Morgunblaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLABIB Þriðjudagur 22. sept. 1953 Hafnarfjörður er faliegur og kyrr- látur bær, þar sem fóikinu líður vel Stuft afmælissamfal við frú Maffhildi Hansen RÉTT fyrir ofan höfnina í Hafn- arfirði, að Vesturgötu 4, stendur ein elzta verzlun bæjarins, ný- lenduverzlun Ferdinand Han- sen, sem lézt árið 1949. Hann var sonur Jörgens Hansen kaupm. í Hafnarfirði, sem ættaður var frá Sönderborg á Als, en kom hingað 15 ára gamall og starfaði lengst- um sem kaupmaður í Firðinum. Kona hans var Henriette, dóttir H. A. Linnets kaupmanns, sem fæddur var í Hafnarfirði árið 1825 og stundaði þar kaup- mennsku. Mbl. heimsótti s.l. laugardag frú Matthildi Hansen, ekkju Ferdinand Hansen, sem í dag á 65 ára afmæli. Hún rekur ásamt syni sínum, Hans Jörgen, verzl- un manns síns af dugnaði og skör ungsskap. Er heimili hennar eins og áður í öðrum enda verzlunar- hússins á Vesturgötu 4. Annar sonur þeirra hjóna er Skúli Han- sen rennismiður. Þetta heimili hefur um langt skeið verið eitt af mestu mynd- arheimilum Hafnarfjarðarkaup- staðar. Yfir því hvílir blær smekkvísi og siðfágunar. FERÐIN YFIR ÍSLANDSÁLA Hvernig stóð á því, að þér lögðuð leið yðar hingað til ís- lands? — Ástæða þess, var engin önn- ur en sú, segir frú Matthildur Hansen, að ég var þá trúlofuð manninum mínum. Hann hafði verið úti í Kaupmannahöfn og ætlun okkar var að reisa þar bú. En hinh 3. janúar 1915, þegar hann var staddur heima á íslandi fékk ég skeyti frá honum um að koma heim með Vestu, sem átti að leggja af stað frá Höfn þann 10. jan. Ég hafði því ekki nema 7 daga til þess að ákveða mig og að sjálfsögðu ákvað ég að fara til íslands. Vesta fékk versta veður á leið- inni yfir íslandsála og þar sem þetta var í fyrsta skipti, sem ég kom á sjó, var ég hræðilega sjó- veik. Við vorum aðeins þríí far- þegarnir, Hjalti Jónsson skip- stjóri og síðar konsúll var einn þeirra. Ég mun aldrei gleyma því, hve hann var góður og hjálp samur við mig á leiðinni. En við komumst heilu og höldnu til Reykjavíkur og fórum með bíl til Hafnarfjarðar. Af þeim farar- tækjum var víst ekki mikið í þá daga. ÓLÍKT UM AÐ LITÁST — Hvernig leizt yður svo á Hafnarfjörð? — Það voru ákaflega mikil viðbrigði að koma frá Kaup- mannahöfn í þennan litla bæ. En mér var tekið frábærlega vel, bæði af tengdaforeldrum mínum og öðru fólki, sem ég kynntist. Ég minnist sérstaklega fjölskyldu Ágústar heit. Flygenrings, en heimili hans var fyrsta íslenzka heimilið, sem ég kom á. Frú Flygenring reyndist mér eins og bezta móðir. í Hafnarfirði voru þá um 1500 íbúar. Nú eru þeir orðnir yfir 5 þúsund. Ég kom til Hafnarfjarð- ar 21. janúar 1915. Hinn 7. febr. giftum við okkur svo og bjugg- um fyrst í stað í gamla Hansens húsinu við Strandgötu. En hinn 14. maí fiuttum við í verzlunar- húsið við Vesturgötu 4. Þar hef ég átt heima síðan, þegar undan er skilinn stuttur tími árið eftir, meðan verið var að breyta hús- inu. — Hvernig hafið þér kunnað við yður hér? — Mjög vel. Ég gæti ekki hugs- að mér að flytja héðan. Ég hef kynnst hér ágætu fólki og mér reyndist auðvelt að venjast hér öllum aðstæðum. Mér fannst það í upphafi dá- lítið einkennileg tilhugsun að eiga að flytja búferlum til ís- lands. Fólk í Danmörku þekkti svo lítið til íslands í þá daga. En ég á margar góðar minningar um dvölina hér. Og miklar eru fram- farirnar, sem hér hafa orðið þau 38 ár, sem ég hef átt hér heima. Mér virðast íslenzk heimili nú orðið síður en svo ófullkomnari en dönsk. Ég hef heimsótt Dan- mörku 11 sinnum síðan ég flutti hingað. Auðvitað hef ég hlakkað til að heimsækja ættland mitt. En ég hef líka hlakkað til að koma aftur heim til íslands, þar sem mér hefir liðið bezt og þar sem heimili mitt hefur verið. — Hafnarf jörður er fallegur og kyrr 'látur bær og fólkinu líður hér vel, segir frá Matthildur Hansen að lokum. Mbl. óskar þessari geðþekku og virðulegu konu, sem nýtur vinsælda Og trausts meðal sam- borgara sinna til hamingju á þessum tímamótum lífs hennar. ____________ S. Bj. — Þjóðleikhúsið Framh. a 1 bls 2. Að spurður um tónlistarmál leikhússins kvaðst þjóðleikhús- stjóri vilja taka það fram, að tón- listarnefnd sú, sem skipuð hefði verið fyrir nokkru hefði verið ætlað aðeins ráðgefandi hlutverk að inna af hendi. Hljómsveitarstjóri leikhússins, dr. Urbancic, myndi halda starfi sínu áfram. Þjóðleikhússtjóri gat að lokum um nýbreyttni, sem tekin yrði upp í veitingamálum leikhússins á komandi vetri, en hún er sú, að á frumsýningarkvöldum verður hægt að kaupa mat í þjóðleikhúss kjallaranum frá kl. 6 síðd. Verð- ur þar á boðstólum miðdegis- verður og músík meðan á mál- tíðinni stendur. Mun sú ráðstöf- un vafalaust réynast vinsæl. Söngvari frá „Covenl Oarden óperunni" syngur hér í kvöld UM þessar mundir er staddur hér á landi óperusöngvari að nafni Ronald Lewis frá „Covent Gard- en Óperunni" í London. Hefur hann sungið á einni söngskemmt- un í Reykjavík og syngur aftur í kvöld og verður það síðasta söngskemmtun hans hér í bæn- um. Blaðið átti tal við Lewis í gær, þar sem hann var á æfingu með Fritz Weisshappel, sem ann- ast undirleik fyrir hann meðan hann dvelzt hér á landi. Hefur Ronald Lewis verið fast- ráðinn söngvari hjá Garden óperunni í sex ár og síðustu þrjú árin sem fyrsti bari- tón söngvari óperunnar. Hefur hann sungið undir stjórn jafn frægra hljómsveitarstjóra og Eric Kleiber ög Barbirolli, ennfremur Kaupm.h.bréf hlj ómsveitar st j ór ans söngvari meðan ég dvel hér“, því að mér skilst að erlendir lista- menn komi það fáir hingað á ári hverju. Hinsvegar heyrði ég í hinum þýzka tenórsöngvara Ficher-Dieskau og finnst mér hann frábær ljóðsöngvari. Færi ég Birni Jónssyni, framkvæmda- rússneska Dobrowen, stjórnanda Scala1 stjóra Tónlistafélagsins beztu óperunnar í Ítalíu, Capuana 0g, þakkir fyrir að hafa veitt mér eins hefur hann komið fram sem j tækifæri til að heyra í þessum einsöngvari með Philadelphia i ágæta söngvara. symfóníuhljómsveitinni undir Þegar Ronald Lewis fer héðan stjórn Ormandy, þegar hljóm-jmun hann hefja starf sitt á ný sveitin kom til tveimur árum. Englands fyrir FJOLBREYTT EFNISSKRA Það hittist illa á“, sagði Lewis, við Covent Garden óperuna, og byrja æfingar þar fyrsta október. Eins og kunnugt er syngur Þor- steinn Hannesson við Covent Garden óperuna og hefur Lewis að hér skildi vera annar baritón-! sungið í óperum með honum. - SIÐGÆÐISVAKIMIIMG Framhald af bls. 7 175 þingmenn auk fulltrúa Færeyinga og Grænlendinga, sem standa utan danskra stjórnmálaflokka. Ef atkvæði skiftust á milli flokkanna eins og við kosningarnar í apríl, þá ættu jafnaðarmenn að fá 71 þingsæti og róttæki flokk- urinn 15 eða til saman 86. Nú- verandi stjórnarflokkar ættu að fá til samans 70, nefnilega ihaldsmenn 31 og vinstrimenn 39. Þar að aulri ætti „réttar- sambandið" að fá 10, kommún istar 8 og þýzki flokkurinn á Suður-Jótlandi 1 sæti. BARÁTTA UM TVÖ ÞINGSÆTI Af þessum tölum má sjá, að jafnaðarmenn og róttæki flokk- urinn þurfa ekki að bæta við sig nema 2 þingsætum til að fá meiri hluta í þinginu eins og á stjórn- arárum Staunings, þegar þessir flokkar sátu við völd. Kosningarnar snúast fyrst og fremst um þessi tvö sæti, skrifar „Berlingske Tidende“, því um það er barizt hvort núverandi stjórnarflokkar eða jafnaðar- menn skuli fara með völd á næsta kjörtímabili. Páll Jónsson. Framh. af bls. 8. Upp skal rísa máttug hreyfing um víða veröld í anda guðs lif- anda. Hún skal heita siðgæði- vakning. Ávextir þessa hafa veitzt mörgum víða um heim. Stundum freistumst við til að halda, að önnur leið sé líkleg til árangurs. Einstaklingar allra þjóða virðast hafa sína eigin lausn, en þá situr vitaskuld í fyrirrúmi persónulegur og þjóð- ernislegur ábati þess, sem í hlut á. En leyndardómurinn er fólg- inn hér: „Ekki mínir vegir, held- ur guðs vegir, ekki minn vilji, heldur guðs vilji“. Þetta er læknisdómur vand- Coverit' ræðanna» að guð ráði. Það er j ekki nóg að játa með vörum ein- um, játning okkar verður líka að ! koma fram í hlýðni okkar, lífi okkar. Það gerir menn eðlilega, það gerir menn sanna. Menn þurfa aldrei að sýnast vitrari og betri en þeir eru í raun. Slíkir eru þeir menn, sem fólk laðast að og fylgir. Undanlát skapar ringulreið. — Sinnaskipti skapa öryggi, sið- ferðileg umskipti eru til þess fallin að slá jafnvel klettinn til hljóms og hreinsa dreggjar úr göróttum miði. Oft tölum við um frið og ein- ing, en gleymum, að enginn, sem býr yfir illgirni getur hoggið fjötra haturs af þjóðum. Við finnum að sjálfbyrgingskap ann- arra, en okkur sést jrfir sjálfs- hyggjuna, sem býr í okkar eigin barmi. Við tölum um guðlega handleiðslu, en gleymum að það eru hjartahreinir, sem guð sjá. Ekki eru það þeir, sem masa heldur hlustendur, sem hreppa handleiðslu hans. í dag verð ég 75 ára. Ég styðst við langa reynslu í mörgum löndum. Uppistaða hennar er sannleikur, alger heiðarleiki, óeigingirni og fullkominn kær- leikur, handleiðsla guðs og und- irgefni undir vilja hans. — Án þeirrar reynslu stöndum við uppi slyppir. Með hlutdeild í henni eigum við allt. Nýr heimur hvíl- ir á herðum nýrra manna. Siðferðivakningin er hljóm- kvísl, sem vísar okkur á hinn nýja brag. I dag: Hentugur skóla- og vinnuklæðnaður. Oóó Pils, margar gerðir Peysur og peysusett Jersey blússur og peysur í fjölbreyttu úrvali. CJlfo* ^Akalótrœti M A B K Cl S Eftir Ed Dodd SHUT UP DiCKSOM... au: LOOK,\ DOM'T LET TMAT OOG I fC-TT TOO CL05S OR TOLD \ iQ BLOW 'SAA HULL YCLJ O' MOLE-a AAY... MWA TiE K.,V\ Ui'.UR GIMPYJ '■'í \________________, 141 2) — Hér er um misskilning 3) — Ég sagðist heita.... — að ræða. — Vertu ekki að þessu Þegiðu, Siggi. Sjáðu aðeins um — Ándy, vertu stilltur. — Ég' blaðri, Sigurður, við förum nú að hundurinn komi ekki of ná- heiti Markús, en ekki Sigurður.1 með þig til Karls. 1 1) — Sigurður, hentu byssunni og upp með hendurna' lægt mér, annars sendi ég hon- um kúlu. Grímur, handjárnaðu hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.