n ni* ,JöC .jR» ■>» « j BAKARÍ Gísla Oiafssonar, ■ ■ ■ Bergstaðasíræti 48, — er opnað aftur. g s uðR auS ðí ÖJS B : ••SA* sm a -: iul - Reynslan hefur sýnt, að V O L V O dievel vörubifreiðdr lækka eldsneytiskostnað- inn um allt að 4/5 miðað við benzínbifreið.,-. Þar af leiðandi eru þeir sífellt fleiri og fleiri, sem velja V O L V O diesel vörubifreiðir. m.t J ÍBJ > >»•1 > , Kynnið yður kosti VOLVO vörubifreiðanna hjá notendum þeirra. Leitið upplýsinga um V O L V O diesel- og V O L V O benzín-vörúbifreiðir, áður en þér ákveðið kaup annars staðar. Afgreiðslutími aðeins einn mánuður. •SVEINN BJÖRNSSON (VOLVO) & ÁSGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.