Morgunblaðið - 07.08.1953, Side 7

Morgunblaðið - 07.08.1953, Side 7
Föstudagur 7. ágúst 1953 MORGUNtíLAÐlÐ 7 Bíða eflir að seðja suHinn. Smásöluverð í verzl- unum í Reykjavík HÆSTA og lægsta smásöluverð ýmissa vörutegunda í nokkrum smásöím*Krzlunum í Reykjavík reyndist vera hinn 4. þ. m. scm hér segizz Svo mikill er matvælaskorturinn í Austur-Þýzkalandi, að fjöldi fólks hefur kostað upp á langar ferðir með járnbrautum frá Leipzig og öðrum borgum til að sækja matvælaböggla í Vestur Berlín. Myndin var tekin af fólki, sem beið afgreiðslu næturlangt við úthlutunarstöð í Berlín. Mestu óeirðir 1 Austur-Þýzka- landi frú júní-byltingunni NÁNARI fregnir ern nú farnar að berast af ró.stunum ■ Aust- ur-Þýzkalandi um og eftir síð- uslu helgi. Er Ijóst bæði af frásögnum vestrænna fréttarit- ara og ,,viðurkenningum“ aust ur-þýzkra blaða að um þessa helgi kom til alvarlegustu óeirð anna í Austur-Þýsdkaiaudi síð- an 17. júní. Að þessu sinni sauð upp úr vegna ráðstafana kom- múnista til að tálma því að fólk gæti sótt matarbÖggla til Vest- ur-Rerlinar. TÁLMANIR KOMMÚNISTA Tálmanir kommúnista voru tvenns konar. 1 fyrsta lagi héldu þeir vörð við járnbrautarstöðvar í Austur-Berlín og rænclu matar- pökkum þess fólks, sem kom írá Vestur-borginni. í öðra lagi neit uðu þeir fólki í öðrum héruðum Austur-Þýzkalands um farmiða til Berlínar. Síðastiiðinn sunnudag fóru a. m. k. 50.000 Austur-Þjóðverjar í kröfugöngu til að mótmæla sam- göngubanni kommúnista. Alþýðu- lögreglan hefur framkvæmt fjöl- margar handtökur og bæði karlar og konur hafa fengið að kenna á kylfum kommúnistalögreglunnar. INNISETUVERKFÖLL Verkamenn hafa gert setuverk föll og minnkað afköstin í stórum stil í mikilvægustu iðngreinum, m. a. í hinum risastóru Leuna- og Bunaverksmiðjuvn, sem framleiða á efnafræðilegan bátt gervi-ben- zín og gúmmí fyrir Rússa og í stór um verksmiðjum í Bitterfeld, Jena, Magdeburg, Erfurt og Leipzig. RÓiSTUR í jArnbrautarstöðvum Á líiujiardagskvöldið kom til átaka á járnbrautarstöðinni í Leipzig, þegar nókkiir bundruð verkamanna komn með matar Iiöggla frá Vestur-Berlín. Lög- regian og starfsmenn Kommún istaflokksins tóku á móti verka mönnunum og neyddi lögregla þá, vopnuð vélbyssum, til að afhenda pakkana. Rósturnar brutust út að nýju á sunnudagsmorguninn, þegar þús undir manna reyndu að komast burt með járnbrautuin. ikii óiga vegna tálmana kommún ista á flutningi matvælaböggla Lægst Hæst meðalvci kr. kr. kr. Hisgmjöl .. pr. kg. 2.85 3.10 2.94 Hveiti . . — 2.90 3.30 3.15 Haframjöl . . — 3.20 3.30 3.29 Hrísgrjón . . — 4.95 7.10 6.38 Sagógrjón . . — 6.10 7.35 6.26 Hrísmjöl . . — 4.10 6.70 6.13 Kartöfiumjöl . . — 4.60 5.20 4.74 Baunir . . — 5.00 6.00 - 5.52 Kafíi, óbrennt . . — 26.00 28.25 27.01 Te, V& Ibs. pk 3.15 3.95 3.68 Kakao Vz Ibs. dós 7.50 9.25 8.47 Molasykur . . — 4.35 4.70 4.48 Strásykur . . — 3.20 3.40 3.32 Púðursykur . . — 3.20 .6.20 4.35 Kandis — 6.00 7.15 6.44 Rúsínur . . — 11.00 12.00 11.45 Sveskjur 70/80 . . — 15.90 18.60 17.47 Sítrónur . . — 10.50 10.50 10.50 Þvottacfni, útlent .... . . pr. pk. 4.70 5.00 4.86 Þvottaefni, innlent .. . . — 2.85 3.30 3.10 Á eftirtöldum vörum er sama verð í öllum verzlunum: Kaffi brennt og malað.................pr. kg. 40.60 Kaffibætir ........................... — — 14.75 Suðusúkkulaði ....................... — — 53.00 Mismunur sá er fram kemur á hæsta og lægsta smásöluverði getur m. a. skapazt vegna tegundamismunar og mismunandi inn- kaupa. Skrifstofan mun ekki gefa upplýsingar um nöfn einstakra verzl- ana í sambandi við framangreindar athuganir. GRÖFUGANGA STÖÐVUÐ MEÐ VOPNAVALDI Nokkrir verkamenn frá Leuna- Verksmiðjunum sluppu til Vestur- Berlínar á mánudag og skýrðu þeir frá, að um 23.000 manna hóti að leggja niður vinnu, láti yfir- völdin ekki af umferðarbanninu. Þúsund verkamenn í Leuna- og Bunaverksmiðjunum stofnuðu í gær til kröfugöngu, sem stefndi til Berlínar, en her og lögregla stöðvaði hana eftir 30 km. göngu við Bitterfeld. Voru margir bíl- farmar af kröfugöngumönnum fluttir í fangabúðir. Starfsmenn Austur-iþýzku járn- brautanna virðast hafa mikla sam uð með verkamönnum og þeir að- stoða fólk eftir föngum til að kom ast með járnbrautum, ef þeir sjá þess nokkurn kost. Ungkommúnistar hafa verið skipulagðir til baráttu gegn fólk- inu, sem sækir lífsviðurfæri sitt til Vestur-Berlínar. Þeir standa vörð á járnbrautarstöðvunum í Austur-Berlín og ráðast á konur og börn, sem koma frá Vestur- Berlín með matarpakkana. „VIÐURKENNINGAR“ KOMMÚNISTA Málgagn Kommúnistaflokks ins ,,Vorwarts“ nefndi álta þýzka bæi, þar sem „fasistískar uppreisnir hafi veriS bældar niður“, m. a. Halle, Leipzig, Oranienburg, Neustrelitz og Nauen. Samkvæmt frásögn kom múnísta gerðu „fastislarnir á- rás á friðsama verkamenn“, sem söfnuðust saman og kröfð ust að þeir köstuðu burt „betl- arapökkunum“. Austur-þýzk kommúnistablöð skýrðu frá því að ,,unglingar“ hefðu efnt til uppþots á járn- brautarstöðinni í Leipzig, en uppþotið hafi verið bælt nið- ur af „hnefum verkamanna“. Austur-þýzka fréttastofan sagði einnig frá því að róstur hefðu orðið í llabelsberg, út- borg Berlínar. Segir hún að 30 ,,fasistar“ á reiðhjólum hafi æst múginn upp gegn stjórn- inni. Enn segir fréttastofan að í annari úlborg Berlínar, Kön- ingswusterhausen hafi hópur ,,fasista“ gert tilraun til að ræna matarpökkum, sem alþýðu lögregía kommúnista hafði gert upptæka af mönnum við marka línu Vestur-Berlínar. Þannig játar fréttastofa kom- múnista róstur á mörgum stöðum í Austur-Þýzkalandi, þótt hún fylgi að sjálfsögðu þeirri icglu að kalla alla mótspyrnumenn kom- múnistastjórnarinnar „fasista". 150 þúsund íbúar Austur- Þýzkalands komu til Vestur-Ber- línar á mánudag til að sækja mat- vælaböggla, þrátt fyrir bann kom múnistastjórnarinnar. Mynduðust enn sem fyrr, biðraðir við útbýt- ingarstöðvarnar. — Á þriðjudag var útbýtt 62 þús. bögglum. » „STRlÐSÆSINGAR“ AÐ BORÐA Mikil ólga er í inönnuni ve«;na tálmana kommúnista. — Blað kommúnista INeues Deu- tschland rökstmldi tálmanirnar með því að matvælagjafirnar væru stríðsjslæpasinnaðar — (krieg:sverbreeherisehem Char- akter). — En fólkið, sem beið við útbýtingarbúðirnar kvaðst ekki geta séð neinn stríðsíslæp í pví, þótt það væri hungrað og fenfji mat að borða. RÓSTUR URÐU VÍÐA UM AUSTUR-BERLÍN Lögregla kommúnista hélt strangan vörð við markalínuna og á stöðvum neðanjarðarbrautarinn ar, voru lögreglumenn og ungkom múnistar, sem réðust að fólki með matarböggla og rændu þeim. En þetta var meira en margír vildu láta bjóða sér. Sýndi fólk mót- spyrnu. Tókst því að yfirbuga þjónustumenn kommúnista á ýms um stöðum í borginni og komast Frh. á bls. 8. Þjóðhátíð Vestmaimaeyja á að hefjast kl. 2 í dag ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyinga verður sett í dag kl. 2 og stendur yfir föstudag og laugardag, ef allt fer eins og áætlað er. En of. veður verður mjög óhagstætt getur komið til þess að fresta verði þjóðhátíðinni um einn dag. STÆRSTA ÞJÓÐHÁTÍÐTN Hátíðin hefur verið mjög vel skipulögð að þessu sinni og búizt við að þetta yroi stærsta þjóðhátíð Eyjanna. M. a. var búizt við því að um 12—15 hundruð aðkomu- menn frá Reykjavík og Suðurlandi ara. Þá vejðfcr íþróttakeppni, því næst syngur Karlakór Vestmanna eyja undir stjórn Ragnars Jóns- sonar, Baldur Johnsen héraðslækn ir heldur ræðu og lúðrasveit leik- ur. Klukkan 6 verður bjargsig. — Um kvöldið verður knattspyrnú- leikur milli knattspyrnufélagsíns Vals og íþróttabandalags Vestm.- eyja. Kl. 8 verður barnaskenrmt- un og kl. 9 kvöldskemmtun mel leikþætti o. fl. sem Leikfélag Vcat mannaeyja sér um. Þá verður fjöldasöngur og að lokum dans á tveimur pöllum, gömlu og nýjw dansarnir. Á miðnættr er mikil brenna og flugeldasýning. Seinni daginn verða skemmtiatriði með líku sniði. ÞJÓÐHÁTÍDARLAG Oddgeir Kristjánsson tónskáld Eyjanna hefur samið sérstalt þjóðhátíðarlag að þessu sinni, sem oft áður, sem verður sungið á hátíðinni. — Bj. Guðm. Sýning á bjargsigi hefur jafnan sett svip sinn á ÞjóShátíS Vestmannaeyinga. myndu koma, ýmist flugleiðis eða með Stokkseyrarbátnum. ! En í gær hafði brugðið til hins verra með veður svo að ekki var flugveður í gær og áttu flugflutn ingar þó að hefjast þá. i SKEMMTIATRIÐI Að öllu forfallalausu verður j þjóð'hátíðin sett í dag kl. 2 síð- , degis af Vigf úsi Ólafssyni kenn- Dufles ecf R'hee Sðinrnála SEOUL, 6. ágúst. — Dulles, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í dag þriðja fund sinn með Syngman Rhee, forseta Suður- Kóreu. Ræddu þeir um væntan- lega Kóreráðstefrtu og afstöðu ríkja sinna á henni. — Að fundin um loknum var tilkynnt, að þeir Rhee hefðu verið sammála um öll höfuðatriði viðvíkjandi vænt- anlegri ráðstefnu. Ekki er búizt við, að Dulles eigi aftur fundi með forsetanum, fyrr en á laugardag, en þá mun hann halda aftur til Bandaríkj- ajma, með viðkomu í Tókió, þar sem hann ræðir við Jósída, for- sætisráðherra Japana. NTB-Reutes,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.