Morgunblaðið - 27.08.1953, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.08.1953, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. ágúst 1953 Framh'aldssagan 17 En herra Whidby svaraði því neitandi og sagði að hann væri það að minnsta kosti ekki alveg. „Þá skulum við ekki tefja leng- ur“, sagði herra Poteat og lagði handlegginn yfir öxl mér. Hann leiddi mig að dyrunum hinum megin í herberginu, en þá stöðvaði herra Whidby' okkur. Það væri betra sagði hann að bíða þangað til Et’nridge læknir kæmi út. Herra Poteat lét mig setjast á legubekk og sagði mér að reyna að hvíla mig. „Þetta hefur verið erfiður dagur fyrir hana“, sagði hann við mennina. Hinn maðurinn kom með vatns glas handa mér og blævæng til að svala mér og ég hvíidi höfuð- ið við púðann. Ég vissi af því að herra Poteat gekk um gólfið en ég var að því komin að sofna. Þó 1 heyrði ég út undan mér að hann fór illum orðum um frú Plummer sagði að hún hefði misnotað mig, látið mig vinna eins og þjónustu- stúlku og ekki leyft mér meira frelsi en ég væri fangi. Hann var feginn því, sagði hann, að hann hafði ekki átt neinn þátt í því að koma mér á þennan skóla. Herra Whidby sagði þurrlega, að ef hann myndi rétt, þá hefði herra Poteat verið með allan hug ann við annað mál, sem hafði verið gróðravænlegra og þar sem einkaskólar tækju ekki hvaða nemendur sem væri, þá hefði ekki verið um annað að ræða. Frú Plummer hafði heldur ekki verið fáanleg nema fyrir góða aukaborgun. Þá opnuðust dyrnar og hávax- inn maður kom fram. Herra Poteat gekk til móts við hann. „Jæja, læknir, hvernig líð- ur honum?“ Læknirinn bar til hendurnar, sem mér fannst mundi eiga að merkja eitthvað sem væri að dvína smátt og smátt. Herra Poteat snéri sér að mér: „Komdu Jessica", og við gengum inn í herbergið innar af. Á milli glugganna var stórt rúm. Herra Poteat leiddi mig að i'úminu og ég leit á hreyfingar- lausu veruna sem lá þar. Fyrst kannaðist ég ekkert við þann sem lá þarna, en svo sá ég að þetta var gamli maðurinn, sem ég hafði séð í skrifstofu herra Poteat og Whidby. Ég þekkti aftur lcrepptu beinaberu höndina og augun horfðu rannsakandi á mig eins og þá, en nú voru þau sljó og leitandi. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera eða segja, svo ég stóð þarha þegjandi og mætti augnaráði gamla mannsins. Þá rann það skyndilega upp fyrir mér, að hér væri' dauðinn á ferðum .. að lífið væri að týnast úr líkama hans. Herra Poteat stóð við hlið mér og studdi mig. En hvers | vegna hafði verið komið með mig ; hingað til þess að horfa á þenn- an gamla mann deyja? Hvað var ■ ég honum .. eða hann mér? Ég j leit spyrjandi á hann, hallaði mér . nær og lagði hönd mína yfir beinabera höncl hans. Það var eins og vitund hans vaknaði til þess að finna snert- " inguna, því að snöggvast fannst mér eins og ég sæi svipbreytingu á andlitinu. Drættir fóru um ! munninn eins og hann væri að reyna að segja eitthvað. «* Hjúkrunarkonan kom pð rúm- ; inu og ætlaði að taka uúi úlnlið hans, en þá gekk maður fram úr f skugganum í herberginu og bað hana að bíða. Það var Andrew, sá sem ég hafði séð fjrrst á skrif- stbfu Poteat og" Whidbý: „Hann er kannske að reyna að segja eitt hvað“, sagði hann við hjúkrunar- konuna. Svo beygði hann sig yfir gamla manninn og horfði á var- irnar sem bærðust. Ekki veit ég hvort hann gat lesið af vörunum það sem gamli maðurinn var að segja, en hann dró mig nær rúm- inu og sagði hátt og skýrt: „Þétta er stúlkan, herra minn. Þetta er stúlkan“. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en höfuðið féll máttlaust niður á koddann aftur og sami sljóleikinn kom yfir andlit.ð aft- ur. En augun horfðu leitandi í áttina til mín, Þegar herra Poteat leiddi mig út, fann ég að þau fylgdu mér eftir. Mér fannst það óbærileg til- hugsun, að nokkur skyldi þurfa að leggja út í óvissuna handan lífsins án þess að nokkur hérna megin sæti eftir með sorg í hjarta Ég fól höfuðið niður í legúbekk- inn og grét fyrir hann sem enginn saknaði. Og þannig sofnaði ég um leið og mér fannst ég heyra fagran bjölluhljóm .... bjöllur sem hringdu fyrir þá sem áttu engan að. Þegar ég vaknaði, leit ég undr- andi í kring um mig í herberg- inu, þar sem allt kom mér ókunn- uglega fyrir sjónir. Og stúlkan í rúminu, íklædd silkináttkjól með kniplingum, var mér líka ókunn- ug, enda þótt það væri ég sjálf. Ég mundi ekkert eftir því að ég hefði komið inn í þetta herbergi, eða að ég hefði afklæðst og sofn- að í þessu rúmi. Ég vissi síðast af mér þar sem ég lá grátandi á legubekknum. Ég vissi ekki, hvers vegna farið hafði verið með mig til gamla mannsins sem var að deyja. En það sem lá mér þyngst á hjarta var að vita ekk- ert um afdrif Mitty eða hvar hún var niður komin. Ég horfði kring um mig og þá sá ég að gluggatjöldin þungu voru eins og tjöldin í herberg- inu, þar sem ég hafði grátið mig | í svefn kvöldið áður, að öðru ; leyti en því að á þessum var ann- ' ar litur. Ég var þá ennþá í Kim- ball House en í öðru herbergi. Ég hafði ekki hugmynd um það hvernig ég hafði komizt í þetta herbergi, en nú vissi ég þó að minnsta kosti hvar ég var. Allt í einu heyrði ég umgang. Ég snéri mér í rúminu og sá þá inn um opnar dyr inn í litla stofu. Og fyrir framan spegilinn í þess- ari litlu stofu stóð kona. Hún snéri bakinu í mig, en ég sá hana í speglinum. Og hvílík kona! Ekki svo að skilja að hún væri sérstaklega fögur og ekki var hún heldur sérlega glæsileg til fara. En andlitið var góðlegt og opið og svipurinn var um leið gázkafullur. Ég velti því fyrir mér, hver hún gæti verið og hvers vegna hún var hér hjá mér. Þá var bar- ið hljóðlega að dyrum. Hún festi hárnálina í hárið og fór til að opna. Mér létti þegar ég sá að það var bara herra Poteat sem kom inn. Hann setti hattinn frá sér á borð og þegar hann hafði litið snöggvast inn til mín, tók hann um báðar hendur hennar. „Ungfrú Camilla, alltaf sjálfri sér lík. Hvernig fóruð þér að því að komast hinga?“ Hún losaði hendur sínar og yppti öxlum. Svo gekk hún að | speglinum aftur og strauk yfir hár sér. Hann leit aftur til mín. „Er allt í lagi? Mér sýnist hún liggja svo kyrr“. Hún hló til hans. „Já, allt er í lagi“. Hann gekk að rúminu og ég heyrði að hún kom á eftir hon- um. „Jæja, hvernig lízt þér á hana?“ Mér fannst tónninn í rödd hennar mundi færa mér heim sanninn um það, hvort hin dá- samlega hugmynd sem flogið hafði í hug minn, væri rétt eða ekki. Ég beið því í ofvæni eftir svari hennar. En þegar hún sagði „Nú hún er blátt áfram falleg“, þá fór draumur minn út um þúf- ur. Þetta var ekki móður rödd, sem svaraði þannig. tir % Halastjarnan og Jörðin , / „Ég bið margfaldlegrar afsökunar," sagði þá Halastjarnan. „Þetta eru líklega launmál?“ „Nei, ekki er það,“ anzaði Jörðin. „En allt til þessa dags hefur mér ekki tekizt að komast að raun um, hverjir heim- skingjarnir eru. En þeir eru til — það veit ég — og það fleiri en einn og fleiri en tveir. Vandkvæðin á að þekkja þá liggja í því, að hver og einn þykist vitur, en álítur alla' aðra heimska.“ „Þeir eru þá líklega allir heimskir," mælti Halastjarnan. En nú þótti Jörðinni fyrst verulega fyrir. Henni datt í hug, að hún hefði verið of opinská við þessa ókunnu stjörnu, sem hún þekkti ekki að neinu leyti. Þetta hlaut líka að vera lítil- fjörleg persóna eftir útlitinu að dæma. Hún sagði því í drembilegum róm: „Síður en svo, Halastjarna góð, síður en svo. Það er ekki til neins að vera að tala við þig um þessi efni. Þú hefur ekkert vit á því. Ég er ekki vön að grobba af mér, en ef þú gætir vel að, muntu sannfærast um það, að ég sé álitlegust af öllum stjörnunum. Skoðaðu alla hnetti himingeimsins, og hvergi muntu finna jafningja minn. Líttu á Venus, Júpíter og Marz. Ég man nú ekki hvað þær heita þessar þarna, en allar ganga þær í kringum sólina eins og ég. Taktu nú vel eftir mér. Líttu á djúpu og tæru vötnin mín. Horfðu á beykiskógana og pálmaviðarlundina.“ „Ég get nú ekki, hreinskilnislega sagt, séð nokkurn skap- aðan hlut af allri þessari fegurð,“ sagði Halastjarnan. „En þetta getur vel verið satt,“ sem þú segir, fyrir það. Ég sé ekkert nema tóma þoku umhverfis þig.“ „Já,“ sagði Jörðin dálítið vandræðalega. „Henni var ég búin að steingleyma. Þetta er nú gufuhvolfið.“ burðyr Morgunblaðið vantar unglinga eða fullorðið fólk til að bera blaðið til kaupenda þess á Kópavogs- hálsi. — Upplýsingar á afgreiðsiunni. Sími 1600. ^JJe íqi d Ameriskir lampar nýkomnir! Borðlampar og gólflampar með þrískiptri peru og Ijósi í fæti Verð frá kr. 275.00 Ámerísk heúnilistæki Strauvélar Verð kr. 1645,00 Hrærivélar Verð kr. 1295,00 Brauðristar Hraðsuðukatlar rafmapsperur Co. la^ymsson Hafnarstræti 19 — Sími 3184 Kdpuefni ■ ■ ■ ■ ■ AÐALBÚÐIN | Lækfarlorgi — Sími 7288 i - AUGLÝSÍNG ER GULLS ÍGILDI ~

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.