Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID Föstudagur 7. ágúst 1953 ^ - DANMERKURBREF - ■Gott árferði. — Met uppskera. — Síldveiðar í Norðursjó. — Dýrtiðin lækk- andi svo dregur úr launagrciðslu og mælist vel fyrir. — Aðstaða núver- 4indi stjórnar styrkist enn. — Jafnaðarmenn geta gert sér vonir um að vinna fylgi frá kommúnistum. GÓÐUR HEYSKAPUR DANMÖRK í ágúst. — Bændur -erú nú í þann veginn a'ð hirða þann mesta heyfeng, sem þeir nokkru sinni hafa fengið í sögu landsins. Veðráttan hefur verið hin hagstæðasta sem hugsast getur fyrir landbúnaðinn. ; Fyrsta uppskeran, heyið var svo langt fram úr meðallagi, að áætlað er að það muni samtals vera að verðgildi um 200 millj. danskra króna frá fyrsta slætti. En auk þess er sýnilegt, að háin ye.rður svo mikil, að í sumum hciuðum fá menn að slá hana, sem vilja, án endurgjalds. Þetta hefur orsakað það, að mjólkur- framleiðslan í ár hefur orðið inelri en nokkru sinni áður eftir síyrjaldarárin. KORNVERÐ LÆKKAR Talið er að kornuppskeran muni jafngilda 115 stigum sé meðaluppskeran reiknuð 100. — Kornverðið er því fallandi. Bygg •Ov t. d. komið niður úr 53 dönsk- Tirrt krónum 100 kg í 43 krónur. Hafrarnir og rúgurinn, sem voru í 45 kr. eru komnir niður í 38 Jcr, 100 kg. Þetta er þó ekki op- inber verðskráning, því verð- skráningar á Kauphöllinni á korni hafa legið niðri um stund- arsakir. Uppskeran verður taf- Éöm sakir þess hve mikið af korn iinu hefur lagzt í legur. En að þessu sinni verður kornuppsker- mmi óvenju snemma lokið. BRETAR VILJA AO UÚSAIT RÐIR LÆKKI En nokkuð dregur það úr átiægju bóndans, að Bretar hafa gert þá kröfu, að verðið á fleski lækki um 10%, og á sú verð- Ijækkun að ganga í gildi 1. októ- ber í haust. En þessari kröfu hcfur fyrst um sinn verið mætt með gagnkröfu um að verðið Skuli hækkað um 10%. . Bretar vilja líka lækka smjör- verðið, en talið er, að danskir Dasndur standi vel að vígi að fall- dkt ekki á þessa verðlækkun, þar Óð vöntun á smjöri er tilfinnan- jcgri en á fleski. , Kaupverðið á kjöti til suðlæg- ari. Evrópulanda hefur fallið nokkuð. Er það bót í máli fyrir bændurna, að sláturpeningurinn hefur komizt í hold með fyrra móti. Þjóðverjar og ítalir eru helztu kaupendurnir. Er einnig liokkur eftirspurn í Bretlandi. Útflutningur á fuglakjöti er méiri nú frá Danmörku en nokkru sinni áður, og er fiðurféð einkum selt til Ítalíu, Sviss og úuxemburg svo og til Bretlands. — Er útflutningur þessi drjúg tekjulind fyrir Dani, í sambandi við eggjaútflutninginn, sem sjald an hefur verið meiri en nú. ú SÍLDVEIÐAR f NORÐURSJÓ Fiskiveiðarnar hafa ekki verið eing, arðbærar eins og í fyrra. En litlu munaði þó, og útlit fyrir, að í síðsumarmánuðunum verði síldveiðar í Norðursjó meiri en nokkru sinni, þar eð Danir hafa nú lært þessar veiðar til fulln- ustu. Reistar hafa verið miklar síldarbræðslustöðvar í Esbjerg á Jótlandi og þar einnig framleitt fiskimjöl og síldarmjöl, sem nú er mikið notað til fóðurs handa grísum og ungsvínum, en bann- að er að nota það handa alisvín- um. Norska hvalbræðsluskipið Clupeia hefur nú lagzt við akk- eri við Esbjerg, og er þar á kostnað norsku stjórnarinnar jinnið mikið af síld, sem danskir Síldveiðimenn hafa veitt. En sild- in er um þessar mundir í stórum torfum á miðunum á milli Horns- fifs og Doggerbanka, en það síld- armið er almennt nefnt „Blöden“. Erik Eriksen forsætisráðherra (t. h.) og Ole Björn Kraft utan- ríkisráðherra. Ilans Hedtoft Á þessum slóðum veiðist tölu- vert af síldarhákarli og túnfiski. MIKLAR SKIPASMÍÐAR ÞÓ FARMGJÖLD FARI LÆKKANDI Skipaútgerðarfélögin eiga nú í vök að verjast vegna þess hversu fargjöld hafa lækkað. En skipa- útgerðarfélögin sýnast sem betur fer ekki af baki dottin, því hinar dönsku skipasmíðastöðvar hafa aldrei fengið meiri pantanir en einmitt nú. Hin ósmíðuðu skip þeirra, er pöntuð hafa verið nema samtals 400.000 brúttótonnum, sem að verðgildi nema um 800 milljón- um danskra króna. Þeir, sem eiga að fá skipin greiða af höndum aukagreiðslur, ef skipin verða tilbúin áður en umsaminn tími er útrunninn. Verksmiðjur og iðnaðarmenn hafa yfirleitt nóg að starfa, svo og þeir, sem vinna við byggingar, enda reynist danskur iðnaður samkeppnisfær á heimsmarkaðinum. LAUNIN LÆKKA AÐ KRÓNUTÖLU MEÐ VÍSITÖLUNNI Enda þótt öll skömmtun og hömlur séu um garð gengnar í Danmörku og innflutningurinn að öllu leyti frjáls nema á bíl- um, er gjaldeyrisjöfnuðurinn ágætur og virðist muni heldur batna haustmánuðina. Enda er útflutningurinn venjulega held- ur meiri þá mánuði en innflutn- ingurinn á sama tíma. Verðhækk anir hafa yfirleitt stöðvazt, og eru öll sólarmerki á, að verðlag muni heldur fara lækkandi. — Verðvísitalan í júnímánuði féll um 6 stig, og varð það til þess, að laun embættis- og starfs- manna lækkuðu um 120 kr. á ári fyrir þá, sem lægst eru launaðir og 192 kr. fyrir þá hæstlaunuðu. Launþegar hafa lýst ánægju sinni yfir því, að launin hafa lækkað sakir þess, að menn gera ráð fyrir að verðlagið haldi áfram að lækka. En ríki og bæj- arstjórnir munu við þetta spara um 30 milljónir kr. í launagreiðsl um. FRÁ ST J ÓRNMÁL AFLOKKUNUM Kyrrð er á hinum pólitísku vígstöðvum. — Svo virðist sem stjórnarflokkarnir, Vinstri og íhaldsmenn, ráði við þau vanda- mál, er bera að, og ekki er bú- izt við að Fólksþingið verði hvatt saman fyrir kosningarnar í sept- ember, en það þing verður hið fyrsta, sem sezt á rökstóla eftir að stjórnarskrárbreytingin gekk í gildi. — Sósíaldemokratar eru mjög áfjáðir að mynda stjórn eftir kosningarnar. En -ýmislegt bendir til þess, að sú stjórn, sem nú situr að völdum geti haldið áfram að halda stjórnartaumun- um, þar er ekki hefur verið mögu legt fyrir andstöðuflokkana að koma því til leiðar að draga úr því trausti, sem þjóðin ber til þeirrar stjórnar. Hin styrka fjármálastjórn Vinstri og Hægri flokltsins, sem hún hefur komið á, þau 3 ár, sem hún hefur verið við völd, mun gefa stjórnarflokkunum styrka aðstöðu í hinni tilvonandi kosn- ingabaráttu. Helztu sigurmöguleikar Sósíal- demókratanna eru í því fólgnir að þeim takizt að vinna til fylgis við sig mikinn hluta af þeim, sem fylgt hafa kommúnistum áður. Þröunin í nágrannalöndum okkar getur vissulega bent til, að þetta takist. Svo mikill er ókyrrleikinn meðal kommúnista á síðustu tím- um, og sennilegt, að fráhvarf frá flokki þeirra er stöðvaðist við síðustu kosningar muni nú halda áfram. Enda virðist andstaðan gegn Atlantshafsbandalaginu í ýmsum stéttum þjóðfélagsins vera í rénun. — Er nú komin reynsla fyrir því, að,það reynist ekki sigurvænlegt að reka áróð- ur gegn samtökum Atlantshafs- þjóðanna. Danir virðast nú hafa náð styrk sínum eftir styrjöldina og erfiðleika þá, er af henni stöf- uðu. Standa þeir nú fullt eins vel að vígi eins og Norðmenn og Svíar. Balslev Jörgensen. Hólmfríður Friðgeirsdóttir tekur við verðlaununum, sem Hafsilfur veitti, er saltað hafði verið í 10 þúsundustu síldartunnuna í sölt- unarstöðinni. (Ljósm. Sævar Halldórssón, Akureyri) Salfað í rúml. 10 þús. tunnur h|á Hafsilfri — Húsmóðir á Raufarhöfn fær 500 króna verðlaun Skipaður nýr yiirmaður flola RAUFARHÖFN, 3. ágúst. — í nótt er leið um klukkan 3 var saltað í 10 þúsundustu síldar- tunnuna á þessari vertíð á Sölt- unarstöð Hafsilfurs hér í Raufar- höfn. Er Hafsilfur fyrsta söltun- arstöðin á landinu, sem nær þessu marki nú í ár. — í því til- efni veitti söltunarstöðin konu þeirri, er í tunnu þessa saltaði, sérstaka viðurkenningu, 500 kr. í peningum. Var henni afhent þessi síldarpremia í morgun. — Konan, sem þessi mikla heppni var með, er þriggja barna móð- ir búsett hér í þorpinu, Hólm- fríður Friðgeirsdóttir, Kvöld- bliki. Sumarið 1951, sem var allgott síldarsumar, tók Hafsilfur upp þá venju, að veita slíka viðurkenn- ingu fyrir 10.000 tunnuna. Þá hlaut verðlaunin Kristín Guð- rún Ingvarsdóttir, einnig héðan frá Raufarhöfn. Hólmfríður x Friðgeirsdóttir, sem nú hlaut verðlaunin, hefur saltað hjá Hafsilfri síðan stöðin tók til starfa fyrir 3 árum. Hún er í tölu hinna allra röskustu við síldarsöltun á stöðinni og hefur á þessari vertíð saltað í nokkuð á fjórða hundrað tunn- ur. — IIVÍLD OG ÁNÆGJA í stuttu samtali við Morgun- blaðið, sagði frú Hólmfríður, að hún hefði af því mikla ánægju g um hreina hvíld væri að æða að fara í síldina, þó stund- tm sé erfitt þegar langar „tarn- ir“ koma. Það er hvíld frá hinum daglegu störfum heimilis- ins, sagði hún. Þó að sjálfsögðu sé ekki hægt að leggja þau störf á hilluna, sagði Hólmfríður. — Börnin þurfa sitt þó „tarnirnar" standi lengi. Börnin á Raufarhöfn tr.ka strax og þau koma til vits og ára meiri og minni þátt í síldarsölt- vninni, t. > d. með því að færa mömmu sinni kaffi að söltunar- kössunum. Oft hefi ég séð börn Hólmfríðar koma niður á bryggju með kaffibrúsa og kök- ur handa mömmu sinni. Fregnin um 10 þús. tunr.una spurðist fljótt út meðal fólks hér á Raufarhöfn og samglöddust menn Hólmfríði og voru sam- mála um að verðlaunin hefði hún hlotið að makleikum. Myndina hér að ofan tók Sæv- ar Halldórsson, ljósmyndr"i á Akureyri, ,er Kristinn BaHurs- son, gjaldkeri hjá Hafsilfri, af- henti Hólmfriði fimm hu druð krónu seðil, en með þeim eru á myndinni Sigmar Björ-sson, verkstjóri Söltunarstöðva' 'nnar og Hörður Björnsson frá Borg- arfirði eystra, sem „trillað’ frá“ og nokkrar ungar síldarstú kur. Sv. Þ. Jflllgg F|ölsnesass Vesflisrð- ingoivaka á IselifSii John Ruhsenberger NÝLEGA var skipaður nýr yfir- maður bandarískra flotaeininga, sem staðsettar eru við ísland. Heitir hann John R. Ruhsen- berger. Kemur hann í stað Ge- orge Walkers. Ruhsenberger var áður yfirmaður flotastöðva í New York. Hann starfar sem ráðunautur og aðstoðarmaður yf- irmanns varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. ISAFIRÐI, 6. ágúst. — Vestfirð- ingavaka 1953 fór fram að til- hlutan íþróttabandalags ísfirð- iinga um verzlunarmannahelgina. Hófust hátíðahöldin laugardag- inn 1. ágúst kl. 2 e. h. með skrúð- igöngu íþróttamanna frá íþrótta- húsinu upp á handknattleiksvöll. Þar setti formaður IBI vökuna og Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjar- fógeti, flutti ræðu. Síðan hófst fyrsti leikur Vestfjarðarmóts í handknattleik kvenna í 1. fl. og kepptu NIBI og Hörður. Sigraði Hörður með 5 mörkum gegn 4. Um kvöldið kl. 9 kepptu ísfirð- ingar við 1. fl. úr Val frá Reykja vík. Leiknum lauk með jafntefli, 2 mörk gegn 2. Dansað var í Al- þýðuhúsinu frá 11 til 2. | Sunnudaginn 2. ágúst hófust hátíðahöldin kl. 11 f. h. með hand (knattleikskeppni milli UIVB og jVestra. Jafntefli varð, 3 mörk gegn 3. Gengið var til kirkju kl. 2 e. h. og hlýtt á messu hjá sera ^ Magnúsi Guðmundssypi. Kl. 414 ^fór fram úrslitaleikur í hand- knattleiksmótinu og urðu úrslit þau að Hörður varð Vestfjarða- meistari í handknattleik kvonna 1. fl. 1953, eftir jafntefli við Vestra í úrslitaleik. Að loknum leiknum fóru fram ýmis boð- hlaup, m. a. kepptu ísfirðingar og Valsmenn í naglaboðhlaupi og lauk því með knöppum sigri Valsmanna. Einnig kepptu knatt- spyrnumennirnir við handknatt- leiks stúlkurnar í nálaboðhlaupi og sigruðu stúlkurnar auðveld- lega. Kl. 6 fór fram knattspyrnu- kappleikur milli eldri starfs- manna Kaupfélagsins og opin- berra starfsmanna. Mörg spaugi- leg atvik komu fyrir í leiknum, sem lauk með sigri samvinnu- manna, 3—0. Um kvöldið. var dansað í Alþýðuhúsinu frá kl. H til 2. Mánudaginn 3. ágúst fór fram síðasta skemmtiatriði vökunnar. Var það kappleikur milli ísfirð- inga og 1. fl. úr Val. Sigruðu Valsmenn með 5 mörkum gegn 2. Mjög mikill fjöldi sótti skemmt- anirnar alla dagana, enda var veður einmuna gott, logn og sól- skin. — Albert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.