Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUHBLAÐIÐ Föstudagur 7. ágúst 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrggarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu 1 krónu eintakið. ^ UR DAGLEGA LIFINU Matvæfastríðið í Beriín í BERLÍN hefur undanfarið stað- ið yfir barátta um matvæli. Hún hefur í raun og veru staðið yfir j síðan 17. júní s.l., er uppreisn | gegn kommúnistum brauzt út í. Austur-Berlín með þeim afleið-1 ingum að allt Austur-Þýzkaland hefur síðan logað í óeirðum og andúð gegn leppstjórn Rússa í landinu. | Svo hrædd er stjórn kommún- ista orðin um aðstöðu sína í land- inu að tveir ráðherrar hennar, dómsmálaráðherrann og öryggis- málaráðherrann hafa verið rekn- ir frá völdum með venjulegum ásökunum um svik og pretti gagnvart hinu kommúníska skipu lagi. Uppreisnin í Berlín hinn 17. júní var fyrst og fremst mót- mæli gegn því kúgunar- og eymdarástandi sem ríkir í Austur-Þýzkalandi undir stjórn kommúnista, ekki sizt matvælaskortinum. Tíu dög- um eftir að óeirðirnar brut- ust út leitaði Eisenhower Bandaríkjaforseti leyfis Rússa til þess að senda matvæli til Austur-Þýzkalands fyrir 15 millj. dollara til þess að bæta úr brýnasta skortinum þar. Molotov vísaði þessu tilboði snarlega á bug og sagði for- setann hafa fengið „mjög vill- andi upplýsingar“ um ástand- ið í Austur-Þýzkalandi. En Bandaríkin létu þessa neit- un Rússa ekkert á sig fá, en byrjuðu þ'egar að ferma skip með matvælum til Austur-Þjóðverja af birgðum, sem til voru í Vest- . ur-Berlín. Verða þær síðan bætt- ’ ar upp með þeim matvælasend-! ingum, sem koma frá Bandaríkj- ( unum. í síðustu viku var úthlutun matvælaböggla í Berlín í fullum gangi. Tugir þúsunda af svöngu fólki komu daglega til Vestur-; Berlínar til þess að taka á móti þessum matargjöfum. Það voru ekki aðeins íbúar Austur-Berlín- j ar, sem tóku sér ferð á hendur , vestur fyrir járntjaldið í þessum tilgangi. Víðsvegar að úr öllu Austur-Þýzkalandi kom fólk til þess að fá matarböggul, sem inni- hélt dálítið af feitmeti, mjöli, þurrkaðri mjólk, þurrkuðum baunum og fleiri matvælum. — Eftir eina viku höfðu yfir eina milljón matvælaböggla verið af- hentir. En hinum kommúnísku ráða- mönnum í Austur-Þýzkalandi var ekki sérlega vel við þessa hjálparstarfpemi. Þeir gerðu allt sem þeir gátu til þess að hræða fólkið frá að sækja matarböggl- ana. Bann var við því lagt, hót- að birta nöfn allra þeirra, sem það brytu, í blöðum og um skeið var austur-þýzka lögreglan látin taka matarbögglana af fólkinu þegar það kom yfir á hernáms- svæði Rússa. En allt komð fyrir ekki. Fólkið hélt áfram að streyma til úthlut- unarstaðanna og sækja matvæla- bögglana, sem stöðugt voru af- hentir þar. — í raun og veru sannar það, sem þarna hefur ver- ið að gerast tvennt: í fyrsta lagi, að undir stjórn kommúnista í Austur-Þýzka- landi ríkir skortur og vand- ræði. f öðru lagi, að hin komm júníska stjórn landsins nýtur /,þar einskis trausts og hefur ,misst tökin á fólkinu. Völd .þennar byggjast eingöngu á yfirráðum hennar yfir fjöl- mennri lögreglu og aðstoð rússnesks hers. Það er ein- göngu í skjóli rússneska hers- ins, sem kommúnistastjórnin í Austur-Þýzkalandi lafir þar ennþá við völd. Til þess að breiða yfir mis- tök sín og afglöp reynir Grothewohl forsætisráðherra leppstjórnarinnar að skella skuldinni á einstaka ráðherra sína. Kommúnistar lofa Áustur- Þjóðverjum nú ýmsum umbót- um á kjörum þeirra. Grothewohl heitir að afnema ýmsar óvinsæl- ustu ráðstafanir stjórnar sinnar, hverfa frá kommúnistakreddum, sem öll vandamál áttu að leysa, en hafa haft í för með sér upp- lausn, skort og volæði. Austur- Þjóðverjar byggja áreiðanlega ekki miklar vonir á þessum fyr- irheitum. Kommúnistastjórnin er gjörsamlega fylgislaus í landinu. Hún hefur þess vegna barizt með hnúum og hnefum gegn samein- ingu alls Þýzkalands á grund- velli frjálsra og lýðræðislegra kosninga. En það er einmitt sú ráðstöfun, sem ailir Þjóðverjar þrá og allur heimurinn veit, að er líklegasta leiðin til þess að skapa þjóðum Evrópu frið og ör- yggi. En Rússar þora ekki að láta slíkar kosningar fara fram. Þá kæmi fylgisleysi þeirra og leppa þeirra í ljós. Matvælastríðið í Berlín er enn ein sönnun þess, hvílíka ógæfu kommúnisminn hefur leitt yfir þann hlutaj Evrópu, sem hann hefur hrifsað til sín völdin í. Matvælaskortur og niðurlæging er megineinkenni ástandsins undir stjórn hans. Og Rússar og Ieppar þeirra berjast gegn því af fremsta megni að bætt verði úr vand- ræðum fólksins. Þess vegna hafnaði Molotov tilboði Eisen- howers forseta um matvæla- sendingar til Austur-Þjóð- verja og þess vegna hefur Grothewohl reynt að hræða svangt fólk frá að þiggja þær. Til efílrbreyfni, SÚ ráðabreytni sýslunefnda Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að herða reglugerðarákvæði um eftirlit með samkomum er vissu- lega til eftirbreytni. Með henni er stefnt að því, að koma í veg fyrir að alls konar lausungarlýð- ur og drykkjuræflar setji ómenn- ingarbrag á opinberar samkomur og spilli allri skemmtun fyrir siðuðu fólki. Á því fólki, sem gerist bert að spjöllum á opinberum samkom- um á ekki að taka m®8 neinni linkind. Þáð á sér enga afsökun. Þess vegna á vægðarlaust að úti- loka það frá þátttöku í gleðskap og mannamótum. — Það hefur sjálft valið sér það hlutskipti að segja sig úr leik við venjulegt fólk, sem getur skemmt sér án þess að gera sig að fíflum og án þess að eyðileggja ánægju fyrir öðrum. Sýslunefndir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu eru þess vegna á réttri leið með því að herða reglugerðarákvæði um eftirlit á samkomum. ílinu opinbera ber að styðja öll byggðarlög, sem slíkar reglur setja til þess að framkvæma þær. Það er menningaratriði, að skrílslátunum og drykkju- sukkinu verði útrýmt af sam- komum okkar, hvort sem heldur er í sveitum eða kaup- stöðum. NYLEGA var skrifað í dönsku blaði um afbrot unglinga í Danmörku og þar bent á, að s. 1. ár hefðu unglingar 15—17 árá gamlir framið 8,5% af öllum af- brotum í Kaupmannahöfn og 18—20 ára unglingar 11,8%. — Ekki veit ég, hvort afbrota- prósenta unglinga hérlendis er eins há, en hins vegar mættum við vel gefa nokkurn gaum að þeim upplýsingum, sem hér um ræðir, því að hér hefur — ekki síður en erlendis — borið stórum meira á ýmiss konar afbrotum unglinga en fyrir stríð. Því mið- ur er það t. d. ekki sjaldgæft, að fréttir hermi frá innbrotum eða bílstuldum kornungra pilta hér í bæ, enda hafa ýmiss konar þjófn- aðir æskumanna farið sífellt í vöxt. ANDSPÆNIS þessari plágu, ef svo mætti að orði komast, stendur , þjóðfélagið nær varnar- ?a oc^ aflrot laust, allra ráða er neytt til að koma í veg fyrir afbrotin, |hjálpa hinum ungu, ógæfusömu mönnum og leiða þá á rétta braut. En oft vill það verða svo, að allar tilraunir í þá átt mis- heppnast með öllu, afbrotin eru endurtekin og æ fleiri ungir menn lenda á villigötum. I ÞÓ ER það svo, að við höfum ekki orðið eins illa fyrir barð- ;inu á rótleysi og glæpafaraldri eftirstríðsáranna og margar ná- grannaþjóðir okkar. Er það vafa- laust efni í margar rannsóknir og merkilegar að grafast fyrir um óstæður þess; e. t. v. hefur fjar- lægðin átt hér einhvern hlut að VJU andi iLn^ar: Lítil bæjarprýði. ABÍLASTÆÐI við norðurhorn Tjarnarinnar hímir einmana tré, sem í blóma lífs síns var gestum Bárunnar augnayndi. Líklega er ofmælt að kalla þenna vesaling tré, þetta er spýta, næstum því að segja fúa- drumbur. Maður, sem á leið hjá trénu oft á dag, hefir sent mér nokkrar línur. „Það er hörmulegt að sjá tréð við norðurhorn Tjarnarinnar veslast upp engum til yndis nema skemmdaröngum, sem hafa sér það helzt til dundurs að flá af Isem orðið hafa til á seinustu timum. Að því leyti er tungan .nýtízk, að jafnharðan og ný hug- tök verða til eru sköpuð nýyrði já latínu. j Nokkur sýníshorn. ÞESSI iðja fer fram í Páfagarði undir verndarvæng Píusar páfa XII. Sá heitir Antóníó Bacri, |sem umsjá hefir með þessari ný- smíði í samráði við páfa. Síðan jeru nýyrðin tekin upp í hina j miklu latnesku orðabók Páfa- garðs. Stúdentarnir frá í vor, sem kki eru farnir að ryðga í mál- inu, svo að teljandi sé, hafa kannski gaman að sjá nokkur latnesk nýyrði. Kjarnorkusprengja: Globus atomica vi displodens, sjón- varp: televisio, yfirvaraskegg: superioris labri pili, kalkún: pullus indicus, blaðamaður: ephemerius notiarum auceps. Það merkir nánast: ákafur leit- ndi nýrra tíðinda. hinn aldna börk. í augum þeirra, sem eru gestir í bænum, er ekki nema sóðaskapur af trénu því arna, því að ekki á það annað eftir en verða upphöggvið og í eld kastað. Auðmýking gamals trés. HINUM, sem hafa umgengizt tréð árum eða áratugum saman, tekur sárt til þess. Þeir kæra sig ekki um að sjá auðmýk- ingu þess, þar sem ekki er nú annað lífsmark með því en nokkrar ótútlegar laufgreinar á stangli. Bolurinn er vícja húð- flettur og hve^gi er tréð fallegt, hvar sem á það er litið. Nú er þessi krafa mín: Tréð á að uppræta fyrir afmælishátíð borgarinnar í sumar. Með því er hreinsað til og þá stendur það ekki þarna framar öldnum unn- endum sínum til angurs. Burt með tréð fyrir alla muni og það undir eins.“ Þjóðsaga — Kf M Lifandi eða dauð. ARGIR eru þeir, sem ein- hvern tínYi ævinnar hafa gluggað dálítið í latneskt mál. Sumir íslendingar eru því þaul- kunnugfr eins og séra Friðrik Friðriksson. Á latínu hafa þær bókmenntir verið ritaðar, að málið getur aldrei orðið dautt og lífvana. Hins vegar má með nokkrum sanni segja, að ekki sé það nú- tímatunga, því að engin þjóð mælir nú á latínu. Hitt er fjarstæða, að málið eigi ekki orð yfir hugtök og hluti, Stampinn braut hann. ERLING nokkur var á leið til kirkju og ætlaði að vera til altaris. Tjald var á vegi henn- 'ar, og sváfu ferðamenn í því. Kerling leit á farangur þeirra og s\ brauðkvartil meðal annars. Hún hnuplaði því og kom því á bak með mestu herkjum. Að því búnu reið kerling leiðar sinnar, I g hafði enginn orðið var við til- tæki hennar. I Kelda var á leiðinni, og lá hestur kerlingar í henni, hrökk kvartilið ofan og brotnaði, en brauðið valt víðs vegar. Kerling fár nú af baki, gerði poka úr pilsi sínu og tíndi í hann brauðið. Eún faldi pokann undir rof- bakka og hélt svo áleiðis til irkjunnar. Nú bar ekkert til tíðinda, unz prestur sagði: „Braut hann brauðið.“ Kerling hélt, að hann ætti við sig og mælti: „Lýgurðu ví. Ekki braut hann brauðið, en tampinn braut hann.“ Nú var arið að hnýsast efíir, hvað kerl- ng ætti við, en þá komst allt IPP, og var kerling sett út af akramentinu. ' Margur fer í geitarhús ullar að biðja. (Grettissaga). máli og væri það vel, ef Atlants- hafið bægði „læpuskaps ódyggð- um“ framandi þjóða frá landi okkar nú sem á dögum Bjarna amtmanns. Hins vegar er það tvennt, sem hið danska blað seg- ir, að einkum hafi haft slæm á- hrif á veikgeðja danska unglinga og bókstaflega orðið til þess, að þeir lentu á glapstigum. Eru það lélegar glæpakvikmyndir (eink- um bandarískar) og glæpareyf- arar. EKKI ER því að heilsa, að land okkar sé svo úr alfaraleið, að þessir þessir tveir menningar- spillar nútímans hafi farið hér fram hjá garði. Þvert á móti hef- ur raunin orðið sú, að hér hafa vaðið uppi ýmiss konar ómenn- ingarmyndir og reyfarabók- menntir, sem flutt hefur verið inn í stórum stíl eftir stríð. Þarf ekki neinum blöðum um það að fletta, að þau hafa haft hin hroða legustu áhrif á íslenzka æsku, veikt mótstöðukraft hennar fyrir erlendum ómenningaráhrifum, svæft fegurðartilfinningu henn- ar — og vakið afbrotahneigð hjá sumum óhörnuðum unglingn- um. Boðskapur reyfaranna og glæpamyndanna er rudda- mennska, ófyrirleitni og „tuff- ness“, eins og þar stendur. Þar eru ekki neinir smágæjar á ferð- inni, heldur stólpakarlar, sem lít- ið þurfa að hafa fyrir lífinu, hafa þó nóg að bíta og brenna, — stela og myrða, ef þess þarf með. Og því „svakalegri" sem myndin (eða sagan) er, þeim mun meira er í hana varið. HÉR ER sannarlega hætta á ferðum, sem lítið hefur ver- ið gert til að bægja frá. I allt sumar hafa kvik- myndahúsin t. d. sýnt hverja glæpamyndina á fætur annarri og ekkert lát er á útkomu ýmiss konar morðrita. Er sannarlega iljt til þess að vita, að mestur gróðavegur skuli vera af innflutn ingi þessara menningarspilla, því að nóg er hér annað á boðstóln- um til að glepja fyrir æskunni og leiða hana burt frá hinum sönnu verðmætum, s. s. íslenzkum forn- ritum og þjóðsögum, svo að nokkuð sé nefnt. Er sannarlega furðulegt, að íslenzkt æskufólk skuli ekki leggja sig meir eftir íslendingasögunum en raun bera vitni, og hefði maður þó haldið, að nóg væri af morðunum þar! Munurinn er bara sá, að siðfræð- in er heldur önnur, málfarið heldur hreinna, boðskapurinn heldur jákvæðari. Þar er fjallað um átök og mikil örlög, stór- lundaða menn, en ekki neina stælgæja, sem hafa lært það eitt í lífinu að drekka í dag — og iðrast á morgun, eins og þar segir. SAGT ER frá því í fyrr nefndri danskri grein, að lögregla Kaupmannahafnar sé harla lítið ánægð yfir því, hversu lítið vald hún hefur til að banna glæpa- myndirnar og reyfarana — og reyna á þann hátt að lækna mein ið að einhverju leyti, minnka afbrotahneigð danskra unglinga. Kveður lögreglustjórinn litla von t-il þess, að góður árangur af starfi unglingalögreglunnar ná- ist, ef hún fær ekk aukið vald til að komast fyrir þá menning- arspilla, sem hér hafa verið nefndir og mest hafa gert til þess (að áliti fróðustu manna) að spilla æskulýðnum og afvega- leiða hann. — Má á sama hátt vekja máls á því, hvort ekki væri kominn tími til að banna hér hina erlendu lágkúrulegu morðreyfara og einskisverðu giæpamyndir. Væri a. m. k. mjög auðvelt að sjá um, að banninu á glæpamyndunum yrði fram- fylgt. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.