Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 7. ágúst 1953 r JliLIA GRE SKALDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL Framhaldssagan 73 ekki eins og nú standa sakir. Kona ætti aldrei að biðja um skilnað, þegar verið er að þvo henni um fæturna". „Ég er komin til að segja þér að ég er ekki hæf til að vera kon- an þín“, sagði hún. „Eða til þess að vera gift. Alla mína ævi, áð- ur en ég hitti þig ....“ Hann stóð upp og fór að leggja á borðið. Hún heyrði rödd sína halda áfram, en hann þagði. Ræðan sem hún hafði undirbú- ið svo vandlega fór út um þúf- ur. Hann skar niður flesksneið- ar og hellti upp á kaffikönnuna. Hún hafði ekki búizt við því að hann tæki þessu svona. Hún hafði að minnsta kosti búizt við því að hann hlustaði með at- hygli á það sem hún hafði að segja. „Ef þú villt ekki hlusta á mig, þá ....“ Hann var að opna dós. „Og hvað hefur þú hugsað þér að gera af eiginmanninum og syn- inum?“ „Mér datt í hug .... að .... seinna, kannske .... gæti Truda „Eg vona að þú hafir ekki tal- að um þetta við Trudu?“ Hún hrissti höfuðið og horfði rannsakandi á hann. Hann gekk að skápnum og tók niður disk- ana. „Truda hefur skapað sér sitt eigið sjálfstæða líf, sem hún er fullkomlega ánægð með“, sagði hann. „Ég held að hún kæri sig ekki vitund um „tilbúna“ fjölskyldu. Þó svo væri að barn- ið þarfnast ekki móður sinn- ar“. „Hvernig veiztu að hann þarfn ast mín?“ „Ég hef séð ykkur saman“, sagði hann án þess að líta á hana. „Feður hafa sjötta skiln- ingarvitið þegar um slíkt sem þetta er að ræða“. Rödd hennar var róleg. „Hve- nær?“ „Þegar hann fæddist". Hann setti sykurskálina á borðið og rauðköflóttar munnþurrkur á diskana. „Scott segir að það hafi tekið þig fjórtán stundir. Það var nægur tími til þess að á- hyggjufullur eiginmaður gat komizt á staðinn." Hann hikaði „Ég fór frá þér, þegar þú varst að vakna. Ég fór eftir kjánalegri kenningu, sem ég hafði sett mér, en sem ég sé núna, nð var alveg út í bláinn“. „Það sé ég líka“, sagði Júlía. Þá leit hann á hana alvarlegur á svipinn. „Áttu við, að þú .... “ „Ég hafði undirbúið allt, sem ég ætlaði að segja við þig“, sagði hún. „Ég ætlaði að segja það, þótt mér væri það mikið á móti skapi. Mundir þú fyrirlíta mig fyrir það ef ég skipti um skoðun". „Og hvenær skeði það?“, sagði hann. „Þegar ég sat í bátnum þínum og sá Hedvig Westerlund plægja akurinn sinn. Spurðu mig ekki hvers vegna eða hvernig á því stóð. En það nægði mér að horfa ''á hana. Við það fékk ég allan minn styrk aftur“. „Styrk til að berjast gegn mér, þegar ég segi þér frá erfiðleik- um mínum og andstreymi?“ „Styrk til að viðurkenna erfið- leikana", sagði hún. „Viltu lofa mér að reyna það?“ Hún beið eftir því að hann kæmi til hennar, en hann hreyfði sig ekki. Loksins sagði hann. „Nú sérð þú sjálfa þig í fyrsta sinn í réttu ljósi. Getur þú viður- kennt það?“ Rödd innra með henni hvísl- aði: — Fáðu hann til að kyssa þig. Láttu hann ekki ávíta þig meira, enda þótt þú eigir það skilið Upphátt sagði hún: „Ég skil meira að segja líka, hvers vegna ég fann upp þessi á- form í sambandi við þig — og Trudu“. Hún andaði djúpt að sér. „Og barnið. Hvers vegna ég vildi ekki einu sinni velja barninu nafn fyrr en —“. Hana langaði til að skellihlæja. „Hend- el læknir hefur ábyggilega eitt- hvert vísindalegt orð yfir það — og meira að segja nú er ég að reyna að komast til baka, með því að reyna að losna undan á- byrgðinni. Mér tókst meira að segja að láta eins og ég væri ó- eigingjörn og fórnfús —“. Hún rétti fram handleggina. „Láttu mig ekki snúa við, elsku Mike. Láttu mig berjast fyrir ykkur“. Hann lyfti henni, svo að vatns- fatið á gólfinu valt án þess að þau tæki eftir því. „Þú hefðir aldrei fengið tækifæri til að snúa við“, sagði hann, „þar sem þú ert gift mér. Auðvitað væri það ein- faldara, ef ég þyrfti ekki að draga þig á hárinu til New Jersey“. Hún endurgalt koss hans með innileik. Eiginlega gdt hún ekki sagt að hún hefði losnað við all- ar efasemdir sínar, því þær urðu allar hlægilegar þegar hann sleppti henni loksins. Þau sátu hlið við hlið á rúminu og hún dró höfuð hans niður á öxl sér. — Ég ætla að kenna litla Mike að líta jákvæðum augum á lífið, hugsaði hún. Ég ætla ekki að velja úr allt sem er gott og veita hinu engan gaum, til þese að heimurinn nemi ekki staðar fyrir okkur, ef stríðið tekur Mike burt, og til þess að við séum óbreytt þegar hann kemur aftur. Við meg um ekki reyna að halda of fast í neitt, hvorki í minningarnar eða það sem skeði í gær eða ást- ina. Hamingja okkar á að vera eins og kivkasilfur. Vegna þess að við höldum ekki of fast um hana, þá fylgir hún okkur allt- af. — Hún ætlaði að segja þetta við hann, en henni varð þá Ijóst að þess gerðist ekki þörf. Hann hafði trúað á hann allt frá byrj- un — vitað að hún mundi kom- ast áfram hina réttu leið. Hún ætlaði að segja honum frá móður sinni, en þá greip hann fram í fyrir henni. „Mig hefur langað til að vara þig við, allt frá því að ég sá hana fyrst,“ sagði hann. „Við. sáum það auðvitað öll fyrir að hverju stefndi. Það sorglegasta var að kkert var hægt að gera. Þú gazt sízt af öllum nokkru ráðið“. „Ég er hamingjusöm þrátt fyr- ir sorg mína vegna hennar“, sagði hún. „Er ég þá eigingjörn, Mike?“ Hann hrissti höfuðið. „Þannig er að vera fullorðin, Júlía. Að geta verið þakklátur fyrir það óða, þakklátur og glaður, þó að mikil sorg búi undir niðri“. Þau sátu hreyfingarlaus. Vind- urinn blés inn um opnar kofa- dyrnar og með honum barst ilm- urinn af skóginum. „Við eigum þrjá daga til að leika okkur saman áður en skyld an kallar aftur. Þrjá daga áður en við förum til Jersey". Hann leit snöggvast hugsandi á hana. „Ég leigði íbúð áður en ég fór. Tvö herbergi og eldhús“. Júlía flutti sig nær honum. „Ekkert barnaherbergi?“ „Við getum notað borðkrók- inn“, sagði hann. „Við erum nógu nálægt Newark til þess að við get um sent barnafötin í þvotta- hús ...... —o— Hún settist upp og horfði á kvöldskuggana sem teygði sig yfir gólfið. Hún fann til sárrar iðrunar yfir mánuðunum sem höfðu farið til spillis. „Ég vildi óska að við gætum byrjað aftur á byrjuninni — frá því augnabliki, þegar þú baðst mín“. Hann hló við í rökkrinu. „Kon- ur eru svo dásamlega einfaldar“. En hún gekk fram að dyrun- um og horfði út. „Nú er ég í Ijós- bláa kjólnum. Sólin skín og ....“ „Karlmenn eru ekki svo mik- ið gefnir fyrir leiklistína", sagði hann. „Ég er ekki viss um að ég eti þetta“. „Manstu það ekki?“ sagði hún biðjandi. „Ljósblái kjóllinn og púðarnir, sem ég hélt á?“ „Jæja, jæja“, sagði hann. Hann gekk yfir kofagólfið. „Þarna stendur Júlía í fullum skrúða, en vantar bara svalirnar. Vesalings Jilía ....“. SÖGULOK KNAlSSBðlt Æ % SKÓSMIÐURINN LU SEM VARÐ STJÖRNUSPEKINGUR — Ævintýri — Skósmiðurinn fór því næst heim og var honum tekið tveim höndum af eiginkonu sinni, sem innti hann eftir því, hvort hann hefði borið úr býtum eftir vgrðleikum. Hann tjáði konu sinni, hvernig málalok hans hafi orðið. Kerling kvað sig hafa grunað að svo myndi fara og sagði, að steiktar gæsir flygíu UPP í mann, ef maður væri áræðinn. Bað hún hann að freista gæfunnar næst heima í borginni, en áður yrði hann að fara úr fatalörfunum og fá sér ný klæði. „Nei, ég er skósmiður eins og áður og mér hæfa ekki skrautklæði," segir karlinn, „og ég ætla að halda tryggð við gömlu fataræflana mína.“ „En sú vitleysa,“ segir konan, „það er ekki hægt að horfa á stjörnuspeking í þessum fatagörmum.“ Síðan hleypur hún út í búð og kaupir dáfagran skrautbúning handa manni sínum. Skósmiðurinn fer á fund kóngsins Árla þriðja dags knúði kerling mann sinn til að fara í enn einn leiðangur og verður hann að klæðast nýju fötunum sínum. Gengur hann til konungshallarinnar og hrópar þar sömu orðin og áður, að hann sé stjörnuspekingur, og fýsi einhvern að vita eitthvað, geti hann sagt honum það. Þegar hann hafði kallað um stund, sér hann nítján menn koma akandi og hafði sérhver einn vagn til umráða. Spyrja þeir, hvort hann sé ekki stjörnuspekingurinn, sem hafi verið að kalla áðan. Hann játar að svo sé. Segjast þeir vera ráðgjafar LOGSKIISIOARVELAR CADET logskurðarvélarnar komnar aftur. LUDVIG STORR & CO. Miðstöðvar- og hreinlætistæki nýkomin: Miðstöðvarofnar Pípur, svartar og galv, Fittings, svartur og galv. Kranar og stopphanar alls konai Skolppípur- og fittings Handlaugar Baðker Salerni Eldhúsvaskar Blöndunartæki ^JJeía (Jo. cji / V [a^m^óóon- Hafnarstræti 19 — Sími 3184. TOILETTPAPPÍR fyrirliggjandi (ýcjev't tjánóó on & Co. Lf. ) Day-Dew (make-up) margir litir. Verzf. Áhöid SIMI: 81880 Verzlunarhúsnæðl hentugt fyrir matvöruverzlun eða verzlun : ó s k a s t. s Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir n.k. þriðjudagskvöld 3 merkt: „Mg^vöruverzlun" —376. ■■■•.cu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.