Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 1
49. árgangur 175. tbl. — Föstudagur 7. ágúst 1953. Prentsmiðja Msrgunblaðsina CLARK segir, að kommúnislar hafi fieiri fanga í hafdi en þeir gefa upp Norður-Kóreumeim pyntuðu stríðs- fanga S. Þ. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. PANMUNJOM, 6. ágúst. — Fangaskiptin í Kóreu ganga eins og í sögu, að því er hermir í fréttum frá Panmunjom. — í dag afhentu kommúnistar 392 fanga S. Þ. og kváðust mundu afhenda um 400 fanga á morgun. Hins vegar afhentu S. Þ. 2400 kommúnistaher- menn, sem teknir höfðu verið höndum. Létu þeir öllum illum lát- um, slógu fangaverði S. Þ., slitu klæði sín o. s. frv. Varð fanga- nefnd kommúnista að biðjast afsökunar á framferði þeirra og lofa að slíkt endurtæki sig ekki. Framsóknarðlokkurinn heldur fcist við þriggja flokka viðræður Flokksráðsfundur Sjálfstæðis- fiokksins boðaður n.L mánudag Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gær afhentu ráðherrar Fram- sóknarflokksins bréf það, sem hér fer á eftir. Er það svar við bréfi Sjálfstæðisflokksins dagsettu 31. júlí s.l. í bréfi þessu heldur Framsóknarflokkurinn enn fast við, að vilja draga Alþýðuflokkinn inn í umræður um stjórnar- myndun og hefur nú verið boðaður flokksráðsfundur í Sjálf- stæðisflokknum n.k. mánudag til að taka afstöðu til málsins. Bréfið er svohljóðandi: Hermaður í 49 ár ÞEKKTU EKKI DULLES Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsaði upp á r.okkra af þeim bandarísku föng- um, sem sleppt var í dag. Þekktu þeir hann ekki, enda voru þeir f lestir teknir ' höndum, áður en hann tók við utanríkisráðherra- embættinu. /ETLA EKKI AÐ SKILA ÖLLUM Mark Clark, yfirhershöfð- ingi S. Þ. í Kóreu, sagði á blaðamannafundi í Washing- ton í dag, að ástæða væri til að halda, að Kínverjar hefðu fleiri fanga S. Þ. í haldi en þeir hefðu gefið upp. Væri hann m. a. þeirrar skoðunar, að meðal þcirra séu um 3000 Bandaríkjahermenn og þús- undir Suður-Kóreumanna. — Kvaðst hann ætla að gera allt, sem í hans valdi stæði til að knýja kommúnista til að skila öllum föngum S. Þ., sem þeir liafa tekið, en ekki gefið upp. PÍNDU HARRISON Einn þeirra fanga, sem komm- únistar afhentu í dag, var Tóm- as Harrison, offursti. Kvað hann kommúnista hafa margreynt að pína sig til sagna og reyna að hafa út úr sér hernaðarleyndar- mál.Var hann t.d. færður hálfnak inn inn í ískalt herbergi, þar sem kommúnistar bundu handklæði fyrir vit honum og heltu vatni í það, svo að honum lá við drukkn- un. Einnig brenndu þeir hann með logandi vindlingum og sveltu hann í heila viku. — Hins vegar sagði hann, að meðferðin hefði verið þolanlegri, eftir að Kínverjar tóku við fangagæzl- unni. Líklegf a$ 19 manns af banda- ríska flugvirkinu hafi farizf Leitimii erþó haldið áfram Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LUNDÚNUM, 6. ágúst. — í dag fundust tvö lík af áhöfn banda- ríska risaflugvirkisins, sem hrapaði í Atlantshafið í fyrrinótt. Hafa nú fundizt 5 lík af áhöfn flugvirkisins, en 4 mönnum verið bjargað. WASHINGTON, 6. ágúst. — Mark Clark, yfirhershöfðingi herja S. Þ. í Kóreu, sagði í dag, að hann hefði farið þess á leit, að hann yrði leystur frá embætti sem yfirmaður Bandaríkjahers austur í Asíu. Kvaðst hann von- ast til, að lausnarbeiðnin yrði tek in til greina, svo að hann gæti látið af störfum fyrir október- lok. — Mark Clark er nú 57 ára að aldri og hefur verið yfirmaður bandaríska hersins í Japan í eitt ár, jafnframt því sem hann hef- ur verið yfirhershöfðingi S. Þ. í Kóreu.____________________ Umferðarslys LUNDÚNUM: — Umferðarslys í júnímánuði s.l. voru rúmlega 20 þús. í Bretlandi. 1 slysum þessum fórust á 5. hundrað manna. Þetta er allmikil aukning frá í fyrra. Á fyrra misseri ársins hafa þá 103 manna lent í umferðarslysum, þar sem 2.300 fórust. 23 MENN UM BORÐ < Flugvirkið steyptist logandi í sjóinn 800 km frá strönd írlands. Um borð í því voru 23 menn. — Útlit er fyrir, að þeir hafi flestir látið lífið, en þó er ekki útilokað, að einhverjir þeirra séu enn lif- andi og þá hafi rekið frá þeim stað, þar sem slysið varð. LEITINNI HALDIÐ ÁFRAM í dag var leitinni að hinum týndu haldið áfram. Þátt í henni tóku 23 flugvélar og 5 skip. Mik- ill sjór er á slysstaðnum og strekkingsvindur. Þrír þeirra manna, sem björg- uðust eru um borð í Empress’ of Australia, sem væntanleg er til Liverpool á laugardag, en 1 er um borð 1 Manchester Skipper, sem bjargaði honum._______ Nýr forseti Stokkhólmi. —T Svíinn Malm- gren var í dag kosinn forseti Alþjóðasambands Esperantista til næstu þriggja ára. — Al- þjóðaþing esperantista hefur úndan farið verið haldið í Za- greb. — NTB. Reykjavík, 6. ágúst 1953. BRÉF FRAMíSÖKNAR- FLOKKSINS „Framsóknarflokkurinn hefur móttekið heiðrað bréf formanns Sjálfstæðisflokksins, dags 31. f.m. Framsóknarflokkurinn leyfir sér um leið og hann svarar bréfi þessu að vekja athygli á því, að miklar bréfaskriftir milli flokka hafa sjaldan reynzt hagkvæmar vinnuaðferðir til þess að koma á stjórnarsamstarfi — samtöl hafa þar reynzt óhjákvæmileg. Flokkurinn leggur því til, að viðræður fari fram milli Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ins og með þeim hætti sé reynt að koma á samstarfi þriggja flokka. I 1 annan stað bendir Framsókn- arflokkurinn á, að í öllum flokk- \ um hafa verið uppi raddir um það, að breyta þyrfti stjórnar- skránni og að endurskoðun henn- ^ ar hefur staðið yfir síðan lýðveld ið var .endurreist. Þar sem núver ! andi ríkisstjórn varð fyrst og fremst að einbeita sér að ráðstöf- unum til að koma í veg fyrir rík- isgjaldþrot og hrun atvinnuveg- anna, hefur m. a. af þeim ástæð- um orðið dráttur á afgreiðslu þessa máls, En nú eru aðstæður þannig í íslenzku þjóðfélagi, að til þessa starfs er betra tóm en lengi hefur verið, og Framsóknar flokknum virðist það ekki aðeins eðlilegt, heldur skylt, að flokk- arnir noti nú tækifærið til þess að gera ýtrustu tilraun til að hrinda þessu máli fram og telur vænlegt til góðs árangurs, að mynduð sé samstjórn flokkanna þriggja. Bréfi þessu fylgir skrá þar sem upp eru talin nokkur mál, sem Framsóknarflokkurinn telur að leggja beri áherzlu á að fram- kvæma í væntanlegri stjórnarsam vinnu og munu verða umræðu- grundvöllur af hans hálfu. Virðingarfyllst, Hermann Jónasson“. □- -□ 250 þús. flóttamenn BERLÍN, 6. ágúst. — Sam- kvæmt síðustu fréttum vestur-þýzku flóttamanna- stjórnarinnar hafa meira en 250 þús. austur-þýzkir flóttamenn flúið til Vestur- Þýzkalands, það sem af er þessu ári. □- -□ Setjast að í Río Ósló. — Ragnhildur prinsessa og maður hennar, Erlingur Lor- entzen, komu í dag til Río De Janeiró, þar sem þau hyggjast setjast að. — NTB-Reuter. SEMUR MOSSADEK VIÐ KOMMÚNISTA! TEHERAN, 6. ágúst. — í frétt- um héðan segir, að Mossadek, for j sætisráðherra, hafi í hyggju að svipta íranskeisara öllum þeimj völdum, sem hann hefur haft til þessa. ★ Einnig eru stjórnmálafrétta- ritar á því, að Mossadek hafi verið svo ánægður með úrslit „kosninganna“, sem hann lét fara fram í Teheran s.l. sunnudag, að hann muni beita sér fyrir nýjum kosningum til Iransþings á næst- unni. ★ Þá er það skoðun stjórnmála fréttaritara hér í Teheran, að Mogsadek muni innan skamms endurskipuleggja stjórn sína. Er jafnvel búist við, að hann veiti kommúnistum (Tudeh-mönnum) mikilvæg ráðherraembætti. NTB-Reuter. IUálgagn kommúnista segir: Stríðsæsingasinamð brot að sækja matvælaböggla til Vestur-Berlímax Einkaskeyti frá NTB, Reuter og dpa. BERLÍN. — Rúmlega einni milljón matvælaböggla hefur nú verið útbýtt meðal hungraðra íbúa Austur Berlínar og Austur-Þýzkalands. Þetta mun nema um 5000 smálestum mat- væla og er enginn vafi á því að það hefur komið sér vel í hungursneyðinni í Austur- Þýzkalandi, þótt yfirvöld kommúnista (umboðsmenn fólksins!!) hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tálma matvælaflutningunum. Hefur málgagn kommúnista kallað það stríðsglæpasinnað brot að sækja matvælaböggla til Vestur-Berlínar. Tálmanir kommúnista eru fólgnar í því, að stöðva sölu farmiða með járnhrautum frá Austur-Þýzkalandi til Berlínar og einnig í því, að vopnað lögreglulið þeirra stendur á markalínunni við Vestur-Berlín og á járnbrautarstöðvum, sem þaðan liggja. Gera lög- reglumennirnir upptæka alla matvælaböggla, sem þeir koma auga á. Þessar ráðstafanir kommúnista hafa vakið megna gremju almennings í Austur-Þýzka- landi. Birtist það m. a. í víðtækum innisetuverkföllum, mótmælagöngum og að fólk hef- ur safnazt saman og beitt valdi til að koma matvælabögglum gegnum varðlið kommún- ista. Einstöku sinnum hefur fólki tekizt með því móti að brjótast gegnum tálmanirnar, en oftar hafa lögreglumennirnir borið það ofurliði. Hafa nú borizt fregnir frá miklum óeirð- um á sunnudag og mánudag, ekki aðeins í Austur-Berlín, heldur víðsvegar um allt Aust- ur-Þýzkaland. Viðurkennir austur-þýzka fréttastofan og austur-þýzk kommúnistablöð þetta, en saka að sjálfsögðu „fasista“ um rósturnar. Sjónarvottar skýra frá því, að austur- þýzk lögregla hafi beitt vægðarlausum aðgerðum, látið kylfuhögg dynja á verkamönnum, skotið á múginn og mikill f jöldi manna hefur verið fangelsaður. Á bls. 7 eru nánari fréttir af atburðunum í Austur-Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.